Þú ert leikstjórinn í þínu lífi

Öflugt námskeið sem kennir þér leið til að lifa því lífi sem þú óskar þér.

Námskeiðið er fjölbreytt og skemmtilegt, fyrirlestrar, fróðleikur,  verkefni um það hvernig þú getur virkjað leikstjórann þinn í þitt líf,  umræður, flæðiæfingar, Happy Yoga-æfingarnar, öndunaræfingar og fjölbreyttar slökunaræfingar.

Horft á viðtal við leikstjóra myndarinnar Peaceful Warrior og Dan Millman höfund bókarinnar "Way of the Peacful Warrior" sem er byggð á lífi Dan.
verkefni, umræða og framsetning.

Þú lærir að leikstýra þér og þínu lífi til að öðlast þá útkomu sem þú óskar þér.
Byggt á aðferðafræði leikstjóra sem taka alla þætti sem viðkoma lífinu / myndinni og setja öll smáatriðin í samhengi til að skapa heild eða rétta útkomu.
Með því að virkja líkamann í Happy yoga og flæðiæfingum, gera öndunaræfingar og fjölbreyttar slökunaræfingar meðtekur þú á virkari hátt það sem þú lærir.
Fyrirlestrar byggðir á bókum og þeim námskeiðum sem við styðjumst við er samansafn af fróðleik sem þú lærir að nýta þér til að hanna þann lífstíl sem þú óskar þér.
þú æfir þig í að nota nýju tæknina strax þegar þú vinnur verkefnin og tekur þátt í umræðu og framsetningu. við bjóðum eftirfylgni og dygga aðstoð í eitt ár til að viðhalda þeirri útkomu sem þú þóskar þér, auk þess sem þú ferð heim með verkefnabók fyrir næstu 11 mánuði.

Á námskeiðinu lærir þú :
• að styrkja líkama þinn
• kviðæfingar og Happy Yoga-teygjur
• að hlusta með innra eyranu, átta þig á hugarfari þínu.
• að sjá góðu eiginleikana sem þú býrð yfir
• að nota hrós og hvatningu á uppbyggilegan hátt
• djúp-öndun og öðlast öflugra flæði
• að efla sjálfsvitund og ímynd
• slökun, finna jafnvægi og vera í kyrrð
• að vera til staðar, öðlast öflugri einbeitingu
• að skipuleggja lífstíl þinn
• að átta þig á og vita hvað þú vilt
• að setja þér markmið
• að ná árangri, láta drauma þína rætast
• að taka ábyrgð á því sem þú laðar til þín
• hvernig þú getur notið þín og lífsins.

Aðeins 14 manns á hverju námskeiði, persónuleg ráðgjöf og einstaklingsmiðuð kennsla í 16 klukkustundir og eftirfylgni í 12 mánuði.
Verð kr. 32.900,-