Ég veit að allir geta lifað draumalífinu sínu.

Ég var ekki orðin 35 ára,  en leið eins og ég væri helmingi eldri, brjósklos í mjóbaki gerði mér erfitt fyrir, ofnæmi fyrir fjölmörgum fæðutegundum, meltingartruflanir og almenn streita sem að sjálfsögðu var upphafið af þessu öllu gerðu það að verkum að ég var farin að hlakka til að komast á eftirlaun.

Ég hafði kynnst Yoga og heillaðist af því að geta stundað hreyfingu þrátt fyrir allt.
Auðvitað prófaði ég margar tegundir af Yoga en fannst tímarnir hennar Önnu Björnsdóttur lang bestir og lét mig hafa það að keyra úr Hafnarfirði útá Seltjarnarnes til að komst í "Yogað mitt" hjá Önnu. Því mér leið eins og Anna hefði sérhannað alla tíma fyrir mig. Síðan þá veit ég hvað fólk er að leita eftir í Yoga.

Það er tæplega hægt að stunda Yoga án þess að fá áhuga á andlegum málefnum, persónulegum þroska, hugleiðslu og öllu sem við kemur sálartetrinu og andlegri líðan, svo ekki leið á löngu þar  til ég sökkti mér í bækur, námskeið og annan fróðleik sem gæti stuðlað að betri líðan og jafnvægi, enda veitti mér ekki af.

Sem leiðbeinandi á Dale Carnegie lærði ég að skilja að það er ýmislegt sem hægt er að breyta í eigin fari og margt af því sem ég taldi vera hluta af mínum karakter voru ekkert annað en margendurtekin og þjálfuð hegðun. Ég vann með Konráði Adholps í nokkur ár og hjá honum lærði ég að "æfingin skapar meistarann" og ákvað að verða meistari í að breyta sjálfri mér.

"Þegar nemandinn er tilbúinn birtist kennarinn" og það eru sko orð að sönnu því eftir að hafa velt því fyrir mér um tíma hvað ég gæti lært til að vinna með fólk, rakst ég á viðtal við Guðna Gunnarsson Rope Yoga hönnuð og lífskúnstner með meiru.

Það hefði verið ógerlegt fyrir mig að leggja í þetta stórkostelga ferðalag sem Guðni hreif mig í ef ég hefði ekki haft Ráðgjafa eins og hann. Ég fór að taka stærri og viðameiri skref í andlegum þroska og fékk hvatningu og ráð um það hvernig ég gæti látið minn hinsta draum verða að veruleika.

Ég tók kennaranámið í Rope Yoga í janúar 2004, þar sem ég kynntist Elínu Sigurðardóttir og kenndi með henni í tæpt ár. Hún hefur gríðarlegt keppnisskap enda fyrrum Olympiufari og ég lærði og skildi betur þennan íþrótta og líkamsræktar heim sem ég hef aldrei tekið þátt í sjálf. Ég skildi að ég væri meira andleg og ákvað að opna mína Rope Yoga stöð, Ósk.is, að Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði.

En það var ekki nóg fyrir mig að kenna Rope Yoga, mig langaði að skilja fólk betur og geta hjálpað öllum að breyta og laga hugarfar og hegðun til að öðlast almennt heilbrigði.

Þannig að næst lá leiðin í Höfuðbeina og spjaldhryggsnám, Reiki, Lífsþjálfaranám, nám í Viðnámsteygjum, Orkunuddi, Orkuheilun,  Hugleiðslutækni, Kúndalíni, Ho´oponopono og ýmis styttri námskeið. Ég held alltaf að ég sé að fara í síðasta námið en svo verður þorstinn og forvitnin alltaf meiri og meiri.

Í öll þau ár sem ég hef kennt Rope Yoga, Happy Yoga, ýmis námskeið til sjálfsþroska, Detox-námskeið í Hvalfirði og unnið sem þerapisti og ráðgjafi hef ég lært og séð að allir geta lifað draumalífinu sínu, sama hvaða bakgrunn, uppeldi eða vandamál, sjúkdómar eða áföll kunna að hafa komið upp á lífsleiðinni.
Það er mín dýpsta þrá að kenna og hjálpa fólki að læra að elska sig og geta þar með elskað aðra og verið í kærleika. Að  finna tilganginn og það knýjandi afl sem hver og einn býr yfir, ástríðu og  leið til að blómstra og njóta samskipta við sjálfa sig og aðra og umfram allt eiga hamingjuríkt líf. Því segi ég við þig :
Vertu velkomin í líf sem er töfrum líkast.

Hlakka til að fara í þetta ferðalag með þér "Lærðu að ELSKA þig"