1. Október
Lending á Balí, við tökum á móti þér eða sækjum þig ef þú ert nú þegar komin
Ökum á Honeymoon hótelið okkar í Ubud og þú skríður sæl og spennt undir himnasængina þína
2. Október
Lending á Balí, við tökum á móti þér eða sækjum þig ef þú ert nú þegar komin
Ökum á Honeymoon hótelið okkar í Ubud og þú skríður sæl og spennt undir himnasængina þína
3. Október
8:00-9:30 Kynningarfundur, farið yfir dagskránna – hagnýtar upplýsingar
Kynning á Dáleiðslunni – Helga Jens segir okkur aðeins frá því hvenrig þetta fer fram og hvernig þú getur undirbúið þig andlega
Dagur Frjáls ég mun setja inn hugmyndir um hvað er hægt að gera á Balí í leyni-grúbbuna sem við stofnum fyrir hópinn. Mæli sérstaklega með léttri hjólaferð um eyjuna og fá tækifæri til að sjá Paradísina og losa vöðvana við flugþreytuna, syngjum tröllum og fríkum út á myndavélinni
4. Október
8:00 Hittumst í Lobbýinu með kjó log hatt í töskunni og ökum uppí OmHam í Yoga hjá Ketut Arsana, þetta er eini Yogatíminn og ekkert smá magnað að kynnast þessum skemmtilega apa eins og hann er gjarnan kallaður
9:00 Yoga 11:30 Ökum á Bambu Indah 12:00 Hádegisverður
14:00 Hver og ein kynnir sig útfrá spurningunni „af hverju er ég komin hingað“
16:00 Skoðunarferð um svæðið 18:00 ekið heim eða hvert sem við viljum fara í kvöldverð eða annað spurning um að hafa hópinn saman um kvöldið
21:00 undirbúningur fyrir Dáleiðslu – Helga
5. Október
6:30 – 8:00 Mjúkar teygjur – Ósk slökun Dáleiðsla – Helga
8:00 Morgunverður
10:00 hittumst í Lobbýinu röltum útí náttúruna Subak Sok gangan er svo falleg og hressandi 12:00 Hádegisverður fyrir drottningarnar á Luxe cafe hjá Paul og Grace
14:00 Lærðu að elska þig – Ósk Pása
15:30 Spurningar umræða
17:00 röltum heim sumar fara í bæjinn og við getum komið við hjá Sandeh ef einhverjar vilja bóka í Tarot hjá Ítölsku norninni
6. Október
6:30 – 8:00 Mjúkar teygjur – Ósk, slökun Dáleiðsla – Helga
8:00 Morgunverður
10:00 hittumst uppá þaki aftur Lærðu að elska þig
11:30 röltum í hádegisverð í miðbænum við þurfum að velja úr æðislegum stöðum eins og Kismet, Three Monkeys, La Baracca, Casa Luna ofl.
14:00 Umræða verkefnavinna Helga & Ósk
16:00 frjáls mæting í rölt um bæinn með Ósk
7. Október
Dagur Frjáls margir hópar velja Pylagrímsgönguna Pura Lempuyang eða 1700 tröppurnar það er hægt að nýta daginn fyrir slökun, skoðunarferð, spa og það er í arun allt til hér á Balí alskyns ævintýraferðir, dýragarðar, örnámskeið í öllu milli himins og jarðar
8. Október
6:30 – 8:00 Mjúkar teygjur – Ósk, slökun Dáleiðsla – Helga
8:00 Morgunverður
10:00 hittumst í Lobbýinu röltum á nýjan stað ( á eftir að ákveða staðsetninguna – Goya )
10:30 Lærðu að elska þig
12:00 Hádegisverður
14:00 Ökum uppí Pyramidan
15:00 Gong Hugleiðsla
17:00 ökum í bæinn
9. Október
6:30 – 8:00 Mjúkar teygjur – Ósk, slökun Dáleiðsla – Helga
8:00 Morgunverður
10:00 hittumst í Lobbýinu ökum á Indus
11:00 Lærðu að elska þig
12:30 Hádegisverður
14:00 Heiðmörkin mín yndisleg ganga sem getur endað alskonar
10. Október
8:00 Morgunverður
9:00 Skipuleggja framtíðina útfrá nýjum hugmyndum og leiðum, tvær og tvær vinna saman 10:30 Pakka niður
12:00 ekið til Nusa Dua
14:00 innritun á Sofitel
17:00 Brúðkaup aldrainnar
18:30 Lokahóf hátíðarkvöldverður
11. Október
6:00 Mjúkar Yogateygjur á ströndinni með fyrstu sólargeislunum meira til ánægju og yndisauka, Hugleiðsla – Ósk
Dagur frjáls
12. Október
er heimferðardagur eða þú ætlar kannski að vera lengur
Ég mun aðstoða þig við að skipuleggja áframhaldandi dvöl á Balí ef þú óskar þess en annars ert þú að fara sterkari, jákvæðari, spenntari og hamingjusamari heim með fulla ferðatösku af bjartsýni von og trú á þig og lífið.
Í mars 2014 flaug ég hingað í þessa ólýsanlegu Paradís með 12 gullmolum, það var fyrsta dömuferðin til Balí með Ósk. En síðan þá eru ferðirnar orðnar 14 og skvísurnar sem hafa skottast um á sandölum hér um göturnar í Ubud eru um 150.
Hugmyndin að þessari andlegri næringu kviknaði þegar ég bjó hér árið 2008. Mér finnst allar konur eigi að koma hingað og njóta þess að vera gyðja, glitrandi engill eða drottning um stund.
Hér á Balí byrjar dagurinn alltaf á því að um fjórar milljónir manna fara með þakklætis bæn og orkan sem svífur yfir eyjunni er því mjög hástefnd og máttug. Það er einmitt þessi orka sem tekur á móti þér þegar þú lendir hér og þú finnur strax að það er eitthvað breytt innra með þér. Hjartað þitt er vaknað og allar tilfinningar eru dýpri og litríkari. Þú finnur hvernig þú byrjar að skýna rétt eins og sólin og lífið virðist einstaklega fagurt og hlaðið dásamlegri hlýju og mýkt og þessum innri frið sem þú hefur alltaf óskað þér að hafa.
Sendu mér póst á osk@osk.is til að fá nánari upplýsingar um Dömuferðir til Balí með Ósk.