Finndu töfrana þína í Eyjum með Bryndísi og Ósk
helgina 12. – 14. júlí
Já loksins ætlum við að bjóða uppá skvísuferð heima á Eyjunni fögru.
Hittumst á föstudagskvöldið í stofunni hjá Bryndísi á Hilmisgötunni gæti ekki verið meira heima.
Dýrðleg súpa og léttar veitingar sem við njótum allar saman en kvöldið verður að sjálfsögðu ógleymanlegt en til að uppljóstra ekki of mikið af leyndardómunum sem þessi helgi mun varpa ljósi á þá endum við í Yoga nidra. Ég hugsa að þú sofir súper vel og komir eldhress og spennt í Yoga á laugardagsmorguninn.
Jógatímarnir hennar Bryndísar eru eitthvað annað æðislegir hún lætur okkur diddla syngja og teygja tíminn endar í Tónheilun áður en við vindum okkur í að finna töfrana þína.
Góð hádegispása til að spássera um Eyjuna.
Seinna um daginn verður einka dansiball söngur bubblur og gleði.
Dinner á Gott fyrir þær sem vilja
Spurnig hvorr er draumur lífið sjálft eða…
Á sunnudaginn verður Bryndís með öðruvísi jógatíma og svo klárar þú að skipuleggja framtíðina þína útfrá töfrunum sem þú ert búin að uppgötva.
Það eina sem gæti toppað þessa helgi er að við ákveðum að hittast aftur !
Verð kr 57.000,-
staðfestingargjaldið er kr 10.000,- greiðist við bókun og er óendurkræft.
Innifalið auk kennslunnar:
Gjöf til þín
Kvöldverður á föstudagskvöldið.
Ávextir og drykkir á meðan á kennslu stendur báða dagana.
Bubblur og gúmmilaði á laugardag.
Hádegisverður á sunnudag.
Ferðir og gisting eru ekki innifalin en við svo sannarlega erum tilbúnar að aðstoða með að finna gistingu.
Tímasetningar á föstudagskvöldið miðast við komu Herjólfs sem leggur af stað úr Landeyjarhöfn kl 18:15 auðvitað hægt að vera komin fyrr ef þú getur og vilt.
Brottför á sunnudeginum með Herjólfi kl 17:00
Finndu töfrana þína með Bryndísi & Ósk
í Sperlonga á Italíu
21. – 28. April 2024
Ekki missa af þessari einu ferð til Sperlonga !
Gamli bærinn í Sperlonga er rúmlega 2000 ára gamall með litlum göngugötum, als kyns krókum og kimum sem þú munt elska að týna þér í.
Boutique verslanir, fjörleg kaffihús og matsölustaðir svo er ströndin eins langt og augað eigir, hvítur sandur, sól, sjór og þú svo gullfalleg á tásunum.
Ég gæti talað endalaust um þennan litla fallega bæ sem tekur svo vel á móti manni sem er blanda af nýjum og margra alda gömlu lífi, sögu og kúltúr.
Hér getur þú lesið þér meira til um Sperlonga
https://www.e-borghi.com/en/village/Latina/15/sperlonga
Þessi ferð snýst um þig, þína drauma og framtíðarsýn.
En eins og þú veist þá snýst líf okkar kvenna oft um að sjá um aðra, hér ætlar þú að njóta þess að vera fyrir þig og finna að það ser svo margt smátt sem þú tekur með þér heim sem mun gleða þig daglega eftir þessa ferð.
Þú kynnist mögnuðum konum og eignast nýja framtíðarsýn og bros í hjartað.
Tileinkar þér nokkrar skemmtilegar og auðveldar breytingar sem styrkja ljósið þitt og þá fegurð sem þú býrð yfir.
Lífið á að vera gott og stundum er mikilvægt að minna sig á það og það dugar ekkert minna en vika til að slaka á, njóta og finna töfrana þína.
Eitt er víst þessi ferð verður ógleymanleg, eins og stelpurnar segja alltaf.
Þetta er fimmta ferðin okkar Bryndísar fyrsa ferðin okkar var til Bali árið 2018
við hreinlega elskum að sjá skvísur eins og þig upplifa ævintýri, uppgötva töfrana þína og komast í þá alsælu að elska lífið og þig á djúpan og einstakan hátt.
Yoga á ströndinni með Bryndísi verður engu líkt, svo ætlum við að dansa í flæðarmálinu, fara í tónheilun sem flytur þig djúpt inná við þar sem þú finnur töfrana þína með Ósk, siglum um flóann syngjum inní helli, borðum ítalskt gúrmei, göngum, skoðum, hlæjum og njótum þess að vera skvísur.
„Þessi ferð markar stór tímamót í mínu lífi ég sé hvernig ég miða allt við þessa ferð. það er ég fyrir og eftir, því eftir ferðina er ég mun duglegri að næra mig og fer létt með það það hefur breytt svo mörgu til hins betra!
Við gistum á hótel Aurora sem býður uppá einkaströnd, líkamsræktarsal, kaffihús, veitingastað og bara allt sem við þurfum til að hafa það ljúft.
Þegar þú stendur á ströndinni og horfir útá hafið þá blasir gamli bærinn við ef þú horfir til vinstri en til hægri er ströndin nánast eins langt og augað eigir,
sérðu þetta ekki fyrir þér?
Yoga í sólarupprás í sandinum svo sitjum við í hring og syngjum dásamlega möntru áður en við förum allar saman í morgunmat og hlátur ,gleði og unaðsleg samvera taka við.
Suma daga gefst tími til að týnast á röltinu eða liggja í sólbaði ein ef þú vilt það eða með hópnum. Við leggjum mikla áherslu á að hver og einn njóti þess að vera hún sjálf.
það er einn frídagur til að gera það sem þig langar.
Róm er rétt hjá þú hoppar uppí strætó eða leigubíl til að fara á lestarstöðina sem er í Fondi ( um 20 mín akstur ) og þaðan beint til Rómar á um það bil 70 – 90 mín og aftur til baka um kvöldið.
Eftir strandlengjunni eru fjölmargir litlir sætir bæir sem gaman er að skoða Sermoneta uppí fjöllunum, Gaeta er í 10 mín fjarlægð annar bær sem flokkast undir Borgho því hann er fjörgamall eins og Sperlonga en stærri
Nú og svo eru allar stelpurnar og þessi dásamlega aðstaða sem við erum í.
Jeminn við erum að springa.
Innifalið í ferðinni:
– Gisting með morgunverð á Hótel Aurora í 7 nætur
Ath. þrjár tegundir af herbergjum, sjá hér fyrir neðan
– Akstur frá flugvellinum í Róm þann 21. April til Sperlonga
( sirka 90 mín akstur )
– Gjöf til þín sem við færum þér við komuna
– Dagleg kennsla
– Yoga, dans, möntrur, söngur og tónheilun með Bryndísi
– Finndu töfrana þína með Ósk
– Bátsferð, siglum inní helli syngjum, syndum og njótum okkar með Níno skipstjóra og fararstjóra
– Tveir hádegisverðir, ítalskt gúrmei eins og það gerist best.
– Gala dinner í síðkjólum og ólýsanlegri fegurð.
Bryndís flýgur út með hópnum út ( þeim sem velja að fljúga með Icelandair þann 21. april ) h
Hittingur á einu af kaffihúsunum í Leifsstöð rétt fyrir brottför.
Þú getur að sjálfsögðu valið að koma fyrr, farið seinna heim aftur og Ósk aðstoðar þig við að skipuleggja það ef þú vilt.
Við ökum saman til Sperlonga frá flugvellinum í Róm og verjum kvöldinu síðan saman í dillandi gleði og hamingju.
„Þessi ferð markar upphaf af nýju lífi hjá mér, ég fann strax að ég hef meiri trú á mér sé hæfileikana mína og kann svo vel að sækja gleðina, sigurvímuna og mitt sexý
takk stelpur Sigga
Um leið og þú greiðir staðfestingargjaldið bjóðum við þér í lokaðan hóp á Facebook sem heldur utan um þessa einstöku ferð.
Þar kynnumst við, deilum því sem okkur finnst áhugavert að skoða eða gera í kringum Sperlonga.
Við Bryndís setjum inn möntrur og annað sem tengist okkar kennslu,
dagskrána, fleira um ferðina, hvernig er best að pakka niður og fleira sem nauðsynlegt og gott að vita fyrir svona ferð.
Aðal markmið ferðarinnar er hreyfing, næring og kennsla í sjálfseflingu.
Þú lærir og æfir þig í að njóta þín og þeirra dásamlegu eiginleika sem þú býrð yfir,
síðan ætlum við Bryndís að kynna og kenna þér:
– Sjálfsþekkingu – tengjast og kynnast sjálfri þér betur, auka meðvitund um hæfni og styrkleika þína. Guðbjörg Ósk
– Sjálfseflingu – auka sjálfstraust og öryggi, æfing í að að hluta á þig/innávið. Guðbjörg Ósk
– Hæfni – hvernig þú getur nýtt hæfileika þína betur í starfi og einkalífi.
Guðbjörg Ósk & Bryndís
– Yoga, slökun og tónheilun. Bryndís
– Mikilvægi hreyfingar, hvíldar og næringar. Bryndís
– Samskipti – að standa með þér. Guðbjörg Ósk
– Æfingar og verkefni eftir heimkomu. Ósk
Njóttu þess að vera þú sátt, glöð og sterk.
Það eru þrjár tegundir af herbergjum:
ATH TILBOÐSVERÐ gildir TIL 31. JAN 2024
Herbergi A
Attina-herbergi er á annari hæð með svalir inní port, virkilega rólegt og notalegt.
Ein í herbergi kr. 296.000,- tilboðsverð
eftir 31. jan., kr. 312.000,-
tvær í herbergi kr. 249.000,- x 2 verður kr. 265.000,-
Herbergi G
Gardenia-herbergi er með svalir útí garð og útsýni uppí gamla bæ.
Ein í herbergi kr. 314.000,- tilnoðsverð
eftir 31. jan., kr. 330.000,-
Tvær í herbergi kr. 269.000,- x 2 tilboðsverð
verður kr. 284.000,-
Herbergi M
Marina-herbergi er með útsýni útá strönd, sjórinn, gamli bærinn og kvöldsólarlagið.
Ein í herbergi afsláttarverð kr. 328.000,- tilboðsverð
verður kr. 344.000,-
ATH ekki hægt að hafa tvö rúm í þessu herbergi eingöngu hjónarúm.
Wizzair og Icelandair fljúga út á þessum dögum.
Það hefur yfirleitt borgað sig að bóka flugin fljótt.
Bókaðu strax og byrjaðu að hlakka til það er svo gaman.
ATH Þetta er eina ferðin til Sperlonga og takmarkaður fjöldi kemst me’ í þessa ferð
Heyrðu í mér eða Bryndísi til að fá nánari upplýsingar eða bóka þig með okkur
osk@osk.is
brynkja66@gmail.com
Hótelið
Sunnudaginn 21. apríl verður þú í kjól á leiðinni til Ítalíu með gullfallegum og áhugaverðum konum eins og þér ?
Allar með sama markmið að gera lífið ánægjulegra, betra, meira spennandi eða notalegra.
Þessir dagar verða nærandi á svo marga vegu, borða ljúffengan ítalskan mat er náttúrulega dýrðlegt, liðka líkamann í morgunn sólinni og leyfa diddlandi danssporum að fylla þig af lífi.
Slaka á, skoða fallegt umhverfi, njóta þín við að finna þá dýrmætu töfra sem þú býrð yfir.
„Það segir allt sem segja þarf að ég er búin að koma tvisvar og langar að koma aftur?
Hlökkum ofboðslega til að vera með þér
Bryndís & Ósk
____________________________
Finndu töfrana þína með Bryndísi og Ósk
13. – 20. Október 2023
Þriðja ferðin okkar Bryndísar í náttúruperlu Amalfískagans með kennslu og fararstjórn.
Við erum einstaklega glaðar með nýja staðsetningu og finnst svo ánægjulegt að skvísurnar okkar fái að kynnast bænum mínum líka með því að dvelja á Panorama hótelinu hans Denzel við strandgötuna í Maiori.
Þessi einstaka vika inniheldur allt sem við skvísur elskum.
Yoga, sjálfsefling, göngur, dásamlegur matur, gullfallegt umhverfi,
tónheilun, hreyfing, djúpslökun, hvatning, yndislegar skvísur, dans, hlátur, gleði, andlegar æfingar og jafnvel óvæntar uppákomur.
Við ætlum að njóta þess að kynnast áhugaverðum konum, syngja, draga fram skvísuna, ganga hinn margrómaða Guðaveg, vera í gleðilegum samskiptum, þvælast um ævintýralega bæji eins og Maiori, Amalfi, Positano og Ravello.
Aðal markmið ferðarinnar er að þú lærir og æfir þig í að njóta þín og þeirra dásamlegu eiginleika sem þú býrð yfir,
síðan ætlum við Bryndís að kynna og kenna þér:
– Sjálfsþekkingu – tengjast og kynnast sjálfri þér betur, auka meðvitund um hæfni og styrkleika þína. Guðbjörg Ósk
– Sjálfseflingu – auka sjálfstraust og öryggi, æfing í að að hluta á þig/innávið. Guðbjörg Ósk
– Hæfni – hvernig þú getur nýtt hæfileika þína betur í starfi og einkalífi.
Guðbjörg Ósk & Bryndís
– Yoga, slökun og tónheilun. Bryndís
– Mikilvægi hreyfingar, hvíldar og næringar. Bryndís
– Samskipti – að standa með þér. Guðbjörg Ósk
– Æfingar og verkefni eftir heimkomu. Ósk
Njóttu þess að vera þú sátt, glöð og sterk.
Verð á ferðinni með gistingu á Hotel Panorama, Maiori í 7 nætur
með morgunverð.
ATH. Flug ekki innifalið.
Við mælum með flugi með Icelandair á þessum dagsetningum til og frá Róm.
A Herbergi með glugga sem snýr uppí bæ, ekki svalir.
Ein skvísa í herbergi kr. 275.000,-
2 skvísur í herbergi kr. 229.000,-
Þrjár skvísur í herbergi kr.
B Herbergi með svölum útá hliðargötu, sést til sjávar.
Ein skvísa í herbergi kr. 296.000,-
2 skvísur í herbergi kr. 238.000,-
C Herbergi með svölum og sjávarútsýni
Ein skvísa í herbergi kr. 308.000,-
2 skvísur í herbergi kr. 264.000,-
ATH! Sum stéttarfélög veita styrk í þessa ferð.
Dagskrá :
Föstudagur 13. Október.
15:00 Lending í Róm, akstur frá Róm til Maiori
20:30 Kynning á ferðinni, kvöldvaka gleði.
Laugardagur 14. Okt.
07:30 Hreyfing, Yoga og slökun með Bryndísi. ( 90 mín )
Mikilvægi hreyfingar, einfaldar en áhrifaríkar æfingar.
09:00 Morgunverður allar saman
10:00 Sjálfþekking, finndu töfrana þína.
Fyrirlestur, kennsla og verkefnavinna. Ósk ( 4 tímar )
14:00 Dagskrárlok, dagur frjáls.
Sunnudagur 15. Okt
07:30 Hreyfing, Yoga og slökun með Bryndísi.
Yoga, dans, Möntrur og tónheilun. ( 90 mín )
09:00 Morgunverður allar saman
10:00 Sjálfsefling, að nýta styrkleika þína til að skapa betra líf.
Kennsla/fyrirlestur Ósk ( 3 tímar )
13:00 Hádegisverður allar saman
14:30 Hæfni, sjálfstraust að hlusta á þig og fylgja hjartans þrá.
Fyrirlestur/kennsla, Hvatning og verkefnavinna. Bryndís & Ósk ( 3 tímar )
17:30 Dagskrárlok.
Mánudagur 16. Okt
07:30 Morgunverður allar saman
08:30 Guðavegurinn, rúta frá hótel Panorama til Agerola
09:30 Lagt af stað eftir Guðaveginum frá Agerola til Positano.
15:00 áætlaður komutími til Positano, tími frjáls.
ganga sirka 4-6 tímar
18:30 Bátsferð til Maiori frá höfninni í Positano.
19:30 áætlaður komutími til Maiori.
Þriðjudagur 17. Okt
07:30 Hreyfing, Yoga og slökun með Bryndísi.
Dásamlegt Yoga sem þú elskar nú þegar ( 90 mín )
09:00 Morgunverður allar saman
10:00 Rúta til Ravello, Cimbrone
11:30 Cimbrone garðurinn
12:30 Hvatning, verkefnavinna, að vera hvetjandi og uppbyggjandi fyrir mig og aðra. Ósk & Bryndís ( 2 tímar )
14:30 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 18. Okt
FRÍDAGURINN
Fimmtudagur 19. Okt
07:30 Hreyfing með Bryndísi.
Dásamlegt Yoga, dans, Möntrur og tónheilun ( 90 mín )
09:00 Morgunverður allar saman
10:00 Framtíðarsýn, hvað tekur þú með þér heim, samantekt á allri kennslunni.
Fyrirlestur,/kennsla, verkefnavinna. Ósk & Bryndís ( 3 tímar )
14:30 Dagskrárlok
17:30 Hittumst í lobbýinu – Gala Dinner gleði.
Föstudagur 20. Okt
07:30 Morgunverður allar saman, kveðjustund
Brottför.
Innifalið í ferðinni :
– Rúta frá Róm til Maiori 13. október, lagt af stað um kl 15:40
– Gisting í 7 nætur á hótel Panorama í Maiori
með morgunverðarhlaðborði.
– Gjöf til þín
– Hádegisverður í Maiori sunnudaginn 15. okt
– Yoga, hreyfing, dans, tónheilun/djúpslökun,
kennsla, fróðleikur og æfingar með Bryndísi ( 7 tímar )
– Guðavegurinn ferðir til og frá áfangastað, rúta og bátar.
– Sjálfsþekking, sjálfsefling, hæfni og samskipti,
kennsla fyrirlestrar og verkefnavinna með Ósk ( 15 tímar )
– Hvatning og uppbygging Ósk & Bryndís ( 2 tímar )
– Inngangur í Cimbrona garðinn og rúta til Ravello
– Verkefni sem þú tekur með þér heim, Ósk
– Gala Dinner
Nánari upplýsingar um kennslu, sundurliðun á kostnaðarliðum eða aðrar mikilvægar upplýsingar vinsamlega hafið samband við
osk@osk.is
__________
Finndu töfrana þína á Amalfi með Ósk,
Dagana 11. – 18. apríl 2023
Enn ein nýjungin í þessum vinsælu skvísuævintýrum og að þessu sinni ætlum við að hafa ferðina kósý, kafa djúpt inná við og dansa á tásunum í síðkjólum á Sírenu ströndinni á Amalfi.
Tilgangurinn er að hver og ein fari heim endurnærð, slök, hress og spennt.
Komin með nýjar hugmyndir um sjálfa sig og viti nákvæmlega hvernig hún ætlar að skapa nánustu framtíð.
Já eftir 9 ár og yfir 20 Dömurítrít á Balí hef ég fært mig nær Íslandi og komið mér fyrir á einum fegursta skaga Ítalíu af því að mér finnst rétti tíminn til að við skvísur Íslands skynnumst töfrunum okkar, hlæjum meira, syngjum og göldrum æðislegt líf í dýrðlegu umhverfi.
Við ætlum sko að vera nautnabombur og sjúga í okkur allar þær gersemar sem ítalía býður uppá.
Í þessari dömuferð á Amalfi ströndina ætlum við að skoða gullfallegt umhverfið, kynnast stórkostlegum konum, læra aðferðir sem stuðla að betra lífi, hreyfa og byggja okkur upp andlega.
Amalfi skaginn er fullur af litlum rómantískum perlum og við ætlum að heimsækja flesta þeirra. Ravello, Positano og Sorrento eyjarnar Capri, Ischia og Prosida eru eins og skartgripir með litríkum byggingum sem flæða niður kletta og gljúfur.
Þegar ekið er um hlykkjótta vegina þá er eitthvað nýtt, fallegra hinum megin við hornið og bara þau hughrif hjálpa okkur svo að vera í þessari hrifnæmu orku áfram.
Við munum gista á hótel la Bussola sem stendur við strandgötuna á Amalfi sem er eins konar miðpunktur tangans og þægilegt að ferðast til allra bæjanna í kring.
Göngum Guðaveginn til Positano og tökum bátastrætó til baka.
Förum í hinn undurfagra Cimbrone garð í Ravello og týnumst í þröngum steinilögðum götum Amalfi.
Hver veit nema að þú siglir svo til Capri eða Pompei.
Aðal tilgangur ferðarinnar ert þú;
Andleg uppbygging, mjúkt yoga, göngur, kennsla, verkefnavinna, djúpslökun og samveran og umhverfið allt munu styrkja þig og veita þér bæði innblástur og kraft fyrir framtíðina.
Þú ferð alsæl heim með fullan haus af hugmyndum eins og allar hinar dömurnar.
„Elsku Ósk, Amalfi markar nýtt upphaf hjá mér ég get loksins litið björtum augum frammávið og er loksins spennt og full af orku eftir mörg ár í verkjum og þunglyndi…
„Við systurnar erum sammála um að ferðin okkar til þín hækkaði hamingju og gleði í okkar lífi, öll tólin sem við tókum með okkur heim eru svo sannarlega að virka…
_________________________________________________________
Innifalið í ferðinni :
-7 nætur á Hotel La Bussola með morgunverðarhlaðborði
– akstur frá flugvellinum í Róm þann 11. apríl
-Kvöldverður á La Bussola hótelinu þann 11. Apríl
-Gjöf til þín við komuna á hótelið
-Guðavegurinn er engin venjuleg ganga en við förum með rútu snemma að morgni til Agerola og göngum þaðan eftir fjallgarðinum til Positano – svo siglum við heim
-Hádegisverður á Lo Smeraldino við smábátahöfnina
-Villa Cimbrone í Ravello, förum með rútu til Ravello og heimsækjum þennan einstaka garð og þar sem við munum gefa hvor annari virkilega dýrmæta gjöf
-Gala dinner
-Yoga með Ósk er sérsniðið fyrir dömur
-Djúpslökun
-Dáleiðsla inní framtíðina og leiðbeiningar
-Köfum djúpt inná við og þú finnur þína einstöku eiginleika
– Verkefni, æfingar og fróðleikur sem styrkir, eykur hugrekki, sjálfstraust og innsæið
það er einn frídagur sem er hægt að nýta til að spássera um bæinn kíkja aftur til Positano eða jafnvel fara í dagsferð til Capri
ÞÚ ferð alsæl heim það eitt er öruggt.
___
Mjúkar Yogaæfingar snúast um að liðka og styrkja kvennlíkamann. Hvernig getum við sjálfar viðhaldið styrk og mýkt til að líða betur dags daglega. Það er hægt að gera allar æfingarnar hvar sem er, heima, úti eða annars staðar.
Göngur í ólýsanlegri náttúrugfegurð hugsaðar sem hreyfing og hugleiðsla í senn til að kynnast þér betur, getu þinni og innri styrk.
Kennslan byggir á fróðleiknum í Lærðu að elska þig
sem inniheldur aðferðir til að takast á við lífið,
uppbyggilegar æfingar og djúp sjálfsefling.
Verkefni og æfingar sem breyta hugarfari, auka sjálfsþekkingu, öryggi, hugrekki og umhyggju fyrir sjálfum sér.
Lærðu að elska þig hefur verið kennt í 13 ár og það sýnir sig glöggt að það gjörbreytir lífi þeirra sem taka námskeiðið.
Hvað lærir þú :
- Að tengjast og kynnast sjálfri þér betur, rifja upp eða festa betur í sessi hver þú ert.
- Hvernig þú getur staðið betur með þér.
- Finnur þá einstöku eiginleika sem þú býrð yfir.
- Að draga fram gleði, áhuga og sátt við þig og lífið.
- Verða sterkari / öruggari með þig.
- Öðlast kjark til að nýta styrkleika þína og hæfileika sem best.
- Læra á og æfa þig í að treysta innsæinu.
- Hugleiða, skipuleggja og vinna með hvernig þú vilt hafa næstu 5 – 10 ár.
- Samskipti, tjáning og gleði.
Guðbjörg Ósk hefur langa og mikla reynslu af því að setja saman uppbyggjandi ferðir fyrir konur.
Yfir 200 konur hafa sótt andlegar Yoga ferðir hjá Ósk til Balí og ítalíu undanfarin 9 ár og eru allar ferðirnar settar upp á svipaðan hátt enda hafa þær skilað langvarandi áhrifum og engin ástæða til að breyta þeim.
Finndu töfrana þína á Amalfi er því með svipuðu sniði í nýju umhverfi.
Flestar konurnar segja að þær tali um lífið og sjálfa sig sem fyrir og eftir ferðina.
Umbreytingin er svo mikil að þær séu nánast ný manneskja með töluvert meira öryggi, sjálfstraust og þekkingu á sjálfri sér sem hafi orðið til þess að þær njóti lífsins betur og séu sterkari í starfi sem og annars staðar.
Til þess að bóka þig í ferðina sendu mér póst á osk@osk.is
Ef þú vilt heyra í mér fyrst settu símanúmerið þitt í póstinn og ég hef smaband.
_________________________________________________________
Næsta dömutrít verður svo í haust og þá slæst Bryndís í för með mér á ný.Dagsetning auglýst síðar en við stefnum á fyrri hluta Október.
Við Bryndís Kjartansdóttir höfum nú þegar stútfyllt fyrstu ferðirnar Finndu Töfrana þína á Amalfi eins og Balí ferðina okkar.
Hugmyndin um Amalfí ferðirnar fæddist á sérvéttu í hádeginu daginn áður en ég flaug út í haustið 2021. Þar sem við sátum og töldum upp allt sem okkur finnst skemmtilegt uppbyggjandi og áhugavert, pökkuðum því saman í sjö daga Skvísuhátíð.
Auðvitað mun Bryndís sjá um að láta þessa gullfalegu líkama njóta sín á ströndinni með dillandi Yogaflæði í sandinum eins gott að Sólin átti sig á því að við erum mættar. Svo er nú hugmyndin að hún taki kristalsskálina með sér.
Fyrstu atriðin sem fóru á servéttuna góðu voru, Gúrmei, Gong og Gleði þó svo að Bryndís töfri fram tónheilun þegar hún snertir Skálina fögru og hún heiti í raun ekki Gong þá fannst okkur þetta bara eitthvað svo töff.
Ég sjálf ætla hins vegar að kenna dömunum að galdra, leiða þær um Guðaveginn og aðrar hlykkjóttar og þröngar götur fallegu bæjanna á Amalfi ströndinni.
Sigla með þær til Capri og Positano og syngja lögin hans Eros Ramazzotti.
Á ítalíu ætlum við að njóta okkar vera Gyðjur og líða um í síðkjólum á tásunum og drekka í okkur dulúðugt amdrúmsloft, kvenleika og hamingju.
Nú getur þú skráð þig á biðlista fyrir haust-ferðina 2023.
Hafir þú áhuga á að komast á biðlistann sendu mér póst á
osk@osk.is