Paranámskeiðið

Námskeiðið felst í að læra :

  • Orkunudd, sem er einfalt en djúpt og kraftmikið nudd þar sem einstaklingar geta notið þess að nudda hvort annað. 
  • Fróðleikur um Kínversku heilsufræðin.
  • Verkefni um hvernig bæta megi samskipti og læra að lesa í fólk.
  • Slökun og jákvæð sjálfefling.


Paranámskeiðið er öflugasta leiðin sem við höfum kynnst til að bæta samskipti fólks. það gefur fólki tækifæri til að hjálpast að við að bæta líðan og skilning á sjálfum sér og hvort öðru. Þess vegna er námskeiðið sett upp fyrir pör, en það hentar líka mjög vel fyrir góða vini, foreldri og barn ( 14+ ) eða systkini.

Skilyrði fyrir þátttöku er að tvær manneskjur komi saman, til að hver og einn hafi tækifæri til að halda áfram að æfa þá tækni og nota upplýsngarnar sem kenndar eru með nákomnum vini eða ættingja. 

Orkunuddið sjálft, er blanda af austurlenskum, Kínverskum og vestrænum lækningarmeðferðum og heilsu-fræðum. Eins og flest annað nudd snýst Það um að losa spennu í vefjum og vöðvum og auka vellíðan. Orkunudd er þó sérstaklega miðað að orkubrautum likamans og er því líka aðferð til að auka starfssemi og virkni lífæranna. Aðferðin er mun kröftugri en finnst í hefðbundnu nuddi og nær því dýpra inní vöðvana og losar á árangursríkan hátt allar stíflur, spennur og óþægindi. Fólk finnur gífurlegan mun eftir fyrstu meðferð.


Með Orkunuddinu, sem fellst í því að gengið er ofaná, utaná og innaná lærleggjum einstaklingsins sem verið er að meðhöndla, verður mikil breyting á heildarflæði líkamans. Einstaklingurinn öðlast meiri orku og kraft, verður mýkri og sterkari, fær aukna virkni í öll líffærin og losnar við verki. Á sama tíma eflast persónueinkenni og einstaklingurinn á auðveldara með að vera hann sjálfur.

Mikil áhersla er lögð á að ganga á fótleggjum eða lærum, en einnig er farið í herða og baknudd sem er aðeins léttara. Ástæðan fyrir því að gengið er á lærunum er sú að lærvöðvarnir eru stórir og sterkir og þola álagið. Flestar orkubrautir líffæranna ganaga í niður í lærivöðvana og þannig er hægt að ná til flestra líffæranna á djúpan og öflugan hátt í gegnum lærin. Um leið eru þessir stóru vöðvar í lærunum mýktir og gerðir sveigjanlegri og sterkari.

Með Orkunuddinu gefst tækifæri til að skoða og greina saman persónuleika hvors annars. Sú vinna verður til þess að sambandið dýpkar, aukinn skilningur á hegðun og einkennum hvors annars, verður til þess að pör geta hjálpað hvort öðru að draga upp á yfirborðið þau jákvæðu einkenni sem þau búa yfir og þar með hjálpað einstaklingnum að njóta sín. Á sama tíma sjá þau líka hvernig hegðunin getur breyst og í hvaða farveg hún fer ef einstaklingurinn hefur bælt sitt innsta eðli, þá hafa pörin tækifæri til að hvetja hvort annað í að njóta sín til fulls. Sleppa takinu á fordómum og losa sig við alla bælingu og höft.

Foreldrara sem óska þess að vera í betri samskiptum og hafa nánari skilning á unglingnum fá hér nýstárlega leið sem dýpkar sambandið svo um munar. Orkunuddið er bæði skemmtilegt og áhrifaríkt. Í staðin fyrir að vera föst í hegðunarmunstri sem veitir ekki gleði og ánægju er hægt að breyta því með þessu námi sem tekur einn dag. Einstaklingarnir fara að aðstoða hvorn annan við að losa líkamann við þetta hegðunarmynstur sem hefur tekið sér bólfestu í vefjunum og finna út persónuleikana sem gefur þeim nýja vídd og skemmtilega sín á hvernig þau geta dregið fram það besta í hvort öðru og notið þess að vera saman. Rétt eins og pörin, vinirnir eða hverjir þeir tveir sem taka saman þátt í námskeiðinu.