Skip to main content

Lærðu að elska þig

Lærðu að elska þig“ er nám í persónulegri uppbygging fyrir einstaklinga sem vilja lifa stórkostlegu lífi.
Um er að ræða kennslu sem er blanda af fróðleik, æfingum og verkefnum.
Meðal annars eru kenndar aðferðir sem stuðla að jákvæðara hugarfari, sjálfsmati, sjálfsöryggi; aukinni meðvitund og hugrekki.
Þú áttar þig betur á eiginleikum og hæfileikum þínum,  verður sterkari í að standa með þér og vera þú, nærð betri tengingu við sjálfa/n þig og þú lærir að nýta innsæið .
Námið er örugg og áhugaverð leið til að skapa betra líf og líðan.

Framkoma þín og hegðun gagnvart þér og þeim sem þú umgengst verður kærleiksríkari og auðveldari. Þú lærir að standa með sjálfri/sjálfum þér, setja mörk og velja aðeins það sem er þér fyrir bestu og þú elskar að hafa í þínu lífi. Óttinn við höfnun og að særa aðra hverfur og framkoma þín verður fágaðri og einlægari en nokkru sinni fyrr. Meðvirkni og sjálfssvik hverfa og þú finnur hvernig þú nýtur lífsins betur og viðurkennir sjálfa/n þig eins og þú ert.

Þegar þú ferð að standa með sjálfri/sjálfum þér sérðu að það hefur jákvæð áhrif á alla í kringum þig. Allir sem þú umgengst fara að bera meiri virðingu fyrir þér og eiga auðveldara með að umgangast þig þar sem þú verður sannari og heiðarlegri og fólk veit betur hvar það hefur þig. Sjálfssvik er það sem við eigum erfiðast með að sjá og viðurkenna og valda meiri sársauka en önnur svik. Þeir sem svíkja sjálfa/n sig svíkja allan heiminn og viðhalda svikum því allir sem hafa tilhneigingu til að svíkja tengja sig við þessa orku.

Sjálfsöryggið þitt eflist og þér finnst þú fullkomin eins og þú ert akkúrat núna.
Þú hættir að dæma sjálfa/n þig og aðra, rífa þig niður og gera lítið úr þér þar sem viðhorfin þín gagnvart þér breytast mjög hratt til hins betra og sjálfsmatið þitt verður jákvæðara.
Þau samtöl sem þú æfir þig í að eiga við sjálfa/n þig verða uppbyggilegri og hvetjandi og auka þar með sjálfsánægju og hamingju þína.

Á námskeiðinu munt þú uppgötva þá einstöku eiginleika sem þú býrð yfir og þú æfir þig í að meta sjálfa/n þig meira og alla  þá hæfileika sem þú hefur og sérð að þú hefur allt sem þarf til að lifa því lífi sem þú óskar þér og meira en það. Loksins gerir þú þér grein fyrir því hversu dásamleg mannvera þú ert, hvers þú ert megnug/u r og hvað lífið getur verið stórfenglegt.

Þú færð nýja lífssýn og skilning sem auðveldar þér að takast á við þau erfiðu og óþægilegu mál og aðstæður sem koma upp í þínu lífi. Ekkert slær þig útaf laginu lengur þar sem þú hefur styrk til að takast á við allt. Þú verður fær um að treysta á þig og þá staðreynd að lífið er alltaf eins og það á að vera það gerist ekkert í þínu lífi til þess eins að meiða þig eða brjóta þig niður. Þú finnur hvernig innsæið þitt eykst og hjálpar þér að velja rétt hverju sinni og hefur því eignast besta leiðbeinanda sem völ er á.

Hér eru nokkrar spurningar sem hjálpa þér að skilja hvort þú ert sátt/ur við lífið.

  • Hvað er það sem þú elskar að gera og kemur þér í gott skap ?
  • Er það eitthvað sem þú ert að gera reglulega ?
  • Hverjar eru ástríður þínar ?
  • Ertu oft þreytt/ur og orkulaus ?
  • Hvað hrífur þig og lætur þig gleyma stund og stað ?
  • Líður þér vel með öllum sem þú umgengst ?
  • Ertu oft kvíðin eða  áhyggjufull/ur þó ekkert sérstakt sé að ?
  • Ertu með verki eða óþægindi í líkamanum ?
  • Værir þú að gera aðra hluti ef þú værir að láta drauma þína rætast
  • Hættir þú við að gera eitthvað af því þér finnst þú ekki :
  • …líta nógu vel út ?
  • …passar ekki í hópinn ?
  • …ert ekki nógu góð/ur til að taka þátt ?
  • …finnst allir hinir betri, flottari eða klárari ?
  • …ert ekki á réttum aldri fyrir þetta ?
  • Ertu full/ur tilhlökkunar fyrir morgundeginum ?

Eftir að hafa svarað þessum spurningum ættir þú að skilja hvort það er eitthvað sem þú mundir vilja breyta eða hafa öðruvísi í þínu lífi. Hugsanlega sérðu betur að þú ert lítið tengd/ur við þig og veist ekkert hvað þú vilt, þú átt erfitt með að svara spurningunum sem er yfirleitt af því að þú ert þá búin að vera lengi að svíkja þig að einhverju leiti.
Að elska sjálfa/n þig eins og þú ert og elska alla sem þú átt að, elska þennan dag í dag og elska öll tækifærin sem þú færð í lífinu er stórfenglegasta tilfinning sem þú getur komist í og er bara hér handa þér.

Hvernig fer námið fram

Námskeiðið er 12 skipti/kennslustundir og tekur  um 10-11 mánuði.

Næstu einstaklings námskeið hefjast:
4/9  2023  – 1/7 2024
2/10 2023 – 5/8 2024
13/11 2023 – 279 2024

Hver tími er  90 mínútur.
Æfingar, verkefnavinna og eftirfylgni á milli tímanna.

Staðgreitt verð kr. 288.000,-
hver tími er á kr. 24.000,- x 12

Ef greitt er fyrir staka tíma kr 27.000,- hver tími
heildarverð kr 324.000,-

Þú kemur í 90 mínútna einkatíma á 3ja vikna fresti og segir frá lífi þínu og þeim atburðum og aðstæðum sem hafa haft neikvæð áhrif á þig sem og að tala almennt um lífshlaup þitt, langanir og þrár.

Í hverjum tíma færð þú nýja aðferð eða daglega æfingu sem þú æfir næstu
3 vikurnar.

Þú færð fróðleik og hugmyndir sem hjálpar þér að líða betur og takast á við verkefni lífsins. Þú lærir að skilja innsæið þitt betur, færð hugrekki til að fylgja því og áttar þig á tilganginum þínum.
Þú sérð betur hver þú ert og hvað lætur þér líða vel, njóta lífsins og vera hamingjusöm / hamingusamur.
Að auki finnum við  lausn á þeim málum og aðstæðum sem þú ert að takast á við hverju sinni.

Einnig munt þú fá hugmyndir að lesefni, myndum og öðrum fróðleik sem getur hjálpað þér að ganga ennþá lengra á vegi farsældar og hamingju.

Hvaða áhrif hafa daglegu æfingarnar á þig :

  1. Þrjú jákvæð lýsingarorð. Þessi fyrsta æfing mun breyta þeim viðhorfum sem þú hefur um þig, þú æfir daglega að byggja upp jákvæð viðhorf, betri líðan yfir að vera eins og þú ert, sjá hæfileika þína eiginleika og getu í nýju ljósi, vera ánægð/ur með þig. Niðurstaðan er meiri sátt, bjartsýni og hamingja.
  2. Hrósin. Æfing sem gerir þig ánægðari með allt sem þú gerir og losar þig undan þeirri þörf að fá viðurkenningu frá öðrum. Hún myndar jákvæða og sterka orku í kringum þig, þú byrjar að gefa fallega af þér og umbreytir líðan allra í kringum þig á hvetjandi og skemmtilegan hátt.
  3. Ég elska…Eykur meðvitund um framkomu þína og hegðun þú færð tækifæri til að vanda þig meira en áður og velja hvernig þú vilt haga þér í öllum samskiptum. Þú upplifir strax breytingu hjá þér og framkoma þín verður alveg ósjálfrátt fallegri, einlægari og meira gefandi, á meðan þú gerir þessa æfingu. Niðurstaðan er að þú hættir að svíkja þig og skapar ánægjulegri samskipti við alla.
  4. Kennararnir. Þú skoðar öll samskipti sem hafa meitt þig og æfir þig í að mæta öllu/m frá hjartanu og lærir að sjá og skilja hegðun og framkomu allra í þínu lífi og umbreyta áhrifum þeirra til hins betra. Lífið verður gjörsamlega magnað þegar þú færð mátt til að hafa fulla stjórn á því hvernig allir koma fram við þig.
  5. Fyrirgefningin. Æfingin losar þig við vanlíðan, skömm, eftirsjá og biturð yfir því sem þér finnst hafa farið úrskeiðis í lífi þínu fram að deginum í dag á sama tíma dregur úr kvíða yfir því sem framtíðin ber í skauti sér og þú finnur spennu og bjartsýni og meiri löngun til að gera allt sem þú óskar þér. Niðurstaðan era ð þú hefur margfalt meira sjálfstraust og skilning á hvernig þú virkar.
  6. Þakklæti yfir því neikvæða. Lærir að skapa þakklætistilfinningu yfir öllu, líka því sem er erfitt, óþægilegt og vont. Þú ferð inní daginn þinn betur undirbúin fyrir þeim erfiðleikum eða neikvæðu uppákomum sem hugsanlega skjóta upp kollinum. Allir þessir litlu hlutir sem eru ekki eins skemmtilegir verða ánægulegar stundir með þessum nýju formerkjum.
  7. Innsæið. Þú lærir og æfir að skilja hvernig innsæið þitt tjáir sig við þig og öðlast kjark til að fara eftir þeim leiðbeiningum sem það gefur þér mun veita þér nýtt miklu sannara, berta og ánægjulegra líf. Þú verður öruggari með þig og treystir þér til að taka réttar ákvarðanir og auðvitað verður lífið leikandi létt þegar þú ert búin að virkja þennan allra besta leiðbeinanda sem hugsast getur.
  8. Táknmál alheimsins og innsæið hér förum við dýpra í að skilja hvernig Alheimurinn notar tákn til að koma skilaboðum til þín. Þú æfir þig í að skilja þessi tákn og biðja um svör við þeim spurningum sem þú hefur.
  9. Öfug aðferð. Þegar þú gerir þér grein fyrir því hversu auðvelt það er að breyta, laga og bæta lífið með réttu aðferðunum þá fyllist þú bjartsýni von og trú á þig og lífið og finnur endalausa orku innra með þér til að skapa það líf sem þú óskar þér. Hér nærðu að sjá og átta þig betur á hversu margt hefur breyst á undanförnum vikum.
  10. Hvað hefur breyst í þínu lífi og hverju viltu breyta í framhaldi af því að sjá að þér eru allir vegir færir, lífið þitt er stútfullt af möguleikum og þú ert orðin mun hæfari í að velja það sem er ætlað þér en ekki það sem þú heldur að geri þér gott eða bæti líf þitt.
  11. Hverju viltu breyta eða ná betri tökum á. Kennarinn skoðar með þér hvað þarf til að þú náir enn betri árangri á þeim sviðum sem þú vilt verða meistari í.
  12. Það er ekkert víst að þú viljir hætta og allir kennararnir eru tilbúnir með framhaldsverkefni fyrir þig og styðja þig áfram til að verða ósigrandi elskuhugi.
    Til hamingju með þig og nýja lífið þitt.

Ef þú óskar eftir nánari upplýsingar um námskeiðið sendu mér póst á osk@osk.is
eða veldu kennara sem höfðar til þín sjá linkinn  “Kennarar”
Ég hvet þig til að kynna þér kennarana vel og finna sjálf/ur hver höfðar til þín.