Skip to main content

Það er alltaf eitthvað spennandi á döfinni

Eftir október 3, 2020desember 29th, 2021Fréttir

Sjúlluð gleðistund fyrir Skvísur miðvikudaginn 19. janúar 2022.
Ertu ekki örugglega á póstlistanum ?
Þá verður þú fyrst að fá fréttirnar, en við Anna Guðný heilsugúru ætlum að vera með hátíð fyrir konur sem verður ekki aflýst alveg sama hvað því við verðum úti undir dansandi Norðurljósum og hugsanlega á tásonum…
Það verður bara skemmtilegt og þú færð útrás til að fagna nýja árinu með stæl.

 

Næsta netnámskeið Lærðu að elska þig hefst mánudaginn 17. janúar 2022.
Langar þig ekki að vera með og læra öll leyndarmálin til að skapa yndislegt líf, líða vel, vera ánægð/ur með þig og njóta þín ?

Heyrðu í mér í síma 778 3731

Facebook síðan er tilbúin þannig að ef þú bókar þig strax þá getur þú byrjað að undirbúa þig. Þú færð aðgang að þessari lokuð síðu og þar er fullt af stuðningsefni hugmyndum og fróðleik til viðbótar við það sem þú færð sent á netfangið þitt.

„Mér finnst Lærðu að elska þig- fara í alla helstu þættina, hef allavegana ekki fundið neitt sem mér finnst vanta, sem fólk þarf að huga að til að auka vellíðan sjálfstraust og skilja sjálfan sig og lífið og læra að þykja vænt um sig sem ég sé núna að er mjög mikilvægur þáttur sem ég hugsaði ekkert útí áður en ég byrjaði á þessu námskeiði“

„Mér finnst ég hafa meiri tíma fyrir mig en áður, hvort sem það er vegna þess að ég er svo meðvituð og geri færri mistök nýti tímann betur og sleppi alskonar óþarfa eða hvort að ánægjan sem maður finnur strax gerir mann léttari og þá virkar eins og allt sé betra“

 

 

 

Jólagjafaleikur osk.is

Til þess að taka þátt í Jólagjafaleiknum smellir þú á gluggann hér fyrir ofan og fyllir út formið sem birtist.
Nafn, netfang og símanúmerið þitt, ég ætla að hringja í vinningshafana í beinni útsendingu
sunnudaginn 20. desember 2020.
Það eru 20 vinningar í boði og heildarverðmæti vinninga hvorki meira né minna
en 1.086.000,-  krónur.

1 x þerapían Lærðu að elska þig,  12 x 90 mín einkatímar,  verðmæti kr. 240.000,-

3 x Ráðgjöf – 1 x 90 mín tími, kr. 20.000,- verðmæti = 80.000,-

4 x Netnámskeið Lærðu að elska þig, 24 vikur, kr. 108.000,- x 5 verðmæti = 432.000,-

5 x Netnámskeiðið Galdralíf, 12 vikur, kr. 36.000,- verðmæti = 180.000,-

6 x Netnámskeiðið Farsæld heilbrigði og vellíðan, 40 dagar, kr. 29.000,- verðmæti = 145.000,-

 

 

 

ÓSK-tóber

 

ÓSK-tóber er nýjasta nýtt hjá Ósk.is
já ég er alltaf að hugsa um hvernig er hægt að gera lífið betra og ná að hjálpa fleirum að líða vel og hugmyndin að Ósk-tóber skottaðist fram í hugann í berjamó núna um daginn.

Ósk-tóber er svakalega skemmtileg viðburðaruna sem ég ætla að bjóða uppá FRÍTT fyrir alla sem eru á Póstlistanum.

Næstum alla daga í Október ætla ég að senda frá mér hugmynd að gleði ánægju og hamingju – eða ég ætla að tala um hvað við getum gert til að gera alla daga betri þó ekki sé nema smávegis og já þetta verða léttar og skemmtilegar hugmyndir og ekki nóg með það heldur eru allar ábendingar vel þegnar.

Sendingarnar eru hugsaðar til að hressa uppá lífið og tilveruna og eru með þeim eina tilgangi að gera þennan mánuði skemmtilegri og jafnvel allan veturinn því þú getur haldið áfram að nýta hugmyndirnar eins lengi og þú vilt.

 

Viltu ekki vera með ?
ég meina er ekki tilvalið að gera allt sem þú getur til að ljúka þessu ári með stæl það er svo spælandi hvað þetta ár er komið með neikvæðan stimpil en við getum enn breytt því og gert þetta ár að athyglisverðasta árinu !
Segðu öllum sem þú þekkir að kíkja hingað inná heimasíðuna mína osk.is og finna bleika takkann sem segir -FRÍ ÁSKRIFT-
þegar það er klikkað á hann þá birtist gluggi til að skrá netfangið og þú ættir að gera það líka og koma í áskrift að vellíðan í ÓSK TÓBER 2020
 
Ég er líka að fara af stað með virkilega dularfullt og spennandi námskeið í lok Október og allir sem eru á Póstlistanum fá afslátt og forkaupsrétt á þetta einstaka námskeið sem er alveg nýtt á Íslandi.

 

Skráðu þig í FRÍA ÁSKRIFT

 

Ég mæli eindregið með því að þú setjir netfangið þitt á Póstlistann og gerist áskrifandi að öllum þeim hugmyndum, námskeiðum, ferðalögum og uppákomum sem ég býð uppá og veit um.
Þegar ég sendi póst þá innihalda þeir alltaf skemmtilgar sögur, ábendingar,  leiðir til að líða betur og skapa ánægjulegra líf og að sjálfsögðu minni ég á þegar námskeiðin mín eru að hefjast svo þú fáir tækifæri til að vera með.
Það er bleikur hnappur á forsíðunni   Frí áskrift   ef þú smellir á hann þá færðu glugga þar sem þú setur netfangið þitt inn og svo færðu póst til að staðfesta áskriftina.
Frekar einfalt, en svo í kjölfarið ferðu að fá pósta frá mér með tilboðum, gjöfum og alskonar aðferðum til að hafa lífið skemmtilegra og betra.

 

Lærðu að elska þig

 

Á meðan ég get ekki boðið uppá Dömuferðir til Balí ætla ég að halda nokkur námskeið hér heima.
Galdralíf í ágúst, Lærðu að elska þig í september og svo verður óvænt uppákoma í október, fylgstu með.

Ég elska að vera hér á sumrin og nýt þess að bjóða uppá námskeið hér og þar og alstaðar.
Landið okkar er stútfullt af dýrðlegum stöðum sem breiða persónulegu andrúmslofti yfir námskeiðin og gera hvert námskeið svo einstakt.

Þriðjudaginn 25. ágúst byrjar Galdralíf það má segja að það verði útum allt land því það verður í beinni útsendingu.

Á þessu skemmtilega námskeiði lærir þú að töfra fram draumana þína í orðsins fyllstu merkingu. Það var uppselt á síðasta námskeið og ég verð að viðurkenna að ég er mjög sátt við að vera með þetta námskeið aftur því mér finnst að allir eigi að læra að galdra, enda er þetta námskeið fyrir alla.

Námskeiðið verður í beinni útsendingu á lokaðri facebook síðu, svo þú getur tekið þátt hvar sem þú ert í heiminum.
Það er náttúrulega óstjórnlega notalegt að vera bara heima en að sjálfsögðu máttu mætu á námskeiðið ef þú vilt en það fer fram í Reykjavík.

Á þessum fjórum þriðjudagskvöldum 25. ágúst, 1. 8. & 15. september frá kl 19 – 22
lærir þú aðferðir sem virka eins og töfralampinn og svo æfir þú þig alltaf í viku á milli þess sem við hittumst.

Þú æfir þig líka í að stilla þig inná rétta tíðni þar sem draumar rætast.

Það er ólýsanleg tilfinning að vera í hóp og tengjast þeirri orku sem er ævintýri líkust,
það margfaldar möguleikana að vera með svona mörgum sem eru að æfa það sama.
það er eiginlega eins og að syngja í kór svo miklu kröftugra en ef þú syngur ein/n.

Allir draumar vilja rætast og þess vegna lendum við stundum í því að eiga okkur draum en þorum ekki að leggja í þá vinnu sem þarf til að hann rætist, stundum vitum við ekki hvernig er best að byrja og þannir eru til ótal afsakanir fyrir því að draumar fá ekki líf. Svo sjáum við okkur til mikillar skelfingar að einhver hefur látið drauminn okkar rætast og verðum óskaplega sár og fúl útí okkur sjálf.

Ég segi því við þig, komdu og lærðu hvernig þú lætur draumana þína rætast og ég lofa að upplifunin verður sjúklega töfrandi.

Það eru nánari upplýsingar um námskeiðið hér inná linknum Galdralíf og þú getur líka heyrt í mér.

Sendu mér póst á osk@osk.is og skráðu þig í Galdralíf og lærðu að töfra fram alskonar ævintýri.

 

Lærðu að elska þig

 

Netnámskeiðið Lærðu að elska þig hefst mánudaginn 14. September.
Hluti af námsefnið er lesefni sem þú færð sent til þín á netfangið þitt og hluti af því fer fram í lokaðri grúbbu á Facebook.
Námskeiðið er í 24 vikur og þú hreinlega masterar það að vera sú stórkostlega manneskja sem þú átt að vera, en hefur kannski aldrei þorað að vera og færð doktorsgráðu í persónulegri uppbyggingu.

Ég er búin að stofna lokaða grúbbu á Facebook og þú færð aðgang að henni um leið og þú bókar þig á námskeiðið. Þar set ég inn myndbönd með nánari útskýringum á námsefninu og svara spurningum, bendi á áhugaverðar myndir, bækur og annað efni sem tengist fróðleiknum.
Ef þig langar virkilega að komast að því hversu mögnuð manneskja þú ert, hvað þú býrð yfir einstökum hæfileikum, eiginleikum, getu og visku þá er netnámskeiðið Lærðu að elska þig að fara að sýna þér það svo um munar. Ef þig langar að sjá að lífið er svo miklu stórkostlegra en þú heldur þá ættir þú að gefa þér þessa stórfenglegu gjöf að læra að elska þig.
Það er ekki auðvelt að trúa því að lífið geti verið miklu miklu betra, sérstaklega ef þú ert búin að eiga erfitt, ef þér hefur liðið illa lengi, ef það eru erfiðir einstaklingar í kringum þig, efþú glýmir við líkamlega verki, andlega kvilla eða þorir aldrei að standa með þér.
En það gjörbreytist allt í kringum þig þegar þú breytist.

Margt sem þér finnst þú kunna núna setningar sem þú hefur heyrt og þér finnst svo athyglisverðar eða sannar eins og allt er eins og það á að vera eru kannski ekki að virka í lífinu þínu því um leið og eitthvða erfitt neikvætt eða óþægilegt á sér stað þá sérðu ekki að allt er eins og það á að vera. Þú missir trúnna og upplifir angist, kvíða, vanlíðan, vanmátt, óöryggi, streitu, ótta og fleiri neikvæðar tilfinningar. Þegar þú færð útskýringar og æfingar þá fá svona setningar miklu dýpri meiningu og fara að virka fyrir þig.
Þegar það gerist þá verður lífið svo miklu auðveldra og afslappaðra. Ég segi nú stundum að þá hættir þú að vera eins og hjartalínurit og færð að upplifa meiri kyrrð og frið. Þá fær hugurinn þinn líka ekstra rými til að hugsa um allt aðra hluti sem eru meira áhugaverðir og gleðilegri.
Og þá verður breytingin enn meiri.

Nánari upplýsingar um netnámskeiðið og þerapíuna „Lærðu að elska þig“ eru í linkunum og svo getur þú að sjálfsögðu sent mér póst á osk@osk.is og spurt mig hvort þetta henti þér og því sem þú ert að takast á við eða fyrir þær væntingar sem þú ert með um þína framtíð.

Hlakka til að heyra í þér