Skip to main content
 

Ósk

Lærðu að elska þig

Vertu hjartanlega velkomin hingað til mín.
Má ekki bjóða þér að skrá þig í Fría áskrift að vellíðan

Hvað gerist þegar þú lærir að elska þig?

Vertu hjartanlega velkomin og mikið er ánægjulegt og spennandi að þú ert komin hingað.

Hugsanlega ertu með spurningar eða vangaveltur um lífið, líklega ertu búin að heyra að þú getur fengið svör, ráðgjöf og leiðbeiningar í tíma hjá mér.
Einnig eru fjölbreytt fjar/netnámskeið í boði endilega kíktu á og finndu hvað höfðar til þín.

Ég lofa þér að það verður margt sem skýrist og verður auðveldra og fallegra í þínu lífi eftir að þú hefur heyrt þann fróðleik sem ég mun færa þér.
Tæplega 30 ára reynsla við að hjálpa fólki að skapa yndislegra og þægilegra líf hefur veitt mér einstaka þekkingu sem mun örugglega nýtast þér mjög vel.
Þú og þín saga er vissulega einstök en vertu viss um að það eru til lausnir og leiðir fyrir þig.
Í tímunum munt þú komast að því hversu mögnuð manneskja þú ert og að lífið þitt er að bíða eftir þér með ótal möguleika og ævintýri sem þú munt njóta þín í.

Þú ert í námi sem tekur á öllum sviðum lífsins. Fyrst byggir þú upp sterkt sjálfstraust og gjörbreytir þeim viðhorfum sem þú hefur um þig. Skoðanir þínar breytast, það hefur virkilega djúp og mikil áhrif á tilveruna. Margt sem þér þykir ómögulegt í dag verður allt í einu gerlegt og hættir að hafa neikvæð áhrif á þig. Það segja allir  „ég trúi ekki að þetta sé að gerast“ vegna þess að það breytist svo margt, meira að segja fólk og aðstæður sem þú heldur að geti ekki breyst.
Fæstir gera sér grein fyrir því hvað ótti stjórnar stórum hluta af lífinu og þegar þú öðlast hugrekki til að standa með þér, vera þú, láta draumana þína rætst, breyta því sem þig hefur langað að hafa öðruvísi þá ert þú í raun búin að skapa nýtt líf.

Endilega hafðu samband við mig ef þú vilt vita meira um Lærðu að elska þig eða önnur námskeiðið, einkatíma eða tarotlestur.

Ef það kviknar forvitni hjá þér um ljósmyndirnar hér á síðunni þá eru flestar myndirnar frá giovannaphotography.com

Ég mæli aðeins með því sem ég veit að virkar og hefur gagnast fólki síðustu 20 árin

Hver er Ósk

Í dag bý ég á ítalíu á hinni undurfögru Amalfi strönd
eftir að hafa verið búsett í um 9 ár á Balí.
Lífið er svo yndislegt og ég elska að hafa þetta frelsi sem starfið mitt veitir mér með hjálp tækninnar.

Einstakar ferðir sem byggja þig upp líkamlega og andlega.

Dömuferðir með Ósk

Við erum mögnuð þjóð

Elskum meira

Við erum búin að uppgötva hvað er mikilvægast í lífinu og með það að leiðarljósi, að við sjálf, líðan okkar, tengsl og samskipti við fólkið okkar er það sem skiptir mestu máli þá er auðvelt að velja að vanda sig við að láta þessa allra mikilvægustu hluti hafa meira vægi, setja í þá jákvæða athygli og okkar allra fallegustu orku og nálgun – alltaf.