Námið nýtist þér til að byggja þig upp og verða betri á hvaða sviði sem er og einnig til að verða framúrskarandi í því sem þú ert að gera. Hvort sem þú sækist eftir að verða betri einstaklingur, foreldri, nemandi eða starfsmaður. Í þessu námi öðlast þú aukið sjálfstraust og öryggi til að vera þú sjálf/ur og finna þann magnaða mátt og kraft sem þú býrð yfir.
Ef þú velur námið af því þú vilt kenna þerapíuna þá átt þú dýrðlega framtíð fyrir höndum.
Því rétt eins og þú hefur einmitt reynslu af hvað þerapían hefur gert fyrir þig og þitt líf þá gerir þú þér eflaust grein fyrir því að það er ólýsanleg tilfinning að leiðbeina fólki og fá að fylgja þeim á þessu ferðalagi inní meiri kærleika, gleði, umhyggju, sátt, frið og betra líf.
Eftir að hafa farið með þínum kennara í þessa einstöku sjálfsvinnu þá hefur eflaust kviknað innra með þér löngun til að hjápla öllu því fólki sem er að glíma við þunglyndi, verki, kvíða, sjúkdóma, sársauka eftir svik eða sambansslit, sorg eða aðra erfiðleika og vita að þú getur leitt þau yfir í að líða betur, öðlast bjartsýni von og trú á sjálfa/n sig og lífið.
Að vita að þú getur hjálpað þeim að sjá hvernig þau geta látið draumana rætast, njóta sín og upplifa sigra, vellíðan og hamingju gefur lífinu gildi.
Það er engin venjuleg tilfinning sem fylgir því að styðja fólk í að gjörbreyta lífi sínu og líðan.
Í þessari samvinnu milli leiðbeinanda og skjólstæðings myndast sterk tenging og báði aðilar vaxa og umbreytast íáþessu undurfagra ferðalagi.
Ef þig dreymir um að sjá fólk blómsta, líða vel og njóta lífsins þá er Þerapían mjög öflug leið til að hjálpa fólki til að breyta lífi sínu til hins betra, öðlast hugrekki og finna kraftinn til að framkvæma, skilja lífið, takast á við áföll og aðra erfiðleika.
Ef þig langar að bæta þessum einstöku fræðum inní líf þitt og eiga þar með auvðeldara með að sigra þau verkefni sem lífið færir þér þá mun þetta nám færa þér vængina sem þú þarft til að finna þig svífa auðveldlega um í þessu yndislega lífi.