Skip to main content

Farsæld heilbriðgi og vellíðan

Farsæld heilbriðgi og vellíðan er 42 daga netnámskeið sem inniheldur fróðleik, æfingar og hugmyndir að því hvernig þú getur skapað farsæld heilbriði og vellíðan til frambúðar.

Heilsan er eitt af því dýrmætasta sem við eigum í þessu lífi og í dag er virkilega auðvelt að velja heilsusamlegan lífsstíl þar sem framboð af heilbrigðri fæðu, fróðleik og aðferðum eru auðfundnar.

En stundum dugar ekki að breyta mataræði, hreyfingu, hvíld og öðru sem viðkemur heilsunni. Það er of mikil streita, vantraust og neikvætt hugarfar sem kemur í veg fyrir að jafnvel bestu aðferðir duga skammt.
Þessi streita er oft falin fyrir okkur þar sem við erum orðin svo vön henni að við finnum ekki fyrir henni lengur. Líkaminn er baðaður í streituhormónum sem spæna upp vítamínum og öllu því góða sem við setjum ofaní okkur og veikja vöðva og líkamann í heild þannig að við náum ekki sama árangri með hreyfingu.

Aðrir eru með svo fastmótaðar hugmyndir og trú um eitthvað í sambandi við heilsuna að það skiptir engu hvað þeir mundu breyta miklu. það eina sem mundi hafa áhrif er að breyta þessari rótgrónu trú um heilsufar og heilbrigði.

Ég hef oft heyrt fólk segja þegar því er bent á aðferðir eða lausnir að það muni örugglega ekki hjálpa í þeirra tilfelli sem er einmitt merki um fastmótaðar hugmyndir og vantraust.

Þessir sömu aðilar taka samt inn lyfið eða fylgja þessu plani sem þau hafa í raun ekki trú á. Auðvitað mun trúin sigra í þessu tilfelli eins og oftast.

Það er oftast hugarfar og tilfinningar sem koma í veg fyrir að fólk heilast ekki eða nái að öðlast bata.

Það átta sig ekki allir á því að þó þau stundi mjög heilbrigðan lífsstíl þá gerir það skilar það ekki tilsettum árangri ef hugurinn er í mikilli þversögn við allar þær dásamlegu framkvæmdir sem verið er að stunda til að skapa heilbrigði.

En á meðan hugurinn örvar líkamann til að framleiða streituhormón eða þau kemísku efni sem neikvætt hugarfar hefur í för með þér þá á líkaminn ekki séns, hann annað hvort versnar eða staðnar, það verður engine umbreyting, þróun eða vöxtur.

Á þessu námskeiði lærir þú og æfir þig í að skapa jákvætt hugarfar sem hefur hvetjandi áhrif á það sem þú gerir til að bæta heilsufar þitt og heilbrigði.
Þú getur síðan nýtt sömu aðferðir til að breyta öllum þeim neikvæðu viðhorfum sem þig langar að breyta. Ef þú finnur fyrir ótta gagnvart einhverju þá er hægt að nýta aðferðarfræðina til að sigrast á áhyggjum ótta og kvíða.
Ef þú glýmir vð fjárhagsáhyggjur þá er þetta frábær leið til að breyta því hugarfari.

Það besta við þetta námskeið er að það fer fram þegar þér hentar og hvar sem þú ert.
Þú færð öll gögn send heim til þín á viku fresti í 6 skipti, fróðleikur og ítarlegar lýsingar á verkefnum og æfingum sem breyta vitund þinni, viðhorfum og lífssýn.

Æfingarnar eru auðveldar og á meðan þú ert að vinna að því að öðlast fullkomið heilbrigði gefst þér kostur á að senda inn spurningar og fá nánari aðstoð með þín verkefni.

Ef þú að hefur áhuga á að líða vel og vera sátt/ur við sjálfa/n þig,
gera breytingar eða  vilt upplifa HEILSU þína á annan hátt en þú gerir í dag.
Þá mun þetta námskeið höfða til þín.

Aðferðin er byggð á hugmyndafræði Sadhana:

Sadhana;,  sem kemur úr Sanskrit og þýðir
„AÐ ÆTLA AÐ NÁ ÁRANGRI“ er andleg aðferð.
Hún samanstendur af nokkrum fornum,
öguðum og  kerfisbundnum aðferðum frá
Hindu, Sikh og Buddhisma til að öðlast
andlegan aga og siði sem auka og breyta meðvitund,
hugarfari og líðan þannig að þú getir náð þeim árangri sem þú óskar þér.

Þú þarft ekki að vera að glíma við mikinn heilsubrest eða veikindi heldur
nægir að þig langi til að breyta einhverju í sambandi við heilsuna.
Þú þarft heldur ekki að mæta á námskeið, þú bara framkvæmir
þegar þér hentar, þar sem þú ert.

Pantaðu Farsæld heilbrigði og vellíðan hjá osk@osk.is
Þú velur hvenar þú vilt byrja.
Fyrsta sendingin kemur á netfangið þitt daginn sem þú vilt hefja þessa vegferð og þú getur stundað þetta námskeið hvar sem þú ert og verður.

Viltu upplifa þig sterkari með aukið þol,  sveigjanlegri og  hressari ?
Hefur þú löngun til að breyta þyngdinni, sofa betur,
draga úr áhyggjum varðandi framtíð þína heilsufarslega ?
Viltu losna við verki og eymsli ?
Eða langar þig til að öðlast almenna vellíðan andlega og líkamlega ?
Læra að lifa hamingjusöm/samur og sátt/ur
Ert þú að takast á við veikindi, langvarandi kvilla eða vanlíðan ?

Þá er þetta rétta námskeiðið fyrir þig !

Viltu ná meiri árangri í því sem þú ert nú þegar að gera eða hefur þegar
breytt til að hafa heilsu þína betri ?
Stundar þú t.d hreyfingu en þér finnst þú ekki upplifa þá breytingu
sem þú óskaðir þér ?
Ert þú reglulega í sjúkraþjálfun/nuddi/nálastungum eða öðru til að öðlast líkamlega
vellíðan eða bata og þér finnst það ekki hafa nægileg áhrif ?

Þá ættir þú að skella þér á þetta námskeið !

Ef þú ert tilbúin til að skuldbinda þig í að gera ákveðin verkefni DAGLEGA
í 42 daga til að gjörbreyta þinni líðan,
þá væri mjög gott að þú látir mig vita……

Námskeiðið tekur 42 daga og á viku fresti
færðu fróðleik, upplýsingar og hvatningu
frá mér auk þess sem þér gefst kostur á
að vera í sambandi við mig ef eitthvað vefst
fyrir þér eða þú þarfnast hjálpar.

Námskeiðið snýst um það
að endurforrita meðvitund og undirmeðvitund þína
um það hver þú ert heilsufarslega.

Þú munt forrita undirmeðvitundina, rauðu blóðkornin,
vefja og vöðvaminni þitt
með þeirri hugmynd að þú sért nú þegar í því heilsufarslega
ástandi sem þú vilt vera í !
Þegar forritun hefur átt sér stað leitast líkami og hugur við
að breyta núverandi ástandi í það ástand sem þú óskar þér.

Þetta er sú nálgun sem flestir sleppa af því
fólk áttar sig ekki á mikilvægi þess að styrkja grunnstoðir lífsins,
þ.e.a.s, hugarfar, viðhorf og trú.
Að hafa þann jarðveg sem þarf til að breytingar
nái að bera árangur og dafna.
Með breyttum huga, trú og skilningi munt þú öðlast
betri árangur, líðan og heilsu.

Það er undirmeðvitundin sem stjórnar því
hvernig útkoman verður í öllu því sem þú gerir.
Þess vegna upplifir fólk oft velgengni á meðan
það er að fylgja prógrammi, eins og þjálfun,
breyta mataræði tímabundið, notkun verkja-og
svefn-lyfja  eða annað sem bæta á heilsuna.
En um leið og aðalhaldinu sleppir
þá skellir undirmeðvitundin þér í sama farið aftur.
Við getum sagt að veikleikinn sé þá ennþá í hausnum.
Gamalt munstur eða ferli tekur við um leið og
þú hættir að fylgja prógramminu.

Aðferðirnar/æfingarnar sem þú stundar eru sjö talsins
og þú stundar þær daglega í 42 daga,
en  hver og ein tekur stutta stund frá 5 mín.

Þú pantar námskeiðið hjá mér osk@osk.is

Námskeiðið kostar kr. 29.000,-

Umsagnir um námskeiðið :

Kæra Ósk
það er orðið langt síðan að ég lauk FHV námskeiðinu þínu en ég trúði ekki í fyrstu hvað ég fann miklar breytingar á mér og hélt þar af leiðandi að þær mundu ganga til baka.
Svo ég beið með að skrifa þér.
En núna meira en hálfu ári seinna er ég ennþá einkennalaus og lífið mitt er ekkert líkt því sem það var. Ég þjáðist af verkjum í liðum sem voru svo miklir að ég átti mjög erfitt með að ganga og leið svo sem ekkert betur sitjandi, svo dagarnir voru ansi erfiðir stundum og ég hélt mér uppi með verkjalyfjum. Sumir dagar voru verri þá fékk ég svo mikla höfuðverki eftir að hafa verið slæm í hálsliðunum og sennilega alltaf stífað mig svo upp að ég endaði með höfuðverki. Síðast liðna mánuði gæti ég talið á fingrum annarar handar hversu oft ég hef átt slæma daga og satt best að segja þá verð ég soltið hissa ef ég vakna verkjuð núna en gríp þá til ráðanna sem voru á námskeiðinu og mér fer alltaf að líða betur strax.
Ég stunda ennþá sum verkefnin og finn að það er sennilega að halda mér góðri en það er nú heldur betur þess virði. Ég mundi segja aðég hafi fengið nýtt líf sem er töluvert ánægjulegra en það sem ég átti.

AgnesAð eilífu þakklát

Í alltof langan tíma hef ég verið að hugsa hvað get ég gert til að vera hressari orkuríkari og áhugasamari. Dagarnir liðu en ekkert gerðist ég bara vissi ekki hvað ég gæti gert til að breyta þessu. Þar sem ég bý útá landi í sveit þá fannst mér ég algjörlega föst í þessum viðjum. Það sem er merkilegast við þetta áhrifaríka námkseið hjá henni Ósk er að ég þurfti ekkert annað en sjálfa mig ! Fróðleikurinn hefur gjörbreytt hugarfarinu mínu og nú kann ég aðferðir sem lyfta mér upp og koma mér í vellíðan eins og skot. Ekki er verra að eiga fróðleikinn útprentaðan og geta framkvæmt aðferðirnar aftur og aftur.

Haddý í sveitinni.Svo óskaplega þakklát

Það er oftast snúið að koma á nýjum venjum en það kom á óvart hversu vel það gekk íþessu ferli. Það gerir það klárlega auðveldara að gera það í samfloti með svona jákvæðu og súperhressu fólki eins og ykkur. Mæli eindregið með því að fólk geri þetta svona. Taka námskeiðið með öðrum og vera samferða í verkefnunum. Fyrir mitt leyti þá hafði þetta mjög fljótlega þau áhrif að ég fór að horfa miklu bjartari augum á tilveruna og einbeita mér meira að því sem ég vildi, sem þýddi að ég tók eftir fullt af tækifærum sem ég hefði án efa misst af ella. Einnig finn ég mikinn mun á því hvernig ég vakna á morgnana miklu hressari og klárari í slaginn

Gauti.Hressari og klárari í slaginn

Síðan ég byrjaði í þessari fjarþjálfun er ég miklu hamingusamari og er eitthvað svo róleg og áhyggjulaus.Það er eins og það sé búið að slökkva á einhverju neikvæðu óþægilegu sem truflaði mig endalaust sko. Ég er farin að fá fullt af hugmyndum um alskonar sem mig langar að gera en ég var orðin algjört sófadýr. Já og börnin mín eru alsæl með mig.

Eyrún Hauks

Mér finnst að þessi einföldu og þýðingarmiklu fræði ættu að vera kennd í skólum. Bara örfáum dögum eftir að ég byrjaði á námskeiðinu fór mér að líða svo vel að ég grét í nokkra daga. Bæði fannst mér svo mikill léttir að finna loksins von og svo var ég líka sár að hafa ekki kynnst þessum fræðum fyrr. Ég er að nota þessar lausnir á öllum sviðum í lífinu. Get ekki þakkað þér nóg kæra Ósk

Villa

Það sem stendur upp úr eftir þetta námskeið eru allar aðferðirnar og verkfærin sem maður fær í hendurnar til að gera líf sitt betra og uppbyggilegra. Aðferðirnar munu án efa endast út lífið við flestallar aðstæður. Það hefur verið heilandi og nærandi að vera á þessu námskeiði og ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í því.

ABJ

Ég er himinsæl með þau forréttindi að hafa fengið að prufukeyra þetta námskeið og get eindregið mælt með því og vona að sem flestir nýti sér það. Ég mun a.m.k. mæla með því við alla. Mér fannst svolítið erfitt að lýsa því hvaða áhrif námskeiðið hefur, því breytingarnar hjá mér voru ekki útvortis heldur innvortis,hugarfarsbreyting, meiri innri ró og sátt. Ég er ekki eins áhyggjufull og ímyndunarveik. Ég trúi núna að ég sjálf beri ábyrgð á heilsu minni og geti stjórnað henni með hugsunum mínum.

Guðrún

Ég er mjög ánægð með verkefnin. Ég fann mun á deginum mínum þegar ég var meðvituð um að beina athyglinni að „jákvæðu orðunum“ og sú orka sem í þeim liggur endist mun lengur en maður kannski gerir sér grein fyrir. Og líkaminn verður hressari og kátari. Ég get alveg hiklaust mælt með þessu námskeiði, allt sem maður þarf í raun er vilji til að breyta og taka nýtt inn.

Sólveig.

Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þessum mögnuðu aðferðum sem eru á námskeiðinu til að betrumbæta allt í mínu lífi. Eftir allt sem ég hef gert til að léttast og líða betur þá varð ég mjög hissa á því að þetta skildi virka betur og ég er viss um að ég er loksins að vinna að því að fá endanlega breytingu en ekki augnabliks úrræði eins og áður. Ég ætla að halda áfram og sjá kílóin detta af mér.

Kata P