Hvað gerir Orkunudd

  • Orkunudd eflir starfssemi líffæranna
  • Kröftugri úrvinnsla eins og á meltingu og endurnýjun.
  • Nuddið  eykur brennslu og súrefnisinntöku.
  • Það mýkir vöðva og gerir líkamann léttari og liðugri.
  • Ýtir óhreinindum úr vöðvunum, detoxun.
  • Dregur úr verkjum og óþægindum í vöðvum og liðamótum.


Um Orkunudd

Orkunudd er mjög öflugt og djúpt nudd þar sem gengið er með fullan líkamsþunga á stærstu vöðvum líkamans, eins og í lærum og rassvöðva, en fætur notaðir með annars konar tækni á hendur, bak og axlir.
Með því að nota fætur  og þyngd líkamans verður nuddið kraftmeira og nær  mun dýpra en venjulegt nudd  inní vöðvana. Hugmyndin er að taka vöðvann og kreista hann svo vel með hverju skrefi að hann líkt og leir verður algjörlega mjúkur og heitur því vöðvinn dregur í sig blóð við kraftinn frá nuddinu þegar vöðvinn er pressaður svona saman ýtast öll   óhreinindi sem eru í vöðvanum út og þannig hefur nuddið líka hreinsandi áhrif.
Orkunudd er því æskileg viðbót ef þú ert að hreinsa eða detoxa því
það gerir hreinsunina öflugri.

Með því að losa líkamann við óhreinindi verður þú léttari og orkuríkari
auk þess sem vöðvarnir verða sterkari og liðugri.
Um leið losnar þú við verki og stífleika færð aukið úthald
og brennslan eykst, starfssemi lífæranna verður öflugri þar
sem unnið er með orkubrautir lífæranna.
En hvert líffæri á sér orkubraut sem gengur í gegnum líkamann bæði
vinstra og hægra megin eins braut. Vöðvarnir sem orkubrautin gengur í gegnum eru þeir vöðvar sem veita líffærinu kraft til starfa og er því mikilvægt að vöðvar líkamans séu
sterkir og sveigjanlegir svo þeir getir brotið niður súrefni og búið til orku.
Ef vöðvar líkamans eru hreinir og sterkir verður súrefnisflæðið meira og minni líkur á að bólgur eða annað álag nái að dafna í líkamanum.

Eftir nuddið má búast við harðsperrum og þreytu-upplifun sem breytist þó fljótt
í gífurlegan léttleika, en oft er sviti og þvag illa liktandi og liturinn getur verið dökkur í nokkra daga.

Ef þú ert að stunda átaksæfingar eða brennslu mun Orkunudd
auka áhrifin  og getu þína.

Hvernig bókar þú tíma í Orkunudd

þú getur bókað með því að senda mér póst á osk@osk.is
Hver tími tekur um 90 mín og kostar kr. 7.500,-

   

Blönduð meðferð Orkunudd og HBS, mjög vinsælt

Það hefur verið mjög vinsælt undanfarið að blanda saman Höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð  eða HBS og Orkunuddi.  

Orkunuddið er þá framkvæmt fyrst í um það bil 40 mín, síðan HBS.
Þessi meðferð gefur margfalt meiri árangur þar sem HBS-meðferðin  verður dýpri og öflugri þar sem  líkaminn leysir spennu, stífni og leiðréttir skekkjur af miklum krafti.
Og mörgum þykir það alveg nauðsynlegt að fá slökunina á eftir Orkunuddið.

Þú bókar með því að senda mér póst
á osk@osk.is
Þessi meðferð tekur 90 mín og kostar kr. 8.500,-
Styttri með ferð 60 mín kr. 7.000,-