Vertu hjartanlega velkomin hingað til mín.
Guðbjörg Ósk heiti ég höfundur þerapíunnar
'Lærðu að elska þig' sem er nú fáanleg sem netnámskeið og einkatímar.

Væri ekki stórkostlegt ef Lífið væri aðeins BETRA AUÐVELDARA & ÁNÆGJULEGRA ?
Væri ekki magnað að vita að
ÞÚ GETUR ALLT sem þú vilt !!
Getur þú ímyndað þér hvernig það væri að LÍÐA ALLTAF VEL ?

Netnámskeið “Lærðu að elska þig”
hefst Mánudaginn  13. Janúar 2020

ertu tilbúin fyrir nýtt dásamlegt líf ? 

Þetta er nefninlega öruggasta og áhrifaríkasta leiðin til að gera lífið stórkostlegt.

Þú færð uppbyggilegan, fróðleiksríkan og hvetjandi póst frá mér á hverjum Mánudegi í 23 vikur.

Hver póstur inniheldur áhrifaríkan fróðleik um það hvernig þú getur skapað ánægjulegra líf og liðið betur, látið draumana þín arætast vera í góðum samskiptum með sterka trú á sjálfa/n þig. Fróðleikur sem hjálpar þér að skilja atburði, aðstæður og eða uppákomur sem voru eða eru óþægilegar eða og truflandi auk þess sem þú færð útskýringar á því af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru.

Hver póstur inniheldur Verkefni sem munu gjörbreyta því hvernig þú upplifir sjálfa/n þig, alla í kringum þig og lífið sjálft. Þau innihalda meðal annars daglegar æfingar sem breyta hugarfarinu þínu, viðhorfum og trú. Þér mun fljótlega líða betur dags daglega og þú finnur að þú hefur minni áhyggjur, kvíði, depurð og neikvæðar hugsanir minnka líka, hversu dásamlegt er það. Í staðin verður þú bjartsýnni, jákvæðari, spenntari og eiginlega óstöðvandi því þú færð hugrekki til að gera allt sem þig langar og verður orkuríkari, ánægðari og léttari.

Það fylgja hverjum pósti aukaverkefni sem hjálpa þér að vinna úr hlutum sem eru að trufla þig, eins og erfiðleikum eða áföllum, veikindum eða óþægilegum aðstæðum. Verkefnin munu líka efla þig á marga vegu og losa þig við neikvætt hugarfar og þá líðan að finnast svo margt erfitt og ógerandi. Þú hættir að fresta og færð að upplifa hversu mögnuð manneskja þú ert og hvers þú ert megnug sérð að þú getur svo miklu meira en þú hélst.

Verkefnin sem þú gerir daglega munu gjörbreyta þér strax á fyrstu vikunum. Þau bæði auka meðvitund þína um þig og gjörbreyta því hvað þér finnst um þig og hvað þér finnst þú geta og kunna. Þau gera þig sterkari áhugasamari og glaðari.
Síðan hefur þú auka verkefnin sem þú vinnur þegar þér hentar og þau dýpka skilning þinn á þér og lífinu þínu, hjálpa þér að hætta að hugsa um neikvæða atburði og upplifanir, losa þig við neikvæða líðan um sjálfa/n þig að þú sért ekki nóg og þá þrúgandi höfnunartilfinningu sem lætur á sér kræla við og við. Ósjálfrátt ferðu að beina athyglinni að því sem lætur þér líða vel og nærir þig á allra handa máta.

Þú færð aðgang að lokaðri grúbbu á Facebook þar set ég inn myndbönd með hvatningu og nánari útskýringum á efninu vikulega og þú getur sett inn spurningar eða sagt frá þinni reynslu.

Námskeiðið breytir hugarfarinu þínu sem verður jákvæðara og uppbyggilegra,
sjálfsmynd þín verður fallegri og þú verður ánægðari með þig eins og þú ert,
þú færð aukið sjálfsöryggi,
hugrekki og getu til að vera þú sjálf/ur, standa með þér og átta þig á hvað það er sem þú raunverulega vilt.

Þú munt læra og æfa að hlusta á hjartað og innsæið sem er einn besti leiðbeinandi sem hugsast getur fyrir þig.
þegar þú hefur getu til að hlusta á innsæið og hjartað þá veistu alltaf hvað þú vilt eða hvað er þér fyrir bestu.
Hugrekkið sem eykst frá degi til dags í æfingunum sem þú gerir, gerir þér síðan kleift að fylgja innsæinu.

Samskipti þín við fólkið í kringum þig verða ánægjulegri og auðveldari. Fólk sem hefur valdið þér angist og kvíða hættir að koma fram við þig af vanvirðingu eða særa þig.

þú verður þakklátari, glaðari, sáttari og léttari.

þú lærir og æfir að sleppa tökunum á því sem heldur aftur af þér eða truflar þig.
Sér fljótlega fortíðina í nýju betra ljósi og verða spennt fyrir þeirri gleðilegu og gæfuríku framtíð sem bíður þín.

Hvernig fer námskeiðið fram :

- Allur fróðleikurinn, námskeiðsgögnin verða send til þín á póstfangið þitt.
- Þú færð aðgang að lokuðum Hóp á Facebook
- Fyrsti pósturinn kemur Mánudaginn 6. Mai og mun hann inihalda fróðleik og verkefni
- þrem dögum seinna kemur myndband inní lokuðu grúbbuna á Facebook með hvatningu og nánari útskýringum.
- Þú getur sent mér spurningar sem ég svara með myndbandi svoleiðis líður þér eins og þú sért í einkatíma
- þannig heldur þetta áfram í 23 vikur.


Aðal verkefnin á Netnámskeiðinu eru 9 talsins.

Hvert og eitt þeirra hefur djúp jákvæð áhrif á hugarfar þitt, ómeðvituðu tilfinningarnar sem þú hefur um þig og lífið, breyta þeirri trú sem þú hefur á þér og getu þína.

Af því þú æfir daglega þá verða breytingarnar endanlegar, það er að segja þú getur ekki farið til baka í gamla farið sem þú ert í núna.

Þú sérð sjálfa/n, þig og lífið þitt í nýju ljósi.
Tilveran fyllist af möguleikum þar sem áður voru erfiðarleikar, þú sérð áhugaverðar aðstæður í staðin fyrir óþægilegar og spennandi einstaklinga en ekki særandi og meiðandi fólk.
Hvaða áhrif hafa aðal verkefnin :

1. Breytir þeim viðhorfum sem þú hefur til þín, þú æfir daglega að byggja upp jákvæð viðhorf, betri líðan yfir að vera eins og þú ert, sjá hæfileika þína eiginleika og getu í nýju ljósi, vera ánægð/ur með þig, sátt gleði og meiri hamingja.

2. Æfing sem gerir þig ánægðari með allt sem þú gerir og myndar jákvæða og sterka orku í kringum þig, þú gefur fallega af þér og umbreytir líðan allra í kringum þig á hvetjandi og skemmtilegan hátt.

3. Eykur meðvitund um framkomu þína og hegðun þú færð tækifæri til að vanda þig meira en áður og velja hvernig þú vilt haga þér í öllum samskiptum. Þú upplifir strax breytingu hjá þér og framkoma þín verður alveg ósjálfrátt fallegri og meira gefandi, á meðan þú gerir þessa æfingu.

4. Þú skoðar öll samskipti sem hafa meitt þig og æfir þig í að mæta öllu/m frá hjartanu og lærir að sjá og skilja hegðun og framkomu allra í þínu lífi og umbreyta henni til hins betra. Lífið verður gjörsamlega magnað þegar þú færð mátt til að hafa fulla stjórn á því hvernig allir koma fram við þig.

5. Losar þig við vanlíðan, skömm, eftirsjá og biturð yfir því sem þér finnst hafa farið úrskeiðis í lífi þínu fram að deginum í dag á sama tíma dregur úr kvíða yfir því sem framtíðin ber í skauti sér og þú finnur spennu og bjartsýni og meiri löngun til að gera allt sem þú óskar þér.

6. Lærir að skapa þakklætistilfinningu yfir öllu, líka því sem er erfitt, óþægilegt og vont. Þú ferð inní daginn þinn betur undirbúin fyrir þeim erfiðleikum eða neikvæðu uppákomum sem hugsanlega skjóta upp kollinum. Allir þessir litlu hlutir sem eru ekki eins skemmtilegir verða ánægulegar stundir með þessum nýju formerkjum.

7. Að skilja hvernig innsæið þitt tjáir sig við þig og öðlast kjark til að fara eftir þeim leiðbeiningum sem það gefur þér mun veita þér nýtt miklu sannara, berta og ánægjulegra líf. Þú verður öruggari með þig og treystir þér til að taka réttar ákvarðanir og auðvitað verður lífið leikandi létt þegar þú ert búin að virkja þennan allra besta leiðbeinanda sem hugsast getur.

8. Þegar þú gerir þér grein fyrir því hversu auðvelt það er að breyta, laga og bæta lífið með réttu aðferðunum þá fyllist þú bjartsýni von og trú á þig og lífið og finnur endalausa orku innra með þér til að skapa það líf sem þú óskar þér.

9. Líðan þín er svo breytt að þú ert með orku sem er eins og töfrasproti og laðar til sín ómælt magn af skemmtilegheitum. Þú ert að springa úr spenningi yfir að láta alla þína drauma rætast, lifa því lífi sem þú hélst að þú gætir eða kynnir ekki að framkalla.


ÞÚ ERT ALLTAF VELKOMIN AFTUR OG AFTUR !!
Eftir að hafa skráð þig einu sinni á Net-námskeiðið Lærðu að elska þig ( eftir 1. Janúar 2018 ) þá stendur þér til boða að vera með í hvert skipti sem ég býð uppá þetta námskeið sem er 5 sinnum á ári.
Ef þér tekst ekki að vinna námskeiðið vel allan tímann sökum anna eða ef eitthvað kemur uppá í lífinu og þú gast ekki sinnt því eins og þú hefðir óskað þér þá kemur þú bara aftur. Jafnvel þó þú hafir unnið öll verkefnin samviskusamlega þá veit ég að það mun hafa dýpri og ný áhrif að gera þetta allt aftur.

Verð kr. 97.000,-

Hægt að skipta greiðslum
Sendu mér póst á osk@osk.is og skráðu þig í nýtt líf.

Nokkrar Umsagnir um Netnámskeiðið ;


Kæra Ósk

Þakka þér af öllu hjarta fyrir Netnámskeiðið þitt þú ert dýrðlingur að fatta uppá þessu.
Það er svo ótrúlegt að lesa textana frá þér ég er með hökuna niður á bringu hoppa uppúr sófanum og fagna því ég er alltaf að fá útskýringar á akkúrat því sem ég þarf að heyra. Stundum held ég að þú sért einvhers staðar í felum að fylgjast með mér þú virðist alltaf vita hvað er í gangi hjá mér, nema kannski núna þegar mig langar að biðja þig um smá bón.

Mig langar að athuga hvort ég get fengið að færa mig yfir í Janúar námskeiðið þó svo að mitt námskeið sé ekki búið.
Þannig er að þetta námskeið er búið að vera algjör lífsbjörg fyrir mig og það eru hreinlega allir hlutir að lagast líka þeir sem ég hélt að væru ekki lagfæranlegir.
Ég hef unnið öll verkefnin samviskusamlega og ég les á hverjum degi í bókinni og hlusta töluvert oftar en einu sinni á myndböndin þín þau eru bjargvættur minn í bílnum á leiðinni heim eftir vinnu og aftur áður en ég fer að sofa ég get svo svarið fyrir það ég held ég sé orðin háð þér ::)
En framundan er tími sem á hug minn allan og ég er svo spennt núna að halda Jól í þessari gleði sem ég er að finna á ný og framtakssemi sem ég var búin að tapa og bjartsýni á lífið mér finnst ég vera hamingjusömust í heiminum og það er engin smá gjöf.
En ég tími ekki að láta það bitna á Netnámskeiðinu mínu svo mig langar að byrja uppá nýtt í Janúar ef þú leyfir.
Bebba ljósálfur

Eftir að ég fór á Netnámskeiðið Lærðu að elska þig þá er ég miklu fljótari að átta mig á hvernig mér líður og þekki líkamann minn betur finn meira fyrir honum og sinni honum betur. Enda hef ég núna svo mikið af tólum og aðferðum til að takast á við það sem skapar vanlíðanina.
Ég hlusta meira á innsæið mitt og fer mun oftar eftir því en ég gerði. Er þakklátari yfir svo mörgu og finn til dæmis að ég er hætt að gera ráð fyrir að eitthvað sem ég þarf að gera verði erfitt, núna eru ekki lengur svona neikvæðar tilfinningar sífellt að plaga mig og skemma fyrir mér heilu og hálfu dagana, ég bara skil ekki hvernig ég gat verið svona.
Ég finn fyrir miklu meiri ást til mín og er kröftugri og áhugasamari á svo marga vegu með meira sjálfstraust og ánægðari með lífið mitt í heild.
Takk fyrir þetta snjalla námskeið Ósk.
Sif

Það er gott að setjast niður og skrifa breytinguna á mér frá því að ég byrjaði að vinna í mér - finna mig - fylgja mér og elska mig nákvæmlega eins og ég er.

Mín líðan í dag er meiri friður í eigin skinni eftir að ég fór að leyfa mér að vera nákvæmlega eins og ég er því þegar ég geri það fer ég að leyfa öllum öðrum að vera eins og þeir eru.
Pirringur - streita og kvíði heitir eiginlega sögunni til, en ef ég gleymi mér þá á ég svo frábær verkfæri til að hjálpa mér til baka. Það er svo magnað að átta sig á því að þegar ég dett í neikvæðar hugsanir, þá fæ ég kvíða og þá kemur spenna í líkamann og ég er ekki samkvæm sjálfri mér - þannig er ég búin að lifa í mörg ár, í mótsögn við sjálfa mig og þóknast öðrum, ég hélt að það væri bara lífið.
En í dag veit ég betur og er svo óendanlega þakklát fyrir þá vinnu sem ég er búin að gefa sjálfri mér í þessari þerapíu, sem skilar sér í opnara hjarta sem ég þorði aldrei, var alltaf í vörn og að afsaka mínar gjörðir fyrir öllum. Finna kærleikann í eigin garð sem ég get gefið öðrum með mér. Að standa með sjálfum sér þarf styrk sem ég á í dag.

Áður fyrr lét ég lengi margt yfir mig ganga, safnaði særindum og reiði inn í mér og hugurinn endurtók atburðina aftur og aftur í huga mínum - kom fram í tilfinningum mínum og svo fann ég til í líkamanum, fékk hausverk og spennuverki út um allt.

Í dag vel ég það sem gefur mér frið og kærleika og sleppi öðru eða legg það í hendurnar á alheiminum. Ég þarf ekki aðhafa skoðanir á öllu, það hef ég líka lært og gefur innri frið.

Áður en ég byrjaði í þerapíunni var líf mitt í hnotskurn og stuttu máli svona.
Ég eyddi mikilli orku í að hugsa og velta fyrir mér hvað öðrum fannst eða hvað aðrir voru að segja um mig. Ég var með kvíða - ég var hrædd að vera ég sjálf - til þjónustu reiðubúin fyrir alla nema sjálfan mig. Ég var aldrei nóg - oftast óánægð með sjálfan mig - ég talaði aldrei vel um mig við sjálfa mig - átti alltaf að hafa gert aðeins betur en ég gerði - of hugsaði allt .
Svaf ílla - vaknaði oftar en ekki þreyttari heldur en þegar ég fór að sofa. Spennuverkir í líkama. Sagði já þegar ég meinti NEI.
Hugurinn minn stoppaði aldrei.

Í dag ári eftir að ég fór að skoða og kynnast mér af einlægni og alúð í þerapíunni "Lærðu að elska þig"
Finn ég fyrir meiri ást, hamingju og vellíðan við alla og allt í mínu lífi.
Í dag hef ég stjórn á mínu lífi og heilsu og þar með öðlast ég innri frið og jafnvægi.
Að sættast við sjálfan mig er mikil blessun fyrir mig sem og að tala fallega og jákvætt til mín í huganum hef ég lært á þessum tíma og að ég er frábær eins og ég er akkurat núna, allt er eins og það á að vera.

Er óendanlega þakklát sjálfri mér að hafa gefið mér þessa gjöf að mæta mér af kærleika eins og öllum öðrum. Hugur minn er þjónn en ekki stjórnandi eins og hann var. Hugarró, meðvituð um eigin líðan og hlusta á innsæi mitt. Opnara hjarta finn kærleika og frið í líkama og sál. Ég ber ábyrgðina á mínu lífi. Ég vel, ef ég geri það ekki velur einhver annar fyrir mig. Ég er með valdið til að vera sönn - hamingjusöm - hugrökk - sterk - jákvæð og lifi mína drauma af heilu hjarta.
Kærleikskveðja BylgjaÉg hélt að ég mundi ekki hafa tíma til að taka þátt í námskeiðinu mér fannst ég lesa í lýsingunni að það væri ansi mikið sem ætti að gera. En um leið og ég byrjaði þá skildi ég að áhugi minn á þessum fróðleik jókst svo hratt að mjög fljótlega var ég farin að sleppa hlutum sem ég hef alltaf gert og taldi nauðsynlega yfir í að nýta tímann í að lesa og vinna verkefnin.
Hver einasta mínuta var gjörnýtt enda er ég húsmóðir á stóru heimili er í krefjandi starfi og stunda líkamsrækt af kappi með dass af fullkomnunaráráttu.
Fyrst gerði ég nákvæmlega eins og Ósk leiðbeindi og fann 10 mínútur á dag til að sinna þessu námskeiði, en þessar mínútur urðu mjög fljótt 30 mínútur af því að ég varð svo spennt og áhugasöm og það held ég að hljóti að gerast hjá öllum því það er svo mikið frelsi að læra og skilja það sem námskeiðið kennir. Ég bíð spennt eftir Mánudögum þegar nýtt kennsluefni birtist í innhólfinu og svo aftur er ég ferlega spennt að sjá myndböndin á Fimmtudögum. Það eru allir vikudagar orðnir spennandi.
Fullt af smáatriðum sem hafa pirrað mig eru eins og horfin, mér finnst ég í miklu betra jafnvægi og samt hélt ég að allt væri ósköp fínt hjá okkur fjölskyldunni. Ætla að taka undir orðin hennar Óskar gott getur verið miklu betra.
Ég er mun fókuseraðri í vinnunni og það hefur bætt nokkrum tímum á viku inní lífið sem ég hafði ekki áður, því ég hef marg oft geta farið fyrr heim.
Ég á mun ánægjulegri stundir með börnunum okkar og þau hafa öll minnst á það með einum eða öðrum hætti og það er ómetanleg gjöf í lífið og svo blómstrar líka ástin á heimilinu.
Ég er búin að læra miklu meira en ég hélt að ég væri að fara að gera og er alveg ákveðin í að setjast á þennan skólabekk aftur á næsta ári og gera þetta allt upp á nýtt og það finnst mér svakalega flott konseft að meiga koma aftur.
Takk kærlega fyrir mig 

Guðný

Ég elskida og er svo spennt að fá póstana frá þér það er eins og ég sé að vinna í lottó alla Mánudaga. Bara ertu ekki að djóka í mér ég hafði ekki hugmynd um að það væri hægt að losna við allar þessar ógeðslega neikvæðu hugsanir sem eru svo niðurrífandi. Mér aktúallý líður vel í fyrsta skipti í mörg ár. Þessi verkefni gera kraftaverk það get ég sagt þér. Þó svo að þau séu ekki auðvled þá er þetta eins og krossgáta maður bara verður að gera og græja þetta það er eitthvað magic í þessu.
Ég kem örugglega aftur takk.
Anna


"Kæra Ósk

þakka þér innilega fyrir að bjóða mér að vera með á námskeiðinu Lærðu að elska þig aftur, mér finnst það bilað flott gjöf frá þér að öllum standi til boða að taka þetta námskeið eins oft og maður vill húrra fyrir þér. Ég var einmitt svo sár að geta ekki unnið verkefnin vel í lokin vegna veikinda í fjölskyldunni og það er ómetanlegt að geta verið með aftur.
Ég er samt að finna svo miklar breytingar á mér ég er svo miklu glaðari og léttari í lund en ég var. Mér finnst ég koma meiru í verk og finn að ég er ekki sífellt að rífa mig niður og draga úr eða gera lítið úr öllu sem ég geri. Ég hef heldur ekki eins mikla þörf fyrir að fólk sé sammála mér og samþykki það sem ég ákveð að gera þarf ekki hrós eða hvatningu frá öðrum því ég sé um það alveg sjálf og það er gríðarlega góð tilfinning að vera ánægð með sig.

Hlakka svakalega til að byrja aftur þar sem þetta hefur verið virkilega skemmtilegt og krefjandi líka en á einhvern hátt sem hefur svoleiðis ýtt mér áfram og ég er búin að taka ansi vel til í hugarfarinu og lífinu svona yfir höfuð.
takk fyrir mig
Sigrún M"

"Ég var að ganga í gegnum erfiðan tíma og var frekar týnd þegar ég ákvað að skrá mig á netnámskeiðið "lærðu að elska sjálfa þig" hjá Ósk. Ég hafði engar sérstakar væntingar og vissi lítið hvað ég var að fara útí og var bara að leita að einhverju til að hjálpa mér. Það höfðaði strax til mín það sem Ósk hafði að segja og hún kom með svo góða nálgun og útskýringar á hlutum sem ég var búin að burðast með frá unga aldri. Verkefnin sem unnin eru á námskeiðinu eru kraftaverki líkast og koma manni á svo miklu betri stað á ótrúlega stuttum tíma. Hugarfarsbreytingin sem á sér stað er mögnuð og í dag líður mér betur en nokkru sinni fyrr. Ég verð Ósk ævarandi þakklát og mæli svo sannarlega með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja vinna í sjálfum sér og uppgötva hvað lífið er magnað.
Ósk G

"Ég get allt 😊
Fyrir rétt um fjórum árum síðan hefði ég aldrei trúað því á hvaða stað ég væri í dag.
Lífið fór á hvolf, ekkert var sem áður og allt þurfti að vinna frá grunni. Ég sem hafði verið svoddan bómullarhnoðri og átti þetta ljúfa og þægilega líf.

Í fyrstu hrundi ég bara og ár fór í að ná áttum og funkera í lífinu og það tókst með stuðningi frá fjölskyldu og vinum. Smátt og smátt kom þetta en erfiðast þótti mér hversu mikið ég var ein þrátt fyrir að eiga þrjú börn.
Ég strögglaði eiginlega mest með þessa einveru sem varð til þess að ég ákvað að fara ein í ferðalag þar sem markmiðið mitt var að læra betur að vera ein og kannski kynnast betur hvað í mér býr.

Í undirmeðvitundinni vissi ég að ég færi til Bali, hafði ákveðið fyrir mörgum árum að fara þangað einhvern tíma. Vafraði á netinu og skoðaði það sem ég fann um Bali og rakst þá á nafnið Ósk. Fann netfang og hafði samband og þar með hófst mesta ævintýri lífs míns þar sem þessi ferð til Bali varð bara hluti af svo miklu stærra ferðalagi.

Ég fór til Bali með opið plan og hitti Ósk og það fór svo að mánuðinn þar var ég mikið með þessari mögnuðu konu. Ég var allan tímann í Ubud enda meira í innra ferðalagi og alveg á rétta staðnum með réttu manneskjunni í þannig ferð. Staðurinn, fólkið, orkan og allt sem ég upplifði er eitthvað einstakt og engu líkt.

En mánuðurinn tók enda og ég fór til baka í mitt líf en ekki tilbúin að stoppa bara þar með allt þetta veganesti sem ég fékk. Ég skráði mig á Net-námskeiðið LÆRÐU AÐ ELSKA ÞIG hjá Ósk og var næstu mánuði og jafnhliða sótti ég ýmsan fróðleik sem hún hafði bent mér á. Ég er sérstaklega hrifin af Carolyne Myss, boðskapur hennar höfðar vel til mín. Smátt og smátt öðlaðist ég hamingju og hugrekki sem ég hafði ekki fundið lengi fyrir. Það kom ekki að sjálfu sér heldur kom það með æfingum og þrautseigju því það krefst vinnu að breyta lífinu.

Í þerapíunni fékk ég verkfæri í hendurnar sem ég notaði og fyrirfram hefði ég aldrei trúað því að svona lagað virkaði en það gerði það svo sannarlega. Á tæpu einu og hálfu ári, síðan ég fór þessa afdrifaríku ferð, hefur margt breyst í mínu lífi.

Fyrir það fyrsta flutti ég úr stórri íbúð í úthverfi í í litla og kósý íbúð sem umvefur mig í hjarta borgarinnar. Ég skipti um vinnu og vinn í hverfinu mínu, ekki beint við það sem ég er menntuð til en nýti samt vel mína reynslu og mér til mikillar ánægju er nýja vinnan svo skemmtileg og alveg laus við streitu og mikið álag og fæ meira að segja meiri laun en í gömlu vinnunni, þvílíkur happdrættisvinningur.
Með þessum breytingum tókst mér að gera lífið svo miklu betra fyrir mig, ég hef núna þá orku og gleði sem ég náði ekki á gamla staðnum og núna er ég í góðu sambandi við fjölskyldu og vini, eitthvað sem ég náði ekki að sinna nógu vel sökum orkuleysis en öll mín orka fór í mitt gamla starf. Ég er jafnframt að ljúka heilsunuddaranámi sem ég hóf fyrir nokkrum árum og get nuddað jafnhliða vinnu og hef möguleika á að gera meira með það í framtíðinni. Ég stunda mitt helsta áhugamál dans af fullum krafti og var á dögunum að skrá mig í dansferð til Kúbu næstu páska. Ég nýt lífsins og hvers einasta dags en er fullkomlega meðvituð um að ég ber ábyrgð á eigin lífi og heilsu enginn gerir það fyrir mig. Það er ekki gefið að eiga gott líf en það er sannarlega val hef ég komist að og er tilbúin að leggja þá vinnu að mér sem til þarf og ég er hvergi nærri hætt….
​​​​​​​​Þorgerður

"Þetta námskeið og efni hefur haft svo mikil áhrif á mig að ég er stein hætt að liggja fyrir framan sjónvarpið á kvöldin. Ég fer útí göngutúr og melti fróðleikinn og hugmyndirnar sem eru að hrannast upp eftir að ég fór að gera þessi verkefni og læra þessi fræði.
Ég hlakka mikið til að geta sent þér lýsingu á breytingunni sem er á byrjunarstigi. En ég sagði upp í vinnunni, á ensku segir maður neadless to say að ég var ekki fyrr búin en að það var haft samband við mig og mér boðið að ganga inní samstarf með hóp af fólki sem ég hef alltaf litið upp til og dáðst að framtakssemi og hugrekki þeirra. Ég stend við hliðina á þeim núna og trúi því varla. þetta er á viðkvæmu stigi enn sem komið er en ég mun svo sannarlega senda þér framhald um leið og þetta verður opinbert. Bara þetta eitt og sér er búið að hafa svo mikil áhrif á mitt líf að ég get ekki lýst því það er ný tilfinning inní mér alla daga sem er svo góð.
Þakka þér fyrir þetta efni og takk fyrir líka að benda mér á að það eru frábærir þerapistar á Íslandi að kenna þessi fræði ég ætla svo sannarlega að nýta mér það.
mbk Helga

"Þegar mér byrjaði að þykja vænt um mig þá breyttist framkoma fólsk við mi. Það var sérstaklega áberandi hvernig yfirmaðurinn minn breyttist og hann fór að bera meiri virðingu fyrir mér og setti mig betur inní starfið mitt, setti á mig meiri ábyrgð og mjög fljótlega var mér boðin launahækkun. Ég fór að njóta mín betur og skil núna að ég fór að gefa af mér og sendi frá mér hlýrri orku og fólk finnur það augljóslega því það er einhvern veginn allt svo miklu betra.  Vinkona mín sem mér fannst alltaf hugsa bara um sjálfa sig er öðruvísi við mig núna og spyr miklu oftar hvað ég vil gera og við erum nánari vinkonur í dag eða betra andrúmsloft á milli okkar. það var oft spenna og eins og pirringur sem ég skildi aldrei.
Það er samt ekkert auðvelt að þykja vænt um sig ég hef alltaf heyrt að maður eigi ekki að vera ánægður með sig og ég held að það sé ekki auðvelt að skilja muninn á því að vera montin sem þykir mjög slæmt og sýna sjálfum sér umhyggju og kærleika. Ég skildi aldrei að ég ætti að sýna mér kærleika fannst að allir hinir ættu að gera það en gerði samt ekki ráð fyrir að fólki þætti vænt um mig. Þetta er samt allt svo vel upp sett á þessu námskeiði og útskýringarnar aftur og aftur dæmisögurnar sem mér fannst frábærar og ég tengdi við flestar þeirra. Augljóslega eru verkefnin mjög áhrifarík því ég áttaði mig ekkert á hvað breytingarnar eru víðtækar. Ég segi alla vegana öllum núna að Læra að elska sig !
Takk fyrir þetta frábæra Net-námskeið
Heiðrún


  

Það er örugglega engin tilviljun að þú ert hér akkúrat núna.

Ég býst við að þú sért að leita að meiri fyllingu hamingju og velgengni. En það er akkúrat það sem ég kenni.
Hefur þú kíkt á Like-síðuna mína á Facebook www.facebook.com/gudosk
Þar er ég með daglega hvatningu, fróðleik og skemmtilegheit.

Hér á síðunni getur þú valið úr mörgum möguleikum til að gera breytingar og líða betur.
Ef þú ert að takast á við erfiðar minningar, lítið sjálfstraust eða langar til að upplifa að lífið er eitthvað meira en að vinna borða sofa þá finnur þú lausnir og leiðir hér.

*Viltu byrja rólega þá skaltu smella þér í fjarþjálfun í How 2 Feel Good eða Farsæld, Heilbrigði og Vellíðan sem eru lauflétt og skemmtileg netnámskeið auk þess sem þú getur núna tekið hið 23 vikna net-námskeið 'lærðu að elska þig' á þeim hraða og tíma sem þér hentar. Þú færð öll gögn send til þín, leiðbeiningar, verkefni, hvatning og fróðleikur koma á póstfangið þitt - einföld og stórkostleg leið til að byrja á auðveldan og þægilegan hátt að gera breytingar til hins betra í lífinu.  Þú gerir þetta á þínum hraða og eftir þinni getu.
Kíktu á Net-námskeið.

**Lifandi námsekið eins og 'The Winner takes it all'fara fram í beinni útsendingu. Þú færð sendann kóða til að komast inná lifandi námskeið sem er varpað það sem ég er stödd í heiminum. Einföld og auðveld leið til að gera lífið ánægjulegra.

***Það er ólýsanleg upplifun að koma í einkatíma eða ráðgjöf og um leið og  þú ert tilbúin til að vera meira til staðar fyrir sjálfa/n þig, vera meðvitaðri og taka fulla ábyrgð á lífinu þínu, losna við neikvæðar tilfinningar og auka sjálfstraustið.  Þá ættir þú að gefa þér þá stæðstu gjöf sem þú getur gefið þér að "Lærðu að elska þig"


Í þessum 90 mínútna einkatímum færðu útskýringar á því af hverju lífið þitt er eins og það er.  Þú munt læra aðferðir og fá verkefni sem hjálpa þér að gera þær breytingar sem þú óskar þér og verða sú stórkostlega vera sem þér var ætlað að vera hér. Þegar þú kemst í tengingu við hana þá munt þú upplifa algjört frelsi, frið og fullnægju. Þá fyrst verður þú leikstórinn í þínu lífi og skapar þá mynd sem þú vilt. Í hinu fullkomna flæði sem Mihaly Csikszentmihaly lýsir svo vel í fyrirlestrinum á TED.com

Algjörlega heilög upplifun sem fólk kemst í þegar það gleymir stund og stað í tengingu við eðliseiginleika sína. Ekkert skiptir máli og þú tekur ekki eftir þreytu hungri eða þorsta þú ert í algleymi þar sem ekkert truflar þig. Það er eins og tíminn standi í stað allt víbrar inní þér og þig langar til að vera þarna það sem eftir er.
Kíktu á ; Lærðu að elska þig.

****Viltu kannski algjöra djúpnæringu í litríku umhverfi, sól, heilbrigða næringu, Yoga, Heilun, Lærðu að elska þig, Hugleiðslu, göngutúra, Slökun, Nudd og ég gæti haldið endalaust áfram að telja um gersemarnar sem eru í 7, 10 og 12 daga einka-Retreatum með Ósk eða í hópferðunum 'Yoga og Ást á Balí.
Allra bestu Yoga kennarar landsins liða Yogatímana í sólarupprás.
Þú kemur splunkuný/r heim aftur með svo mikið af fróðleik og næringu líkamlega og andlega að líf þitt verður aldrei eins aftur. Kíktu á ; Balí Retreat

“Mundu að þú ert leikstjórinn í þínu lífi”
Hafðu samband og ég hjálpa þér! osk@osk.is

With all my heart I welcome you to my website.


My name is Guðbjörg Ósk

I am the founder and creator of the dynamic Therapy 'Learn to Love you'

I believe life is supposed to be amazing.
If your life isn't wonderful please allow me to help you with whatever is troubling you.
Would you like to get rid of anxiety, pain or other disturbances ?
Do you think life could be better than you are experiencing now ?
Are you searching for a meaningful life ?
In the Therapy 'Learn to Love you' you will figure these things out. I will help you find your purpose, peace and happiness.

Whatever stage you’re at in your life journey, the Therapy 'Learn to Love you' will be an experience off a single most powerful and personal way to break free from your struggles, reach your inner power and abundance in all spectrums of your life.
I have more than 10 years of experience in consulting and coaching people from all walks of life. I have outstanding ability to create an eye-opening, highly interactive educational experiences with my clients.

And I offer different approaches and variety of treatments to abundance, happiness, wellness and  more love.

*I use Awareness coaching and intuitive guidence in my unique Therapy 
"Learn to Love You"  which is a teachings and guidence personlaized for you. 
*Energy healing 
*Remote Energy Healing.
*Happy Yoga.
*On -line courses
*Motivational speaking for groups and companies. 
*Private Retreats in Bali

It doesn't matter where you are on this Planet earth, all these teachings and healings, I can do on Skype.

You can join me in my wonderful Retreat in Bali Indonesia or wherever you would like to transform your life. In my retreats you get axess to all my teachings, healing, coaching and joy. It is a unique way to start a new life in your  private retreat. Make your life Magica and wonderful.

For more information about my teachings and Retreats, go to the English link on the left.

Just to see who I am..
May I also introduce you to my Like-page - www.facebook.com/gudosk
Every day you will find new inspirations, informations, guidence and happy things to do,  please like it now. Jump in to your new life.

I guess its not a coincidence that you are here. I believe you are searching for a complete rejuvenation or a way to beginn transform your life. In this fast going life and our multi-tasking society,  with too many stimuli and distraction, so many people find themselves lost. It is always more and more difficult to keep focus on your passions and following your heart, dreams and intuition.
Here you find a way out of suffering and into a more deeply fulfilling life. You will be gently guided to a life you can celebrate avery day.


Everywhere and everyone tells you what is best, and what you have to have and do, to feel good. Advertisement are everywhere and they incline that your life will not be good or better unless you buy the product.
In our insicurity we believe more in commercials and what others think say and do and easily find ourselves so frustrated and unsattisfied after following their guidens.  And that is the most controversial part in our lifes because that means that there is people out there which believes more in what you are saying and doing , since you are "others" for them,  while you believe more in what they are saying and doing. It isn't easy to try to live somebody elses dreams. So the best thing you can do for your self is to get grounded, focused and trust in yourself.

And the only person who really should be listening to YOU is you - yourself.
I am so grateful to see you here. You must have followed your own intuiton now.
Because here you will learn how to listen to your heart, understand your intuition, use your qualities and find your passion and purpose.

Whether you want to feel and look younger, have more energy, and learn how  to live a more happier, healthier and meaningful life. Have more self esteem courage and be more exited. You have to overcome pain, trauma, heartbrake or other turmoil. Or if you just believe life has something more to it ?
Smile with your heart. You have found it.

Yes I can assure you that your life has a profound purpose and you will find the right method here that will bring you closer to your higest good, feeling good or change your life completely. You are about to shift and transform your life into a magical every day experiences full of miracles and wonderfulness.

Here you can explore different ways to become the magnifisent being you were ment to be in this lifetime. You should be exited - your life will never be the same again.

After one private session with me or simply following one 4 week long happyness course via e-mail,  you will learn and practice a new way of being, thinking and perceiving every aspect in your life. The people, situations and how you feel right now is all about to take new directions, you will love.

*You can choose between short and easy courses which you get  straight to your inbox,
about   "How 2 Feel Good"  or  "How to Create Great Health and Abbundant life"
These courses are kind of, do it on your own. It is an simple and easy way to start and see how it feels to change.  Take a look at the "English"  link - you will find more informations about them.

Send me an e-mail on osk@osk.is and we will find the right time and the right course for you to begin with.

Do you know that life is supposed to be Great ? And you were ment to be graceful and on daily bases you should feel very greatful happy and in harmony...
But maybe you dont you have some obstacles and barriers which you dont know how to overcome ?
Or you just dont know how to start your glorious journey ?
For most of the people they are affraid of failure and mistakes. So many are feeling hopeless and frustraited and have cultivated the believe that they cant change or have a joyful life. In my work I have seen everybody change, become better, more exited, happy and blossom like the most beautiful Rose you have ever seen.


Would you like to fall in love with yourself ?

**Then I am sure you will take off and fly happier after the first  private session in the therapy  "Learn to Love Yourself"   


First of all we will discuss and go through which detours you are struggling with. 
What is causing you chaos, dis-ease and uncertainty. Is there some aspect in your life leaving you feeling overwhelmed and unable.
*You will learn how life works differently than you think right now.
*You become more happy.
*You will learn to understand the connection between the body, mind and spirit.
*How to break up thought patterns that are causing you pain or dis-ease.
*You will understand every person and every situations in a more easy and acceptible way.
How everybody and everything is a precious lesson instead of pushing you down.
*You will practice Loving yourself every day, how wonderful do you think that is going to be?
*And you will find out what makes you get into your Flow ( see explanation )
*You will realize who you are,  and what your purpose is, and by realizing that you get rid of the negativity in your head and the gnawing feeling that you should be doing something, saying something or feeling somthing different.
*You become light and exited every day and more and more.
For more information about "Learning to Love Yourself" go to the English link to the left.

>Flow also called "Optimal experience" is a concept developed by Mihaly Csikszentmihalyi.
"the holistic experience that people feel when they act with total involvement"
“… flow – the state in which people are so involved in an activity that nothing else seems to matter; the experience itself is so enjoyable that people will do it even at great cost, for the sheer sake of doing it.”

It doesnt matter where on this planet you are since you are here on the planet...
We can meet on Skype. And you will totally love it.

More about why and how I started my journey of glory and love. Hope you will understand that your story is very important unique and the world is waiting for you to realize the meaning by it all.
about.me/osklearn2loveyou

“Remember you are the director of your life create the film you love the most" !
Please send me an e-mail for more informations or if you need some advice osk@osk.is

I love to help people discover and realize their unique  beauty, quality, talents and abilties.
Taking one step at a time to become the magnificent being every one is supposed to be.