Lærðu að elska þig.
Það hefur aldei verið auðveldara að öðlast betra líf.
Núna getur þú lært að elska þig í fjarkennslu, netnámskeiðið er byggt á þerapíunni „Lærðu að elska þig“ fróðleikurinn, æfingarnar og verkefnin eru þau sömu. Margir sem hafa farið í þerapína velja að taka netnámskeiðið líka en í Þerapíunni munt þú alltaf fá persónulegri útskýringar og nálgun.
Ef þú sækist eftir breytingum, vilt hafa meira sjálfstraust og hugrekki, ef þig langar að læra að hlusta á hjartað þitt, fara eftir innsæinu þínu og finna innri frið, losna við áhyggjur, kvíða og jafnvel þunglyndi, finna að lífið þitt getur verið auðvelt, einfalt og stórkostlegt,
gefðu þér þessa gjöf að Læra að elska þig og lífið þitt.
Netnámskeiðið
Netnámskeið “Lærðu að elska þig”
hefst mánudaginn 14. mars 2022
Þú getur skráð þig núna hjá osk@osk.is
Þetta er öruggasta og áhrifaríkasta leiðin til að gera lífið stórkostlegt.
Þú færð uppbyggilegan, fróðleiksríkan og hvetjandi póst frá mér á hverjum Mánudegi í
24 vikur eða 6 mánuði.
Hver póstur inniheldur áhrifaríkan fróðleik um það hvernig þú getur skapað ánægjulegra líf og liðið betur, látið draumana þína rætast, verið í góðum samskiptum við sjálfa/n þig og alla í kringum þig, með sterka trú á sjálfa/n þig og bjartsýnni en nokkru sinni fyrr.
Hér er fróðleikur sem hjálpar þér að skilja atburði, aðstæður og uppákomur sem voru eða eru óþægilegar og truflandi, valda þér sársauka, reiði eða öðrum neikvæðum tilfinningum og líðan. Auk þess sem þú færð útskýringar á því af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru, hvaða lögmálum þeir lúta og hvernig þú getur breytt framtíð þinni og gert hana bjartari og meira spennandi.
Í þriðja hverjum pósti eða á þriggja vikna fresti færðu æfingu sem þú stundar daglega í þrjár vikur og munu þessar æfingar gjörbreyta því hvernig þú upplifir sjálfa/n þig, alla í kringum þig og lífið sjálft.
Þessar daglegu æfingar munu byrja á að breyta hugarfari þínu, viðhorfum og trú og gera þér kleift að skapa þægilegra og ánægjulegra líf.
Um leið og þú byrjar að stunda þessar æfingar breytist dagleg líðan þín og þú finnur að áhyggjur kvíði og neikvæðar hugsanir minnka.
Í staðin verður þú bjartsýnni, jákvæðari, spenntari og eiginlega óstöðvandi því þú færð hugrekki til að gera allt sem þig langar og verður orkuríkari, ánægðari og léttari.
Þú færð meira sjálfstraust, þér finnst þú hæfileikaríkari og klárari og þessi óþægilega tilfinning um að vera ekki nóg hverfur. Þér fer að finnast allir áhugaverðari þar sem fordómar þínir minnka og sú sýn sem þú hefur á aðra og lífið breytist til hins betra og verður jákvæðari og þægilegri.
Það fylgja hverjum pósti aukaverkefni sem hjálpa þér að vinna úr hlutum sem eru að trufla þig, eins og erfiðleikum, vandamálum og áföllum, veikindum eða óþægilegum aðstæðum. Verkefnin munu líka efla þig á marga vegu og losa þig við neikvætt hugarfar og þá líðan að finnast svo margt erfitt og ógerandi. Þú hættir að fresta og færð að upplifa hversu mögnuð manneskja þú ert og hvers þú ert megnug, sérð allt í einu að þú getur svo miklu meira en þú hélst.
Verkefnin eða æfingarnar sem þú gerir daglega munu gjörbreyta þér strax á fyrstu vikunum. Þau bæði auka meðvitund þína um þig og gjörbreyta því hvað þér finnst um þig og hvað þér finnst þú geta og kunna. Þau gera þig sterkari áhugasamari og glaðari.
Síðan hefur þú auka verkefnin sem þú vinnur þegar þér hentar og þau dýpka skilning þinn á þér og lífinu þínu, hjálpa þér að hætta að hugsa um neikvæða atburði og upplifanir, losa þig við neikvæða líðan um sjálfa/n þig að þú sért ekki nóg og þá þrúgandi höfnunartilfinningu sem lætur á sér kræla við og við. Ósjálfrátt ferðu að beina athyglinni að því sem lætur þér líða vel og nærir þig á allra handa máta.
Þú færð aðgang að lokaðri grúbbu á Facebook þar set ég inn myndbönd með hvatningu og nánari útskýringum á efninu vikulega og þú getur sett inn spurningar eða sagt frá þinni reynslu. Ég býð uppá einn opin fund í grúbbunni sem þú getur tekið þátt í.
Námskeiðið breytir hugarfarinu þínu sem verður jákvæðara og uppbyggilegra,
sjálfsmynd þín verður fallegri og þú verður ánægðari með þig eins og þú ert,
þú færð aukið sjálfsöryggi, hugrekki og getu til að vera þú sjálf/ur, standa með þér og átta þig á hvað það er sem þú raunverulega vilt.
Þú munt læra og æfa að hlusta á hjartað og innsæið sem er einn besti leiðbeinandi sem hugsast getur fyrir þig.
þegar þú hefur getu til að hlusta á innsæið og hjartað þá veistu alltaf hvað þú vilt eða hvað er þér fyrir bestu.
Hugrekkið sem eykst frá degi til dags í æfingunum sem þú gerir, gerir þér síðan kleift að fylgja innsæinu.
Köllun þín verður þér augljós og þú finnur að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvort þér takist að framkvæma hana eða ekki því þér verður það deginum ljósara að þú getur það að sjálfsögðu.
Samskipti þín við fólkið í kringum þig verða ánægjulegri og auðveldari. Fólk sem hefur valdið þér angist og kvíða hættir að koma fram við þig af vanvirðingu eða særa þig.þú verður þakklátari, glaðari og sáttari.
Þú lærir og æfir að sleppa tökunum á því sem heldur aftur af þér eða truflar þig.
Sérð fljótlega fortíðina í nýju betra ljósi og verður spent/ur fyrir þeirri gleðilegu og gæfuríku framtíð sem bíður þín.

Hvernig fer net-námskeiðið fram :
- Allur fróðleikurinn/námsefnið verður sent til þín á nettfangið þitt, lesefni.
- Námsefnið er sent til þín á mánudögum í 24 vikur.
- Þú færð aðgang að lokuðum hóp á Facebook þar eru eingöngu þeir sem eru með þér á netnámskeiðinu og því möguleiki á að kynnast þeim sem eru að læra það sama og þú.
- Einu sinni í viku kemur nýtt myndband inní lokaða hópinn á Facebook með hvatningu og nánari útskýringum.
- Þú getur sent mér spurningar
- verkefnin skiptast í daglegar æfingar og aukaverkefni með dýpri sjálfsvinnu
- þú getur tekið þátt í námskeiðinu oftar en einu sinni eftir að hafa greitt fyrir það einu sinni
Aðal verkefnin á Netnámskeiðinu eru 9 talsins.
Hvert og eitt þeirra hefur djúp jákvæð áhrif á hugarfar þitt, ómeðvituðu tilfinningarnar sem þú hefur um þig og lífið, þau breyta þeirri trú sem þú hefur á þér og getu þína.
Af því þú æfir daglega þá verða breytingarnar endanlegar, það er að segja þú getur ekki farið til baka í gamla farið sem þú ert í núna.
Þú sérð sjálfa/n, þig og lífið þitt í nýju ljósi.
Tilveran fyllist af möguleikum þar sem áður voru erfiðarleikar, þú sérð áhugaverðar aðstæður í staðin fyrir óþægilegar og þú sérð spennandi einstaklinga en ekki særandi og meiðandi fólk.
Hvaða áhrif hafa aðal verkefnin :
- Breytir þeim viðhorfum sem þú hefur til þín, þú æfir daglega að byggja upp jákvæð viðhorf, betri líðan yfir að vera eins og þú ert, sjá hæfileika þína eiginleika og getu í nýju ljósi, vera ánægð/ur með þig, sátt gleði og meiri hamingja.
- Æfing sem gerir þig ánægðari með allt sem þú gerir og myndar jákvæða og sterka orku í kringum þig, þú gefur fallega af þér og umbreytir líðan allra í kringum þig á hvetjandi og skemmtilegan hátt.
- Eykur meðvitund um framkomu þína og hegðun þú færð tækifæri til að vanda þig meira en áður og velja hvernig þú vilt haga þér í öllum samskiptum. Þú upplifir strax breytingu hjá þér og framkoma þín verður alveg ósjálfrátt fallegri og meira gefandi, á meðan þú gerir þessa æfingu.
- Þú skoðar öll samskipti sem hafa meitt þig og æfir þig í að mæta öllu/m frá hjartanu og lærir að sjá og skilja hegðun og framkomu allra í þínu lífi og umbreyta henni til hins betra. Lífið verður gjörsamlega magnað þegar þú færð mátt til að hafa fulla stjórn á því hvernig allir koma fram við þig.
- Losar þig við vanlíðan, skömm, eftirsjá og biturð yfir því sem þér finnst hafa farið úrskeiðis í lífi þínu fram að deginum í dag á sama tíma dregur úr kvíða yfir því sem framtíðin ber í skauti sér og þú finnur spennu og bjartsýni og meiri löngun til að gera allt sem þú óskar þér.
- Lærir að skapa þakklætistilfinningu yfir öllu, líka því sem er erfitt, óþægilegt og vont. Þú ferð inní daginn þinn betur undirbúin fyrir þeim erfiðleikum eða neikvæðu uppákomum sem hugsanlega skjóta upp kollinum. Allir þessir litlu hlutir sem eru ekki eins skemmtilegir verða ánægulegar stundir með þessum nýju formerkjum.
- Að skilja hvernig innsæið þitt tjáir sig við þig og öðlast kjark til að fara eftir þeim leiðbeiningum sem það gefur þér mun veita þér nýtt miklu sannara, berta og ánægjulegra líf. Þú verður öruggari með þig og treystir þér til að taka réttar ákvarðanir og auðvitað verður lífið leikandi létt þegar þú ert búin að virkja þennan allra besta leiðbeinanda sem hugsast getur.
- Þegar þú gerir þér grein fyrir því hversu auðvelt það er að breyta, laga og bæta lífið með réttu aðferðunum þá fyllist þú bjartsýni von og trú á þig og lífið og finnur endalausa orku innra með þér til að skapa það líf sem þú óskar þér.
- Líðan þín er svo breytt að þú ert með orku sem er eins og töfrasproti og laðar til sín ómælt magn af skemmtilegheitum. Þú ert að springa úr spenningi yfir að láta alla þína drauma rætast, lifa því lífi sem þú hélst að þú gætir eða kynnir ekki að framkalla.
ÞÚ ERT ALLTAF VELKOMIN AFTUR OG AFTUR !!
Eftir að hafa skráð þig einu sinni á Net-námskeiðið Lærðu að elska þig ( eftir 1. Janúar 2019 ) þá stendur þér til boða að vera með í hvert skipti sem ég býð uppá þetta námskeið sem er
alltaf 5 sinnum á ári.
Ef þér tekst ekki að vinna námskeiðið vel allan tímann sökum anna eða ef eitthvað kemur uppá í lífinu og þú gast ekki sinnt því eins og þú hefðir óskað þér þá kemur þú bara aftur. Jafnvel þó þú hafir unnið öll verkefnin samviskusamlega þá veit ég að það mun hafa dýpri og ný áhrif að gera þetta allt aftur. Þú ert því alltaf velkomin.
Verð kr. 117.000,-
Hægt að skipta greiðslum
Bókaðu þig hjá osk@osk.is