Skip to main content

Dömuferð með Ósk

Enn ein nýjungin í þessum vinsælu skvísuævintýrum og að þessu sinni ætlum við að dansa á tásunum í síðkjólum á Sírenu ströndinni á Amalfi.
Já eftir 7 ár og yfir 20 Dömurítrít á Balí hef ég fært mig nær og komið mér fyrir á einum fegursta skaga Ítalíu af því að mér finnst rétti tíminn til að við skvísur Íslands hlæjum meira, syngjum og göldrum æðislegt líf í dýrðlegu umhverfi. Við ætlum sko að vera nautnabombur og sjúga í okkur allar þær gersemar sem ítalía býður uppá.

Við Bryndís Kjartansdóttir höfum nú þegar stútfyllt fyrstu ferðina Finndu Töfrana þína á Amalfi.

Hugmyndin fæddist á sérvéttu í hádeginu daginn áður en ég flaug út í haust. Þar sem við sátum og töldum upp allt sem okkur finnst skemmtilegt og pökkuðum því saman í sjö daga Skvísuhátíð.
Djöss gleði…
Auðvitað mun Bryndís sjá um að láta þessa gullfalegu líkama njóta sín á ströndinni með dillandi Yogaflæði í sandinum eins gott að Sólin átti sig á því að við erum mættar. Svo er nú hugmyndin að hún taki kristalsskálina með sér.

Fyrstu atriðin sem fóru á servéttuna góðu voru, Gúrmei, Gong og Gleði þó svo að Bryndís töfri fram tónheilun þegar hún snertir Skálina fögru og hún heiti í raun ekki Gong þá fannst okkur þetta bara eitthvað svo töff.

Ég sjálf ætla hins vegar að kenna dömunum að galdra, leiða þær um Guðaveginn og aðrar hlykkjóttar og þröngar götur fallegu bæjanna á Amalfi ströndinni.
Sigla með þær til Capri og Positano og syngja lögin hans Eros Ramazzotti.

Á ítalíu ætlum við að njóta okkar vera Gyðjur og líða um í síðkjólum á tásunum og drekka í okkur dulúðugt amdrúmsloft, kvenleika og hamingju.

Það er orðið stútfullt í haustferðina líka og nú getur þú skráð þig á biðlista fyrir vorferðina 2023.
Hafir þú áhuga á að komast á biðlistann sendu mér póst á
osk@osk.is

Dagskráin

Hugsanleg dagskrá í þessari einstöku ferð, en á Ítalíu getur allt gerst og dagarnir umbreytast en við lofum ævintýri.

Á döfinni eru skvísuferðir til Amalfi, Maldive eyja og Colombiu.

Amalfi ferðin er að sjálfsögðu gúrmei, við borðum á betri veitingastöðunum í dýrðlegu útsýni. ítalir eur jú þekktir fyrir sína margrómuðu matargerð og við dýfum okkur á bólakaf í allar þær gersemar á milli þess sem við Göldrum spennandi framtíð, böðum okkur í tónheilun, Dillum okkur í Yoga og göngum Guðaveginn.
Siglum til Capri, dönsum á ströndinni og svífum um rómantíska bæinn Positano og Amalfi.

Colombía er margslungið land með áhugaverða menningu og sögu. Við ætlum að leyfa íbúum Cartagena að smita okkur með þeirri einstöku gleði sem þau búa yfir. Hér er tilvalið að æfa sig í að sleppa tökunum og draga fram hamingjuna sem við búum yfir en fáum ekki oft tækifæri til að njóta til fulls. Að sjálfsögðu gerum við Yoga með salsa ívafi og losum mjaðmirnar því við ætlum að dansa útá götu eins og innfæddir, syngja hástöfum og hafa gaman.

 

Maldive eyjar eru eins og við sjáum drauma sumarfríið fyrir okkur, mjalla hvítur sandur pálmatré engir bílar né annað sem mengar andrúmsloftið. Þetta er hinn fullkomni draumur til að slaka á í náttúrunni. Tónheilun og mjúkt Yoga alla dagana, djúpar hugleiðslur þar sem við fáum upplýsingar frá undirmeðvitundinni um það sem við viljum heila hér í sólinni og sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér.
Æfum okkur í að skapa þá framtíð sem við óskum okkur.

Fylgstu með, vertu á póstlistanum eða FRÍ ÁSKRIFT til að fá bréf frá mér þegar ég segi frá næstu SKVÍSUHÁTÍÐ.