Þerapían "Lærðu að elska þig"  er einstaklingsmiðuð þjálfun, fróðleikur og verkefni þar sem ég kenni aðferðir sem stuðla að jákvæðara sjálfsmati, auknu sjálfsöryggi, ánægjulegri lífssýn og meiri lífsgæðum.

Framkoma þín og hegðun gagnvart þér og þeim sem þú umgengst verður kærleiksríkari og auðveldari. Þú lærir að standa með sjálfri/sjálfum þér á þann hátt að þér finnst eðlilegt að hafa þig í fyrsta sæti og velja aðeins það sem þér er fyrir bestu og þú elskar að hafa í þínu lífi. Óttinn við að særa aðra hverfur og framkoma þín verður fágaðri og einlægari en nokkru sinni fyrr. Meðvirkni og sjálfssvik hverfa og þú finnur hvernig þú nýtur lífsins betur og viðurkennir sjálfa/n þig eins og þú ert.

Þegar þú ferð að standa með sjálfri/sjálfum þér sérðu að það hefur jákvæð áhrif á alla í kringum þig. Allir sem þú umgengst fara að bera meiri virðingu fyrir þér og eiga auðveldara með að umgangast þig þar sem þú verður sannari og heiðarlegri og fólk veit betur hvar það hefur þig.

Þeir sem svíkja sjálfa/n sig svíkja allan heiminn.

Sjálfsöryggið þitt eflist og þér finnst þú fullkomin eins og þú ert akkúrat núna.
Þú hættir að dæma sjálfa þig og aðra, rífa þig niður og gera lítið úr þér.
Þau samtöl sem þú æfir þig í að eiga við sjálfa/n þig verða uppbyggilegri og hvetjandi og auka þar með sjálfsánægju og hamingju þína.

Þú lærir öfluga leið til að losa þig við fordóma og þá tilfinningu að aðrir séu að dæma þig. Um leið skilur þú líka hvað það skiptir litlu máli hvað öðrum finnst um þig og gerir þér grein fyrir því að fólk er aldrei að tala um þig þegar það talar við þig ! Stórmerkileg uppgötvun sem gerir líf þitt í heild svo miklu einfaldara. Auk þess sem þú uppgötvar að þú og þín skoðun er það eina sem skiptir máli.

Í meðferðinni lærir þú að meta sjálfa/n þig meira og alla  þá eiginleika sem þú hefur og hættir að hafa þörf fyrir að vera öðruvísi á einhvern hátt. Loksins gerir þú þér grein fyrir því hversu dásamleg mannvera þú ert og hvers þú ert megnug/ur í lífinu.

Þú æfir þig í að uppgötva og nýta alla þá stórkostlegu eiginleika sem þú býrð yfir og kemur til með að eiga auðveldara með að átta þig á því hvað hrífur þig og gerir lífið dásamlegt.

Þú færð nýja lífssýn sem auðveldar þér að takast á við þau mál og aðstæður sem koma upp í þínu lífi og lætur þér ekki bregða þó eitthvað fari á annan veg en þú bjóst við. Þú verður fær um að treysta því að lífið er alltaf eins og það á að vera og finnur hvernig innsæjið þitt eykst og hjálpar þér að velja rétt hverju sinni.

Hér eru nokkrar spurningar sem hjálpa þér að skilja hvort þú ert sátt/ur við lífið.


Hvað er það sem þú elskar að gera og kemur þér í gott skap ?
Er það eitthvað sem þú ert að gera reglulega ?
Hverjar eru ástríður þínar ?
Ertu oft þreytt/ur og orkulaus ?
Hvað hrífur þig og lætur þig gleyma stund og stað ?
Líður þér vel með öllum sem þú umgengst ?
Ertu oft kvíðin eða  áhyggjufull/ur þó ekkert sérstakt sé að ?
Ertu með verki eða óþægindi ?
Hættir þú við að gera eitthvað af því þér finnst þú ekki :
...líta nógu vel út ?
...passar ekki í hópinn ?
...ert ekki nógu góð/ur til að taka þátt ?
...finnst allir hinir betri, flottari eða klárari ?
Ertu full/ur tilhlökkunar fyrir morgundeginum ?

Eftir að hafa svarað þessum spurningum ættir þú að skilja hvort það er eitthvað sem
þú mundir vilja að breytist eða lagist í þínu lífi.
Að elska sjálfa/n þig eins og þú ert og elska alla sem þú átt að, elska þennan dag í dag og elska öll tækifærin sem þú færð í lífinu er stórfenglegasta tilfinning sem þú getur komist í og er bara hér handa þér.

Hvernig fer þerapían fram

Til að bóka tíma, sendu mér póst á osk@osk.is
Þetta er persónuleg einka-ráðgjöf sem fer fram á Skype eða Messenger video-spjallinu.

60 mín tími kostar kr. 17.000,-

90 mín tími og kostar kr. 20.000,-


Þerapían er 12 skipti og tekur  9 - 11 mánuði.
Hver tími í þerapíunni er 90 mínútur.

Með því að bóka og greiða 12 tima saman
verð kr. 216.000,- í staðin fyrir 240.000,-
hver tími á kr. 18.000,- eingöngu ef þerapían er borguð í einu, tvennu eða þrennu lagi.
Hægt að borga í þrennu lagi kr. 72.000,- á mánuði
fyrstu þrjá mánuðina.


Hvernig fer þerapían fram :

Þú kemur á 3-4 vikna fresti og færð nýja aðferð í hverjum tíma til að vinna og æfa, fróðleik og hugmyndir sem hjálpar þér að líða vel, njóta lífsins og vera hamingjusöm / hamingusamur.
Að auki finnum við  lausn á þeim málum og aðstæðum sem þú ert að takast á við hverju sinni.
Eftir að þerapíunni lýkur færð þú plan um það hvernig þú heldur áfram að gera líf þitt stórkostlegt næstu 12 mánuðina.
Einnig mun ég gefa þér hugmyndir að lesefni, myndum og öðrum fróðleik sem getur hjálpað þér að ganga ennþá lengra á vegi farsældar og hamingju.


Velkomin í þitt líf. Lengsta og merkilegasta ferðalag sem þú ferð í á þessari æfi.

Núna getur þú lært að elska þig á netinu, netnámskeiðið er byggt á þerapíunni "Lærðu að elska þig" fróðleikurinn, æfingarnar og verkefnin eru þau sömu en Þerapían mun alltaf vera persónulegri útskýringar og nálgun. Ef þú sækist eftir breytingum vilt meira sjálfstraust og hugrekki ef þig langar að læra að hlusta á hjartað og fara eftir innsæinu þínu finna að lífið þitt getur verið auðvelt, einfalt og stórkostlegt gefðu þér þessa gjöf að Læra að elska þig og lífið þitt.
 
Hvernig fer Netnámskeiðið fram :

-Þú færð öll gögnin send til þín á netfangið þitt
-Netnámskeiðið er 23 vikur
-Fróðleikur, verkefni og æfingar
-þér stendur til boða að vera þátttakandi í lokaðri grúbbu á Facebook og sjá þar myndbönd með hvatningu og nánari útksýringum, auk þess sem þú getur sett inn spurningar og vangaveltur.

Verð kr. 97.000,-

Umsagnir:

Þerapían

Lærðu að elska þig.

"Æi hvaða rugl er nú þetta,læra að elska sig, þurfum við ekki öll að læra að elska náungann frekar og slaka á sjálfselskunni, hvernig hljóðaði annars eitt af boðorðunum tíu “ elska skaltu náungann eins og sjálfan þig “

Þarna var ég svona circa árið 2015 þegar ég fyrst heyrði af Ósk .
Var að djöflast áfram í lífinu, mölbrotinn búinn að upplifa svik, lygar,  niðurlægingu og höfnun - allt dökkar tilfinningar með þeim læðist gjarnan inn skömm - skömmin er lævís, mikill skaðvaldur, fái hún að dvelja óáreitt með okkur, mitt í þessu óveðri voru líka fallegar tilifinningar eins og söknuður og sorg - sorg og söknuður eru ekki einfaldar viðureignar, en þær eru bjartar og fallegar á sinn hátt, það verður mikill “hávaði” þegar þær banka allar uppá, samtímis, allar vilja segja sína sögu.
Ekki nokkur leið að heyra þegar þær tala í kapp við hvor aðra, vanlíðan verður yfirþyrmandi, lífið fer á hvolf, og þetta verður allt saman - too much, ég safnaði þeim saman í eitt herbergi og lokaði hurðinni - fokk !
Hvað á ég að gera, þetta lið hlýtur að fara á endanum - opnaði hurðina annað slagið, þær komu þá bara æðandi að mér, allar í einu, ekki ósvipað og aðdáendur æða að uppáhalds rokkstjörnunni sinni , ég kófsveitt rétt náði að loka hurðinni áður en þær kæmust allar út aftur.
Þá rann upp fyrir mér að þær væru ekkert að fara, ég yrði að gera eitthvað, það væri enginn að koma mér til bjarga, Ég var - on my own - heyrði bankið og hávaðan innan úr “herberginu” sérstaklega þegar hljótt var, næturnar erfiðastar, það var æðislegt var að fara í göngutúr um bæinn á næturnar, í öllu má eitthvað fallegt finna.

Well það var ekkert annað að gera en að taka þær fyrir í viðtal eina í einu - hér kom skipulagshæfni mín sér einkar vel.
Byrjaði á þeim sem ég skildi betur og voru einfaldari ekki einfaldar en einfaldari eins og sorg og söknuður, skilgreindi þær og skildi vel hversvegna þær voru þarna- allt frekar normal - skiljanlegt, enginn skömm að því að sakna og vera sorgmæddur, aftur ekki einfalt, bara enginn myrkur eða dökkir litir - þær eru einlægar,fallegar, næmar og lovable einfalt að láta sér þykja vænt um þær.
Pínu snúið að eiga við þær þegar þær eru mjög samofnar hinum, svo mér þótti nauðsynlegt að skilja þær frá, ég hafði nú nóg að gera á næturnar og já ég tók þessu mjög alvarlega, settist við borðstofuborðið með blað og penna, klæddi tilfinninguna sem í það skiptið var í viðtali í sinn lit, setti fallegan borða um hálsinn á henni - og byrjaði : Sæl, hvað heitir þú og hversvegna ert þú hér ?

Til að gera langa sögu stutta þá gerði ég þetta í nokkurna tíma ásamt því að halda áfram að deyfa mig, með alskonar sem allt hefur löngu verið normalirserað og ég vissi því ekki að það væri deyfing.
Lífið er svo undursamlegt, gaf mér alltaf góðar pásur frá hávaðanum, í þeim pásum var lífið geggjað skemmtilegt, mikið af góðum og skemmtilegum ævintýrum, gaman gaman, og ég sannfærð um að hafa loks náð að þagga niður öll leiðindi, loks var þetta allt að baki eða hvað og hvað svo .
Fyrir um ári síðan í mai 2019 hafði ég samband við Ósk .

“ Hæ, hérna mig langar, eða langar svo sem ekkert, verð bara að gera eitthvað, virðist vera lögð af stað í ferðalag og kemst ekki tilbaka, hér er bara einstefna - er stödd í einstefnuloka - tók snúru úr sambandi og finn engan stað að stinga í samband, klóin passar ekki lengur á gamla staðinn o.s.frv. Áttu pláss í þerapíunni þinni fyrir mig” ?

Ósk átti pláss og við tók þerapían “ lærðu að elska þig” dagleg verkefni í eitt ár , ekki allt einfalt en óboy - óboy hvað þetta var og er lærdómsríkt,áhugavert, skemmtilegt og margt margt fleirra, það er ekki hægt að horfa á lífið sömu augum fyrir og eftir ,erfitt að útskýra upplifun á svona langri leið, pínu dapurlegt en þó skiljanlegt að flestir sem leggja af stað í sjálfskoðun af þessu tagi gera það lang oftast eftir áföll - eitthvað gerist í lífinu og þú ferð að spyrja spurninga
- til hvers er þetta líf - hver er ég - er einhver tilgangur með þessu .
Þegar lífið er bara fínn draumur þá sérðu enga ástæðu til að vakna - þegar þú sérð ekki rimlanna þá veistu ekki að þú ert fangi o.s.frv.

Oftast er okkur kastað á braut sjálfskoðunar , það er alveg töff að horfa á líf sitt og átta sig á að stóru svikin voru þú sjálf að svíkja þig ,að fyrirgefa sjálfum sér er mun erfiðara en að fyrirgefa öðrum, að gangast við ábyrgð sinni á eigin lífi, er bara erfitt ,þú mætir líka sterkri andstöðu, hausinn er langt í frá tilbúinn í þessa ferð, hann vill normalersera alla vitleysuna,stundum kenna öðrum um og við gerum það aftur og aftur, samfélagið styrkir okkur í því - færum bara gildin okkar aðeins neðar og þegar þetta gerist hægt tökum við ekki eftir því, það sem okkur þótti rangt framkallaði jafnvel ógleði í gær er eitthvað sem við meðtökum í dag, við venjumst, afneitum eða bara ræðum það ekki, hægt og alveg án þessa að við tökum eftir því, hliðrum við til innra með okkur og nærum skömmina .

Robin Willams orðaði þetta vel , reyndar í sambandi við fíkn en fíkn er víða og margbrotin
“An alcoholic is someone who can violate his standards faster than he can lower them.”

Svo endalaust margt sem byrjar að fara úrskeiðiðs þegar við elskum okkur ekki, hættum að hlusta á okkar rödd, þessa sem við höfum grafið djúpt niður þessa sem aldrei þagnar þó svo að við mokum yfir hana og malbikum, komumst jafnvel í gegnum allt lífið án þess að hlusta nokkurtímann .

Þerapían lærðu að elska þig var allt öðruvís en ég hélt, og þó svo að ár sé liðið þá er þerapíunni langt í frá lokið, henni líkur sennilega aldrei, ég er enn stödd í einstefnugötu munurinn er bara sá að mig langar ekkert til baka, á þessari leið hef ég alveg hugsað “ Damit þetta er erfitt, lífið var svo miklu betra þegar ég hélt að ég væri hamingjusöm , svona regular unhappy “

Ekki veit ég hvert þetta leiðir mig og hvað gerist næst, er bara mikið glöð að hafa byrjað - oftast les maður einhverja ritun af þessu tagi frá fólki sem er búið með lærdóminn, búið að finna útúr hlutunum svona að mestu - komið í höfn - þannig er það ekki hér á þessum bæ, en það sem ég er þakklát fyrir ferðalagið, að hafa Ósk á kantinum í heilt ár hefur verið ómetanlegt, það sem hún hefur skapað með þerapíunni sinni er líka ómetanlegt - hún hefur hjálpað svo ótal mörgum og ég er þar á meðal .
Þú nefnilega ferð ekki í gegnum skoðun á lífi þínu af einhverri alvöru alein/n - ekki séns .

Ég taldi upp niðurlægingu - höfnun - svik, lygar og skömm, að færa þetta uppá borðið og horfast í augu við að þessir gaurar væru partur af mér, að ég sat hjá og gerði ekkert á meðan manneskja sem stóð mér næst fékk trekk í trekk að sýna mér vanvirðingu og svíkja mig var súr og vondur biti að kyngja, að skrifa þessar línur er partur af því að horfast í augu við þessa gaura, öðruvísi hætta þeir ekki að bögga mig, að segja frá því að ég hafi verið í Þerapíunni er líka partur af því að eyða skömm ,eins galið og það hljómar ( það eitt og sér er efni í aðra ritun ) skömm yfir því að vera bara alsekki með allt á hreinu - skömm yfir því að hafa ekki borið meiri virðingu fyrir sjálfri mér en svo að leyfa illa framkomu.

Brené Brown útskýrir skömmina vel .

"If you put shame in a Petri dish, it needs three things to grow exponentially: secrecy, silence and judgment. If you put the same amount of shame in a Petri dish and douse it with empathy, it can’t survive," says Dr. Brené Brown. Watch to learn what happens when people confront their shame head-on, and why empathy is the most powerful antidote there is.

Boðorðið “elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Er svo bara ekki eitt af boðorðunum tíu,er ekki betur að mér í þeim efnum en svo , ákvað að gúggla og þessi setning er hvergi skráð í boðorðunum tíu, er þó partur af tvöfalda kærleiksboðorðinu .

Að læra um og skoða hvort maður elski og virði sjálfan sig, að opna fyrir möguleikan á því að kannski sé eitthvað meira spunnið í þetta allt en að vera stanslaust að elta á sér skottið , hvað ef allt sem þú þarft er bara innra með þér, það eru jú nógu margir sem segja að svo sé, en fyrst þarf að taka til, opna allar hurðar, horfast í augu við draslið, henda og flokka og þá verður jafnvel til pláss fyrir eitthvað nýtt.

Elsku besta Ósk takk fyrir mig og takk fyrir þig.
Ólöf

Mér finnst ég alltaf vera að heyra um fleiri og fleiri sem þurfa að hætta að vinna og breyta lífsstílnum sínum vegna kulnunar. En ég átti ekki von á að einn daginn mundi ég tilheyra þessum hóp, einhvern veginn fannst mér eins og þetta gæti ekki gerst fyrir mig.
Í dag geri ég mér grein fyrir því að þetta ferli tekur mörg ár að verða að þessu hræðilega ástandi sem lamar mann og gerir manni nánast ókleift að klæða sig og næra hvað þá meira. Þess vegna finnst mér vanta meira af upplýsingum um hvernig þetta birtist, hver eru fyrstu einkennin, svo fólk geti byrjað að gera breytingar áður en það er komið á þetta loka stig sem er að vera örmagna og taugakerfið og líkaminn í heild hefur hvorki orku né getu til að fara í gegnum hefðbundin dag.
Ég var svo heppin að vera bent á konu á Balí sem væri búin að hjálpa fullt af konum að ná heilsu aftur eftir kulnun og ég hef bókstaflega fengið nýtt líf.

Mín fyrstu einkenni voru neikvæðni, vanlíðan, pirringur útí allt og alla varð jafnvel reið við minnstu tilefni. Mér fannst allt vera einhvern veginn erfitt eða vitlaust eða rangt og fordómarnir mínir jukust töluvert en það gerðist svo hægt að ég tók ekkert eftir því fyrr en eftir á þegar ég fór að æfa að sjá sjálfa mig sem frábæra manneskju sem var fyrsta verkefnið í þerapíunni Lærðu að elska þig.

Svo í framhaldi á því fór mér að finnast ansi margt leiðinlegt og allir í kringum mig fóru í taugarnar á mér það var eins og þráðurinn styttist um þúsund metra. Hugsanirnar voru eitraðar af neikvæðni og ég gat velt mér uppúr einhverju ömurlegu atriði endalaust.
Í fyrstu trúði ég að þetta væri sannleikurinn og kvartaði bara yfir öllu ýmist upphátt eða í huganum.

Ég gat ekki vinnuna lengur, nennti ekki að hugsa um heimilið og hafði ekki áhuga á að hitta vinkonur mínar sem ég hafði alltaf elskað.
Þrátt fyrir öll þessi einkenni þá skildi ég ekki hvað væri í gangi.
Þreytan kom síðast alla vegana í mínu tilfelli og þá kenndi ég öllu mögulegu um.

Á þessu rúmlega ári sem ég er búin að vera í þerapíunni Lærðu að elska þig þá er ég búin að breyta hugarfarinu, í framhaldi breyttist líðanin og svo er lífið sjálft að breytast núna.
Ég setti sjálfa mig í fyrsta sætið sem var oft á köflum soltið skrítið en fékk ferlega góða hjálp við að skoða hvað væri raunverulega að hrjá mig og komst að því að í raun er ég búin að svíkja sjálfa mig í mörg ár með því að vinna ekki við það sem ég hef alltaf þráð að gera.
Nú er ég á leiðinni í drauma starfið því ég veit að ég get það!
Ég taldi mér alltaf trú um að ég gæti það ekki bæði vegna þess að ég valdi að mennta mig í öðru og fannst einhvernveginn eins og ég ætti að starfa við það sem ég er menntuð í og auk þess væru þar góð og örugg laun.
Ég vissi ekki að það mundi hafa svona hræðilegar afleiðingar og það væri ekki endalaust hægt að plata sjálfan sig.
Í dag er ég að mörgu leiti svo fegin að ég skildi greinast með kulnun því ég hefði aldrei farið í þessa þerapíu nema næstum neidd til þess og ég hefði ekki viljað missa af því og þess vegna vil ég nota rækifærið og hvetja þig til að gefa þér þetta námskeið því lífið verður stórkostlegt.
kæreiksþakkir til þín elsku Ósk
Dagný

Sæl og blessuð 

Ég kom til þín fyrir nokkrum árum síðan og hitti þig ekki nema kannski fjórum sinnum. En ég vildi skila því til þín að á þessum fjórum skiptum tókst þér að umbylta lífi mínu aldeilis til hins betra.
Þú varst búin að tala við mig í kannski 30 mínútur og skynjaðir líklega að ég væri ekki nógu ánægð í vinnunni minni, spurðir mig hver áhugamál mín væru og eftir að ég sagði þér það sagðir þú hátt og snjallt: Þú ættir að verða leiðsögumaður! (Sem ég varla vissi hvað væri á sínum tíma) - ég hafði fengið ráðleggingu frá lækni stuttu áður um að ganga meira svo sama vor skráði ég mig i gönguleiðsögn i leiðsöguskólanum og hef aldeilis fundið mig í þessum geira.

Ég er þér ævinlega þakklát fyrir þessa ráðleggingu og vildi láta þig vita af því að þar komst þú einhverju virkilega góðu af stað

Ég hefði aldrei farið út i þetta nema hefði verið fyrir þig. Takk kærlega fyrir.
Eyrún

Ég var löngu hætt að taka eftir því að ég var alltaf með áhyggjur það var orðið venjulegt ástand og ég bara hélt að manni ætti að líða svona. Maðurinn minn hefur marg oft sagt mér að ég hafi ekki alltaf verið svona neikvæð, pirruð, þreytt, óörugg, stefnulaus áhugalaus og sár en ég hlustaði ekkert á hann.
Systir mín benti mér á Lærðu að elska þig en ég trúði ekki að það gæti hjálpað mér. Ég var einhvern veginn búin að missa trúnna á allt.
Svo sá ég myndband með Ósk og það var eitthvað þar sem kveikti á smá von.
Þessi von hefur breytt öllu hjá mér því ég lét vaða og hluti af mér átti meira að segja erfitt með að viðurkenna það ég var alveg viss um að þetta væri bara tímaspursmál hvenar allt mundi hrynja því þetta var eiginlega of gott til að geta verið satt.
Ég reyndi meira að segja að fela það fyrir þeim hvað mér leið vel á námskeiðinu en það tókst ekki.
Líðan er svo auðsjáanleg og ég er að gera hluti sem ég hef ekki treyst mér í að gera í mörg ár.
Þetta er það allra besta sem ég hef gert og það er tiltölulega góð tilfinning að mega gera eitthvað fyrir sig því það er einmitt það sem ég held að ég hafi bókstaflega hætt að gera fyrir mörgum árum.
Ósk mín hvernig get ég þakkað þér ?
Kristrún

Netnámskeiðið

hæ Ósk.
Takk fyrir að vera þú og búa til þetta er æðislegt námskeið "Lærðu að elska þig"
Ég elska að fá videoin frá þér og hlusta á þau oft og finnst ég alltaf skilja eitthvað nýtt. Það er líka eins og þú lesir hugsanir alltaf þegar ég er búin að vera að velta einhverju fyrir mér þá er svarið í næstu sendingu frá þér.
Líf mitt hefur einkennst af áhyggjum yfir öllu, ég held alltaf að allt sé svo mikið vesen eða erfitt og ríf allt niður sem ég geri á no time.
þetta er algjörlega horfið og ég er sífellt að koma mér á óvart með því að drífa hlutina í gegn og framkvæma og steinhætt að kalla mig fresta.is.
Ég er að láta gamla drauma rætast þar sem ég er svo bjartsýn jákvæð og full af orku.
Takk fyrir mig ég kem örugglega aftur
Sonja

Eftir að ég byrjaði á Netnámskeiðinu Lærðu að elska þig  hef ég lært svo margt um sjálfa mig, ég var búin að leita að hamingjunni út um allt í alskonar óþarfa bruðli og því miður líka lífsstíl og hegðun sem létu mér líða ömurlega.
Eftir að hafa rifið mig niður í mörg ár fyrir hegðun og allt sem viðkemur sjálfri mér þá er svo mikill léttir að þykja vænt um sig og geta sleppt tökunum á þessum atburðum sem eru búnir að draga úr mér sjálfstraustið og valda mér ógeðslegri tilfinningu í alltof langan tíma.
Ég er loksins búin að skilja að ég þarf ekki að dragnast með fortíðina og láta hana markera mig lengur það er nóg að ég vanda mig núna og ég finn einmitt svo mikla ástríðu fyrir ótal hlutum sem mér þóttu hallærislegir fyrir stuttu síðan. Ég var einfaldlega búin að skapa einhverja óraunverulega manneskju sem ég taldi mér trú um að væri ég en hún var meira til að ganga í augun á öðrum og fá aðdáun sem ég fékk aldrei.
Ég dáist að mér sjálfri í dag og vinn að því á hverjum degi að vera betri sterkari hamingjusamari og glaðari og ég lærði hvernig á að gera það á þessu flotta námskeiði sem hefur breytt mér til hins betra.
Ósk ég elska þig til Balí og aftur til baka
þín Guðný

Elsku Ósk
Ég má sko til með að segja þér að þú ert svo sannarlega púslið sem mig vantaði í líf mitt, ég veit ekki hvort þú manst að ég skrifaði þér til að fá upplýsingar um Lærðu að elska þig og sagði þér frá öllu sem ég hef gert til að ná tökum á mínum vandamálum og ég er sko búin að gera fullt.
Ég hef aldrei fundið svona mikla breytingu á sjálfri mér eins og á þessu námskeiði.
Á meðan ég var á Netnámskeiðinu Lærðu að elska þig fann ég mjög fljótt mikla breytingu á því hvernig mér líður yfir daginn en ég hef átt það til að detta í depurð. Í fyrstu hélt ég að ég væri bara að upplifa góða daga en ég er ekki enn farin að finna fyrir neinni niðursveiflu og það eru komnir 5 mánuðir síðan ég kláraði. Ég verð að viðurkenna að mér finnst svo ótrúlegt hvað þetta námskeið breytir manni mikið. Ég hef aldrei þorað að gera plön fram í tímann af því ég hræðist að geta svo ekki framkvæmt þau, ég fékk útskýringar á því af hverju mér líður svona og þá var svo auðvelt að venja sig af því og svo held ég að verkefnin sem eru á námskeiðinu hafi vanið mig af svo mörgu án þess að ég fattaði það fyrr en núna þegar ég lít til baka og er frekar mikið hissa á öllum breytingunum.
Ég held að ekkert af því sem ég hef gert hingað til hafi hjálpað mér eins mikið með óöryggið sem var alveg að drepa mig því ég hafði ekkert sjálfstraust en það er sko allt annað núna og svo gaman að heyra að vinir mínir taka eftir því.
Hugarfarið mitt er svo flott núna ég vakna á morgnana og er brosandi og hlakka til að gera það sem liggur fyrir og ég er meira að segja að skoða íbúðir til að kaupa sem er frekar klikkað sko!
Það eru nokkrar af mínum vinkonum að koma á næsta námskeið hjá þér og ég held að það segja meira en kannski þessi orð hér.
Mig langar mest að koma til Balí og faðma þig
takk kærlega fyrir mig.
Hildur

Sæl og blessuð elsku Ósk!

Svo skemmtilegt um daginn þegar þú sagðist vera búin að hugsa
til mín síðustu daga, það var ég líka einmitt búin að gera,
hugsa oft til þín því það er bara partur af lífi mínu að
sinna því sem þú kenndir mér. Ég nánast öfunda sjálfa mig af
lífi mínu finnst það svo æðislegt og það sem meira er ég hef
svo mikið að gefa öðrum og ég finn að það skiptir mig svo
miklu máli. Þegar sonur minn sagði í vikunni (eftir að ég
sagði honum að ég væri búin að panta salsaferð til Kúbu), að
hann væri alltaf að segja öllum hvað hann ætti geggjaða mömmu
fannst mér ég hafa náð toppnum á Everest.
Langaði að skrifa eitthvað um þetta allt saman, ekkert í smáatriðum heldur það
helsta og skrifaði það til þín því þú mátt alveg vita hvað
þú ert stórkostleg manneskja og það sem þú kennir stórkostlegt
stöff.

Knús og kossar í Jalan Bisma til þín elsku Ósk
Þorgerður

Ég var að ganga í gegnum erfiðan tíma og var frekar týnd þegar ég ákvað að skrá mig á netnámskeiðið "lærðu að elska sjálfa þig" hjá Ósk. Ég hafði engar sérstakar væntingar og vissi lítið hvað ég var að fara útí og var bara að leita að einhverju til að hjálpa mér. Það höfðaði strax til mín það sem Ósk hafði að segja og hún kom með svo góða nálgun og útskýringar á hlutum sem ég var búin að burðast með frá unga aldri. Verkefnin sem unnin eru á námskeiðinu eru kraftaverki líkast og koma manni á svo miklu betri stað á ótrúlega stuttum tíma. Hugarfarsbreytingin sem á sér stað er mögnuð og í dag líður mér betur en nokkru sinni fyrr. Ég verð Ósk ævarandi þakklát og mæli svo sannarlega með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja vinna í sjálfum sér og uppgötva hvað lífið er magnað.
Ósk G

Eftir netnámskeiðið stend ég upprétt með sjálfri mér og nýt þess að vera nákvæmlega eins og ég er, útlitið og hvað aðrir hugsa snertir mig ekki lengur.  Ég finn hvað það er miklu meira líf í mér núna mér finnst ég víbra öll. Ég er byrjuð að gera það sem mér dettur í hug áður fyrr spruttu upp alskonar afsakanir og efasemdir um að mér tækist þetta eða að hugmyndin væri ekki nógu góð eða eitthvað bara. En það er ólýsanlegt að geta verið spontant ég og hafa engar áhyggjur. Ég er búin að komast að því að ég hef mikilvæg verkefni sem bíða eftir að ég taki mig til og framkvæmi þau og ég er full tilhlökkunar.
Ég elska sjálfa mig eins og ég er er mín mantra núna í hvert skiptisem ég finn eitthvað neikvætt koma upp á yfirborðið og það virkar. Ég er svo þakklát að börnin mín fá að sjá hvernig á að standa með sjálfum sér og gera það sem manni langar til að ég get ekki útskýrt tilfinninguna einu sinni.
Brynja Guð

Þerapían

Hvað hefur breyst í mínu lífi síðan ég byrjaði í náminu Lærðu að elska þig?

Ég er búin að fá stöðuhækkun og launahækkun.

Ég er byrjuð að stunda líkamsrækt reglulega.

Ég borða hollari mat.

Ég næ að skipuleggja tíma minn betur, eitthvað sem ég hef ekki náð síðan áður en ég átti börnin.

Búin að uppgötva hluti um sjálfa mig sem ég vissi ekki eða hef bælt niður eins og t.d. að mér finnst gaman að dansa og syngja og geri það í stofunni með börnunum eða bara ein þegar mér sýnist J

Það hefur færst yfir mig einhverskonar ró varðandi lífið sjálft þar sem áður var hræðsla og einmannleiki og einhvert kapphlaup innra með mér.

Ég þekki innsæið mitt betur.

Ég þekki sjálfa mig betur.

Ég treysti dómgreind minni betur.

Ég  hef meira sjálfstraust.

Ég skil betur hvað er að gerast í kringum mig.

Ég elska sjálfa mig líkamlega og andlega :D

Ég dett oftar og oftar í núvitund.

Fyrsta hugsun þegar eitthvað kemur upp á er núna oftast:"Hvað er verið að kenna mér hérna" en ekki Andsk....!!

Ég fer oftar út fyrir þægindarammann minn, prófaði Crossfit ein, ætla að fara ein út til útlanda á árinu og hlaupa halft marathon í fyrsta skipti, ætla til Skotlands í 1 viku með fjölskylduna og vera bílstjóri á stórum húsbíl allan tímann í vinstri umferðinni.
mbk. Björk

Netnámskeiðið
Ég trúi því varla að það séu einungis 6 mánuðir síðan ég byrjaði á þessu Netnámskeiði það hefur svo margt breyst. Það sem breyttist var náttúrulega í mínu eigin höfði. Ég er orðin svo miklu öflugri, get sett mörk og verið með í lífinu og tekið þátt, verið til staðar fyrir sjálfa mig ekki bara fyrir aðra. Ég hélt alltaf að mér mjundi líða illa ef ég leyfði mér að vera eins og ég er en það er heldur betur ekki þannig. Mér hefur aldrei liðið betur. Nú veit ég líka hvers vegna ég var eins og ég var og það hefur heilmikið að segja að fá svona góðar útksýringar því annars mundi hausinn á mér ekki vera viss.  Mér finnst ég hafa lausnir við öllum vandamálum og hef ekki áhyggjur lengur því ég veit að ÉG GET ALLT !
Takk fyrir mig
Fríða

Netnámskeiðið.

Hæ hæ

Ég á svo erfitt með að taka því að lífið geti breyst svona hratt ég veit ekki hvort ég er reið eða svona svakalega hissa.
Ég sá auglýsingu fyrir löngu sem mér fannst spennandi um Netnámskeið Lærðu að elska þig en ég hugsaði þá að svona námskeið mundi ekki vera fyrir mig en í raun fannst mér það of dýrt. Ég ákvað að fara í líkamsrækt í staðin. Í stuttu máli varð líkamsæktin mun dýrari en þetta nám sem ég á endanum splæsti á mig. Nokkrum dögum eftir að ég byrjaði þá fékk ég algjört sjokk því þetta gerir svo miklu meira fyrir mig en allt sem ég hef prófað til að líða betur.
Nokkrum vikum seinna þá er ég að finna svo mikla gleði og ég er að pæla í allt öðruvísi hlutum en ég var að gera. Áður var ég yfirleitt að velta því fyrir mér hvað öðrum finnst og ef ekki það þá hversu ömurleg ég er.
Núna langar mig út að dansa ég er svo hamingjusöm mér þykir meira vænt um mig og alla sem ég þekki ég er meira meðvituð um hvað lætur mér líða illa og er fljót að koma mér útúr þannig aðstæðum stundum finnst mér ég glitra og það hefur áhrif á alla í kringum mig ég fæ mikið af gullhömrum og hvatningu og núna hlusta ég á það en áður fyrr varð ég pirruð þegar fólk var að reyna að hjálpa mér.
Galdralífið er klikkuð snilld ég get ekki beðið eftir að sjá meira af því rætast.
Hvað getur maður sagt takk fyrir mig ég elska þig Ósk
Maria


Kæra Ósk
Frænka mín benti mér á þerapíuna þína og ég sá hvað hún varð miklu glaðari, ég öfundaði hana en þorði ekki að koma í tíma til þín af því ég var svo viss um að þú mundir dæma mig fyrir að vera aumingi. Mér fannst ég vera með meira af vandamálum en hún og að þessi þerapía mundi ekki geta losað mig úr hyldýpinu sem ég var í.
Ég hef oft farið til sálfræðings og fundið að það gerir mér gott en það gerði samt ekki nóg og einn sáli sagði mér að drífa mig út að labba....
Ég lá flesta daga uppí rúmi og mig langaði ekki að gera neitt bara sofa. Ég var svo kvíðinn að ég var með verk í brjóstinu.
Mér fannst ég ekki ná andanum og alltaf vera með kökkinn í hálsinum. Mig langaði als ekki að hitta fólk enda mætti ég sjaldan í vinnuna.
Það bjargaði lífi mínu að fara á Netnámskeiðið, ég man þegar ég fékk fyrsta póstinn ég gat varla lesið fyrir tárum ég bara grét og grét og ég mun aldrei gleyma því þegar þú sagðir mér að sálin mín hefði verið að gráta úr hamingju yfir að ég væri að byrja að breyta lífinu mínu. Það er eitthvað svo rétt núna þegar ég hugsa til baka. Ég gat að sjálfsögðu lesið allt uppí rúmi og byrjaði af veikum mætti að skrifa svörin. En svo á fjórða degi þá gerðist eitthvað....váá ég vaknaði í fyrsta skipti í langan tíma brosandi og bjartsýn og það var svo einkennileg tilfinning að ég hélt að mig væri að dreyma.
Það hafa alveg komið erfiðir dagar en ég er svo meðvituð núna um að langa ekki að lifa í svona myrkri og það er svo merkilegt að ég kemst ekki þangað lengur. Það kemur alltaf upp í hugann einhver setning úr náminu sem ýtir við mér.
Ég veit núna að ég þarf að standa með mér og það er ýmislegt sem ég áttaði mig á að ég þarf að laga og breyta og er einmitt byrjuð á því eins og þú veist.
Ég mundi samt mæla með að fólk taki alla vegana einn einka-tíma hjá þér með námskeiðinu það gerði mjög mikið fyrir mig. Bæði útskýrir þú persónulega og mjög vel alla hluti og ýttir vel við mér í að fara að gera það sem ég óska mér. Ég þurfti algjörlega á þeirri hvatningu að halda og heyra þig segja að ég mundi fara létt með að fylgja hjartanu. Mér finnst það hafa gert herslumuninn en æfingarnar á þessu námskeiði hafa ótrúleg áhrif á mann ég skil stundum ekki hvernig mér tókst að gera þær í þessu kvíðaþunglyndi mínu.
Í dag er ég svo spennt að hitta þig eftir 3 mánuði því ég veit að ég mun segja þér hvað lífið mitt er orðið geggjað.
Unnur Ýrr

Netnámskeiðið
það er alveg æðislegt að eiga allt efnið - ég prentaði það út og ætla sannarlega að gera þessi verkefni aftur. Það eru tveir mánuðir síðan námskeiðinu lauk og ég er enn að uppgötva hvernig ég tek allt öðruvísi á erfiðleikum og neikvæðum uppákomum. Ég er yfirvegaðri og leysi málin betur og er ekki með kvíða eða eftirsjá í marga daga eins og svo oft áður. Ég er steinhætt að vera fúl og pirruð eins og ég var svo oft sérstaklega útí kærastann minn. Okkar samskipti hafa aldrei verið betri ekki einu sinni fyrst eftir að við byrjuðum saman.
Maria

Þerapían
Ég get ekki meir..

Já ég virðist laða til mín erfiðleika fólk sem kemur ekki vel fram við mig og ég er því að ganga útúr þriðja ömurlega sambandinu. En ekki nóg með það, kvíði eða neikvæðni er að ná tökum á mér það er bara allt eins og hvirfilbylur í hausnum á mér núna. Allt snýst svo hratt og ég með, veð úr einni ljótri hugsun í þá næstu.

Sorry, að ég er að bauna þessu svona á þig, ég er bara svo desperate núna.
Getur þessi þerapía hjálpað svona keisi ?
Spóla áfram um 15 mánuði af því að ég þurfti aðeins meira en 12 tíma til að laga þessi ósköp. Ég hefði aldrei trúað þér Ósk ef þú hefðir sagt mér að lífið mitt mundi geta orðið svona gott eins og það er í dag. Mér fannst ég vera óheillakráka og trúði þér ekkert í fyrstu tímunum þegar þú taldir upp 10 jákvæða eiginleika um mig. Þú ert snillingur sást bara á nokkrum mínútum að það væri eitthvað þarna sem ég hafði aldrei séð.
Ég er ekki í neinu sambandi núna en er samt svo hamingjusöm, ég er hætt að rembast við að læra lögfræði og hef aldrei verið sáttari, ég er að vinna tæplega 100% starf en hef aldrei haft það betra. Þú kenndir mér að sjá það fallega í mér og lífinu.
Hvernig get ég þakka þér
Inga Hanna


Þerapían
Ég var stödd hjá heimilislækninum mínum að fá uppáskrifað enn eitt lyfið. Tilfinningin var ekki góð og mér fannst ég vera komin í þrot. Mig langaði ekki að lifa þessu lífi lengur ef það væri svona. Ég man þennan dag eins og gerst hafi í gær, ég sat við tölvuna ekki alveg að ná að fókusa á það sem ég var að gera en inná milli komu upp hugsanir um hvernig ég gæti lokið þessu lífi en stundum náði ég að lesa eitthvað sem fékk mig til að hugsa eitthvað annað. Ég var að lesa umsagnir um þerapíuna Lærðu að elska þig en vissi ekki hvernig í ósköpunum ég lenti inná þeirri síðu. Ég ákvað að hringja strax svo ég mundi ekki hætta við en það var eins og síminn væri utan þjonustusvæðis og ég var fljót að hugsa að þetta væru skilaboð til mín um að ég ætti ekkert að vera að standa í þessu.
Daginn eftir hringdi sonur minn í mig og spurði hvort ég gæti bakað uppáhalds tertuna hans fyrir afmæli barnabarnsins. það var nóg til þess að ég gerði mér grein fyrir því að ég væri komin á mjög hræðilegan stað og ég ákvað að hringja aftur og sem betur fer hringdi. En það hringdi líka út, stuttu seinna fékk ég þó skilaboð og ég hafði kjark til að svara þeim. Líðanin var sem sé ekki uppá marga fiska. Ég ætla að spóla hratt áfram. Ég sit á veitingastað sem heitir Three Monkeys í Ubud skellihlæjandi að segja Ósk frá lengsta ferðalagi sem ég hef farið í og ég þorði og gat það alein. Það gerðust margir skoplegir hlutir á leiðinni sem hefðu sett mig í gröfina aðeins nokkrum vikum fyrr.
Ég var ekki búin með nema 7 tíma í þerapíunni þegar ég dreif mig til Balí og útskrifaðist þar með pomp og pragt. Vandamálin mín hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar ég byrjaði að hlusta á þennan viskubrunn sem hún Ósk er og svo fann ég að verkefnin höfðu töfrandi næstum ótrúleg áhrif. Ég hef ekki unnið í nokkur ár vegna kvíða og þunglyndis sem var upphafið af sjúkdómsgöngu minni en í dag er ég að læra það sem ég hef alltaf þráð að læra. Heilun, og ég glitra af hamingju. Balí er skilduferðalag og þá meina ég einka retreat hjá Ósk.
hamingjufaðmlag til þín elsku Óskin mín og endalaust þakklæti
Þ.K

Af hverju fór ég í þerapíuna ?
Ég er 38 ára, þriggja barna móðir, eiginkona, menntuð og í vel launuðu starfi, allt í góðu nema mér fannst ég vera stöðnuð, þreytt og ekki alveg sátt. Til dæmis eigum við eldri dóttir mín ekki skap saman og hjónabandið er á einhverju 'hold' og ég hugsa alltaf 'við lögum þetta seinna'
Ég hugsaði oft að það sé hægt að hafa það betra en ég vissi bara ekki hvernig ég ætti að gera það, mér finnst ég reyndar búin að prófa allar aðferðir sem til eru en ekki tekist að breyta því sem mig langar svo að laga. Það brýtur mig niður daglega að ég og dóttir mín eigum ekki góð samskipti og strax í fjórða tíma í þerapíunni fékk ég þá hugljómun hjá Ósk að ég gæti þakkað dóttur minni fyrir að vera í þessari djúpu árangursríku vinnu með sjálfa mig.
Ég er búin að læra að sjá það góða í öllu og ég elska hversu sjúklega góð tilfinning það er.
En það sem ég sá mjög fljótt í þessari vinnu er að það verður einhver djúp innri breyting á hugarfarinu og áður en ég vissi af fann ég að ég var farin að TRÚA - trúa að ég gæti breytt því sem ég vil breyta. Það var akkúrat það sem vantaði hjá mér ég hafði alltaf verið með þessa földu tilfinningu um að vera ekki nógu góð og geta ekki það sem aðrir geta. Ég hélt að ég væri ekki nógu klár eða með nógu mikið úthald en mig vantaði bara trú á sjálfa mig. Ég fór að horfa á dóttir mína með svo miklu meiri ást og skilningi og ég get ekki lýst því hversu dýrmætt það er að vera í svona góðum samskiptum við hana. Ég hlakka til að vakna á morgnana og eiga stund með henni eitthvað sem var áður hel.... í mínu lífi og ég kveið mikið fyrir morgnunum því hún stjórnaði algjörlega andrúmsloftinu á heimilinu.
Mér finnst ég hafa bjargað henni því ég er að skilja það núna í hvað stenfdi hjá henni og ég græt af þakklæti.
Ég er búin að fá miklu meira út úr tímunum en ég þorði að vona og mér finnst ég geta allt núna. Það er ekkert mál að skapa nýjar venjur og breyta þeim sem ég vil ekki hafa lengur það er eins og hugurinn sé leir í höndunum á mér og ég móta hann að vild.
Ósk.. ég veit ekki hvernig ég á að þakka þér fyrir og við öll fjölskyldan tölum um þig ansi oft.
Að eilífu þakklát.
þín Anna


Lærðu að elska sjálfan þig, er það eitthvað fyrir mig ? 
Ég hef alltaf verið upptekin af þvi að láta öðrum líða vel og gera öðrum til hæfis og hef alltaf haldið að það að elska sjálfan sig væri að vera egoískt. Og þannig ætla ég alla vega ekki að vera.  Þannig að ég var frekar skeptist a þetta prógram. En af hverju ekki að prófa, væri allavega fínt frí og tækifæri til,að upplifa Bali.  
En þvîlik uppgötvun og þvílíkt ferðalag. Algjörlega dásamlegt og eina sem eg hef séð eftir er að hafa ekki lært þetta fyrr.   Endalausar aha upplifanir.  

Sjálfstraustið og ekki minnst sjálfsmyndin hefur breyst.  Núna þegar eg lít í spegil sé ég fallega konu með skemmtilega lífsreynslu sem hefur gefið mér svo mikið í lífinu, lífsreynslu sem hefur kennt mér svo margt.  
Ég þori núna að sýna öðrum hver ég er i raun en ekki hver ég held að aðrir vilji að ég sé.  
Ég er meira og meira upptekin af líkamsrækt ,  hreyfingu og mataræði.  Hreyfi mig meira og borða hollara og þetta er eitthvað sem ég hef alltaf haft áhuga á og les mikið um hollustu en núna er einhvern veginn einfaldara og auðveldara að framkvæma, fæ meiri ánægju útúr því að gera hluti sem mig hefur alltaf langað til.  
Ég er meira meðvituð um það núna hvað eru mínar óskir og langanir en ekki hvað eg hélt  aðrir vildu að ég gerði. 
Það er komin einhver ró à hugann og ég hef einhvern veginn minni áhyggjur af öllu og lífinu.  Ég er búin að læra að slappa af og hvíla mig, ekki bara líkamann heldur líka hvíla hugann. Ég hef minni áhyggjur yfir öllu sem ég ætti að vera að gera og reyni að njóta stundarinnar.   Samviskubit er búið að taka stórt pláss i mínum huga lengi en nú er það að víkja fyrir öðrum og fallegri hugsunum.  Þakklæti og àst er orðið ríkjandi og auðveldara með hverjum degi að stjórna huganum þegar samviskubitið er að troða sér inn.  
Fyrirgefning er eitt af þessum aha momentum, að læra að fyrirgefa sjálfri mér það er stórt.  Það er erfitt að útskýra en einhver léttir og góð tilfinning sem fylgir.  
Að uppgötva alla möguleikana sem ég hef og njóta hvers augnabliks , anda rólega á erfiðum stundum . Njóta þess að gràta, fyrirgefa og elska sjàlfa mig. Dansa þegar mig langar að dansa . Vera þakklát.  
Þetta er búið að vera dásamlega erfitt àr og búin að læra margt um sjálfa mig , á eftir að læra mikið en að átta sig à að það er hægt að læra svo mikið meira er i raun dásamlegt.  
Takk fyrir elskuleg Ósk
Kveðja 
Sigríður EinarsdóttirLærðu að elska þig" er eins og að leggja af stað í drauma ferðalagið og koma aldrei aftur úr því. Ég er alla vegana rétt að byrja að elska mig.

já svo sannarlega er þetta eitt skemmtilegasta ferðalag sem hægt er að hugsa sér að ferðast inná við og kynnast sjálfri mér betur, finna að ég hef svo stórkostlega eiginleika sem ég var sko als ekki meðvituð um og þora að segja og sjá að ég er mögnuð manneskja.
Þegar maður lærir að hlusta á innsæjið og fylgja hjartanu þá gerast kraftaverk í lífi nánast daglega mér finnst svo margt gerast núna sem ég sagði áður að væri ekki hægt, eða ég get ekki þetta eða hitt.
Ég nota þennan fróðleik á hverjum einasta degi og mér finnst ég ekki upplifa eins mikið af erfiðleikum og vandamálum núna eins og áður fyrr.
Ég var orðin svo dofin að ég var hætt að eiga drauma og hafa löngun til að gera eitthvað mér fannst ekki taka því eða ég hafði aldrei efni á því og kannski mundi mér ekkert líða vel, þannig að ég var löngu hætt að hafa frumkvæði og finna ástríðu og tilhlökkun.
Núna er ég spennt fyrir hverjum degi ég vil fá meira útúr lífinu og er búin að bóka geggjað sumarfrí í sumar - en í fyrra hafði ég ekki efni á sumarfríi.
Ég er búin að vera á námskeiði í vetur sem hefur kveikt á gömlu mér og hjálpaði mér að finna innsæjið mitt og mig sjálfa.
Ég sé miklu betur núna hvað ég var týnd og á hverjum degi upplifði ég pirring, vonbrigði, kvíða eða einhvers skonar leiðindi.
Í dag vakna ég spennt, hlakka til og er brosandi af hamingju, ég er mjög oft spurð hvort ég hafi grennst eða hvað ég sé búin að gera og ég nýt þess að segja við fólk nei líkaminn minn er ekki grammi léttari en ég sjálf er mörg þúsund kílóum léttari ánægðari sáttari og meira lifandi.
Ég er að plana ferð til Balí nema að þú verðir flutt eitthvað annað þá kem ég þangað því ég vil eiga heilan dag með þér Ósk...
Þú hefur gert svo mikið fyrir mig að ég er þér endalaust þakklát!
Takk Takk elsku Ósk fyrir allt.
Auður Birna


Hvað hefur breyst í mínu lífi síðan ég byrjaði í náminu?

Ég er búin að fá stöðuhækkun og launahækkun.

Ég er byrjuð að stunda líkamsrækt reglulega.

Ég borða hollari mat.

Ég næ að skipuleggja tíma minn betur, eitthvað sem ég hef ekki náð síðan áður en ég átti börnin.

Búin að uppgötva hluti um sjálfa mig sem ég vissi ekki eða hef bælt niður eins og t.d. að mér finnst gaman að dansa og syngja og geri það í stofunni með börnunum eða bara ein þegar mér sýnist J

Það hefur færst yfir mig einhverskonar ró varðandi lífið sjálft þar sem áður var hræðsla og einmannleiki og einhvert kapphlaup innra með mér.

Ég þekki innsæið mitt betur.

Ég þekki sjálfa mig betur.

Ég treysti dómgreind minni betur.

Ég  hef meira sjálfstraust.

Ég skil betur hvað er að gerast í kringum mig.

Ég elska sjálfa mig líkamlega og andlega :D

Ég dett oftar og oftar í núvitund.

Fyrsta hugsun þegar eitthvað kemur upp á er núna oftast:"Hvað er verið að kenna mér hérna" en ekki Andsk....!!

Ég fer oftar út fyrir þægindarammann minn, prófaði Crossfit ein, ætla að fara ein út til útlanda á árinu og hlaupa halft marathon í fyrsta skipti, ætla til Skotlands í 1 viku með fjölskylduna og vera bílstjóri á stórum húsbíl allan tímann í vinstri umferðinni.

Björk Ben Ölversdóttir 


Hvað hefur Ósk gefið mér og hvað hefur tíminn minn með henni í þerapíunni „lærðu að elska sjálfan þig“ gert fyrir mig. Þegar ég kom fyrst til hennar var veraldleg ásýnd á mig mjög fín allt leit vel út. En inn í mér var ég svo týnd og vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga. Var að verða amma og fannst ég þurfa að hafa mitt á hreinu, ekki seinna vænna. Ömmur eru með sitt á hreinu það er bara þannig. Ég var búin að vera í alls kyns sjálfsvinnu og var orðin föst í ákveðnu verkefni í mínu lífi og það var hvorki að ganga afturábak né áfram. Það var maður í mínu lífu alltaf að koma og fara og ég átti í miklum erfiðleikum með að setja mörk þar enda vissi ég ekkert hvert ég var að fara. Ég var í ár hjá Ósk eða mætti í 12 skipti. Við hittumst reglulega og hlakkaði ég alltaf til að hittast næst enda Ósk yndisleg manneskja sem mætir manni þar sem maður er án þess að dæma. Ég hef fengið að sjá mig í nýju ljósi. Ég fékk að sjá hvernig ég hef lokað á allt mitt innsæi og minn innri kompás þegar ég var lítil því lífið var mér ofviða. Ég er með innri vissu í dag um að lífið gengur upp og þetta verðar alltaf ok. Ég er þakklát, glöð og frjáls til að gera það sem mig langar. Ég er frjáls eins og fuglinn trallalall...
J Ég er engu nær hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór en ég hef fengið innsæið mitt til baka svo lífið á bara eftir að vera skemmtilegt hér eftir og það á eftir að leiða mig á stað sem ég er sátt við að vera á. Ég hef fengið sjálfsöryggi og trú á sjáfan mig um að ég er akkúrat eins og ég á að vera og í þeirri vissu get ég mætt öllum af frelsi. Ég þarf ekki lengur að setja allt upp í excel og hafa mitt á hreinu. Ég verð amman sem er alltaf að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt ...alltaf J Þegar ég loksins fékk frelsi til að vera ég sjálf þá verð ég betri mamma, amma, dóttir, systir, vinkona og best af öllu er að mig langar ekki að vera nein önnur en ég sjálf. Fæddist akkúrat eins og ég á að vera og á ekki að vera með allt á hreinu heldur fylgja gleðinni alla leið á leiðarenda. Nýja lífsmottóið er: Fokk it, let´s live a little ! Takk Ósk fyrir að sýna mér lífið í réttu ljósi og leiða mig aftur til baka á mína réttu braut.

Elín Rós

Í mörg ár hef ég reynt að skilja hvað mig langar að læra ég prófaði að fara í hjúkkuna en fann mig ekki þar. Hætti og fannst ég svo glötuð af því margar vinkonur mínar öfunduðu mig að hafa komist inn. Ég var algjörlega lost og leið mjög illa fann ekki vinnu, varð kvíðin og hrædd. Ég las bloggið hennar Apríl Hörpu fyrir löngu um konuna sem leiðrétti hana og gjörbreytti lífinu hennar og var alltaf að hugsa hvort þessi kona gæti bjargað mér en fannst ég náttúrlega of glötuð. Í ágúst í fyrra gafst kærastinn minn upp á mér og þá loksins þorði ég að panta tíma hjá henni. þegar ég var í þriðja tíma í þerapíunni þá fattaði ég með hennar hjálp hvað mér finnst skemmtilegast að gera. Mér finnst svo klikkað hvað allt breytist þegar maður fattar þetta sjálfsöryggið er miklu meira og ég er svo glöð og orkumikil alla daga.

Ég byrjaði í heilunarnámi í febrúar og hlusta á bækur eins og enginn sé morgundagurinn alveg að bilast úr spenningi yfir þessu öllu. Mér finnst samt segja mest um þerapíuna að kærasti minn sem hefur alltaf haft allt á hreinu er byrjaður í þerapíunni.

Ósk þú ert æði
Helena H

Námskeiðið „Lærðu að elska þig" hefur gert ótrúlega marga frábæra hluti fyrir mig. Það hafa allir gott af því að skoða sig að innan og greina hver maður er í raun og veru. Finna sína ástríðu og læra nýta alla þá krafta sem lífið bíður upp.  Á þessu 12 mánaða ferli hefur mikið breyst og eitt af því er að ég sé mig, aðra og allt lífið í öðru ljósi. Ógnirnar breyttust yfir í tækifæri, með því að læra elska sig eins og maður er.  Ferðalagið byrjar nefnilega alltaf hjá manni sjálfum og þegar það er komið ertu með öll spil á hendi.  

Ósk er gull af konu og það er bara ein Ósk til. Ósk hjálpaði mér að breyta mínu hugarfari og horfa á lífið með allt öðrum augum.  Lífið er núna og LÆRÐU AÐ ELSKA SJÁFAN ÞIG.

Takk Ósk, LOVE.
Guðbjörg

"Á 12 mánaða tímabili eignaðist ég lítið barn, keypti íbúð, sleit sambúð við barnsföður minn eftir mjög erfitt samband, missti vinnuna vegna samdráttar og satt að segja var ég mun brotnari en ég gerði mér grein fyrir. Ég fór í nýja vinnu fljótt og örugglega, seldi íbúðina mína og keypti nýja, en innra með mér var mikil höfnun.
Ég hafnaði mér fyrir að hafa misst vinnuna, fyrir að hafa látið bjóða mér ákveðna framkomu í sambandinu og þar eftir götunum. Ég elskaði mig ekki nóg. Ég var misheppnuð fyrir að vera enn einu sinni einstæð móðir með lítið barn og fyrir að hafa látið bjóða mér upp á ofbeldi í sambandinu. Hver myndi vilja konu eins og mig!
Fyrir tæpu ári síðan komst ég í samband við Ósk fyrir ótrúlega tilviljun. Ég var að hugsa um að fara í frí til Bali en í staðinn fór ég í ferðalag innra með mér og lærði að elska sjálfa mig. Stuttu eftir að ég hitti Ósk greindist ég með ADHD og í greiningarferlinu kom fram að ég var ekki með nógu gott sjálfsmat og var hvatt til þess að ég færi á sjálfstyrkingarnámskeið. Heppin ég að vera búin að hitta Ósk!
Ég get eiginlega bara sagt það að þetta er búið að vera ótrúlega gott og styrkjandi ferli. Ég hef verið dugleg að lesa bækur og leita mér sálrænnar aðstoðar í gegnum tíðina en oft hafa það verið skemmri námskeið og ég ekki náð að fylgja eftir jafn vel. Að læra að elska sjálfa mig með Ósk tók tíma sem betur fer. Að læra að elska sjálfan sig gerist ekki á helgarnámskeiði og það er það sem mér fannst best við therapíuna. Hún er vandlega samsett og við hvert verkefni fann ég sjálfið styrkjast. Sambönd mín við aðra hafa breyst, ég skynja mörk mín betur og ég get með sanni sagt að ég elska sjálfa mig. Ég hef tekið sjálfa mig í sátt og elska mig eins og ég er! Nú get ég farið til Bali!

Kolbrún

"Ég hafði samband við 'Osk í október 2014,  líf mitt hafði lent í algjöru skipsbroti,  hjartað mitt hafði verið sett í blandara og ég hélt að ég myndi ekki lifa það af.

Ég vissi strax þegar ég heyrði í henni að mér hefði verið færð gjöf,  gjöf sem myndi bjarga lifi mínu,.   Það var vissulega ekki alltaf auðvelt að fara í gegnum þetta ferðalag..  Mikið grátið en líka mikið hlegið og glaðst.
'Eg fór til Bali , vildi bara meira og meira , fann hvernig ég óx og styrktist með hverjum  mánuðinum.
Sterka , flotta konan sem ég horfi á í speglinum í dag lítur til baka og þekkir ekki lengur þessa meðvirknu , brotnu manneskju sem hun eitt sinn var.
Eg lærði lika að fyrirgefa henni ,  ég lærði að elska mig
Takk fyrir að færa mér lífið aftur
Takk fyrir að kenna mér að hlæja aftur
Takk fyrir að kenna mér að treysta aftur
Takk fyrir að kenna mér hversu megnug ég er,

takk takk takk elsku 'Osk
Pálína

"Þegar ég var að velja menntaskóla hvöttu mamma og pabbi mig til að fara í MR af því ég á mjög auðvelt með nám og af því að þaðan væru mér allir vegir færir. Pabbi er læknir og ég fann mikla pressu fannst mér frá þeim að ég ætti að menntast. Þó svo að það sé auðvelt fyrir mig að læra þá langaði mig mest til að læra forritun eða eitthvða tölvutengt en þorði ekki að segja foreldrum mínum það af því ég var svo hræddur um að þau mundu ekki samþykkja það. Mamma bauð mér að fara í tíma til Ósk af því að ég lét við þau eins og ég vissi ekki hvað ég vildi gera. Ég var frekar þögull á leiðinni þangað í bílnum með mömmu sem ætlaði að fá að bíða hjá Ósk á meðan en Ósk rak hana á kaffihús og sagði henni ég hringi í þig þegar þú átt að koma að sækja hann. Ég hafði aldrei heyrt einhvern ráðskast með mömmu mína áður og fékk smá sjokk. Þegar Ósk spurði mig hvað væri að þá spurði ég hana heyrðu geturu ekki bara sagt mömmu að ég vil fara í tækniskólann en ekki MR.
Ósk skellihló eftir smá stund var hún búin að kenna mér hvernig ég get staðið á mínu án þess að móðga þau. Ég kom útí bíl til mömmu aftur og talaði stanslaust alla leiðina heim og mamma spurði Hvað gerði hún Ósk við þig.
Núna er ég búin að læra það sem ég vildi og er búin að hugsa stanslaust um að mig langar til Ósk í fleiri  svona tíma. Það liðu samt 3 ár og ég er nýbyrjuður og ég gjörbreytist í hverjum tíma. Mér finnst að þetta ætti að vera skildufag í menntaskóla. Það væri betra fyrir alla ef unglingar væru ekki að berjast við óöryggi, ótta og kvíða eins og allir mínir vinir eiginlega. Þegar ég var búin að fara í nokkra tíma þá sagði Ósk mér að horfa á mynd sem heitir Peaceful Warrior, nú liður mér doltið eins og honum. Allir mínir vinir leita til mín af því þeir eru að sjá mig líða svo vel og mér gengur mjög vel. En þeir þora ekki í svona tíma. Þess vegna á þetta að vera kennt í skólum. Ég er geðveikt sáttur.
Gummi Óla

Þerapían
"Eftir að ég byrjaði hjá Ósk  hefur svo margt breyst í lífi mínu. Að byrja að læra elska sjálfa mig var mjög skrýtið fyrst. Að þurfa að tala svona vel um sjálfa mig og skoða sjálfa mig svona mikið, ég var sko ekki vön því. Ég sá strax breytingar á mér og núna þegar þerapían er að klárast, er svo gaman að bera sig saman miðað við hvernig ég var þegar ég byrjaði og svo núna í dag. Ég er orðin miklu ákveðnari og orðin miklu sjálfsöruggari og þori meira að segja hvað ég vil, segja mínar skoðanir og er hætt að pæla í því hvað öðrum finnst. Ég geri það sem ég vil og það þarf enginn að skipta sér af því. Ég er hætt að segja já við hlutum sem mig langar ekkert að gera bara til þess að þóknast öðrum og farin að fylgja innsæinu. Ég er ekki eins rosalega neikvæð og ég gat stundum verið, en get alveg stjórnað því núna, sem er svo frábært. Ég er miklu hressari og jákvæðari og elska sjálfa mig bara fullt fullt! Ég veit meira hvað ég vill hafa í lífinu mínu og hvað ég vil ekki hafa. Ég er opnari fyrir nýjum tækifærum og þori að takast á við áskoranir sem ég forðaðist alltaf.
Það eru svo mikið af litlum hlutum sem hafa lagast, ég er farin að gera hluti sem voru mikið mál fyrir mig áður en ekkert mál í dag. Ég er hætt að fresta hlutum sem mér fannst óþægilegir, heldur geng í hlutina án þess að hugsa. Það er svo mikið af svona „vá já hvað þetta meikar mikinn sens“ mómentum í þerapíunni, bæði um mig sjálfa og lífið mitt. Núna veit ég að allt gerist af ástæðu, allt gerist sem á að gerast og þess vegna þarf ég ekki að hafa neinar óþarfa áhyggjur.
Ég er svo þakklát fyrir þessa þerapíu elsku Ósk, þetta er nefnilega ekki einhver skyndilausn, þetta er eitthvað sem verður alltaf með mér.
Stella Rúnars

"Þerapían "Lærðu að elska þig" sem ég fór í hjá Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttir gerði afar góða hluti fyrir mig. Ég var dottin niður orkulega þegar ég byrjaði, hafði verið mjög dugleg við að rífa mig niður. Í þessari stórkostlegu vinnu tókst mér að snúa blaðinu við og í dag líður mér dásamlega. Ég varð það hrifin af þerapíunni að ég vildi umfram allt fá að læra hana til að vinna með aðra. Nú er ég alsæl í kennaranámi og hlakka mikið til að fara að vinna með aðra til að hjálpa þeim að breyta lífi sínu á jákvæðan hátt eins og ég gerði. Ég lærði að elska mig !
Birgitta Hrönn Halldórsdóttir


Þerapían
"Það sem breyttist hjá mér á meðan ég var í Þerapíunni Lærðu að elska þig : miklu meira sjálfstraust, þori að tala við fólk og ókunnuga, ég fékk launahækkun, finnst ég geta farið í skóla aftur, ég hélt að ég gæti ekki lært, núna veit ég hvað ég vil læra og er svakalega spennt. Mér finnst allt svo gott núna og lífið er skemmtilegra.
Harpa


Þerapían
"Það voru mjög margir í kringum mig að tala um þessa "Ósk þerapista" mér fannst eins og allir væru búnir að fara til hennar nema ég. Loksins þorði ég að spurja eina vinkonu hvað þessi kona gerir og svarið var "hún galdrar"  WHAT ?  Jæja ég pantaði tíma en ætlaði sko bara að fara í einn tíma....hlæ að því á hverjum degi  VÁÁÁ - eitt af því sem maður lærir hjá Ósk er þetta magnaða VÁÁÁ....í dag þá er vægast sagt allt breytt!!
Á þessu tæplega ári er ég komin úr niðurbrjótandi sambandi ( ekki bara fyrir mig heldur okkur bæði ) er búin að laða til mín yndilsega stúlku eftir aðferðafræði úr þerapiunni
( það var virkilega erfitt að viðurkenna að karlmennið ég gæti ekki bara hitt skvísu á bar eins og allir hinir ) Við erum flutt erlendis. Ég sótti um starf sem ekki í mínum villtustu draumum ég hefði trúað að ég gæti fengið. Ég gleymi ekki tímanum með Ósk þegar hún hjálpaði mér að sjá allar ástæðurnar fyrir því að sækja um þetta draumajob. Og nú skil ég fullkomlega að hún kennir manni að GALDRA.
Stefán MárÞerapían
"Ég fór í fyrsta tímann hjá Ósk í maí 2014. Þá var ég orðin mjög langt leidd af kvíða. Ég var hætt að geta unnið, fékk regluleg kvíðaköst, var hætt að sækjast í að vera í kringum fólk, var komin með mjög mikið af líkamlegum einkennum sem leiddu út í heilsukvíða, mér fannst ég ekki þekkja sjálfa mig lengur. Það var allt á leiðinni niður á við og ég var gjörsamlega búin að missa stjórn.

Ég man hvað það tók mig langan tíma að horfast í augu við það að ég þyrfti að fá hjálp, ég var í svo mikilli afneitun. Ég bjó í útlöndum á þessum tíma og það voru fáir sem vissu af því hvað ég var að ganga í gegnum. Ég náði að fela þetta svo vel. Þegar ég hitti fjölskyldu mína og vini setti ég upp grímuna og mitt allra fínasta bros. En það kom að því að ég fékk nóg!

Eftir fyrsta tímann hjá Ósk leið mér strax betur. Mér fannst núna eins og ég væri komin í öruggar hendur og væri byrjuð í ferli sem myndi hjálpa mér út úr þessum vítahring. Sem það svo sannarlega gerði.

Það sem Ósk gerði var að grafa inn í kjarnann til að finna hvað það var sem væri að valda þessum kvíða. Ég fékk verkefni eftir hvern tíma sem mér fannst hjálpa alveg ótrúlega mikið. Ég mun alltaf byggja á því að hafa farið í þerapíuna, Lærðu að elska þig, því mér finnst ég hafa lært svo mikið um sjálfa mig og aðra í leiðinni.

Eftir að hafa verið hjá Ósk í ár og einni Balí ferð ríkari líður mér svo miklu miklu betur! Í gegnum lífið mætum við alltaf hindrunum og erfiðleikum. Mér finnst í dag að ég geti tekist á við allt sem á vegi mínum verður. Ég er ákveðin, sjálfsörugg og stend með sjálfri mér. Ég veit ekki hvar ég væri hefði ég ekki hitt hana Ósk.

Takk fyrir alla hjálpina!
Anna Guðný Sigurðard


Þerapían
"Eitt af því besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig var að fara óvart ( veit að Ósk finnst það ekki  það gerist ekkert óvart segir hún ) í tíma til hennar. Ég pantaði tíma í Orkunudd hjá henni sem var vægast sagt áhrifaríkt en eftir nuddið fór Ósk að tala um tilfinningar sem ég geymdi á vissum stöðum í líkamanum sem væru að valda mér þessum vandamálum. Fyrst hugsaði ég, um hvað er konan að tala, en nokkrum dögum seinna var forvitnin alveg að drepa mig og ég pantaði tíma hjá henni í ráðgjöf og hún útskýrði fyrir mér í smáatriðum hvernig mér líður hvernig ég haga mér og hvernig ég gæti breytt því með því að hafa aðrar tilfinningar gagnvart sjálfum mér og fólki sem mér fannst hafa brugðist mér í æsku. Skemmst frá því að segja að 12 tímum seinna á ég í betri samskiptum við svo marga, mér líður betur og viðurkenni að ég sakna tímanna með henni. Kæra Ósk ég væri til í að eiga eitt eintak af þér og finnst að allir ættu að eiga eina Ósk. Veit að þú hlærð að þessu en.
Ómar Einarsson


Þerapían
"Ég hitti Ósk fyrst fyrir talsvert löng síðan. Ég er búin að eiga mjög gott líf og á ekki við nein sérstök vandamál að stríða, en að mínu mati er gott fyrir alla að fá einhvern til að ræða við um eitt og annað. Fyrir mér hefur það hjálpað mér heilmikið, aðalega til að hjálpa mér að finna tilganginn minn í lífinu. Ég er með B.Ed í leikskólakennarafræðum og er að vinna á leikskóla. Hins vegar hef ég alltaf fundið að ég er með einhvern annan tilgang en átti erfitt með að finna út hvað það var.

Fyrir ca. tveimur árum hitti ég Ósk á skype eins og við gerum reglulega. Við ræddum tilgang lífsins, vinnuna mína og tilfinningar mínar í garð vinnunnar. Mér fannast alltaf gaman í vinnunni og mér gekk mjög vel en það var samt alltaf eitthvað sem vantaði. Hún sagði mér að eftir tvö ár ætti ég eftir að finna út minn tilgang og að ég mundi fara aftur í skóla.

Á haustönn 2015 fór ég í mastersnám í sálfræði í uppeldis- og mennunarfræðum með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn. Á þeirri önn fann ég út hvað mig langar að gera í lífinu og ég finn það innst í hjarta mínu að ég er á réttri braut. Það er ómetanlegt að vera búin að finna tilganginn á jörðinni og það er ótrúlega auðvelt að fylgja brautinni þegar maður er komin á rétta braut.
Því vil ég segja TAKK Ósk, TAKK TAKK TAKK.
Fyrir ykkur hin, ef ykkur vantar aðstoð við að finna ykkar tilgang eruð þið komin á réttan stað!
Hrafnhildur Hlín 


"Þegar ég byrjaði í þerapíunni hjá Ósk minni þá var ég komin á botninn. Ég leið um eins og draugur og vissi ekkert hvað ég væri að gera í lífinu og fyrir hvern. Á þessu ári sem ég hef verið hjá Ósk hef ég afrekað ýmsa litla sigra og nokkra stóra:

Ég hef lært það að með því að ég standa með mér þá geta ótrúlegustu hlutir gerst.

Fólk kemur og fer í lífinu og allir eru að kenna manni eitthvað, hvort sem það er gott eða slæmt, og er ég gríðarlega þakklát fyrir að læra það.

Ég hef lært að gera hluti sem mig langar að gera í staðinn fyrir að gera hluti sem aðrir vilja að ég geri.

Ég hef lært að fyrirgefa og sleppa takinu á hlutum úr fortíðinni sem hafa legið á mér gríðarlega lengi.

Ég er orðin rólegri og jákvæðari og geri mitt besta í að senda hlýja nærveru og gleði frá mér.

Ég er á hraðri leið að elska sjálfa mig, hlusta á innsæið mitt og að senda óskir mínar út í alheiminn og treysta honum að það fari allt vel.

Ég mæli eindregið með að fara í þerapíuna til Óskar, hún er algjörlega mögnuð manneskja sem leysir ótrúlegustu mál með því aðeins að skýra þau út fyrir manni. Tímarnir eru stórkostlegir og hef ég alltaf farið brosandi og full vonar úr þeim. Nú er ég að fara að stökkva úr þægindarammanum mínum með því að ferðast og ég get ekki beðið. Takk Ósk fyrir að kenna mér að gera líf mitt betra og fyllra.
Aldís Fjóla Borgfjörð

"Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir allt sem ég hef lært í gegnum þessa tíma í þerapíunni hjá Ósk. Magnað hvað lífið getur breyst þegar maður fer að spá í hlutunum og fá að skilja “afhverju” þeir gerast. Ég hugsa skýrar, tek mínar eigin ákvarðannir og fæ að njóta þess að vera ég sjálf, sem er besta gjöf sem ég hef fengið.
Elísa Dóra

Þerapían
"Það sem þessi andlega meðferð hjá Ósk hefur gefið mér og kennt mér er fyrst og fremst meira sjálfstraust, ég stend með sjálfri mér og þori að segja skoðanir mínar - ég elska mig meira og geri það sem ég vil. Því ég á mig og er með sjálfa mig í fyrsta sæti ég er kátari og líður betur, ég man samt á tímabili í miðri meðferð leið mér hörmulega að þurfa að skoða mig svona mikið en í dag hefur það gefið mér svo mikið. Með því að þora að standa með mér og hlusta á mínar tilfinningar þá þorði ég að hætta í vinnu sem mér leið ekki vel í, fór að vinna á öðrum stað og fékk fljótlega stöðuhækkun þar, ég tel að það hafi gerst því ég þorði að taka ákvarðanir og segja mina skoðun. Ég get sagt í dag að ég er mjög stolt af mér, þakklát fyrir það sem ég lærði og er hamingjusöm. Mér finnst ég bara vera mjög vel heppnað eintak og er með minni áhyggjur á því hvað morgundagurinn færir mér. Ég trúi að ég geti menntað mig en var búin að telja mér trú um að það væi of langsótt. Held að þetta máltak lýsir lífinu mínu best í dag “Be careful what you wish for, you just might get it all.” Finnst ég mjög heppin að hafa fengið að kynnast Ósk og hennar aðferðum til að læra að elska sjálfa mig.
Karen Svendsen 

Þerapían
"Èg var stödd á skemmtistað og var að fá ferðaráð hjá tveimur vinkonum sem áður höfðu farið í Asíureisu.
Èg fór að tala um hversu mikið mig langaði til Bali. Þá sögðu þær báðar: "Þú verður að fara þangað og þú VERÐUR að finna íslenska konu þar sem heitir Ósk. Hún er mögnuð!"
Èg hló og sagðist gera mitt besta að elta uppi þetta íslenska undur.

Mörgum mánuðum (og fjórum löndum) síðar, lendi èg í alvarlegu mótorhjólaslysi í Víetnam. Þaðan var planið að fara til Kambódíu og svo að lokum til Indónesíu. En einn daginn vakna èg og segi við kærastann minn: "Èg er með betra plan, við sleppum Kambódíu og förum beint til Bali, èg þarf nefnilega að hitta eina konu þar."

Èg var staðföst í þeirri trú um að þessi víst magnaða kona hlyti að geta hjálpað mèr eftir slysið og áfallið. Og trúin flytur ekki bara fjöll...

Nokkrum dögum síðar sit èg við stofuborðið hennar að deila upplifun minni. Það sem gerðist næstu tímana er enn hálfblörrað en í stuttu máli sagt sprakk í mèr heilinn.

Samtalið endaði við sudlaugarbakkann í bakgarðinum hennar og þaðan gekk èg mína leið, með sólheimaglott á vör og með óútskýranlega glænýja sýn á lífið!

Èg veit ekki nákvæmlega hvað var að verkum en dagana eftir fóru töfrar að eiga sèrð stað. Og èg meinaða! Èg vann einföld lítil verkefni sem hún hafði sett fyrir mig og í staðinn fóru hinir ótrúlegustu hlutir að koma upp í hendurnar á mèr. Èg bað alheiminn um svör og hann svaraði með stæl eins og um ljósleiðara tengingu væri að ræða!

Svo já èg get með sanni staðfest það að "þessi íslenska kona á Bali" er algjörlega mögnuð!

Kærleikskveðja
Tinna

Þerapían
"Áður en ég fór í gegnum þerapíuna "Lærðu að elska þig", höfðum við Ósk eytt mörgum tugum klukkustunda yfir kaffibolla í að ræða lífið og tilveruna. Við ræddum meðal annars mikið um hvað ég vildi gera í famtíðinni og hvernig ég gæti farið að sinna áhuga mínum á að aðstoða fólk við að tengjast sér betur og hækka sína vitund. Það var ekki fyrr en ég fór í gegnum þerapínuna alla markvisst,​ að ég öðlaðist öryggi og skilninginn sem ég þurfti til að taka skrefið og byrja að kenna sjálf samkvæmt þessum fræðum. Hvatningin, fræðin og hugarfarsbreytingin sem ég upplifði hafði þau áhrif að ég losnaði við óöryggi, kvíða og vantraust sem ég hafði þróað með mér. Ég öðlaðist skilning og sjálfstraust til að láta drauminn rætast.

Samskipti við mína nánustu breyttust einnig til hins betra og ég upplifði mig jákvæðari, hamingjusamari og í meira jafnvægi eftir örfáa tíma. Hver tími hafði að geyma upplýsingar sem ég þurfti á að halda einmitt á þeim tíma og alltaf fékk ég hvatninguna sem ég þurfti til að taka mikilvæg skref.
Þessi þerapía "Lærðu að elska þig", sem ég er síðan
​sjálf ​
farin að kenna ​samkvæmt​, er magnað tól til að verða skýr, tengjast sjálfum sér, finna öryggi og læra að hlusta á innsæið. Það veldur því að maður fer að taka öðruvísi og betri ákvarðanir fyrir sig​ á öllum sviðum lífsins​. Það er ekki spurning að fræðin og æfingarnar í þessari þerapíu eiga erindi til allra.​ Ég er óendanlega þakklát fyrir tækifærin sem ég sé núna og skil betur eftir að ég fór í gegnum þerapíuna. Takk elsku Ósk, þú hefur einstakan skilning og færni í að leiða fólk inn á rétta braut.
Helga Jensdóttir  markþjálfi/þerapisti ( Lærðu að elska þig )


Þerapían
"Yndislega Ósk :) Ég fór í þerapíuna Lærðu að elska sjálfan þig hjá Ósk árið 2013 .,., Það tók mig 2 mánuði að akveða að hafa samband við hana .,., hélt maður kynni þetta nú allt og þar fram eftir götunum :) En svo ákvað ég að drífa mig og við hittumst á Skypeinu þar sem ég bý út á landi en hún var í Reykjavík. Það er skemst frá því að segja að ég heillaðist allveg, Fyrst hélt ég að maður ætti að segja frá öllum raunum sínum (svona eins og að fara til sálfræðings).,., en hún sagði "nú bara byrjaði maður á núllpunkti" og til þess að elska og virða aðra þá yrði maður að byrja á sjálfum sér :) Ég fór í gegnum hvert verkefnið á fætur öðru hjá henni og var farin að hlakka alveg óskaplega til að hittast á skypinu sem við gerðum á þriggja vikna fresti. En það að vinna í sjálfum sér og standa með sjálfum sér gefur manni svo góða tilfinningu. Ósk er líka frabær kennari og fékk mann til að sjá svo margt í öðru ljósi og líta öðruvísi á lífið :) Ég mæli sko hiklaust með Ósk og þerapíunni hennar :) Það þarf ekki endilega eitthvað að vera að hjá manni til að fara í svona ferðalag heldur líka bara til að vera ánægðari, hamingjusamari, lífsglaðari í því lífi og samfélagi sem maður lifir í :) Takk elsku Ósk fyrir hvað ég er ánægð að hafa fengið að hitta þig :) Mig langar bara eiginlega að fara í gegnum þerapíuna aftu :)
Linda Björk Ævarsdóttir

Þerapían
"Ég frétti af þerapíunni LEARN TO LOVE YOURSELF  eða Lærðu að elska þig, hjá Ósk um sumarið 2013 og fór í fyrsta tímann hjá henni fljótlega, og eftir þennan tíma fann ég ákveðinn létti innra með mér fannst eitthvað sérstakt hafi gerst, vá hvað þetta var öðruvís en það sem ég hafði reynt áður, fannst ég vera nokkrum kílóum léttari af áhyggjum og hugsunum sem ég hafði stundum enga stjórn á.
Breytingin byrjaði strax innra með mér, meiri gleði og bjartsýni og verkefni til að takast á við sjálfa mig,  verkefnið að læra að elska mig, ég fékk nýtt verkefni í hvert skipti sem ég hitti hana sem er alger snilld þannig fer breytingin í gang, en það var pínu snúið í fyrstu og ekki svo auðvelt að vinna þetta verkefni en með æfingunni fór í gang ferli sem leiddi mig af stað í þetta dásamlega ferðalag LEARN TO LOVE YOUR SELF .
Þetta er svo magnað hvernig breytingin byrjar að rekja upp gömul hugsanamunstur og venjur og í staðinn, bara elskað mig.
Smátt og smátt fór ég að fylgja hjartanu meira og læra að hlusta, hlusta á það sem skiptir máli.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa verið leidd inná hennar braut. Ef þú ert að vinna með eitthvað sem er erfitt og getur ekki fundið leiðina út úr því þá mæli ég með Ósk og hennar aðferð 100% hún sýnir þér leið sem farsælt er að fylgja !
Thank you , Thank you , Thank you
Ása Guðmundsdóttir

Þerapían
"Áður en ég hitti Ósk þá fór ég í gegnum lífið á litlum skammtímahamingjum. Ég var oft ófullnægð gagnvart umhverfinu mínu, glímdi við sjálfseyðingarhvöt og var með lélega sjálfsmynd. Mér fannst ég aldrei vera nógu góð og átti erfitt með að “eiga eitthvað skilið”.  Á endanum var mér bent á að fara til Ósk en ég vissi samt eiginlega ekkert hvað mig langaði að tala við hana um, því mér fannst ekkert að! Áður en ég vissi af þá náði hún að líta í gegnum alla veggina mína og sagði mér hluti sem ég þurfti að heyra til þess að átta mig á hversu einstök ég raunverulega var. Eftir fyrsta tímann var ég svo uppfull af nýju ljósi að ég ákvað að taka sjálfa mig 100% í gegn og núna einu og hálfu ári síðar minnist ég ávalt til hennar þegar hún náði að snúa allri minni hugsun við.  Hvern dag lifi ég full af orku og sjálstrausi og hefur það svo sannalega smitast frá sér.  Ég get ómögulega lýst orkunni sem þessi einstaka kona býr yfir og verð ég henni ávalt ævinlega þakklát fyrir að grípa svona inní svarta heiminn minn og  fyrir að hafa lýst hann upp af svo stórkostlegu ljósi að ég ræð stundum varla  við alla þessa birtu sem býr í brjóstinu mínu! TAKK Ósk!!
Apríl Smáradóttir


Þerapían
"Ég byrjaði fyrir tilviljun í meðferðinni "Lærðu að elska sjálfan þig" hjá henni Ósk árið 2010. Ég hafði lengi verið leitandi að einhverju sem gæti hjálpað mér að vinna á kvíða, óöryggi og andlegri vanlíðan. Þegar ég byrjaði hjá henni þá opnaðist fyrir mér algjörlega nýr heimur og ég átti varla orð yfir því hversu vel hún skildi mig og gat leiðbeint mér. Ég mætti mánaðarlega og vann verkefni þess á milli fyrsta árið. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni en það var líkt og einhver væri að toga í burtu, smám saman, svarta skýjið sem var búið að gera sig ansi heimakært í mínu lífi.
Í meðferðinni lærði ég að elska mig eins og ég er og meta mína styrkleika og eiginleika.
Í kjölfarið breyttust samskipti og samband mitt við mína nánustu svo um munar án þess að ég hafi nokkuð "haft fyrir því". Ég lærði tækni og skilning á því hvernig væri best að eiga samskipti við fólk. Ég lærði að staldra við og hlusta á sjálfa mig áður en ég að gerði eða sagði nokkuð. Sjálfstraustið mitt jókst gríðarlega og ég lærði að meta sjálfa mig meira og vera sátt við það sem ég sá og heyrði.
Enn þann dag í dag tileinka ég mér það sem Ósk kenndi mér og ég vil meina að þetta hafi verið upphafið af betra lífi! Núna 4 árum seinna er ég ennþá í góðu sambandi við Ósk og sæki til hennar þegar mig vantar aðstoð þegar lífsins áksoranir banka á dyr. Á einhvern ótrúlegan hátt hjálpar hún manni alltaf inn á rétta braut í leit af svörum en leyfir manni samt sem áður að átti sig sjálfur á hlutunum á leiðinni.
Þetta er án efa besta lífsreynsla og námskeið sem ég hef sótt og ég mæli með henni fyrir alla!
Auður Gestsdóttir

Þerapían
"Nú hef ég verið hjá Ósk í akkúrat ár í þerapíunni ,, lærðu að elska sjálfan þig’’. Ég gæti skrifað margar blaðsíður um það hvað ég hef lært á þessu ári um sjálfa mig og lífið sjálft en ætla að reyna koma því niður í nokkrar setningar.
•    Ég hef orðið miklu jákvæðari, glaðlegri og sjálfstraustið hefur aukist.
•    Þegar ég byrjaði hjá Ósk var ég í mikilli óvissu hvað ég ætti að læra eða verða í framtíðinni. Hún hefur hjálpað mér að sjá svo skýrt hver tilgangur minn er í lífinu og hvað ég eigi að vera að gera í framtíðinni.
•    Ég er byrjuð að standa miklu meira með sjálfri mér og hugsa alltaf hvað mig langi að gera en ekki hvað aðrir vilja að ég geri.  Er þ.a.l. hætt að leyfa fólki að stjórna mér og fengið að sjá svo skýrt hverjir eru vinir mínir og hverjir ekki. (T.d. áður sagði ég já við bíóferð útaf ég þorði ekki að segja nei þó mig langaði ekkert í bíó)
•    Lærði að senda alltaf kærleik út í tilveruna þá líður mér svo miklu betur, sama hvað ég fæ til baka.  
•    Áður þurfti ég alltaf að hafa kveikt á eitthverju í sjónvarpinu til að geta sofnað (myrkfælni) en nú get ég lagst á koddann og sofnað strax. (meira að segja þó ég sé ein heima)
•    Lærði að allir í lífi mínu eru að kenna mér eitthvað ákveðið, alveg eins og ég kenni þeim eitthvað.
•    Lærði svo margt um líf mitt og að allt sem gerist eigi að gerast, mörg svona ,,aaaha nú skil ég’’ móment sem komu þegar ég fattaði þetta.
Ósk er yndisleg í alla staði, skýrir allt svo vel út fyrir manni og hefur alltaf skýringar við öllu sem gerist í lífi manns. Allt verður svo miklu einfaldara þegar maður fer að skilja hlutina og afhverju þeir eru eins og þeir eru. Samtölin eru alltaf mjög skemmtileg og lærdómsrík, manni hlakkar alltaf til að tala við hana aftur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fundið Ósk og byrjað að vinna í sjálfri mér svona ung. Þetta er dýrmætara en nokkuð skólabókarnám sem maður mun læra yfir lífsleiðina, þetta er eitthvað sem maður ætti að læra strax í grunnskóla- svo mikilvægt veganesti er þetta fyrir alla.
Anna Guðný Torfadóttir

Þerapían
"Þetta gjörsamlega breytti öllu fyrir mig - labbaði út eftir þerapíuna algjörlega breytt og með sjálfstraust og betra innsæi! Ég fékk fullt af tólum í hendurnar til að tækla hausinn á mér, samskipti og fólk í kringum mig sem ég hafði áður ekki vitað hvernig ég ætti að takast á við.
Hef alltaf þurft að díla við að vera meðvirk og ekki getað staðið með sjálfri mér en í dag geri ég það hiklaust þó svo ég sé enn að æfa mig í því þá verður þetta alltaf auðveldar og auðveldara.
Ósk er ein sú magnaðasta sem ég þekki og ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki kynnst henni.
Sonja Maggý

Þerapían
"Langaði að segja þér að sjálfstraust og gleði hefur aukist til muna síðan ég byrjaði í meðferðinni Lærðu að elska þig. Ég veit betur hvað ég vil og vil ekki í mínu lífi og mér finnst eins og allt sé að verða skýrari og bjartara.
Auður B


Þerapían
"Það var ekki fyrr en mamma fór að tala um breytinguna á mér þegar ég fór að sjá hana. Þá fékk ég þessa hugsun, heyrðu já, ég er bara miklu jákvæðari en fyrir nokkrum vikum síðan. Mér líður mikið betur því ég hugsa hlutina öðruvísi. Hjá Ósk lærði ég að það er ég sjálf sem stjórna því hvernig ég hugsa, ég get sjálf stjórnað því hvernig mér líður. Það er alveg yndislegt að kynnast sjálfum sér og finna hvað það er gott að fylgja sjálfum sér í einu og öllu. Ég hef lært svo margt og er enn að læra.
Anna Margrét Thorlacius


Þerapían
"Guðbjörg Ósk er bjargvættur minn! Ég er einungis búin að fara til hennar einu sinni, fyrir rétt rúmri viku, og munurinn sem ég finn á sjálfri mér er enginn smá! Mamma hafði orð á því daginn eftir að ég fór til hennar, hvað það væri gaman að sjá mig svona glaða og það var rétt hjá henni - ég var glöð! Auðvitað var ég samt bara rétt að byrja, svona mikil vanlíðan hverfur ekki á einni nóttu.. en ég fann loksins fyrir VON!
Svanhildur Steinarrs


Þerapían
"Í mars í fyrra varð ég fyrir miklu áfalli sem varð til þess að ég leitaði mér hjálpar við að vinna úr því hjá konu sem frænka mín benti mér á. Það sem ég vissi ekki þá, var að þessi yndislega kona myndi ekki aðeins hjálpa mér að vinna úr áfallinu og öllum þeim erfiðu tilfinningum því tengdu, heldur leiða mig í vegferð þar sem sýn mín á lífinu, sjálfri mér og fólkinu í kringum mig myndi gjörbreytast. Nú hef ég lært að skilja svo margt sem er svo augljóst þegar maður fattar það og get eiginlega ekki líst því hvað það hefur haft mikil jákvæð áhrif á líf mitt.
Mín skoðun er sú að það ættu allir að hafa eina Ósk í lífi sínu!
Takk elsku Guðbjörg Ósk fyrir að vera til og fylgja þinni köllun, það bætir svo sannarlega líf margra.
Ása Beglind Hjálmarsdóttir


Þerapían
"Fyrir fimm árum lenti ég í slysi sem hafði mikil áhrif á líf mitt. Ég þurfti að hætta að vinna í mjög langan tíma og var í endurhæfingu í marga mánuði. En þá var ég svo vonlaus með lítið sjálfstraust að ég gat varla farið útúr húsi. Ég skammaðist mín og leið illa. Mér var boðið að fara í meðferð hjá sálfræðingi og ég fór í kvíðameðferð líka en það dugði ekki . það var alveg sama hvernig störf ég sótti um ég fékk ekki einu sinni svör.
Vinkona mín benti mér á Ósk sem hún sagði að væri spákona og sálfræðingur og ég hugsaði bara djö... ég geng í sjóinn ef lífið mitt lagast ekki. Ósk hjálpaði mér að skilja hvernig ég stjórna öllu í mínu lífi og eftir 3 tíma var ég komin með vinnu. Ég hringdi strax í hana grenjandi því hún sagði mér að ég mundi fá þessa vinnu. Ég er byrjaður að æfa aftur, fékk betri stöðu í vinnunni ári eftir að ég byrjaði að læra að elska mig.
Arnar Geiri


Þerapían
"Þessir timar hjá Ósk hafa hjálpað mér að öðlast skýrari markmið, meiri einbeitingu og meiri trú á sjálfa mig. Þrátt fyrir að hafa rætt þessi málefni fram og tilbaka í mörg ár með Ósk yfir kaffibolla áður en ég tók þátt í þerapíunni varð mér ljóst að mig langaði að fara í gegnum hana alla. Það er einfaldlega ekki það sama að rabba um þessa hluti og að fara markvisst í gegnum þessar æfingar og hugleiðingar. Í þerapíunni gafst mér kostur á að kafa djúpt ofan í mínar eigin takmarkandi hugsanir til þess að öðlast styrk, skilning og sjálfstraust til að leita útfyrir þægindarammann og stíga mikilvæg skref í vinnu, einkalífi og andlegum þroska. Samskipti mín við mina nánustu gjörbreyttist og viðhorf mitt gagnvart aðstæðum sem áður reyndust erfiðar einnig, margir streituvaldar hafa einfaldlega horfið. Ég mæli eindregið með þessari leið fyrir alla þá sem vilja læra að skilja hvar þeir eru staddir í lífinu og öðlast algjörlega nýtt sjónarhorn, möguleika og að lokum, innri frið og ró.
Helga Jensdóttir, markþjálfi.