Skip to main content

Galdralíf

 
Galdralíf er einstaklega skemmtilegt og áhrifaríkt námskeið byggt á aðferðum sem fara sigurför um heiminn um þessar mundir.
Það eru allir að nota þessar aðferðir í dag til að skapa betra líf.

Þegar þú skráir þig hjá osk@osk.is
færðu sendan link inná námskeiðið .
Námskeiðið er á netinu, allt á einum stað.

Hvað færðu útúr námskeiðinu:

-Meiri orku og gleði
-Draumar þínir rætast
-Sterkara ímyndunarafl

-Áttar þig betur á hvað þig langar í eða óskar þér
-Trú á þig
-Lærir að stilla þig inná rétta tíðni eða orku til að láta drauma rætast.

Fyrstu æfingarnar snúast um það að koma þér í réttu tíðnina.
Þetta er orkan sem þú þarft að vera í til að láta drauma þína rætast.
Þegar þú kynnist þessari orku áttar þú þig á því að þú býrð yfir töframætti sem er engu líkur og þú verður óstöðvandi í að láta draumana þína og óskir rætast.

Fyrir hverja er námskeiðið :

Námskeiðið hentar öllum frá u.þ.b. 12 ára aldri.
Konum og körlum.
Það er frábært fyrir alla sem langar að hafa meira gaman að lífinu.
Og nauðsynlegt ef þig langar að geta gert það sem þú óskar þér.

Endilega hafðu samband við mig ef þú vilt fá nánari upplýsingar um námskeiðið eða pantaðu hjá osk@osk.is 

Verð kr  23.000,-

 

 

 

Æfingarnar koma þér í gott skap og breyta hugarfari þínu og líðan,
þú finnur strax aukna gleði, bjartsýni og hamingju.
Þú öðlast skilning og trú á þeim möguleikum sem þú hefur til að skapa það líf sem þú óskar þér.
Hvort sem það snýst um að eignast eitthvað, geta eitthvað eða einfaldlega bara líða betur.

Aðferðirnar eru einfaldar og farið er skref fyrir skref í gegnum hvert smá atriði sem þarf að kunna, skilja og tileinka sér til að aðdráttarlögmálið virki fyrir þig.

Æfingarnar snúast um að mata undirmeðvitundina þína með nýjum hugmyndum.
Það er undirmeðvitundin þín sem stjórnar því hvernig þú sérð, upplifir og nálgast alla hluti og með því að fylla hana af jákvæðum hugmyndum þá munt þú eiga auðveldara með að uppfylla óskir þínar og þrár.

Námskeiðið

Hvernig kemstu á námskeiðið ?
Þú sendir póst til osk@osk.is
og óskar eftir að skrá þig.

Þegar þú bókar færðu sendan link inná námskeiðið.
Allt efnið er á sama stað.

Hvernig fer námskeiðið fram?

Myndband nr 1
útskýrir námskeiðið

Myndband nr 2
Lýsing á fyrstu æfingunni.
Skriflegur texti með samantekt á aðal atriðunum í myndbandinu.
Gerir æfinguna í tiltekin dagafjölda og horfir síðan á næsta myndband.

Samtals 7 myndbönd hvert og eitt útksýrir eina æfingu.

Einfalt og skemmtilegt.

ATH. Hægt að fá þessa kennslu í einkatímum,
hafðu samband við osk@osk.is
eða í síma 778 3731

Fyrsta æfing – upptalningin

Sjö daga æfing í að opna eða virkja ímyndunaraflið, leika þér og ná stjórn á huganum.

Fræðsla um það hvernig þú getur nýtt þessa skotheldu aðferðarfræði til að töfra fram það líf sem þú óskar þér.
Þú lærir og æfir að skilja hvaða óskir og draumar eru raunverulega þínir og þess virði að láta rætast.

 

Önnur æfing – dagbókin

Sjö daga æfing í að sjá fyrir þér ævintýralega daga, leikurinn heldur áfram og barnið í þér fær að njóta sín.

Meiri fræðsla um það hvenrig undirmeðvitundin virkar og hvenrig þú getur virkjað hana til að galdra meira og nú ferðu á næsta stig með töfrabrögðin.

 

Þriðja æfing – lesa og velja

Sjö daga æfing í að festa betur í sessi þetta opna hugarfar og þú velur hvaða drauma þú ætlar að láta rætast.

Þú æfir þig í að venjast þessu nýja jákvæða hugarfari og breyttri sýn gagnvart draumum þínum. Nú ferð þú að sjá þá sem létt ævintýri og leiki sem auðvelt er að skapa í staðin fyrir að fresta og jafnvel ýta þeim til hliðar af því þeir hljóma of erfiðir.  þú hættir að hafa ótal afsakanir og finnur í staðin hugrekki og viljastyrk til að standa með þér.

Fjórða, fimmta og sjötta…

Hér lærir þú aðferðina sjálfa og hvernig þú skipuleggur hvern draum fyrir sig.
Hún skiptist í þrjá kafla,
– af hverju
-skipulag
-ákvörðun

Aðferðin virkar á alla drauma en þrjár fyrstu æfingarnar voru til að undirbúa þig hugarfarslega, skapa réttu orkuna í þér svo þú sért móttækilegri fyrir draumunum.

Nú ert þú búin að mata undirmeðvitundina þína með nýjum hugmyndum og trú um þig og þína drauma og þá er komið að því að þú æfir þessa óbrigðulu aðferðarfræði sem þú munt nýta þér í framtíðinni til að láta alla drauma þína rætast alveg sama hvort þeir eru stórir eða smáir.
Þú er búin að velja einn draum/a og raðar þeim upp í þeirri röð sem þú óskar og byrjar strax að undirbúa fyrsta drauminn.