Umsagnir
Mín kæra
Eg get ekki líst því með orðum hvað þessi tími hefur gert fyrir mig.
Eignast innri frið
Leitin að sáttinni við lífið er ekki umhverfið heldur ég sjálf
Leitin af gleðinni er hjá mér en ekki öðrum
Að elska mig er það sem ég finn að nærir sál mína til að vera sátt við mig.
Eg er jákvæðari, umburðarlyndari, glaðari, umhyggusamari…….
Eg gef meira af mér til umhverfisins og á sama tíma miðla fræðinni
áfram…..Pay it forward – er stefna sem ég hef alltaf litið sem
fyrirmynd af því sem ég vill gera – kenna…….
Ég elska mig meira ….
Það sem hjálpaði mér mest og best í þessari vinnu var að taka ákvörðun
í upphafi að lesa inn allt efnið og goole drive og geta hlustað á það
Í gönguferðum….
Skúra – ryksuga….
Fyrir svefn….
Við hvíld….
Út að keyra milli staða ……
Svo gott að hlusta á svona efni oft, heyri alltaf eitthvað nýtt.
Kærar þakkir….takk takk takk
Kv Inga Jóna
Núna stend ég með mér, er sem sé orðin ég sjálf aftur. Alltaf hlæjandi glöð og til í allt.
Lína
Ég fór í þerapíuna hjá Ósk fyrir um einu og hálfu ári eftir að hafa verið ósátt við þá vegferð sem ég var á.
Lífið var bara almennt dálítið þungt, erfitt og ekki alltaf gleðilegt.
Ég fór og leitaði leiða til þess að finna hvaða leið að betra og gleðilegra lífi og eftir töluverða leit fann ég Ósk. Búmm.
Námskeiðið sem ég sat tók rúmt ár og tók ég þátt og lærði að gleyma eða fækka að minnsta kosti gömlum ósiðum, líkt og að vera alltaf að geðjast öðrum, meðvirkni, óöruggi og treysta ekki því sem ég innst inni veit.
Ég lærði að taka á móti deginum með ró, gleði og frið.
Þegar leið á fann ég mikinn mun á mér og hvernig ég tekst á við lífið og tilveruna, dagarnir eru margfallt betri, skemmtilegri og lífið fáránlega skemmtilegt. Takk fyrir allt,.
Valdís
Eftir nokkur ár og endalausa leit af betri líðan og raunverulegum breytingum í lífi mínu , jógakennara nám, flotþerapíu, jóga nidra nám, allavegana öndunar sessions, kakó seramoníum og fullt af öðrum seromoníum, þá rak Ósk og hennar þerapía á fjörur mínar. Og þá gerðust töfrarnir.
Verkfærin og viskan sem hún býr yfir og miðlar til manns er mögnuð og nær þannig að láta allt smella og koma samann í hausnum á manni.
Með þessum mögnuðu æfingum og samtölum, gerðust raunverulegar breytingar.
Ég á ekki orð til að þakka henni nóg, hvernig í ósköpunum getur maður þakkað manneskju sem hefur breytt lífi manns og hamingju svo um munar?
Takk enn og aftur fyrir mig kæra Ósk
Herdís
Kæra Ósk
Hvað hefur breyst ?
Bókstaflega allt.
Núna ber ég virðingu fyrir mér, er mildari við mig og eyði tíma mínum í að hugsa um jákvæða hluti, hvernig ég ætla að koma næsta draum í verk.
Áður leið mér oft illa, var pirruð, neikvæð og þreytt – núna er ég spennt glöð og bjartsýn. Hlakka til að vakna næsta dag.
Nokkrir aðilar í kringum mig höfðu mikil áhrif á líðan mína en þau samskipti eru allt önnur og ég finn að þau lagast með hverjum deginum líka það er eins og áhrifin frá þessum fróðleik haldi áfram að síast inn.
Hvað vil ég núna ?
Ég er komin á þá niðurstöðu að fyrir mig verði dýrmætast að gera fjölskylduna sterkari eyða meiri tíma með þeim því ég verð ævinlega þakklát fyrir að við erum sameinuð á ný. Það er algjörlega þessari þerapíu að þakka.
Bestu þakkir
Jóna
Elsku elsku besta Ósk – ég ætla að reyna að lýsa því hvað þú GEFUR mikið og jákvætt af þér þegar þú sendir svona línur. Ég vona að ég komi því í orð 🙂
Sko….. ég var að vakna þegar að ég las tölvupóstinn. Linsulaus og því sjónlaus með öllu, teygði mig í símann til að sjá hvað klukkan væri og las tölvupóstinn frá þér um leið. Á fyrstu augnablikum dagsins var því búið að innsigla góðan dag framundan: Mér leið dásamlega, þetta var svo falleg lesning og góð hvatning, ég svo glöð og ánægð.
Síðan eru nokkrir dagar liðnir. Ég var allan tíman ákveðinn í að svara þér með fallegum tölvupósti en hef hreinlega verið að njóta þess að sitja ekkert við tölvuna.
Það sem skeði hins vegar var að tölvupósturinn þinn fór í úrvinnslu.Og ég fattaði að ég hef svo miklu miklu miklu meira að þakka fyrir en ég hafði áttað mig á.
Því talandi um ljós og alheiminn og ævintýri og fallegar gjafir jeminn eini.
takk R. S.
Hvað hefur breyst í mínu lífi frá því ég byrjaði að læra að elska mig.
-Ég er meðvitaðri um hver ég er og hvernig ég vil vera.
-Ég þori að vera ég, mér fannst ég vera það áður en ég byrjaði í þessu námi en áttaði mig á hversu oft ég haga mér þannig að fólki líki við mig og passa mig á að stíga ekki á tærnar á neinum, sem sé alltaf að geðjast öðrum.
-Ég skil muninn á því þegar hjartað eða innsæið talar til mín eða þegar ég er að hugsa/ákveða eitthvað sem hentar betur að mínu mati en hefur marg oft sýnt mér að það endar alltaf með leiðindum. Hjartað veit best en ég þorði hvorki né kunni að hlusta og skilja hvað það var að segja mér.
-Mér finnst ég kærleiksríkari í samskiptum og þá sérstaklega við sjálfa mig, því fylgir meiri virðing og vellíðan.
-Laus við fordóma það eru ólýsanleg auðævi að sjá fegurðina í öllum.
-Hamingjusamarai, sáttari, glaðari og ástfangin af lífinu.
kærleikur.
Ólöf
Ég fór á námskeiðið hjá Ósk eftir ábendingu og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Námskeiðið var hreint út sagt stórkostlegt. Ég hefði viljað fara á það þegar ég var miklu yngri.
Mér finnst að það ætti að kenna svona þerapíu í öllum skólum landsins.
Ég lærði um sjálfan mig og á sjálfan mig, ekki síst í gegnum aðra.
Ég lærði m.a. að maður á að vera heiðarlegur við sjálfan sig ekki síður en við annað fólk og treysta innsæinu, en mesta breytingin er að treysta á alheiminn og trúa og ekki síst að manni er raunverulega farið að þykja vænt um sjálfan sig.
Þegar það gerist breytast svo margir hlutir í kringum mann og þá fer maður að gefa….
Það hefur svo ótrúlega margt ræst.
Ósk er yndisleg og alltaf með svör á reiðum höndum og það er svo gott að leita til hennar og læra af henni.
Þetta er alveg ómetanlegt,
Kærar þakkir.
Ingvar Stef
Þegar ég kom til þín elsku Ósk þá var ég ekki á góðum stað, ég var eiginlega búin á því bæði líkamlega og andlega.
Ég hafði verið að skrolla á netinu þegar ég rakst á auglýsingu frá þér um þerapíuna Lærðu að elska þig. Ég vissi strax að ég ætti að hafa samband við þig ég vissi líka að ú gætir hjálpað mér, hafði kynnst þér fyrst á Balí þar sem ég átti yndislegar ómetanlegar stundir með þér.
Þú tókst mig að þér í þerapíuna þína og VÁ !
Það sem þú ert aldeilis búin að kenna mér.
Þú hefur opnað augu mín fyrir sjálfri mér, hjálpað mér að sjá kosti mína og galla og skoða hvað ég get gert frá öllum hliðum. Og þá hvernig ég hugsa til mín skiptir miklu máli. Já þú eiginlega kynntir mig fyrir sjálfri mér.
Ég er rólegri inní mér, yfirvegaðri og einhvern vegin öruggari með mig. Og það sem skiptir svo miklu máli er að ég er farið a ðstanda betur með mér.
Ég get kannski stundum gleymt mér en það stendur ekki svo lengi yfir.
Ég er þakklát fyrir hvern dag og hvað hann kennir mér.
Birna B
Ég var farin að háskæla í bílnum löngu áður en ég renndi í bílastæðið fyrir utan hjá henni.
Ég sat í augnablik útí bíl og reyndi að laga ummerkin eftir gráturinn og anda í mig kjark.
Hvað er ég eiginlega að gera hérna, eins og einhver blá ókunnug kona geti lagað þessar hörmungarsögu sem lífið mitt er.
Ég tók í hurðahúninn en hætti við var um það bil að ræsa bílinn og aka í burtu ég var hvort eð er orðin of sein þegar kona kemur gangandi fram hjá bílnum og það var eitthvað við útgeislunina hjá henni sem snerti mig.
Ég vildi að ég væri svona, af hverju fékk ég þetta ömurlega líf.
Það var einmitt brosið hennar sem fékk mig til að skipta um skoðun það var bókstaflega hlaðið umhyggju, kærleika og einhverju sem ég skildi ekki þá en litla brosið sem ég kreisti fram var nóg til þess að ég reis upp.
Í mesta lagi fimmtán mínútum seinna er ég aftur hágrátandi að segja frá öllum þeim hörmungum sem hafa dunið á undanfarið.
Ókunnuga konan hlustaði á mig með svo mikilli hlýju að ég sagði henni frá hlutum sem ég hef ekki sagt nokkrum manni frá og á milli þess sem ég snýtti mér hugsaði ég hvað væri eiginlega að mér að vera að moka þessu öllu út.
Það eina sem ég vissi um þessa konu var að hún hafði hjálpað vinkonu minni að komast af frekar vondum stað en mér fannst ég vera í miklu verri aðstæðum og þessi kona gæti sennilega ekki hjálpað mér, það er ekkert hægt.
Þegar hún loksins komast að segir hún, vá merkilegt hvað það er til mikið af mögnuðum og svakalega sterkum konum hér á Íslandi, konum eins og þér svo þrautseigar og hugrakkar. Hugsaðu þér, hér situr þú búin að ganga í gegnum þetta allt og ert með þvílíkan styrk til að segja mér frá þessu og tilbúin til að takast á við þetta.
Það var kona hjá mér áðan að segja mér svo svipaða sögu og þið standið keikar.
Mér varð hugsað til konunnar sem gekk fram hjá bílnum mínum stutt áður, hún var kannski keik en ekki ég, nei það getur ekki hafa verið hún, hún var svo geislandi, það hrjáði hana ekkert. Óhugsandi að hún hafi þurft að vera hér
Það var bara nokkrum vikum fyrir þennan tíma sem ég áttaði mig á því að ég er í hjónabandi sem er hvorki fugl né fiskur. Engin svakaleg leiðindi en það vantar samheldni, sameiginlegan áhuga á hvert öðru og þessari einingu, ég var einmana og farin að kvíða næstu árum, ekki bara næsta degi ég hugsaði með hryllingi um hvar ég yrði eftir 10 ár eða svo.
Ég skildi líka að ég var föst í þessum aðstæðum því ég er ófær um að hugsa um mig.Við hjónin rákum fyrirtæki fram að hruni, sem við erum enn að súpa seiðið af.
Fjárhagslega gjaldþrota og eiginlega andlega líka.
Sonur minn valdi erfiðu leiðina og mér finnst það alfarið hvíla á mér að sinna honum maðurinn minn er ekki pabbi hans og varð fráhverfur honum þegar vandræðin byrjuðu, blóðfaðir hans hefur aldrei verið til staðar fyrir hann.
Mér finnst ég skríða áfram gjörsamlega búin á því, líklega búin að vera í mörg ár í afneitun fyrir því hvernig hlutirnir eru. Sennilega er ég búin að hamast við að láta engan sjá að það sé eitthvað að hjá mér og ekki leyfa mér að sjá sannleikann.
Ég er búin að vera í skömm svo lengi, mér líður ömurlega, er á hræðilegum stað.
Af hverju var ég ekki löngu búin að sjá þetta nú var allt orðið helmingi verra.
Um leið og ég var búin að lýsa hörmungunum fyrir henni varð mér aðeins létt og tárin hætt að streyma, ég farin að anda eðlilega og hún horfir á mig í smá stund og spyr svo,
flokkar þú rusl ?
Ha flokka ég hvað ?
Rusl
Meinaru plast og pappír – já ég er með þrjár tunnur.
Frábært, þá verður þetta ekkert mál, þú skilur við þurfum bara að flokka ruslið þitt í viðeigandi tunnur svo förgum við því í réttri röð.
Allt í einu er ég farin að skellihlæja, hún er með ferlega smitandi hlátur og þá finn ég hvernig þungu fargi er af mér létt.
Í alvöru getur það verið að mér líði töluvert betur, strax.
Hún heldur áfram og segir, það er svo mikill léttir að vita að það er hægt að laga þetta allt saman, það er gríðarleg hreinsun búin að eiga sér stað nú þegar, grátur og hlátur og trúðu mér þú getur lagað þetta ef þú getur lifað við þetta. Það þarf töluvert meiri innri styrk til þess að vera á svona vondum stað heldur en að breyta þessum aðstæðum.
Já en fortíðin mín er hræðileg! það var eins og ég gæti ekki alveg leyft mér að upplifa sæluna sem var þó að hríslast um mig, ég varð að týna til einhverja afsökun, eitthvað neikvætt eins og ég væri að kaupa mér frest og fá að vera aðeins lengur vonlaus.
Á meðan ég romsaði því út úr mér að hún skildi ekki umfangið í hörmungum mínum, skrifaði hún eitthvað í bókina sína, lítur svo upp og horfir þétt á mig og segir
þá bara breytir þú fortíðinni…
Þessi tími er eitt af því svakalegasta sem ég hef upplifað, ég spilaði hann í huga mér margoft á dag í næstu þrjár vikur en þá var næsti tími og hver einn og einasti tími varð ein stórfengleg upplifun útaf fyrir sig.
Eflaust þykir þér lesandi góður jafn ólíklegt og mér að það sé hægt að breyta fortíðinni ansk…vitleysa, en jú ég varð að éta það ofaní mig.
Ég get hugsað til baka án þess að fá hnút í magann
Ég er ekki lengur gjaldþrota
Ég nýt lífsins
Ég er hamingjusöm
Ég er óhemju þakklát fyrir allt sem ég hef mátt þola.
Þegar ég skildi hvaða áhrif þessi hlutir höfðu, ef ég skoðaði þá frá öðru sjónarhorni þá gjörbreyttist allt rétt eins og þú lofaðir mér. Takk fyrir þig elsku Ósk.
Sigríður Sig
Því vegferðin er rétt að byrja.
Takk fyrir allt sem þú ert að gera og gefa af þér og vittu til að þótt við séum ekkert endilega öll sem sýnum viðbrögð á Facebook, er ég sannfærð um að þakklætið er ríkjandi í hópnum.
bkv Rakel
Kæra Ósk
Frábært takk fyrir!
Èg hlakka til að fara í gegnum þetta næsta ferðalag, netnámskeiðið.
Kærar kveðjur
Anna Guðný
Kæra Ósk
Ég verð að deila með þér mínum sigrum undanfarið en þeir hafa verið töluvert meira áberandi uppá síðkastið en á netnámskeiðinu sjálfu. Ég veit ekki hvort ég tók bara ekki eftir breytingunum þá en núna eru þær svo áhrifaríkar að þær fara ekki framhjá neinum í kringum mig.
Þannig er að ég var á netnámskeiðinu Lærðu að elska þig í apríl 2019 ég varð svo til kjaftstopp þegar ég fattaði hvað það er hægt að breytast mikið án þess að finnast það erfitt.
Það er alltaf að koma betur í ljós breytingarnar á mér og nú síðast í fyrradag. Ég fékk hræðilegar fréttir sem ég ætla ekki að ígrunda hér því það sem skiptir mestu máli er að ég leyfði mér að finna hversu sárt þetta var og mér til undrunar þá fann ég svo fljótt þakklætið ( yfir erfiðum atburði ) án þess að þurfa að finna uppá því. Ég held að þú kallir þetta að vera orðin það sem maður er að læra og það kom mér svo í opna skjöldu að ég hef ekkert haft fyrir því að komast á þennan stað. Ég finn algjöran frið og traust hjá sjálfri mér og gaf mér tíma til að syrgja en er svo hissa á hvað mér líður vel þetta er ekki að taka sama toll og svona atburðir gerðu.
Ég hef oft orðið heilsulaus þegar eitthvað kemur fyrir því taugakerfið mitt þolir ekkert álag.
Ég hef líka geta verið til staðar fyrir börnin mín með einstaka nærveru og umhyggju, áður hefði ég þurft lyf til að komast yfir svona.
Það er ekkert smá gott að finna þennan styrk.
Takk aftur fyrir mig
Erla
sæl
Ég byrjaði á netnámskeiðinu Lærðu að elska þig af því að ég var eiginlega alltaf pirraður útí alla og þegar ég drekk rífst ég alltaf við einhvern ég lenti í slag í fyrra sem mér leið mjög illa yfir lengi en gat samt ekki talað um það við neinn.
Ég hætti að fara út, þorði ekki að lenda í þessu aftur, lokaði mig af af því ég gat ekki sagt það við vini mína svo ég laug að þeim.
Mér fannst ég eiga skíta vini og fjölskyldu sem skildi mig ekki og þess vegna þurfti ég að ljúga að þeim.
Ég vildi ekki fara til sálfræðings því það gæti einhver frétt af því.
Svo fann ég þetta námskeið sem betur fer.
Fyrst fannst mér best að það veit engin að ég er í þessu þá þarf ég ekki að útskýra neitt og ég get hætt við og svona þú skilur…
Þú settir inn tónlist á námskeiðið sem á að hjálpa manni að læra og ég hlustaði á hana og fattaði að ég var að lesa margar blaðsíður í fyrsta skipti af því ég er örugglega lesblindur eða eitthvað og hef aldrei geta lesið.
Allt í einu þorði ég að hringja í vinkonu mína og biðja hana að hitta mig og margt svona breyttist.
Nenni ekki að djamma með strákunum hef róast mjög mikið og langar að gera eitthvað við lífið mitt, pældi aldrei í þessu lífi fannst það frekar ömurlegt áður sko.
..en svo fóru allir að spurja mig hvað kom fyrir þig maður ?
Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja en fannst það samt pínu flott að það tæki einhver eftir breytingunum en samt líka vont þá þurfti ég að viðurkenna að ég væri á þessu námskeiði.
Svo þegar þú bentir á Peaceful Warrior þá bauð ég einum vini mínum að horfa með mér á myndina af því ég treysti honum og hann spurði hvort ég væri að gera eitthvað eins og gæinn í myndinni.
Og ég laug því að honum að þú værir að vinna á Olís ( þetta er nú skemmtilegt grín sem þú skilur ekki nema að hafa horft á þessa frábæru bíómynd )
En eftir þetta kvöld skildi ég hvað þetta var búið að gera mikið fyrir mig og breytingarnar urðu miklu hraðari því ég tók eftir að vinur minn var hálf öfundsjúkur æj þú veist þá varð þetta meira virði einhvern vegin og ég fór að gera meira, vera virkari á námskeiðinu
ég á æðislega fjölskyldu sem styður mig heldur betur svo auðvelt að sjá núna að ég var ógeðslega óánægður með mig og lét það bitna á öllum.
Takk Einar
Elsku Ósk hjálparhellan mín,
allt hefur bara batnað hjá mér, þolinmæði betri, ekki að kippa mér upp við stóra né smáa atburði, samskipti við fjölskyldu og ekki síst ég hef getað
fjarlægt mig frá fíklinum syni mínum á sama tíma sem samskiptin
við hann sem mann hafa stórum batnað.
Ég var ný búin að tapa það mikið af heilsu minni að ég get ekkert gengið að ráði og
varð að hætta fjallgöngu og leikfimi og var frekar súr,
en ég hef getað sætt mig alveg við það og tekið gleði mína aftur
sitjandi hér á stól haha.
Nei Ósk mín ég get bara ekki bent á
eitthvað eitt allt þetta námskeið breitti mér til hins betra.
Nú ætlar ömmu stelpan mín að raða öllu námskeiðinu saman í eina
möppu hér í tölvunni svo ég geti rifjað þetta upp eftir
hentugleika,
Ástar þakkir til þín elskulegi engill
kveðja
Hulda G
Sæl kæra Ósk,
Ég vil þakka þér kærlega fyrir þetta frábæra net-námskeið Lærðu að elska þig. Þó ég hafi alls ekki náð að gera öll verkefnin þá hef ég gert mörg og finnst alltaf frábært að fá póstsendinguna á mánudögum og horfa á vídeóbút á fimmtudögum, mikil vítamínsprauta. Ég hef sjálf verið í mikilli sjálfsvinnu undanfarin ár. Skilnaður, nánast kulnun og fleiri áföll urðu til þess að ég fór að vinna með sjálfa mig. Ég hef unnið við að hjálpa fólki í mörg ár en hafði aldrei farið sjálf í virkilega sjálfsskoðun og sjálfsvinnu fyrr en undanfarið og held þeirri vinnu áfram. Þetta námskeið kom á svo góðum tíma í þeirri sjálfsvinnu, hefur hjálpað mér m.a. að vera jákvæðari og mildari við sjálfa mig.
Það sem mér hefur fundist svo frábært við þetta námskeið er að þú tekur fyrir alla mikilvægustu þættina sem skipta máli þegar við erum að heila okkur og í góðri röð. Einnig tengingin við andlegu lögmálin finnst mér frábær. Ég hef lengi haft áhuga á andlegum málefnum en upplifði mig alltaf svolítið eina með þennan áhuga, talaði alls ekki við þetta um kollega, það var bara litið niður á það að trúa einhverju svona óvísindalegu! Man að ég las Creative Visualization á síðasta ári í framhaldsskóla og ákvað að prófa þetta, sá fyrir mér hvað ég mundi fá í einkunn um vorið og að ég fengi verðlaun í einu fagi. Fékk akkúrat þessa einkunn og verðlaunin!
Aftur, kærar þakkir fyrir frábæra námskeiðið þitt, gleðina og ljósið sem þú kemur áfram til fólks Þú ert frábær fyrirmynd, hvað þú ert þú sjálf og dvelur í jákvæðninni. Stundum er bara gott að hlusta á vídeóbút frá þér, það hjálpar manni einhvern veginn að komast sjálfri á betri stað. Þarf fleiri svona fyrirmyndir, alltof margir því miður sem láta varnarhættina, grímuna vera í forgrunni.
Aftur takk takk, mun hiklaust mæla með þessu námskeiði. Þeir sem eru illa staddir þyrftu frekar einstaklingsmeðferð/-viðtöl en fyrir mjög marga er svona netnámskeið alveg pottþétt virkilega gagnlegt 😊
HB
Hæ hæ
Netnámskeiðið Lærðu að elska þig er sett fram á fjölbreyttan hátt sem gerir það meira spennandi og skemmtilegt. Mánudagar eru í miklu uppáhaldi núna og myndböndin nýti ég á hverjum degi, ég hlusta ýmist á hluta eða allt videoið og er búin að hlusta á flest þeirra mörgum sinnum en finnst ég alltaf heyra eitthvað nýtt. Ég hef verið að elta youtube efni og fleira sem þú setur aukalega inní hópinn og hef kynnst svo mikið af áhugaverðum einstaklingum og sé ekki fram á að verða uppiskroppa með námsefni í framtíðinni. Þetta finnst mér svakalega mikill plús því það var hvergi nefnt í lýsingunni að maður fengi svona mikið af hjálparefni.
Æfingarnar sem eru á námskeiðinu hljóta að vera úthugsaðar því eins og þær virka einfaldar þá fannst mér alltaf eins og það væri ekki hægt að upplifa meiri breytingar á manni sjálfum. Ég hef ekkert reynt við öll aukaverkefnin sem mér sýnist vera 15-20 og hlakka sjúklega til að gera þau og finnst það líka annar risa jákvæður factor að ég má koma aftur og gera þau undir þinni handleiðslu.
Mér finnst að þetta ætti absolutt að vera kennt í skólum ég hefði fílað að læra þessi fræði og hafa þessa sýn á lífið og þá ró sem ég finn fyrir núna töluvert fyrr því þá hefði ég sloppið við mikið af vandamálum.
þakka þér fyrir mig og mitt nýja líf.
Maja
sæl Ósk
Netnámskeiðið hefur breytt ansi miklu hjá mér.
Eftir að hafa reynt í mörg ár að komast út úr hjónabandinu þá fékk ég loksins kjarkinn til þess.
Fékk fína íbúð sem er opinn og björt og nú get ég sinnt sköpunargleðinni minni aftur og farið að mála, en ég hef ekki haft áhuga á því í mörg ár.
Fattaði líka fyrir stuttu að mig hlakkaði loksins til að fara heim eftir vinnu, en síðustu ár hefur kvíði og vanlíðan hellst yfir mig þegar vinnutíma var að ljúka því mig langaði alls ekki heim og var ég ekkert að flýta mér þangað.
Mér líður miklu betur er bjartsýnni og meira lifandi
B R
Kæra Ósk
Ég finn mikinn kraft í vinnunni og ég hef lagt mikla vinnu í að vera jákvæð og ekki láta neitt neikvætt ná til mín og mér finnst ég ná fólki með mér í þessa jákvæðni og það er svo gott að geta haft þau áhrif. Mér finnst ég vera ný manneskja án djóks. Allt er eitthvað svo ótrúlega bjart.
kær kveðja
Selma
Kærar þakkir fyrir.
Mér fannst umfjöllunin um hvað tekur langan tíma að breyta venjum mjög athyglisverð, hef ekki heyrt þetta um rauðu blóðkornin, það er gerir allt nám og breytingar auðveldari að vita hvernig þetta gerist lífeðlisfræðilega.
Þetta efni þarf að komast til sem flestra !
Með kærri kveðju
H Rut
það er búið að vera óskaplega gott að vera í þerapíunni Lærðu að elska þig þú ert svo skilningsrík og þægileg allan tímann sem við höfum verið í samskiptum. Ég hefði gjarnan viljað hafa þau lengri og þú losnar ekkert við mig strax, betri ráðgjafa er ekki hægt að hugsa sér.
Ég veit að það er ekki búið að vera auðvelt að fara í gegnum þetta með mér en þú hefur sýnt mér ómælda þolinmæði, fyllt mig bjartsýni og það hafa fáir sýnt mér eins mikla virðingu eins og þú.
þú kemur hlutunum vel frá þér, hættir ekki fyrr en þú ert viss um að maður hafi náð viskunni og útskýrir allt vel.
Mér leið alltaf vel þó ég vissi að ég væri oft að tala um hluti sem flestir mundu dæma harkalega en ég fann alltaf svo mikla hlýju og kærleika frá þér.
Það segir mest um þig að ég skildi þora að tala um sumt sem hefur gengið á í mínu lífi og ég hef ekki svo mikið sem nefnt við nokkurn mann.
Ég finn frelsi, kraft, gleði og lífslöngun sem var því miður allt horfið löngu áður en ég fann þig Óskin mín.
Sjáumst fljótt
Karen
mig. Verkefnin eru virkilega skemmtileg og hafa mikil áhrif ef maður
heldur þau út. Ég er orðin miklu meðvitaðari um allt sem er að
gerast í hausnum á mér og komin miklu nær hjartanu og er farin að
heyra betur í réttu mér.
Þetta er langhlaup en með öll þessi mögnuðu tól sem ég fékk og með þolinmæðina að vopni þá er þetta bara rétt að byrja og ég er mjög spennt fyrir framtíðinni.
gamla hugarfari og viðhorfi og það tekur auðvitað tíma að
breyta því en með því að sjá strax breytingar, sama hversu ,,litlar,, þær eru þá er vellíðunar tilfiningin svo góð að það heldur manni áfram á þessari braut.Ég er bara rétt að byrja og ævinlega þakklát að hafa skellt mér út í óvissuna og farið á þetta námskeið og hlakka til að fara aftur á það og
verða enn betri í þessum fræðum.Fyrir mér er námskeiðið mjög vel sett upp og verkefnin og
lesefnið mjög skýrt.
Þú hefur verið mjög aðgengileg sem hefur verið stór plús.Þúsund þakkir fyrir námskeiðið og ég hlakka til að fá kannski
að fylgja öðrum hóp jafnvel í haust og rifja þetta upp og ná
betri tökum. Svo heillar mig að læra kenna þessa þerapíu en
það verður kannski ekki alveg strax. Er að læra að njóta en
ekki þjóta 😉
Og innilegar þakkir fyrir þetta námskeið.
Þegar ég byrjaði á námskeiðinu var ég ekki á góðum stað þar sem ég var búin að byðja um skilnað en maki minn neitaði að verða við því.
Mér leið oft ótrúlega illa en öll þessi jákvæðu verkefni náðu að lyfta mér upp og mér leið alltaf svo vel þegar ég var búin að lesa mánudagspóstana og hlusta á fimmtudagsspjallið. Það er svo mikil jákvæðni, gleði og góðir straumar sem koma frá þér og póstunum.
En samt datt ég inná milli í leiðindi og gat engan veginn sinnt verkefnunum, ég finn samt að undirmeðvitundin veit af þeim og mér gengur betur með margt. sjálfstraustið hefur eflst og nú veit ég hversu frábær ég er og að ég hef jafn mikinn rétt á mínum skoðunum og aðrir, ég má segja það sem mér finnst og það er jafn rétt og það sem aðrir segja.
þetta námskeið hefur alltaf komið í réttri röð fyrir mig og passað fyrir hvert tímabil hjá mér.
Þegar við fengum svo ranglega senda póstinn með innsæinu sem er í þessari viku en við fengum í viku 16, þá bauðst mér óvænt ódýr íbúð og þar sem ég var nýbúin að lesa um innsæið vissi ég að þetta var það sem þyrfti. 😊
Ég flutti út og nú erum við loksins skilinn og þar sem þakklætið var í 16. viku er ég búin að vera endalaus þakklát fyrir ranga innsæispóstinn frá þér sem kom á hárréttum tíma fyrir mig (veit ekki um aðra í þessum hópi, en vona það þeirra vegna líka.
Þar sem ég náði ekki alveg að einbeita mér að öllum verkefnunum þegar þau voru á hverjum tíma fyrir sig, þá ætla ég að fara í gegnum þetta aftur í vetur og byggja mig betur upp.
Þessi verkefni er eitthvað sem maður getur farið eftir alla ævi og ég hlakka til að hitta fleiri “kennara” því það kennir manni heilmikið um mann sjálfan.
Ég er leið yfir því að það fer að styttast í annan endan á þessu námskeiði því þú gefur manni svo mikið.
Mig langar líka að vera svona innileg og gefa svona mikið af mér eins og þú.
Ég hef líka komist að því að ég á erfitt að segja að ég elski mig, ég finn ekki fyrir neinum tilfinningum þegar ég segi það, en þegar ég hugsa að mér þykir vænt um mig og mér líkar við mig þá finn ég fyrir kærleika.
Orðin skipta kannski ekki máli, þar sem það var aldrei sagt ég elska þig þegar ég var barn!
Kannski kemur það seinna hjá mér að ég elski mig, það verður þá algjör bónus
Ég veit ekki hvort það sé eitthvað sem getur verið betra á þessu námskeiði, finnst það bara alveg frábært eins og það er.
Ástarþakkir fyrir allt,
Bryndís
Hæ hæ
Takk elskuleg alltaf fyrir þig.
Það sem ég hef lært á þessum stutta tíma er svo brjálæðislega smart, gefandi og fögur innri ómun.
Ég sit bara hér með tárin í augunum því öll þau ár sem ég hef verið að vinna mig út úr skilnaðinum og öðru hef haft ýmist tól til þess, s.s. tvisvar sinnum í sporavinnu og í einkaviðtöl tengd þeim, einhverjir codafundir og Dale C., hafa ekki skila því sem ég finni í vinnu minni með þér.
Ég hlakka mikið til að halda áfram og ætla að gera það af hjarta og allri þeirri elsku sem ég finn gagnvart sjálfri mér og öðrum.
Svana Lísa
Ég byrjaði í janúar 2019 og ég finn mikinn mun á mér, sé lífið í allt öðru ljósi! Verkefni lífsins verða alltaf auðveldari að takast á við því verkfærin sem við lærum hjálpa svakalega.
Það ætla ég svo sannarlega að gera
Takk fyrir mig.
Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir
Á einhverjum tímapunkti ævinnar hjá vel flestum kvikna spurningar um lífið og tilveruna – afhverju erum við hérna – um hvað snýst þetta líf – Rat race er það allt og sumt .
Sumir staldra við og kafa dýpra eftir svörum , aðrir hafa ekki áhuga á svarinu, vita jafnvel svarið og halda göngunni áfram.
þerapían hjá Ósk gaf mér svo mikið og er enn að gefa ég skil þetta allt miklu betur, skil mig betur og það sem var erfitt áður er ekki lengur erfitt.
hvenær varð hugrekki ekki cool
takk Ó E
Sæl kæra Ósk
Innilegustu þakkir fyrir lærðu að elska þig.
Ég mun sannarlega eiga eftir að nota þerapíuna áfram og eins og
ég sagði áður þá er margt sem ég á enn eftir að fínisera,
margt sem ég á eftir að vinna dýpra og svo held ég að sé líka
bara gott að glugga í þessi djúpu fræði aftur og aftur því
það er vinna að fá skilninginn á þessu og bara að uppgötva í
rólegheitunum um hvað allt þetta snýst.
Takk svo fyrir allt sem þú sagðir í sambandi við orkuna mína og
nærveru. Svo skondið að þú nefndir nuddið en ég er einmitt
nuddari.
Ég sótti um í jógakennarnámi og er rólegri yfir því en ég hef verið áður þegar mig hefur langað í eitthvað. það er komin ný hugsun.
Ef ég ekki kemst að þá á það bara að vera þannig 🙂
Bestu þakkir fyrir allt góða Ósk og hafðu það alltaf sem best
Kær kveðja
Sigurbjörg Viðarsdóttir
Hæ,
Hvað hefur breyst í mínu lífi síðan ég byrjaði í þerapíunni lærðu að elska þig?
Ég er búin að fá stöðuhækkun og launahækkun.
Ég er byrjuð að stunda líkamsrækt reglulega.
Ég borða hollari mat.
Ég næ að skipuleggja tíma minn betur, eitthvað sem ég hef ekki náð síðan áður en ég átti börnin.
Búin að uppgötva hluti um sjálfa mig sem ég vissi ekki eða hef bælt niður eins og t.d. að mér finnst gaman að dansa og syngja og geri það í stofunni með börnunum eða bara ein þegar mér sýnist J
Það hefur færst yfir mig einhverskonar ró varðandi lífið sjálft þar sem áður var hræðsla og einmannleiki og einhvert kapphlaup innra með mér.
Ég þekki innsæið mitt betur.
Ég þekki sjálfa mig betur.
Ég treysti dómgreind minni betur.
Ég hef meira sjálfstraust.
Ég skil betur hvað er að gerast í kringum mig.
Ég elska sjálfa mig líkamlega og andlega 😀
Ég dett oftar og oftar í núvitund.
Fyrsta hugsun þegar eitthvað kemur upp á er núna oftast:“Hvað er verið að kenna mér hérna“ en ekki Andsk….!!
Ég fer oftar út fyrir þægindarammann minn, prófaði Crossfit ein, ætla að fara ein út til útlanda á árinu og hlaupa halft marathon í fyrsta skipti, ætla til Skotlands í 1 viku með fjölskylduna og vera bílstjóri á stórum húsbíl allan tímann í vinstri umferðinni.
mbk. Björk
Ég hafði engar sérstakar væntingar og vissi lítið hvað ég var að fara útí og var bara að leita að einhverju til að hjálpa mér. Það höfðaði strax til mín það sem Ósk hafði að segja og hún kom með svo góða nálgun og útskýringar á hlutum sem ég var búin að burðast með frá unga aldri.
Verkefnin sem unnin eru á námskeiðinu eru kraftaverki líkast og koma manni á svo miklu betri stað á ótrúlega stuttum tíma. Hugarfarsbreytingin sem á sér stað er mögnuð og í dag líður mér betur en nokkru sinni fyrr.
Ég verð henni ævarandi þakklát og mæli svo sannarlega með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja vinna í sjálfum sér og uppgötva hvað lífið er magnað.
Ósk Guðmunds
Lærðu að elska sjálfan þig, er það eitthvað fyrir mig ?
Ég hef alltaf verið upptekin af því að lata öðrum liða vel og gera öðrum til hæfis og hef alltaf haldið að það að elska sjálfan sig væri að vera egoistiskur. Og þannig ætla eg allavega ekki að vera. Þannig að eg var frekar skeptisk a þetta program en af hverju ekki að prófa, væri allavega fínt frí og tækifæri til, að upplifa Bali. En þvílik uppgötvun og þvílíkt ferðalag.
Algjörlega dásamlegt og eina sem eg hef séð eftir er að hafa ekki lært þetta fyrr. Endalausar aha upplifanir.
Njóta þess að gràta, fyrirgefa og elska sjàlfa mig.
Dansa þegar mig langar að dansa .
Vera þakklát.
Í þessu námi skildi ég hvað það er margt sem þarf að skoða og fara yfir til að það sé hægt að breyta og það þarf að æfa, lengur en ég hélt til að breytingarnar haldi velli.
Þú setur þetta allt faglega upp og vinnubrögðin þín bera þess merki að þú hefur mikla reynslu. Þú ert svo fljót að átta þig og hefur rökstudd svör sem veita mikið öryggi og traust.
Mér fannst spennandi að koma í tíma til þín hlakkaði til í marga daga og ég naut þess að gera verkefnin, sýna þér þau og fá útskýringarnar.
Rósa
Þegar það voru 8 vikur búnar af námskeiðinu þá byrjaði ég allt í einu að segja hvernig mér líður og hvað mér finnst og það besta samt er að ég fór að fatta – hvað ég vil og að ég get það.
Vá Ósk ég er svo stolt af mér!
Vöðvabólgan og bakverkir sem ég var mjög oft með er horfið sko og ég finn að ég er hætt að spenna mig alla upp í vanlíðan og pirringi. Ég vissi samt ekkert að ég var að spenna mig svona af því að mér leið illa.
Svo er alltaf verið að spurja mig hvort ég hafi grennst held samt ekki en ég er HAMINGJUSÖM er það ekki bara þess vegna ?
Þú segir alltaf að það breytist allt þegar maður fer að elska sig.
það er svo satt þú ert æði
Kristín Perla
Ég heiti sko ekki Perla en ég ætla að byrja að kalla mig það núna“
Það er svo stórkostleg upplifun að fá að sjá og heyra þegar fólki tekst að breyta lífinu sínu og upplifir sigra og sjálfstraust til að gera það sem það óskar sér.
Af hverju fór ég í þerapíuna ?
Ég er 38 ára, þriggja barna móðir, eiginkona, menntuð og í vel launuðu starfi, allt í góðu nema mér fannst ég vera stöðnuð, þreytt og ekki alveg sátt. Til dæmis eigum við eldri dóttir mín ekki skap saman og hjónabandið er á einhverju ‘hold’ og ég hugsa alltaf ‘við lögum þetta seinna’
Ég hugsaði oft að það sé hægt að hafa það betra en ég vissi bara ekki hvernig ég ætti að gera það, mér finnst ég reyndar búin að prófa allar aðferðir sem til eru en ekki tekist að breyta því sem mig langar svo að laga.
Ég er búin að læra að sjá það góða í öllu og ég elska hversu sjúklega góð tilfinning það er.
En það sem ég sá mjög fljótt í þessari vinnu er að það verður einhver djúp innri breyting á hugarfarinu og áður en ég vissi af fann ég að ég var farin að TRÚA – trúa að ég gæti breytt því sem ég vil breyta. Það var akkúrat það sem vantaði hjá mér ég hafði alltaf verið með þessa földu tilfinningu um að vera ekki nógu góð og geta ekki það sem aðrir geta. Ég hélt að ég væri ekki nógu klár eða með nógu mikið úthald en mig vantaði bara trú á sjálfa mig.
Mér finnst ég líka hafa bjargað henni því ég er að skilja það núna í hvað stefndi hjá henni og ég græt af þakklæti.
Ég er búin að fá miklu meira út úr tímunum en ég þorði að vona og mér finnst ég geta allt núna. Það er ekkert mál að skapa nýjar venjur og breyta þeim sem ég vil ekki hafa lengur það er eins og hugurinn sé leir í höndunum á mér og ég móta hann að vild.
Ósk.. ég veit ekki hvernig ég á að þakka þér fyrir og við öll fjölskyldan tölum um þig ansi oft.
Að eilífu þakklát.
þín Anna
Ég byrjaði í heilunarnámi í febrúar og hlusta á bækur eins og enginn sé morgundagurinn alveg að bilast úr spenningi yfir þessu öllu. Mér finnst samt segja mest um þerapíuna að kærasti minn sem hefur alltaf haft allt á hreinu er byrjaður í þerapíunni af því að ég hef breyst svo mikið.
takk
Helena H.
Ég man hvað það tók mig langan tíma að horfast í augu við það að ég þyrfti að fá hjálp, ég var í svo mikilli afneitun. Ég bjó í útlöndum á þessum tíma og það voru fáir sem vissu af því hvað ég var að ganga í gegnum. Ég náði að fela þetta svo vel. Þegar ég hitti fjölskyldu mína og vini setti ég upp grímuna og mitt allra fínasta bros. En það kom að því að ég fékk nóg!
Eftir fyrsta tímann hjá Ósk leið mér strax betur. Mér fannst núna eins og ég væri komin í öruggar hendur og væri byrjuð í ferli sem myndi hjálpa mér út úr þessum vítahring. Sem það svo sannarlega gerði.
Það sem Ósk gerði var að grafa inn í kjarnann til að finna hvað það var sem væri að valda þessum kvíða. Ég fékk verkefni eftir hvern tíma sem mér fannst hjálpa alveg ótrúlega mikið. Ég mun alltaf byggja á því að hafa farið í þerapíuna, Lærðu að elska þig, því mér finnst ég hafa lært svo mikið um sjálfa mig og aðra í leiðinni.
E J
Námskeiðið „Lærðu að elska þig“ hefur gert ótrúlega marga frábæra hluti fyrir mig. Það hafa allir gott af því að skoða sig að innan og greina hver maður er í raun og veru. Finna sína ástríðu og læra nýta alla þá krafta sem lífið bíður upp. Á þessu 12 mánaða ferli hefur mikið breyst og eitt af því er að ég sé mig, aðra og allt lífið í öðru ljósi. Ógnirnar breyttust yfir í tækifæri, með því að læra elska sig eins og maður er. Ferðalagið byrjar nefnilega alltaf hjá manni sjálfum og þegar það er komið ertu með öll spil á hendi.
Ósk er gull af konu og það er bara ein Ósk til.
Hún hjálpaði mér að breyta mínu hugarfari og horfa á lífið með allt öðrum augum.
Lífið er núna og LÆRÐU AÐ ELSKA SJÁFAN ÞIG.
Takk Ósk, LOVE.
Guðbjörg
Kæra Guðbjörg Ósk
Mín lukka var að ákveða að fara ferðina með þér að læra að elska mig
Mig langar að segja þér smá sögu um mig ……… um helgina var ég að hugsa um vinnu og var að hugsa afhverju ég væri alltaf að leita af skrifstofustarfi eða í fjármálageiranum og hugsaði afhverju fer ég ekki út fyrir ramann eins og þú hafðir ráðlagt mér.
Á mánudagsmorgunn þá vaknaði ég og það fyrsta sem ég gerði var að senda póst á tískuvöruverlsun sem mig langaði að vinna í sem hentar konum á öllum aldri og sem eru allavega í laginu fallegur konur sendi þeima á fb.
Fékk svo í gær póst um að senda ferilskrána mína og ég gerði það, fór svo í viðtal í dag hjá eigandanum og það var svo gott að tala við hana.
Mér var boðið að koma í prufu á morgun frá 10-14, svo fer ég á smá sölunámskeið á mánudagskvöld og byrfa líklegast að vinna frá 12 til 18:30 alla dag og aðra hvora helgi
þetta eru allt konur á aldri við mig og mig hlakkar mikið til ( lika sma kvíði ) að byrja
ótrúlegt ég er allt í einu komin með vinnu
þvílík hamingja !
Þökk sé þér
Svala