Ósk

Lærðu að elska þig

Einstaklingsmiðuð þjálfun sem stuðlar að jákvæðara sjálfsmati, auknu sjálfsöryggi, ánægjulegri lífssýn og meiri lífsgæðum

Hvað gerist þegar þú lærir að elska þig?

Þú ert í námi sem tekur á öllum sviðum lífsins. Fyrst byggir þú upp sterkt sjálfstraust og gjörbreytir þeim viðhorfum sem þú hefur um þig. Skoðanirnar þínar breytast og það hefur svo djúp og mikil áhrif á tilveruna. Margt sem þér þykir ómögulegt í dag verður allt í einu svo miklu auðveldara og einfaldara. Það segja allir  „ég trúi ekki að þetta sé að gerast“ vegna þess að það breytist svo margt, meira að segja fólk og aðstæður sem þú heldur að geti ekki breyst.
Fæstir gera sér grein fyrir því hvað ótti stjórnar stórum hluta af lífinu og þegar þú öðlast hugrekki til að standa með þér, vera þú, láta draumana þína rætst, breyta því sem þig hefur langað að hafa öðruvísi þá ert þú í raun búin að skapa nýtt líf.

Endilega hafðu samband við mig ef þú vilt vita meira um þerapíuna eða netnámskeiðið Lærðu að elska þig það mun gjörbreyta þínum lífsgæðum að fara í þetta nám.

Ég mæli aðeins með því sem ég veit að virkar og hefur gagnast fólki síðustu 20 árin

Hver er Ósk

Í dag bý ég á Balí, því ég hef alltaf látið alla mína drauma rætast og að mínu mati er það besti staður í heimi til að glæða mín verk og sköpun fallegri og hvetjandi orku. Hér bjó ég til netnámskeiðið Lærðu að elska þig og kennaranámið í þerapíunni og held væntanlega áfram að skapa ný námskeið, því það er mitt líf og yndi.

Einstakar ferðir sem byggja þig upp líkamlega og andlega.

Dömuferðir með Ósk

Eins og í öllum þeim dömuferðum sem ég hef staðið fyrir undan farin 6 ár þá mun ég kenna grunn fróðleikinn í þerapíunni Lærðu að elska þig. Þú ferð því heim með lífsbætandi visku og fullt af frábærum aðferðum til að takast á við lífið og til að viðhalda þeim jákvæðu eiginleikum sem dálseiðslan mun blása í þig.

Við erum mögnuð þjóð

Elskum meira

Við erum búin að uppgötva hvað er mikilvægast í lífinu og með það að leiðarljósi, að við sjálf, líðan okkar, tengsl og samskipti við fólkið okkar er það sem skiptir mestu máli þá er auðvelt að velja að vanda sig við að láta þessa allra mikilvægustu hluti hafa meira vægi, setja í þá jákvæða athygli og okkar allra fallegustu orku og nálgun – alltaf.