Galdralíf

 
Námskeiðið Galdralíf er einstaklega skemmtilegt námskeið þar sem þú lærir að laða til þín allt sem þú óskar þér á mjög nákvæman og einstakan hátt.

Kennsla og æfingar sem stuðla að breyttu hugarfari,
skilningi og trú á þeim möguleikum sem þú hefur til að skapa það líf sem þú óskar þér.
Aðferðirnar eru einfaldar og farið er skref fyrir skref í gegnum hvert smá atriði sem þarf að kunna, skilja og tileinka sér til að aðdráttarlögmálið virki fyrir þig.

Það er unnið sérstaklega með undirmeðvitundina og æfingarnar snúast um að mata hana með nýjum hugmyndum.
Það er undirmeðvitundin þín sem stjórnar því hvernig þú sérð, upplifir og nálgast alla hluti og með því að fylla hana af jákvæðni og bjatsýni þá munt þú eiga auðveldara með að uppfylla óskir þínar og þrár.
Þú lærir nýja leið sem getur ekki klikkað.
Þú einfaldlega getur galdrað þegar þú hefur tileinkað þér þessa nálgun til að skipuleggja og framkvæma drauma þína og þrár.

Allir draumar vilja rætast og þeir draumar sem koma til þín hafa valið þig til að gera þá að veruleika. Þú ert með þá einstöku hæfileika eiginleika getur og visku sem þarf til að láta þessa drauma rætast. Hugsanelga ert þú eina manneskjan sem getur það og það er mikilvægt að líta á drauma eins og lítil born sem vilja fæðast í þennan heim því þeir þurfa manneksju eins og þig til að ganga með þá og fæða þá.

Alheimurinn mun því styðja þig til fulls við að láta draumana rætast því þeir eru allir til þess fallnir að eiga að gera lífið á jörðinni betra, þægilegra og skemmtilegra. Draumar hafa allir sama eiginleikan þeir auka hamingju lífsgleði og jafnvel lífsskilyrði.

Fyrst var ljósaperan draumur sem Edison gafst sem betur fer ekki upp á þrátt fyrir að þurfa að gera margar tilraunir áður en það kviknaði á perunni. Og þannir er  þessu einmitt fari,  þegar draumur vill fá að líf þá er ekki hægt að gefast upp á honum, hann yfirgefur þig ekki svo auðveldlega og þá skilur þú líka hversu mikilvægt það er fyrir drauminn að fá að rætast.

Að aka um í farartæki var draumur sem varð að veruleika á tveimur stöðum í heiminum á sama tíma Ford og Mercedes vissu ekki af hvor öðrum en fengu sama drauminn og það er vegna þess að það eru draumarnir sem velja rétta fólkið og sumir draumar vilja breiða úr sér og fá að vera um víðann völl.

Aðrir draumar ætla als ekki að missa af því að vera partur af lífinu okkar og koma sér fyrir í hugum fjölmargra einstaklinga, ekki öllum tekst að láta drauminn rætast og eþss vegan valdi hann fullt af fólki til öryggis. Það er fátt eins fullnægjandi eins og að láta slíka drauma rætast og það er einmitt það sem þú færð að upplifa á námskeiðinu.

Þú ætlar kannski ekki að koma  fram með nýja flugvél, skip, heimilstæki eða tæknibyltingu hugsanlega ertu með drauma sem eru bara fyrir þig en vittu til það hefur líka áhrif á allt mannkynið því eftir því sem fleiri láta drauma sína rætast því líklegra er að fleirum takist að finna þessa stórkostlegu orku sjálfstraust og trú. Þannig feta aðrir í þín fótspor og þú eflir fullt af fólki til að elta drauma sína og þrár og lífið á jörðinni verður dýrðlegt fyrir okkur öll.

Námskeiðið

Námskeiðið skiptist í fjögur kvöld af því að það þarf að æfa og gefa undirmeðvitundinni tíma til að átta sig á þeim breytingum sem verið er að mata hana með. Og þú þarft hugsanlega tíma til að kynnast þeim takmarkalausu möguleikum sem þú býrð yfir.

Fyrsta kvöldið

Fræðsla um það hvernig þú getur nýtt þessa skotheldu aðferðarfræði til að töfra fram það líf sem þú óskar þér.
Hugleiðsla með upplifun og æfingar sem þú tekur með þér heim.
Þú lærir og æfir að skilja hvaða óskir og draumar eru raunverulega þínir og þess virði að láta rætast. En stundum erum við ekki viss hvort eitthvða sem við teljum okkur langa í sé í raun okkar eigin draumur eða nákvæmlega það sem við viljum og það er óskaplega gott að læra að skilja munin á því að vera með eigin draum eða eitthvða sem hljómar spennandi eða áhugavert en passar ekkert endilega við mig/þig.
Þú æfir þig í að virkja ímyndunaraflið og losna við þær hömlur og höft sem hugurinn setur gjarnan í gang þegar þú færð geggjaða hugmynd.

Annað kvöldið

Meiri fræðsla um það hvenrig undirmeðvitundin virkar og hvenrig þú getur virkjað hana til að galdra meira og nú ferðu á næsta stig með töfrabrögðin. Hugleiðsla með upplifun og næsta æfing sem þú tekur með heim. Og ég má til með að segja þér að þessar æfingar eru svo skemmtilegar að þig mun langa til að gera meira af þeim.

Þriðja kvöldið

Þú lærir að breyta hugarfarinu þínu gagnvart draumum þínum og sjá þá sem leikandi létt ævintýri og leiki sem gaman er að taka þátt í. En við erum gjörn á að finnast draumarnir okkar eitthvað sem verður erfitt að framkvæma og óttumst að það takist ekki að láta þá rætast, hættum gjarnan við eftir að hafa dregið fram ótal afsakanir.
Hugleiðsla með upplifun og ný æfing sem þú ferð með heim sem mun festa betur í undirmeðvitundinni þinni hversu ánægjulegt, auðvelt og skemmtilegt lífið þitt er.

Fjórða og síðasta kvöldið

Nú ert þú búin að mata undirmeðvitundina þína með nýjum hugmyndum og trú um þig og þína drauma og þá er komið að því að þú æfir þessa óbrigðulu aðferðarfræði sem þú munt nýta þér í framtíðinni til að láta alla drauma þína rætast alveg sama hvort þeir eru stórir eða smáir.
Þú er búin að velja einn draum og ferð heim og æfir töfrabrögðin.
Setur síðan status inní Leynihópinn á Facebook um leið og hann rætist. Við ætlum að hafa hópinn lifandi í 3 mánuði eða til 11. nóvember en þá verða allir búnir að upplifa alla vegana einn draum rætast.

Tveim vikum seinna færðu fróðleik og hvatningu til að styðja þig í þeirri áhugaverðu vinnu sem fram fer næstu 2 vikur.

 

Fjórum vikum seinna færðu kveðjubréf og meiri hvatningu.

Námskeiðið hentar öllum sem langar að hafa meira gaman að lífinu, langar að finnast lífið létt og auðvelt, langar að geta gert það sem þau óska sér og er opið fyrir alla.

ATH að krakkar frá 12 ára aldri geta tekið þátt í námskeiðinu.

Staðsetning verður gefin upp síðar en námskeiðið fer fram í Reykjavík. En verður með lifandi útsendingu fyrir þá sem eiga ekki heimangegngt til Reykjavíkur eða ef þú kæmost ekki eitt eða fleiri af kvöldinum þá hefur þú aðgang að námsefni kvöldsins og getur horft á það síðar.

Endilega hafðu samband við mig ef þú vilt fá nánari upplýsingar um námskeiðið, vilt vita hvenar næsta námskeið verður haldið, einnig ef þú vilt viðra við mig hvort það henti þeim hugmyndum sem þú ert með eða hvort það passi fyrir barnið þitt.

Verð kr 24.000,-
Pantaðu hjá osk@osk.is

 

osk@osk.is