Kennararnir
Ég kynntist þerapíunni í lok 2014 þegar ég var á mjög svo dimmum stað í lífinu. Ég hafði ekki staðið með mér í mörg ár, búin að fara í gegnum erfiðleika með láti mömmu minnar og endalaust búin að vera að halda öllum góðum í öllum þeim samböndum sem ég var í. Með því að byrja smátt og smátt að vinna í mér lærði ég að setja mörk, vinna mig úr sorginni og hugsa jákvætt um mig og lífið á ný. Ég vann mig í gegnum erfiðleika í æskunni og stóð með mér í að vinna mig í gegnum skömm og andlegt ofbeldi. Í staðinn fyrir að berjast í gegnum alla daga með hnefunum gat ég vaknað og verið þakklát fyrir allt það góða í kringum mig, alla mína dásamlegu fjölskyldu, alla mína stórkostlegu vini og séð það jákvæða í lífinu í staðinn fyrir að rífa það niður.
Til þess að bóka tíma eða fá nánari upplýsingar um Aldísi Fjólu kíktu inná Facebook síðuna hennar : https://www.facebook.com/hinsannathu/
Ég spurði elsku Ósk svo oft að því í tímunum hvar hún hafi lært þessa þerapíu því mig langaði svo mikið að kenna hana. Draumurinn rættist svo sannarlega og er ég svo þakklát fyrir að fá að vera þerapisti þerapíunar í dag. En ég hef verið að fá til mín skjólstæðinga í þerapíuna síðan árið 2016 og er þetta með því skemmtilegra sem ég geri. Ég tek á móti skjólstæðingum mínum í fallegri útsýnisíbúð í Kópavogi þar sem að ég legg mikið upp úr heimilislegri og kósý stemmingu í tímunum. En einnig hef ég verið með skjólstæðinga í gegnum myndsímtöl sem hentar vel þegar fólk býr ekki í höfuðborginni. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt bóka tíma þá er þér velkomið að senda mér línu á anna@heilsaogvellidan.com. Hér er einnig linkur á umsagnir frá mögnuðu skjólstæðingunum mínum; https://heilsaogvellidan.com/blomstradu
Ásamt þerapíunni er ég einnig með netnámskeiðið Endurnærðu þig (https://endurnaerdu-thig.teachery.co/) þar sem ég hjálpa fólk að hlúa að líkama & sál á heildrænan hátt.
Fyrir heilsufróðleik, hollar uppskriftir og hvatningu:
https://heilsaogvellidan.com/
https://www.instagram.com/heilsaogvellidan/
https://www.facebook.com/heilsavellidan/
Ég trúi því að öll getum við heilað okkur sjálf. Við þurfum stundum hjálpina til að koma okkur af stað og stundum erum við þannig stemmd að við finnum ekki leiðina og þurfum hjálp til þess.
Til þess að bóka tíma eða fá nánari upplýsingar um Birgittu Hrönn kíktu inná Facebook síðuna hennar : https://www.facebook.com/liveinpeaceandlove/
Mín dýpsta þrá er að hjálpa fólki að tengjast betur hjartanu, blómstra í lífinu og læra að elska sig skilyrðislaust.
Mín saga:
Ég hef frá því ég man eftir mér verið með kvíða og þunglyndi og því verið mjög leitandi í að finna leiðir til að tækla hugann og stjórna eigin líðan.
Sumarið 2015 fór ég á botninn andlega og ákvað eftir að hafa fylgst með Ósk í nokkur ár að heyra í henni og fara til hennar í þerapíuna „Lærðu að elska þig“ sem gjörbreytti öllu.
Með því að vinna verkefni þerapíunnar og hitta hana á þriggja vikna fresti í heilt ár fann ég meðvitundina og sjálfstraustið aukast auk þess að í fyrsta sinn var ég með meiri stjórn á minni líðan.
Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á æskunni, uppeldi og áhrifum sem æskuupplifun hefur á manneskjuna. Árið 2015 þegar ég varð sjálf móðir auk þess að fara í þerapíuna opnaðist fyrir margt úr minni æsku sem gjörbreytti skilningi mínum á sjálfri mér og minni líðan.
Til þess að bóka tíma eða fá nánari upplýsingar um Höllu Ósk kíktu inná Facebook síðuna hennar : https://www.facebook.com/hosklif/
Til þess að bóka tíma eða fá nánari upplýsingar um Ingibjörgu kíktu inná Facebook síðuna hennar : https://www.facebook.com/Inn%C3%A1vi%C3%B0-L%C3%A6r%C3%B0u-a%C3%B0-elska-%C3%BEig-103092247900000/
Til þess að bóka tíma eða fá nánari upplýsingar um Nínu Mrgréti kíktu inná Facebook síðuna hennar : https://www.facebook.com/fullkomnadulifthitt/
Það að kynnast þerapíunni opnaði alveg nýjan heim fyrir mér, í raun finnst mér ég hafa lent í lukkupottinum við það að uppgötva þessa sjálfs vinnu og þau verkfæri sem þerapían hefur uppá að bjóða.
Áður en ég hóf þessa vinnu fyrir sjálfa mig, þá hafði ég ávallt upplifað það og taldi þerapíuna „Lærðu að elska þig“ einungis vera fyrir þá sem væru alveg á “botninum” og ekki fyrir mig, því mér fannst ég vera alveg á fínum stað í lífinu þannig séð, þrátt fyrir að ég væri að eiga við smá kvíða, smá óöryggi og meðvirkni. Ég var í fínni vinnu, átti dásamlega fjölskyldu, góðan vinahóp og fór erlendis í sumarfrí reglulega og taldi mig stunda ágæta sjálfsrækt með því að mæta í ræktina, stunda yoga, hitta vinina og njóta útiverunnar eins og ég gat. Taldi mig í raun ekkert skorta þannig séð en fann samt innra með mér að mig vantaði eitthvað en ég vissi ekki alveg hvað það var.
Til þess að bóka tíma eða fá nánari upplýsingar um Sólveigu Ösp kíktu inná Facebook síðuna hennar : https://www.facebook.com/gledilegtlif/
Í gegnum tíðina hef ég verið leitandi og oft verið mjög týnd í minni innri tilveru, ég var ekki nóg, hugmyndir mínar voru ekki nógu góðar, sjálfsmyndin var ekki góð. Ég var snillingur í að rífa mig niður tilfinningalega og umvefja mig fórnarlambs hugsunarhætti. Ég hef farið mínar eigin leiðir, með reglulegu millibili reynt að brjótast út úr fjötrum sem ég hef í raun ekki vitað hverjir voru, í starfi, einkalífi og leik.
Til þess að bóka tíma eða fá nánari upplýsingar um Þuríði
kíktu inná Facebook síðuna hennar : https://www.facebook.com/hlustaduahjartathitt/
Ég hef stundað sjálfsvinnu í allmörg ár og verið óþrjótandi að leita leiða til auka við andlegan þroska minn.
Árið 2014 kynntist ég Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur, þerapista og höfundi þerapíunnar 'Lærðu að elska þig' . Ég þurfti að byggja mig upp eftir áföll í lífinu, fór í þerapíuna og líf mitt tók miklum breytingum til hins betra. Sumarið 2017 fór ég til Bandaríkjanna á námskeið hjá Gary Zukav og Lindu Frances sem eru andlegir þjálfarar. Efnið var nátengt því sem Guðbjörg Ósk kennir og bætti ég þar enn við kunnáttu mína.
Einnig hef ég farið á námskeið tengd meðvirkni.
Nú er ég í námi hjá þjálfaranum Caroline Strawson. Ég mun útskrifast í lok árs 2021 sem Certified Narcissism Informed Coach (TM). Þetta er verndað starfsheiti og að baki því liggur umtalsverð þjálfun. Það þýðir að ég get aðstoðað fólk við að skilja hugtakið Narcissism, skaðann sem því tengist að vera í nánu sambandi við slíka einstaklinga og hvernig taugakerfi okkar bregst við. Af hverju fólk myndar tengsl við þá yfirhöfuð. Skilja að ástæðan á sér djúpar rætur. Hugtök eins og 'Traumabonding', 'Gaslighting' og 'Projecting' eru útskýrð og fólk aðstoðað við að koma þeim jákvæðu breytingum á líf sitt sem það óskar.
Til þess að bóka tíma eða fá nánari upplýsingar um Kristínu kíktu á Facebook síðuna: