Skip to main content

Elskum meira

Fyrirlesturinn “ElskuMeira” (elskum meira) er hugmynd sem kviknaði ekki alls fyrir löngu,sem ég er staðráðin í að fylgja úr vör og gefa í eins mörgum bæjarfélögum og hugsast getur.

Fyrirlesturinn hefur þann meigin tilgang að mynda kærleiksríka samstöðu í hverjum bæ fyrir sig. Efla samkennd vinsemd og náungakærleika útfrá hugmyndinni að ef hvert og eitt okkar velur að elska meira þá gjörbreytist andrúmsloftið í bæjarfélaginu.

Það er mikilvægt að ráðamenn hvers bæjarfélags styðji verkefnið.

Ég hef þá einlægu trú að það sé hægt að gjörbreyta lífsgæðum á Íslandi með því að bjóða fólkinu í landinu upp á mannbætandi og lífsbætandi hugmyndafræði – fróðleik og aðferðir, sem eru einfaldar í framkvæmd, skýrar og athyglisverðar, settar fram á þann hátt að það vekur athygli og áhuga. Sérstaklega ef þær eru í boði fyrir alla og verða einskonar sameiningartákn hvers bæjarfélags fyrir sig og svo að sjálfsögðu þjóðarinnar í heild.

Það mun þessi fyrirlestur sannarlega gera, sérstaklega í ljósi þess að það er hægt að sanna að aðferðirnar sem ég mun kenna virka strax og fólk fær að upplifa það á fyrirlestrinum.

Við höfum séð hversu mögnuð þjóðin er í að standa saman, hvetja og vera til staðar fyrir íþróttafólk eða framúrskarandi einstaklinga og ekki síður þegar erfiðleikar þjaka okkur þá kemur samheldnin og kærleikurinn svo sterkt í ljós.

Ég trúi að með hvatningu og ásetningi, þá sérstaklega þegar fólk finnur að áhuginn kemur líka frá yfirvöldum, að saman getum við dregið þessa sterku samstöðu fram í Íslendingum, bæjarfélag eftir bæjarfélag.

Ég trúi að við getum fengið alla Íslendinga til liðs við okkur í að #ElskuMeira (elska meira)
eða að leggja meiri rækt við kærleikann og elska sjálfa/n sig meira og svo að sjálfsögðu lífið sjálft, elska náungann, elska samfélagið sitt eins og bæjarfélagið og byggja þannig upp sterkari samfélagsvitund og skilning bæjarbúa á því hversu mikilvægt framlag hvers og eins er.

Þannig mun tilvera allra batna, sú hugmynd að allir skipta máli mun auka kærleika, virðingu og samstöðu og gera þar með hvert bæjarfélag að betri stað til að búa í.

Í dag er mikil vitundarvakning um áhrif jákvæðni og kærleika á einstaklinga og tilveruna í heild. Margir þekktir einstaklingar bæði íslenskir og erlendir hafa komið fram og lagt þessu málefni lið með einum eða öðrum hætti. Mjög margir hafa sagt frá sinni reynslu um það hvernig hugarfarsbreyting hafði áhrif á líf þeirra og líðan. Hafa þau svo sannarlega vakið athygli og kveikt á áhuga almennings á þessari nálgun.

Heimurinn þarfnast meiri nándar og samkenndar, samstöðu og jákvæðni og engin þjóð í heiminum er eins móttækileg og vel til þess fallin að standa saman eins og við Íslendingar.

Kærleikurinn og krafturinn sem í okkur býr geta svo sannarlega skapað kraftaverk.

Framkvæmdin

Mig langar að koma í hvert bæjarfélag með 90 mín fyrirlestur sem ber heitið Elsku meira (#elskumeira) þetta er kennsla um það hvernig líf og líðan breytist við það að æfa sig í að elska sjálfa/n sig meira og svo í kjölfarið elska alla í kringum sig, lífið sjálft og bæinn sinn.

Fyrirlesturinn byggi ég á aðferðum og fróðleik úr þerapíunni „Lærðu að elska þig“ sem hefur gjörbreytt lífi yfir 1.000 manns hér á landi á undanförnum 10 árum.

Það er mín trú að verkefni sem framkvæmd eru með stuðningi og styrk frá bæjaryfirvöldum hafi mjög jákvæð áhrif á bæjarbúa og stuðli að jákvæðari ímynd fyrir bæjaryfirvöld, en það er einmitt eitt af markmiðum verkefnisins. Að brúa bilið á milli yfirvalda og bæjarbúa.

Legg ég upp með að bæjar eða sveitarstjóri sé verndari #ElskuMeira og það komi skýrt fram í allri umfjöllun.

Þannig örvum við þátttöku, fyrirlesturinn fær meira vægi og hann er í boði fyrir alla þeim að kostnaðarlausu.

Til að tryggja þátttöku sem flestra mun ég streyma fyrirlestrinum á Facebook síðu verkefnisins. Þannig þarf engin að missa af fyrirlestrinum og hægt era ð horfa á hann aftur og aftur.

Við getum líka kallað þetta tilraun til að sjá hvað gerist þegar við stöndum öll saman munum við sjá að saman getum við allt.
Ísland til fyrirmyndar.

Það munu allir fara heim af fyrirlestrinum með:

  1. Æfingu til að ástunda, sem hjálpar hverjum og einum að elska sjálfan sig meira og þar með njóta betur og líða vel.
  2. Leiðbeiningar um hvernig það er hægt að elska lífið meira sama hvað bjátar á.
  3. Kennslu um hvað það er gott að elska alla/samfélagið í kringum sig í staðin fyrir að upplifa fólk, aðstæður og lífið á neikvæðan hátt og leyfa því að hafa áhrif á eigin líðan.
  4. Hvatningu til að nýta keppnisandann í bæjarfélaginu og stefna að því að skapa kærleiksríkasta bæjarfélag á Íslandi
  5. Einstaka upplifun á því hversu djúp og mikil ást býr innra með okkur og hversu auðvelt er að nálgast hana.

Þú getur allt.

Við ætlum að láta Slagorðin:

#elskumeira
#byrjaðuáþér
#égelskamig
#égelskaþig
#samangetumviðallt
#íslandtilfyrirmyndar
#ástfyrirbörninokkar, flæða yfir landið.

Ef bæjarbúar ákveða að mæta inn í hvern dag með kærleika að leiðarljósi og sem besta útgáfan af sjálfum sér, vitandi það að flestir í bæjarfélaginu eru að fara að gera slíkt hið sama, þá munum við svo sannarlega sjá og upplifa markverðar breytingar í bæjarfélaginu sem geta ekki gert neitt annað en gott fyrir framtíð allra sem þar búa.

Brosin og umhyggjan sem bæjarbúar fara að sýna hvert öðru verða til marks um breytinguna sem hver og einn leggur á sig. Það geta allir elskað meira og þarf því enginn að upplifa að hann/hún geti ekki tekið þátt í verkefninu því það er í raun of auðvelt.

Jafnvel börn geta tekið þátt í því sem ætti að gera framkvæmdina skemmtilegri því þau munu hvetja foreldra til að standa sig.

Ég mun sjálf opna Youtube rás og Facebook síðu sem styður efnið og mun innihalda meiri fróðleik, hvatningu og eftirfylgni.

Ísland til fyrirmyndar er eitt af slagorðunum en ég trúi eftir að hafa fylgst með þeirri samstöðu sem við Íslendingar eigum innra með okkur þegar þurft hefur á að halda, að við getum gert land og þjóð að fyrirmyndarstað fyrir okkur og við getum skapað yndislegt líf fyrir hvert og eitt mannsbarn.

Það er einmitt hægt með þessum hætti – út frá ást, umhyggju og samstöðu.

Nánar um fyrirlestur Elskum meira

Fyrirlesturinn mun innihalda hvatningu, æfingar, kennslu, upplifun og fróðleik, um hvernig við getum gjörbreytt eigin líðan fyrst og fremst, framtíð okkar og allra í kringum okkur, samstöðu og samkennd og þannig lífsgæðunum í heilu samfélagi, með því að elska meira.

Að velja ástina í staðin fyrir að leyfa einhverju að hafa truflandi, særandi og neikvæð áhrif á sig er spennandi áskorun sem passar svo vel núna, því við vitum hversu mögnuð ástin er.

Við erum búin að uppgötva hvað er mikilvægast í lífinu og með það að leiðarljósi, að við sjálf, líðan okkar, tengsl og samskipti við fólkið okkar er það sem skiptir mestu máli þá er auðvelt að velja að vanda sig við að láta þessa allra mikilvægustu hluti hafa meira vægi, setja í þá jákvæða athygli og okkar allra fallegustu orku og nálgun – alltaf.

Allir óska þess að líða vel og það eina sem gerist ef við veljum ávallt kærleikann er að okkur fer mjög líklega að líða betur, það er ávinningurinn. Þegar okkur líður vel þá komum við vel fram, allt sem við tökumst á við verður auðveldara og við óskum þess innst inni að öllum líði svona vel. Það er í kærleiksríkri vellíðan sem við óskum þess fyrir allt mannkynið að allir fái að líða gott og notalegt líf.

Margir eiga erfitt með að viðurkenna það að þegar okkur líður illa þá verður okkur meira sama um það að einhverjum öðrum líði illa, við teljum okkur vera að sýna samkennd, segjumst finna til með viðkomandi en erum í raun í sam-vorkunn sem er orka sem viðheldur ástandinu því í vanlíðaninni vantar okkur kraft, hugrekki og réttu orkuna til að styðja og styrkja aðra.

Þess vegna er svo mikilvægt að velja alltaf að líða vel, sama hversu mikilli vanlíðan við erum í, og það eina sem kemur okkur úr vanlíðaninni, erum við sjálf. Það gerist á augnablikinu sem við veljum að ætla að líða vel þrátt fyrir ríkjandi ástand hvort sem við erum að kljást við vandamál eða sársauka, því við vitum að það er það besta í stöðunni. Að velja að vera í kærleika og finna þakklæti og blessun yfir einhverju og draga fram betri líðan yfir því góða og láta það flæða yfir alla tilveruna, líka þetta erfiða og slæma verður þýðingarmikill vendipunktur í lífi hvers og eins, það gjörbeytir öllu.

Vellíðan byggir svo mikið á því hversu mikið og oft við veljum að elska.
Það er auðvelt að elska þegar allt gengur vel og elska alla sem haga sér vel og við hugsum ekkert útí það að allt er svona gott og dásamlegt af því að við leyfum ástinni að flæða um okkur óhindrað og það er sú tilfinning sem gerir allt svo guðdómlegt, fallegt, auðvelt og notalegt.

Við teljum það vera af því að allt gengur vel en það þarf örlitla flækju inní þetta augnablik til að spilla því og þá er eins og við slökkvum á ástinni og við tekur allt annað ástand sem hefur keðjuverkandi áhrif. Ef á hinn bóginn okkur mundi takast að halda í kærleikann þó svo að það gerist eitthvað miður gott eða jafnvel hörmulegt þá komum við í veg fyrir að snjóboltinn rúlli af stað með tilheyrandi afleiðingum.

Það er sú tækni, aðferð, leið eða hvað sem við köllum það að hafa visku, getu og vilja til að velja að vera áfram í kærleikanum alveg sama hvað gerist í kringum okkur sem er allra besta fjárfesting sem þú gefur þér. Það stórkostlega við hana er að þú kannt hana nú þegar en þarft bara að byrja að rifja hana upp eða æfa hana og það verður einmitt á æfingunum sem þú áttar þig á að þú munt vilja vera í kærleikanum, þú munt finna hversu ómótstæðilegur og lífsbætandi hann er.

Þú munt skilja að það er eins og að henda peningum út um gluggann að velja að henda orkunni þinni sem er líðanin þín í að dvelja í reiði, pirringi, sársauka, vonbrigðum, vanþóknun, fordómum, sorg og öðrum neikvæðum tilfinningum. Allar þessar tilfinningar innihalda líðan sem er hræðileg og jafnvel hræðilegri en atburðurinn sem henti þér í þessa líðan fyrst til að byrja með.

Af hverju ætti þér að langa til að finna þessar vondu tilfinningar dag eftir dag þegar þér fannst hræðilega vont að lenda í atbuðrinum sem olli þeim ? Var ekki nóg að finna þær þá.

Um leið og eitthvað neikvætt á sér stað þá hættir okkur að líða vel. Það er augljóst og allir vita það, þó það séu ekki allir að gera sér grein fyrir því að stór hluti af vanlíðaninni er vegna þess að við erum ekki að upplifa ást og kærleika á gefnu augnabliki.

það sem við erum hins vegar minna meðvituð um er að í fyrstu teljum við það vera ástandinu að kenna að okkur líður illa, það er jafnvel einhver viðriðin málið sem okkur finnst hafa valdið þessari slæmu líðan.

En í raun eru það við sjálf sem veljum að skrúfa niður í ástinni og þar með breytist líðanin. Það er á þessum augnablikum sem það er svo heilandi að geta valið að elska, vera í kærleikanum, samkenndinni, hafa skilning og sleppa tökunum og halda áfram að líða vel.

Því það eru svona augnablik sem hafa langvarandi áhrif á líf okkar og draga fram fleiri minningar um erfiðleika og hræðilegar upplifanir og áður en við vitum af erum við komin í þyngri aðstæður og stöndum frammi fyrir meira af vandamálum og leiðindum. Bara af því að við skiljum ekki að okkur stendur til boða að velja sjálf hvernig okkur langar að líða næstu klukkustundirnar, vikurnar, mánuði og ár.

Perósnulega hef ég einlæga trú á að það sé hægt að gjörbreyta lífsgæðum á Íslandi með því að bjóða öllu fólkinu í landinu upp á mannbætandi og lífsbætandi aðferðir til að fylgja, sem eru einfaldar í framkvæmd, skýrar og trúverðugar.

Ef það er útskýrt nógu vel og þátttakendur fá að upplifa hversu áhrifaríkt það er og mun auðveldara en við teljum að velja að elska þá vekur upp spennu og áhuga. Með því að finna fljótt hvernig þeim fer að líða betur þá verður einfaldara að halda áfram að æfa sig í að sýna og vera í kærleika alltaf.

Það mun þessi fyrirlestur sannarlega gera, sérstaklega í ljósi þess að það er hægt að sanna að aðferðirnar sem ég mun kenna virka strax og fólk fær að upplifa það á fyrirlestrinum sjálfum.

Við höfum séð hversu mögnuð þjóðin er í að standa saman, hvetja og vera til staðar þegar við þurfum á því að halda. Við höfum sýnt einstakan stuðning við íþróttafólk, landsliðin okkar og framúrskarandi einstaklinga.

Það þarf bara að smella fingri þá kemur samheldnin og kærleikurinn svo vel í ljós.

Ég trúi að með hvatningu og ásetningi, þá sérstaklega þegar fólk finnur að áhuginn kemur líka frá yfirvöldum, að saman getum við dregið þessa sterku samstöðu fram í Íslendingum,
bæjarfélag eftir bæjarfélag.

Ég trúi að við getum fengið alla Íslendinga til liðs við okkur í að #ElskuMeira (elska meira) eða að
elska sjálfan sig meira
og þá að sjálfsögðu lífið sem slíkt,
elska náungann,
elska samfélagið sitt eins og bæjarfélagið
og byggja þannig upp sterkari samfélagsvitund og skilning bæjarbúa á því hversu mikilvægt framlag hvers og eins er.

Þannig mun líf allra batna, samstaða og sú hugmynd að allir skipta máli mun auka kærleika og gera þar með hvert bæjarfélag að betri stað til að búa í.
Hverjum langar ekki að búa í samtilltu kærleiksríku bæjarfélagi ?

Í dag er mikil vitundarvakning um áhrif jákvæðni og kærleika á einstaklinga og tilveruna í heild.
Margir þekktir einstaklingar bæði íslenskir og erlendir hafa komið fram og sagt frá sinni reynslu í að breyta hugarfari og líðan,
hafa þeir svo sannarlega vakið athygli og kveikt áhuga almennings á þessari nálgun.
Þau hafa líka sýnt að þessi leið virkar vel og eflir alla, hvernig og einn á sinn hátt.

Heimurinn þarfnast meiri nándar og samkenndar, samstöðu og jákvæðni og engin þjóð í heiminum er eins móttækileg og vel til þess fallin að standa saman eins og við Íslendingar.

Kærleikurinn og krafturinn sem í okkur býr getur svo sannarlega skapað kraftaverk.