Skip to main content

Dömuferðir með Ósk

Finndu töfrana þína með Bryndísi og Ósk
13. – 20. Október 2023

Þriðja ferðin okkar Bryndísar í náttúruperlu Amalfískagans með kennslu og fararstjórn.
Við erum einstaklega glaðar með nýja staðsetningu og finnst svo ánægjulegt að skvísurnar okkar fái að kynnast bænum mínum líka með því að dvelja á Panorama hótelinu hans Denzel við strandgötuna í Maiori.

Þessi einstaka vika inniheldur allt sem við skvísur elskum.

Yoga, sjálfsefling, göngur, dásamlegur matur, gullfallegt umhverfi,
tónheilun, hreyfing, djúpslökun, hvatning, yndislegar skvísur, dans, hlátur, gleði, andlegar æfingar og jafnvel óvæntar uppákomur.

Við ætlum að njóta þess að kynnast áhugaverðum konum, syngja, draga fram skvísuna, ganga hinn margrómaða Guðaveg, vera í gleðilegum samskiptum, þvælast um ævintýralega bæji eins og Maiori, Amalfi, Positano og Ravello.

Aðal markmið ferðarinnar er að þú lærir og æfir þig í að njóta þín og þeirra dásamlegu eiginleika sem þú býrð yfir,
síðan ætlum við Bryndís að kynna og kenna þér:

– Sjálfsþekkingu – tengjast og kynnast sjálfri þér betur, auka meðvitund um hæfni og styrkleika þína. Guðbjörg Ósk
– Sjálfseflingu – auka sjálfstraust og öryggi, æfing í að að hluta á þig/innávið. Guðbjörg Ósk
– Hæfni – hvernig þú getur nýtt hæfileika þína betur í starfi og einkalífi.
Guðbjörg Ósk & Bryndís
– Yoga, slökun og tónheilun. Bryndís
– Mikilvægi hreyfingar, hvíldar og næringar. Bryndís
– Samskipti – að standa með þér. Guðbjörg Ósk
– Æfingar og verkefni eftir heimkomu. Ósk
Njóttu þess að vera þú sátt, glöð og sterk.

 

Verð á ferðinni með gistingu á Hotel Panorama, Maiori í 7 nætur
með morgunverð.
ATH. Flug ekki innifalið.
Við mælum með flugi með Icelandair á þessum dagsetningum til og frá Róm.

A Herbergi með glugga sem snýr uppí bæ, ekki svalir.
Ein skvísa í herbergi kr. 275.000,-
2 skvísur í herbergi kr. 229.000,-
Þrjár skvísur í herbergi kr.

B Herbergi með svölum útá hliðargötu, sést til sjávar.
Ein skvísa í herbergi kr. 296.000,-
2 skvísur í herbergi kr. 238.000,-

C Herbergi með svölum og sjávarútsýni
Ein skvísa í herbergi kr. 308.000,-
2 skvísur í herbergi kr. 264.000,-

ATH!  Sum stéttarfélög veita styrk í þessa ferð.

 

Dagskrá :

Föstudagur 13. Október.

15:00 Lending í Róm, akstur frá Róm til Maiori
20:30 Kynning á ferðinni, kvöldvaka gleði.

 

Laugardagur 14. Okt.

07:30 Hreyfing, Yoga og slökun með Bryndísi.  ( 90 mín )
Mikilvægi hreyfingar, einfaldar en áhrifaríkar æfingar.
09:00 Morgunverður allar saman
10:00 Sjálfþekking, finndu töfrana þína.
Fyrirlestur, kennsla og verkefnavinna. Ósk ( 4 tímar )
14:00 Dagskrárlok, dagur frjáls.

 

Sunnudagur 15. Okt

07:30 Hreyfing, Yoga og slökun með Bryndísi.
Yoga, dans, Möntrur og tónheilun.  ( 90 mín )
09:00 Morgunverður allar saman
10:00 Sjálfsefling, að nýta styrkleika þína til að skapa betra líf.
Kennsla/fyrirlestur Ósk ( 3 tímar )
13:00 Hádegisverður allar saman
14:30 Hæfni, sjálfstraust að hlusta á þig og fylgja hjartans þrá.
Fyrirlestur/kennsla, Hvatning og verkefnavinna.  Bryndís & Ósk ( 3 tímar )
17:30 Dagskrárlok.

Mánudagur 16. Okt

07:30 Morgunverður allar saman
08:30 Guðavegurinn, rúta frá hótel Panorama til Agerola
09:30 Lagt af stað eftir Guðaveginum frá Agerola til Positano.
15:00 áætlaður komutími til Positano, tími frjáls.
ganga sirka 4-6 tímar
18:30 Bátsferð til Maiori frá höfninni í Positano.
19:30 áætlaður komutími til Maiori.

 

Þriðjudagur 17. Okt

07:30 Hreyfing, Yoga og slökun með Bryndísi.
Dásamlegt Yoga sem þú elskar nú þegar  ( 90 mín )
09:00 Morgunverður allar saman
10:00 Rúta til Ravello, Cimbrone
11:30 Cimbrone garðurinn
12:30 Hvatning, verkefnavinna, að vera hvetjandi og uppbyggjandi fyrir mig og aðra. Ósk & Bryndís ( 2 tímar )
14:30 Dagskrárlok.

Miðvikudagur 18. Okt
FRÍDAGURINN

Fimmtudagur 19. Okt

07:30 Hreyfing með Bryndísi.
Dásamlegt Yoga, dans, Möntrur og tónheilun  ( 90 mín )
09:00 Morgunverður allar saman
10:00 Framtíðarsýn, hvað tekur þú með þér heim, samantekt á allri kennslunni.
Fyrirlestur,/kennsla, verkefnavinna. Ósk & Bryndís ( 3 tímar )
14:30 Dagskrárlok

17:30 Hittumst í lobbýinu – Gala Dinner gleði.

 

Föstudagur 20. Okt

07:30 Morgunverður allar saman, kveðjustund
Brottför.

Innifalið í ferðinni :

– Rúta frá Róm til Maiori 13. október, lagt af stað um kl 15:40
– Gisting í 7 nætur á hótel Panorama í Maiori
með morgunverðarhlaðborði.
– Gjöf til þín
– Hádegisverður í Maiori sunnudaginn 15. okt
– Yoga, hreyfing, dans, tónheilun/djúpslökun,
kennsla, fróðleikur og æfingar með Bryndísi  ( 7 tímar )
– Guðavegurinn ferðir til og frá áfangastað, rúta og bátar.
– Sjálfsþekking, sjálfsefling, hæfni og samskipti,
kennsla fyrirlestrar og verkefnavinna með Ósk ( 15 tímar )
– Hvatning og uppbygging Ósk & Bryndís ( 2 tímar )
– Inngangur í Cimbrona garðinn og rúta til Ravello
– Verkefni sem þú tekur með þér heim, Ósk
– Gala Dinner

Nánari upplýsingar um kennslu, sundurliðun á kostnaðarliðum eða aðrar mikilvægar upplýsingar vinsamlega hafið samband við
osk@osk.is

__________

 

Finndu töfrana þína á Amalfi með Ósk,
Dagana 11. – 18. apríl 2023

Enn ein nýjungin í þessum vinsælu skvísuævintýrum og að þessu sinni ætlum við að hafa ferðina kósý, kafa djúpt inná við og dansa á tásunum í síðkjólum á Sírenu ströndinni á Amalfi.

Tilgangurinn er að hver og ein fari heim endurnærð, slök, hress og spennt.
Komin með nýjar hugmyndir um sjálfa sig og viti nákvæmlega hvernig hún ætlar að skapa nánustu framtíð.

Já eftir 9 ár og yfir 20 Dömurítrít á Balí hef ég fært mig nær Íslandi og komið mér fyrir á einum fegursta skaga Ítalíu af því að mér finnst rétti tíminn til að við skvísur Íslands skynnumst töfrunum okkar, hlæjum meira, syngjum og göldrum æðislegt líf í dýrðlegu umhverfi.
Við ætlum sko að vera nautnabombur og sjúga í okkur allar þær gersemar sem ítalía býður uppá.

Í þessari dömuferð á Amalfi ströndina ætlum við að skoða gullfallegt umhverfið, kynnast stórkostlegum konum, læra aðferðir sem stuðla að betra lífi, hreyfa og byggja okkur upp andlega.

Amalfi skaginn er fullur af litlum rómantískum perlum og við ætlum að heimsækja flesta þeirra. Ravello, Positano og Sorrento eyjarnar Capri, Ischia og Prosida eru eins og skartgripir með litríkum byggingum sem flæða niður kletta og gljúfur.

Þegar ekið er um hlykkjótta vegina þá er eitthvað nýtt, fallegra hinum megin við hornið og bara þau hughrif hjálpa okkur svo að vera í þessari hrifnæmu orku áfram.

Við munum gista á hótel la Bussola sem stendur við strandgötuna á Amalfi sem er eins konar miðpunktur tangans og þægilegt að ferðast til allra bæjanna í kring.
Göngum Guðaveginn til Positano og tökum bátastrætó til baka.
Förum í hinn undurfagra Cimbrone garð í Ravello og týnumst í þröngum steinilögðum götum Amalfi.

Hver veit nema að þú siglir svo til Capri eða Pompei.

Aðal tilgangur ferðarinnar ert þú;

Andleg uppbygging, mjúkt yoga, göngur, kennsla, verkefnavinna, djúpslökun og samveran og umhverfið allt munu styrkja þig og veita þér bæði innblástur og kraft fyrir framtíðina.
Þú ferð alsæl heim með fullan haus af hugmyndum eins og allar hinar dömurnar.

„Elsku Ósk, Amalfi markar nýtt upphaf hjá mér ég get loksins litið björtum augum frammávið og er loksins spennt og full af orku eftir mörg ár í verkjum og þunglyndi…
„Við systurnar erum sammála um að ferðin okkar til þín hækkaði hamingju og gleði í okkar lífi, öll tólin sem við tókum með okkur heim eru svo sannarlega að virka…
_________________________________________________________

Innifalið í ferðinni  :

-7 nætur á Hotel La Bussola með morgunverðarhlaðborði
– akstur frá flugvellinum í Róm þann 11. apríl
-Kvöldverður á La Bussola hótelinu þann 11. Apríl
-Gjöf til þín við komuna á hótelið
-Guðavegurinn er engin venjuleg ganga en við förum með rútu snemma að morgni til Agerola og göngum þaðan eftir fjallgarðinum til Positano  – svo siglum við heim
-Hádegisverður á Lo Smeraldino við smábátahöfnina
-Villa Cimbrone í Ravello, förum með rútu til Ravello og heimsækjum þennan einstaka garð og þar sem við munum gefa hvor annari virkilega dýrmæta gjöf
-Gala dinner
-Yoga með Ósk er sérsniðið fyrir dömur
-Djúpslökun
-Dáleiðsla inní framtíðina og leiðbeiningar
-Köfum djúpt inná við og þú finnur þína einstöku eiginleika
– Verkefni, æfingar og fróðleikur sem styrkir, eykur hugrekki, sjálfstraust og innsæið
það er einn frídagur sem er hægt að nýta til að spássera um bæinn kíkja aftur til Positano eða jafnvel fara í dagsferð til Capri
ÞÚ ferð alsæl heim það eitt er öruggt.

___

Mjúkar Yogaæfingar snúast um að liðka og styrkja kvennlíkamann. Hvernig getum við sjálfar viðhaldið styrk og mýkt til að líða betur dags daglega. Það er hægt að gera allar æfingarnar hvar sem er, heima, úti eða annars staðar.

Göngur í ólýsanlegri náttúrugfegurð hugsaðar sem hreyfing og hugleiðsla í senn til að kynnast þér betur, getu þinni og innri styrk.

Kennslan byggir á fróðleiknum í Lærðu að elska þig
sem inniheldur aðferðir til að takast á við lífið,
uppbyggilegar æfingar og djúp sjálfsefling.
Verkefni og æfingar sem breyta hugarfari, auka sjálfsþekkingu, öryggi, hugrekki og umhyggju fyrir sjálfum sér.
Lærðu að elska þig hefur verið kennt í 13 ár og það sýnir sig glöggt að það gjörbreytir lífi þeirra sem taka námskeiðið.

Hvað lærir þú :

  • Að tengjast og kynnast sjálfri þér betur, rifja upp eða festa betur í sessi hver þú ert.
  • Hvernig þú getur staðið betur með þér.
  • Finnur þá einstöku eiginleika sem þú býrð yfir.
  • Að draga fram gleði, áhuga og sátt við þig og lífið.
  • Verða sterkari / öruggari með þig.
  • Öðlast kjark til að nýta styrkleika þína og hæfileika sem best.
  • Læra á og æfa þig í að treysta innsæinu.
  • Hugleiða, skipuleggja og vinna með hvernig þú vilt hafa næstu 5 – 10 ár.
  • Samskipti, tjáning og gleði.

 

 

Guðbjörg Ósk hefur langa og mikla reynslu af því að setja saman uppbyggjandi ferðir fyrir konur.
Yfir 200 konur hafa sótt andlegar Yoga ferðir hjá Ósk til Balí og ítalíu undanfarin 9 ár og eru allar ferðirnar settar upp á svipaðan hátt enda hafa þær skilað langvarandi áhrifum og engin ástæða til að breyta þeim.
Finndu töfrana þína á Amalfi er því með svipuðu sniði í nýju umhverfi.

Flestar konurnar segja að þær tali um lífið og sjálfa sig sem fyrir og eftir ferðina.
Umbreytingin er svo mikil að þær séu nánast ný manneskja með töluvert meira öryggi, sjálfstraust og þekkingu á sjálfri sér sem hafi orðið til þess að þær njóti lífsins betur og séu sterkari í starfi sem og annars staðar.

Til þess að bóka þig í ferðina sendu mér póst á osk@osk.is
Ef þú vilt heyra í mér fyrst settu símanúmerið þitt í póstinn og ég hef smaband.
_________________________________________________________

Næsta dömutrít verður svo í haust og þá slæst Bryndís í för með mér á ný.Dagsetning auglýst síðar en við stefnum á fyrri hluta Október.

Við Bryndís Kjartansdóttir höfum nú þegar stútfyllt fyrstu ferðirnar Finndu Töfrana þína á Amalfi eins og Balí ferðina okkar.

Hugmyndin um Amalfí ferðirnar fæddist á sérvéttu í hádeginu daginn áður en ég flaug út í haustið 2021. Þar sem við sátum og töldum upp allt sem okkur finnst skemmtilegt uppbyggjandi og áhugavert, pökkuðum því saman í sjö daga Skvísuhátíð.

Auðvitað mun Bryndís sjá um að láta þessa gullfalegu líkama njóta sín á ströndinni með dillandi Yogaflæði í sandinum eins gott að Sólin átti sig á því að við erum mættar. Svo er nú hugmyndin að hún taki kristalsskálina með sér.

Fyrstu atriðin sem fóru á servéttuna góðu voru, Gúrmei, Gong og Gleði þó svo að Bryndís töfri fram tónheilun þegar hún snertir Skálina fögru og hún heiti í raun ekki Gong þá fannst okkur þetta bara eitthvað svo töff.

Ég sjálf ætla hins vegar að kenna dömunum að galdra, leiða þær um Guðaveginn og aðrar hlykkjóttar og þröngar götur fallegu bæjanna á Amalfi ströndinni.
Sigla með þær til Capri og Positano og syngja lögin hans Eros Ramazzotti.

Á ítalíu ætlum við að njóta okkar vera Gyðjur og líða um í síðkjólum á tásunum og drekka í okkur dulúðugt amdrúmsloft, kvenleika og hamingju.

Nú getur þú skráð þig á biðlista fyrir haust-ferðina 2023.
Hafir þú áhuga á að komast á biðlistann sendu mér póst á
osk@osk.is

Dagskráin

Á döfinni eru skvísuferðir til Amalfi, Maldive eyja og Colombiu.

Amalfi ferðin er að sjálfsögðu gúrmei, við borðum á betri veitingastöðunum í dýrðlegu útsýni. ítalir eru jú þekktir fyrir sína margrómuðu matargerð og við dýfum okkur á bólakaf í allar þær gersemar á milli þess sem við Göldrum spennandi framtíð, böðum okkur í tónheilun, dillum okkur í Yoga og göngum Guðaveginn.
Siglum til Capri, dönsum á ströndinni og svífum um í ólýsanlegu umhverfi Maiori, Ravello Positano og Amalfi.

Colombía er margslungið land með áhugaverða menningu og sögu. Við ætlum að leyfa íbúum Cartagena að smita okkur með þeirri einstöku gleði sem þau búa yfir. Hér er tilvalið að æfa sig í að sleppa tökunum og draga fram hamingjuna sem við búum yfir en fáum ekki oft tækifæri til að njóta til fulls. Að sjálfsögðu gerum við Yoga með salsa ívafi og losum mjaðmirnar því við ætlum að dansa útá götu eins og innfæddir, syngja hástöfum og hafa gaman.

 

Maldive eyjar eru eins og við sjáum drauma sumarfríið fyrir okkur, mjallhvítur sandur pálmatré engir bílar né annað sem mengar andrúmsloftið. Þetta er hinn fullkomni draumur til að slaka á í náttúrunni. Tónheilun og mjúkt Yoga alla dagana, djúpar hugleiðslur þar sem við fáum upplýsingar frá undirmeðvitundinni um það sem við viljum heila hér í sólinni og sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér.
Æfum okkur í að skapa þá framtíð sem við óskum okkur.

Fylgstu með, vertu á póstlistanum eða FRÍ ÁSKRIFT til að fá bréf frá mér þegar ég segi frá næstu SKVÍSUHÁTÍÐ.