Einka-Retreat á Balí með Ósk
Þegar þér hentar !!

Settu saman hóp, komdu með makanum þínum, bestu vinkonu eða komdu ein/n, í  líkamlega og andlega djúpnæringu. Veldu tíma sem hentar, við setjum saman retreatið ÞITT eða ykkar, sérsniðið að þeim þörfum og væntingum sem þetta ferðalag á að skapa.

Ertu að hugsa um einstakt frí á Balí ?
Ég get aðstoðað þig við að setja saman ferð sem er engri lík. Ekki missa af einstökum stöðum og upplifunum, hafðu samband og við sköpum draumafríið.


Balí er sannkölluð Paradís á jörð, umkringd dulúðlegum skýjum sem umbreytast í steypiregn og þú færð að upplifa sólina þurrka þig aftur á nokkrum mínútum. Það er ekki hægt annað en að kolfalla fyrir hrísgrjónaökrurnum sem eru eins langt og augað eygir sveipaðir þessum róandi græna lit og fylla þig af kyrrð og friði. Hér eru 210 dagar í árinu og þú gætir næstum því alveg fyrirvaralaust upplifað nýársdag. Þú ferð heim full þakklætis og blessunar eftir að hafa vaknað á hverjum morgni við yndislegan skordýra og fuglasöng, hvellt hljóðið í Gekko eðlunum verður vinalegra með degi hverjum og svo er engu líkara en þú sért komin aftur í tamann þegar hanagal og örfínn þytur frá fiðrildavængjum snertir þig á göngu um bæjinn. Litadýrðin, skreytingar, lótusblómin og hið fræga Frangipani blóm sem laumar sér allsstaðar, jafnvel á undirskálina þína með morgunkaffinu gera heimsóknina til Balí að nýju upphafi. Undurfagurt ævintýr sem fylgir þér alla tíð. Orkan sem þú andar að þér hér er ólýsanleg þú verður að koma og finna hvernig hún tengir þig við þig og áður en þú veist af ertu komin með þennan djúpan skilning á því hver þú ert og finnur hvað það er sem þú vilt.

Yoga & Ást á Balí
með Ketut Arsana og Ósk
26. Mars - 5. April 2020

  
        

Það er virkilega einstakt að þessi merkilegi Yogakennari Ketut Arsana skildi samþykkja að kenna fyrir mig. Hann heldur sjálfur Yogaretreat og alskonar námskeið og tekur yfirleitt ekki að sér svona veigamikil verkefni fyrir aðra. það er því mikill heiður að geta boðið uppá einkatíma með honum og ég get bara ekki ímyndað mér sjálf hversu magnað það verður.
Mjög margir Íslendingar sem hafa komið til Balí hafa kynnst honum og eru allir sammála um að hér sé einn magnaðasti kennari í heimi. Þetta er því virkilega einstakt tækifæri sem ég hvet þig til að missa ekki af.
Yoga kennslan verður því á ensku en öll önnur kennsla að sjálfsögðu á íslensku.
Þessi ferð verður því töluvert frábrugðin þeim 14 Dömuferðum sem ég hef staðið fyrir hér í Paradísinni.
Við gistum eins og alltaf í 8 nætur á Honeymoon Guesthouse Ubud en svo ljúkum við ferðinni á þvílíku Luxushóteli í Nusa Dua
The Apurva Kempinski.

Verð frá kr. 249.000,- í herbergi með viftu, tvö rúm með himnasæng og miðað við að tvær séu í herbergi ath ekki loftkæling  ;

Fimmtudagurinn 26. Mars LENDING Á BALI

Það verður tekið á móti þér með sólskynsbrosi og við ökum saman til Ubud á Honeymoon Guesthouse.

Þar færðu Rosella drykk og þú svífur inní draumaveröld eins og Lísa, enda ertu komin í Undralandið og liggur undir himnasæng í ævintýralegu herbergi.

Ef þú ert lent á Bali og ert einhvers staðar annars staðar en í Ubud þá sækjum við þig þangað.

"Það eru nefninlega áramót á Balí 24. - 25. Mars og ég verð að segja að það er ekkert venjulegt að upplifa það svo ég vona svo sannarlega að þú hafir lent hér fyrir þessa einstöku hátíð. Hvergi í heiminum eru áramótin eins og hér á þessari stórmerkilegu eyju flugvöllurinn er lokaður í einn sólahring rétt eins og allt annað á nýársdag sem heitir Nyepi.. Ef þú ákveður að koma fyrr og upplifa þessa ólýsanlegu hátíð í Ubud þá sækjum við þig á flugvöllinn þegar þú lendir.

Föstudagurinn 27. Mars

Þú vaknar sprelllifandi í Himnaríki.

8:00 Kynning á Dagskránni

Það er gist í 8 nætur á hinu undurfagra Honeymoon hóteli í Ubud, sem er í eigu athafnarkonunnar Janet DeNeef.
Síðustu tvær næturnar gerumst við drottningar á hinu glæsilega hóteli The Apurva Kempinski í Nusa Dua og njótum kyrrað við ströndina.

Við röltum um hrísgrjónaakra og regnskóga innan um laufblöð á stærð við hús og sólin sleikir okkur allan tímann. Flestar skvísurnar vilja fá tíma hjá galdranorninni Ítölsku Sandeh sem gjörbreytti lífi sínu eftir að hún varð ekkja um sextugt. Þá dró hún fram löngu gleymda hæfileika og eiginleika, flutti til Bali og notar einstakt innsæi og næmni til að lesa framtíð þína í Tarrot.
Við þvælumst um þennan skemmtilega bæ inní apaskóg og uppí Pýramída í Gongbað og að sjálfsögðu er hlegið á kvöldin.

Hver einasti dagur á þessu retreati er ævintýri.

Flugð er ekki innifalið til þess að hver og ein geti valið hversu marga daga hún vil dvelja hér í Paradís en það ber að gæta að Visa inní landið er eingöngu 30 dagar, nema að það sé sótt um annað.

Innifalið í verðinu: 

*Þú verður sótt á flugvöllinn og ekur í leigubíl til Ubud
*Gisting & morgunverður í 8 nætur á Honeymoon Guesthouse
*Akstur með leigubíl frá Ubud til Nusa Dua
*Tvær nætur á Luxus hótelinu  The Apurva Kempinski  á ströndinni í Nusa Dua
*Lærðu að elska þig fkennsla, yrirlestrar og verkefni 
*Yoga hjá Ketut Arsana ath kennsla fer fram á ensku
*Ljúffengir hádegisverðir
*Gongbað í Pýramídanum
*Spa/Nudd
*Taska stútfull af gjöfum til þín
*Göngutúrar um Ubud og nágrenni
*Brúðkaup seremónían þín
*Gala Kvöldverður

Þarftu nánari upplýsingar eða viltu  bóka?
sendu mér póst á ;
osk@osk.is

og svo allt allt öðruvísi ferð haustið 2020


Dáleidd af Ást á Balí með Helgu Jens og Ósk
2. - 12. Október 2020

þessi ferð snýst um að losa sig endanlega við þá þröskulda, vandamál eða munstur sem eru að trufla það að lifa draumkenndu og ánægjulegu lífi.
Við förum í einn opinn Yogatíma hjá Ketut en í staðin fyrir Yoga með fyrstu sólargeislunum þá fáum við dáleiðslu þar sem Helga nær að losa okkur við það sem við nennum ekki að burðast með lengur.
Það verður kafað djúpt og þú kemur stökk breytt heim aftur með lausnir og aðferðir í farteksinu sem munu gjörbreyta lífi þínu og líðan.
Dáleiðslurnar hennar Helgu eru engu líkar ég er sjálf búin að að prófa og ég fékk næstum áfall þegar ég sá hvað áhrifin voru hröð og mikil og þú færð að upplifa á hverjum morgni nýja dáleiðslu.
Við munum dvelja í 8 nætur á Honeymoon Guesthouse enda er það á besta stað í bænum og þar kynnumst við Balí í sinni fegurstu mynd.
Síðustu tveir dagarnir verða síðan í Nusa Dua.


Settu saman hóp og veldu dagsetningu sem hentar!

Einkaretreat fyrir þig og þína fer frá á þeim dögum sem þér hentar og þú/þið veljið hvað retreatið á að endurspegla eða gera fyrir þig/ykkur.
Þegr þú hefur valið tímasetninguna á ferðalaginu til Balí þá hittumst við á Skype og skipuleggjum þitt einkaretreat.
Það er möguleiki að kaupa retreat + gistingu
eða þú/þið veljið gistingu sjálf og kaupið bara retreatið hjá mér finnið gistingu sjálf og ætlið örugglega að verja fleiri dögum hér í Paradísinni. Það er allt í boði Balíbúar segja aldrei NEI, svo þú mátt búast við að það verði allt gert fyrir þig.


það sem flestar skvísur / hópar / pör velja í sitt retreat er :

Pílagrímsganga
Vatnsblessun hjá Idu
2 göngutúrar + fyrirlestrar
2-3 einkatímar ( hver tími um 90 mín )
heilun hjá Wayan
Loforð + kvöldverður

þessi samsetning tekur 5 daga,
kostar kr. 184.000,-  á mann.

gisting er þá greidd sér og þar er hægt að finna öll verð á gistingu hér eða  frá kr. 4500,- og uppúr.


Af hverju að fara til Balí á einka eða hóp retreat ?

Langar þig að vera með betra sjálfstraust og hafa hugrekki til að láta draumana
þína rætast ?  Dreymir þig um að fara í guðdómlegt frí frá öllu og koma margfalt öflugri til baka ?  Ertu með hugmyndir í kollinum sem þurfa smá hjálp til að geta orðið að veruleika ?  Átt þú skilið að vera í fyrsta sæti núna og upplifa guðdómlega daga í Paradís sem mun næra þig á líkama og sál ?

Lærðu að elska þig er þerapía sem þú færð að kynnast hér með yndislegu nýju vinkonunum þínum. Þú lærir að standa með þér, þora að fara eigin leiðir, treysta á sjálfa þig, skapa það líf sem þú óskar þér, skilja hvernig allir sem koma inní þitt líf eru að kenna þér og hvernig þú getur áttað þig á hvað þú átt að læra. Hlusta á innsæjið þitt og hafa hugrekki til að fara eftir því, fyrirgefa þér allt sem þér finnst hafa truflað þig og þína vegferð og æfir þig í að hugsa og sjá það jákvæða sem lífið hefur uppá að bjóða í stað þess að finnast lífið erfitt og vera full af fordómum í eigin garð.

Hugleiðsla hefur heilandi áhrif og stuðlar að betra jafnvægi og frið Eftir því sem fólk stundar hugleiðslu lengur því minna þarf að aðhafast, það er eins og mörg vandamál leysist af sjálfu sér og önnur fuðra upp. Í þessari ferð lærir þú ýmislegt um hugleiðslu sem þú ekki veist og æfir það hugleiðsluform sem passar fyrir þig og þinn karakter.

Yoga þarf ekki að kynna lengur fyrir fólki og þú munt njóta þess að stunda þessar æfingar í hárréttu hitastigi og þessari ólýsanlegu kyrrð sem ríkir hér.

Hiti, vellíðan og sannkölluð umbreyting bíður þín í þessari ferð þar sem þú lærir að skapa næringarríkt líf í hamingju og sátt.

5, 7, eða 10  daga einka-djúpnæring og þú ferð splunkuný/r og allt önnur manneskja heim - lífið þitt verður gjörbreytt…það verður dásamlegt…spennandi…fullt af tækifærum... og þú munt elska sjálfa/n þig meira en nokkru sinni fyrr.

Balí þessi undurfagra og seiðandi eyja hefur heilunarmátt sem tekur á móti þér um leið og þú lendir hér. Það er einhver óútskýranleg orka hérna sem veldur því að þú tengist  innsæjinu þínu og byrjar að skynja hvernig hjartað talar við þig og gefur þér þau allra bestu skilaboð sem þú getur fengið fyrir lífið.

Sendu mér póst á osk@osk.is og fáðu nánari upplýsingar….
Tek á móti einstaklingum, pörum og að sjálfsögðu hópum í öllum stærðum.

Það er fátt eins mikið augnakonfekt eins og Balinískur byggingastíll og litríka náttúran hér svo það er nauðsynlegt að fara í göngutúrar um Ubud þá mun ég segja frá menningunni og Balinískum lífsstíl og við röltum um falda fjársjóði hér í bænum og sjáum alla þá náttúrufegurð, sem þessi guðdómlega eyja státar af.

þerapían "Lærðu að elska þig" inniheldur mikinn fróðleik og aðferðir til að njóta lífsins létt og leikandi. þar sem þú lærir að takast á við erfiðleika, losna við fordóma, auka sjálfstraustið, finna út hvað þú elskar að gera, losna við áhyggjur, kvíða og þunglyndi, tengjast innsæjinu þínu og hafa kjart til að fylgja hjartanu og standa með sjálfri / sjálfum þér. þú öðlast innri frið og munt bæta og breyta öllum þínum  samskiptum.
Þú færð verkefni, setur þér markmið og plön sem þú tekur með þér heim og byrjar nýtt líf.

Það reynir á hverja einustu frumu í þessari ferð því þú færð að draga fram allt það besta í þér andlega og líkamlega og nota hluta af sjálfum þér sem þú hefur aldrei kynnst áður.

Það er nauðsynlegt að eiga svo nokkra dag til að skoða Fílagarðinn , Green School, fara í Spa, Kokkanámskeið, myndlistardagur, silfursmíð, Hof, köfun eða snorkl, dinner á floti útá sjó, hjóla um þessa mögnuðu náttúru og hrísgrjónaakra og öll heimsins ævintýri eru hér.
Já ég mæli með að þú sért hér í nokkra daga umfram retreatið sjálft.

Stúlkurnar á ferðaskrifstofunni  Vita mun aðstoða þig við að bóka flug, sími 570 4446  þær finnua auðveldustu, ódýrustu leiðina og örugglega leið þar sem þú færð flugið bókað í einum miða og farangurinn þinn fer þá alla leið og þú ert tryggð/ur fyrir breytingum og seinkunum eða öðru sem kann að koma uppá.

Fimm daga Einkaretreat með Ósk með gistingu í 6 nætur á Honeymoon guesthouse og
5 dagar í magnaðri uppbyggingu tveir saman í herbergi  verð frá kr. 198.000,- á mann,    
Fyrir einstakling kr. 242.000,-

*1700 tröppurnar, Pílagrímsgagna eða hreinsunarganga upp á Pura Lemphujan eitt af heilögustu höfunum hér, mjög sérstök upplifun og gangan sögð hafa hreinsandi áhrif á hugann. Við undirbúum okkur andlega fyrir þessa göngu og ég er viss um að hún hreinsar ekki síður líkamann.

*Göngutúrar um undurfagra náttúru hér við Ubud við viðkomu í Trinity Gardens hjá sænksa hönniðunum Susönnu Nova, Sandeh Valesi ítölsku Tarrot norninni eða dagur í Jungle Fish.

*Skoðunarferð með fyrirlsetri og einstakri upplifun í Buddah hofinu, ekið um norðurhluta eyjarinnar, Skoðum hið fljótandi hof Pura Ulun Danu, heimsækjum Buddah hof og sjáum þverskurðinni af Balínískri náttúru.

*heimsækja Bamboo þorpið sem er Green school, Bamboo Mansion, og hótelið Bamboo Indah

*Einkatímar í þerapíunni.

auk þess eru alskyns ævintýragarðar hér og hægt að fara á örnámskeið í:
*silfursmíð,
*kokkaskóli,
*skera út ávexti
*batík málun
*tré útskurður
*Tarot - lestur hjá Sandeh
*Heilun hjá Wayan sem kemur til þín


Vinsamlega sendu mér póst á osk@osk.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar um djúpnæringu á Balí og til að athuga með dagsetningar. Um leið og þú hefur tekið ákvörðun þá hittumst við á Skype og setjum saman drauma ferðina þína.


ATH !! 20% hærra verð á gistingu í júlí, ágúst og frá 20. desember - 6. janúar
_________________________________________________________________________

Í þessari töfraveröld elstu búddatrúar í heiminum Hindu Darmah, trúir fólk á hið fallega þakklæti „gefðu og þér verður gefið“.

Ubud hefur fengið það orð á sig að vera í mjög hárri orkutíðni, því þangað sækir mikið af jógaiðkendum og hugleiðsluhópum. Ubud er einnig þekkt fyrir að vera mikill listamannabær, þar sem er að finna ýmis handverk t.d. batik, silfursmíð, húsgagnasmíð og tréútskurð. Nálægt hótelinu sem við dveljum á er markaður sem hægt er að kaupa listaverk, fatnað, allskonar glingur, reykelsi og krydd sem er bæði framandi og gaman að skoða. Við mælum með því að fólk kaupi sér krydd frá svo framandi stað þar sem jurtirnar eru ræktaðar á staðnum, ferskara verður það ekki!

Einn af hápunktum ferðarinnar er að ganga upp 1700 tröppur að hofinu Pura Luhur Lempuyang. Þessi áhrifaríka ganga er mjög stór hluti af dagskránni. Gangan er talin hálfgerð pýlagrímsganga og eru þrjár blessanir á leiðinni og fólk sleppir tökunum á truflandi hugsunum, hegðun eða öðru sem gerir lífið erfitt. Þar munum við skapa okkar eigin athöfn, algjörlega ógleymanlega upplifun andlega og líkamlega. Gangan tekur um 2 – 3 klst. og er allan tímann gengið upp í mót í bratta eða tröppum. Það merkilega er að það munu nokkrar eldri konur renna sér framúr okkur með stórar matarkörfur á höfðinu, annað hvort eru þær að fá blessun hjá gúrúnum fyrir matinn handa fjölskyldunni eða eru á leið til vinnu við að selja drykki og annað upp á toppnum.

Spenntir vöðvar, teygðir vöðvar, algjör kyrrð innra sem ytra, hugurinn finnur nýja leið til að takast á við næstu hreyfingu. Smakka og jafnvel elda úr nýafskornum jurtum og framandi kryddum. Við líðum útaf inn í undurmjúkar hendur nuddaranna sem hnoða og losa þig við alla þá verki og spennu sem þú hefur burðast með þar til nú. Þú ert á leiðinni í algjört SPA andlega og líkamlega. Hugljúfa daga sem munu aldrei gleymast.

Það er sko ýmislegt hægt að gera og Balí býður uppá alla hugsanlega afþreyingu sem hægt er að hugsa sér. Í kringum Balí eru kóralrif og gífurleg flóra af marglitum fiskum og sjávarlífið einstakt. Dýragarðar, river-rafting, trjátoppaflakk, fílagaður, vatnsrennibrautagarður, risa-styttugarður ofl ofl.

Í kringum Balí eru kóralrif og gífurleg flóra af marglitum fiskum og sjávarlífið einstakt. Frægustu köfunarstaðirnir eru norðaustan megin á eyjunni og sá allra besti í Amed. Þangað er hægt að fara í hálfsdags ferð og kafa, þið sem hafið réttindi til þess verðið að muna að taka skírteinin með ykkur. Einnig er hægt að leigja snorkl búnað fyrir þau sem ekki kafa en vilja kíkja á þetta ævintýralíf neðansjávar.

Á Balí er einn frægasti Green School í heiminum og munum við Á Balí er einn frægasti Green School í heiminum að heimsækja þessa merkilegu stofnun. Þetta er skóli fyrir 5 – 18 ára börn þar sem þau læra að rækta og lifa á náttúrunni. Þau læra að bera virðingu og kærleik fyrir mönnum, dýrum og náttúrunni. Þennan skóla stofnuðu hjónin John og Cynthia Hardy en John sjálfur framleiðir silfurskartgripi sem eru orðnir heimsfrægir en þegar skart er keypt hjá honum þá lætur hann gróðursetja bambustré og viðskiptavinurinn fær skírteini upp á það hversu mörgum bambustjám verður gefið líf.

Hið fræga hof elskenda Tanah Lot hefur orð á sér fyrir að lengja líf ástarinnar svo þangað fer fólk til að biðja um hönd elskuhugans. Ekki er ráðlegt fyrir þá sem ekki hafa áhuga á að vera saman það sem eftir er að fara að hofinu. Það er um hálfs dags ferð að fara þangað og hægt að blanda öðrum heimsóknum inní hana og lengja ferðina.

Það er áhugavert fyrir útivistarfólk og göngugarpa að skottast uppá hið heilaga fjall Gunung Agung sem er mögnuð upplifun þar sem lagt er af stað með vasaljós um miðja nótt frá einu frægasta hofi Balí, Pura Besakih upp á hæsta fjall Balí. Gangan er viðstöðulaust upp í mót, rúmlega 3100 metrar. Um það leyti sem við náum á toppinn mun sólin rísa við sjóndeildarhringinn og við okkur blasir öll eyjan. Hiti, sviti og ótrúleg litadýrð.

Ég set saman Drauma-frí með þér og þínum verð frá kr. 45.000,-

Sjáumst á Balí :)