Fréttir
29.09.13
Kyrršarstund ķ Gušrķšarkirkju 11. okt
Kyrršarstund ķ...

Kyrrðarstundir á föstudagskvöldum í Guðríðarkirkju eru að byrja aftur nú þegar rökkva tekur og altarið gefur svo fallegan tón.

Föstudagskvöldið 11. október nk. kl 20:00-23:00.  Að þessu sinni ætlar hún Monika Abendroth að spila fyrir okkur á hörpuna sína. Þetta verður með sama sniði og áður, við hvetjum alla til þess að koma með það með sér sem þeir telja sig þurfa - hugleiðslustóla, dýnur, púða, sængur, kodda eða bangsa - um að gera að láta sér líða vel við hugleiðslu og bæn.