Skip to main content

Kennaranám

Finnur þú djúpa þrá til að hjálpa fólki að öðlast betra líf.
Langar þig að halda áfram að umbreyta þínu lífi.
Vilt þú vera sigurvegarinn og sjá hvernig þér tekst að gera það sem þú telur ómögulegt.

Elskar þú að læra um lífsins lögmál, andlegu fræðin og hvernig hugurinn starfar.

Nám sem veitir þér kennsluréttindi í

“Lærðu að elska þig”  er fyrir alla þá sem ætla sér að lifa stórkostlegu lífi, alla sem vilja kenna þessi einstöku fræði og þá sem vilja bæta þessum fróðleik inní starfsumhverfið sitt.

Námið er góð viðbót fyrir alla sem vinna með fólk á einn eða annan hátt eins og
þerapistar, sjúkraþjálfarar, kennarar, þjálfarar og foreldrar svo eitthvað sé nefnt….

Kennara námið snýst um að styrkja þátttakendur á þann hátt að þeir öðlist djúpan skilning á hugarfari og tilfinningum sínum og verði mun meðvitaðri um hæfileika sína og getu, öðlist óbilandi sjálfstraust til að láta markmið sín og drauma rætast.

Í þessu námi munt þú auka hæfni þína til að:

 

  • skilja sjálfa/n sig og þinn heilaga sannleika,
  • finna sálarköllun þína,
  • hlusta á hjartað og fara eftir því,
  • eiga í betri samskiptum,
  • skilja hegðun og framkomu fólks,
  • örva og hvetja fólk,
  • takast á við alla hluti,
  • kenna fólki að hafa sjálfstraust og standa með sér,
  • leiða fólk inná rétta braut,
  • hjálpa fólki að finna hæfileika sína og ástríðu,
  • útskýra fyrir fólki af hverju óþægilegir einstaklingar og atburðir verða á vegi okkar.
  • leiða fólk inn í ánægjulegra líf, sátt og meiri hamingju.

Námið nýtist þér til að byggja upp andlegan styrk og verða framúrskarandi í því sem þú ert að gera. Hvort sem þú sækist eftir að verða betri einstaklingur, foreldri, nemandi eða starfsmaður. Í þessu námi öðlast þú aukið sjálfstraust og öryggi til að vera þú sjálf/ur og finna þann magnaða mátt og kraft sem þú býrð yfir.

Það eru einstök forréttindi að kenna þessi fræði og leiðbeina einstaklingum og hópum í heildrænni vegferð sem námskeiðið Lærðu að elska þig er.

Í þessari samvinnu milli leiðbeinanda og skjólstæðings myndast sterk tenging og báði aðilar vaxa og umbreytast íáþessu undurfagra ferðalagi.

Ef þig dreymir um að sjá fólk blómsta, líða vel og njóta lífsins þá er Þerapían  mjög öflug leið til að hjálpa fólki til að breyta lífi sínu til hins betra, öðlast hugrekki og finna kraftinn til að framkvæma, skilja lífið, takast á við áföll og aðra erfiðleika.

Ef þig langar að bæta þessum einstöku fræðum inní líf þitt og eiga þar með auvðeldara með að sigra þau verkefni sem lífið færir þér þá mun þetta nám færa þér vængina sem þú þarft til að finna þig svífa auðveldlega um í þessu yndislega lífi.

Hversu langt er þetta nám og hvernig og hvenær fer það fram ?

Námið tekur eitt ár og skiptist í hópatíma, einkatímar,
æfingu í að kenna, verkefnaskilum, bókalestri ofl.

Námið hefst miðvikudaginn 24. júlí  júlí 2024

Því líkur í júlí  2025.
Það er hægt að taka námið á netinu. Öll hópakennsla fer fram í beinni útsendingu eða á skjáspalli.

  • 12 kvöld  frá kl. 19:00 – 22:00
  • þrjár helgar frá kl. 9 – 17 alla dagana, þar af ein frá föstudegi – sunnudags
  • tveir heilir kennsludagar ( laugardagar frá kl. 9 – 17 )
  • 9 einkatímar 90 mín hver tími

Einkatímar skipulagðir í sameiningu meðfram því að kenna sjálf sjálfboðaliðum

  • Vinna með 3 sjálfboðaliða
    Hver sjálfboðaliði tekur  12 x 90 mínútna tíma.

 

Námið er um það bil 290 klst,
mætingaskilda 196 klst + verkefnavinna um það bil 100 klst,
námið skiptist í :

  • hópatímar – 120 klst
  • vinna með sjálfboðaliða –  60 klst
  • einkatímar hjá faglærðum kennara –  14 klst
  • Verkefnavinna  um það bil – 120 klst –
    verkefnavinnan getur tekið lengri tíma.
ATH! Námið veitir einungis kennsluréttindi til að kenna námskeiðið
„Lærðu að elska þig“

Skilyrði fyrir þátttöku til að öðlast kennsluréttindi :

  • viðkomandi hafi lokið námskeiðinu Lærðu að elska þig
  • ritgerð*

*Ritgerðin fjallar um „Af hverju hef ég áhuga og tel mig hafa ástæðu til að kenna  Lærðu að elska þig“

ATH takmarkaður fjöldi tekin í námið hverju sinni.

Skráning er hafin
Verð á Kennara-náminu er  kr 648.000,-
Staðfestingagjald greiðist við bókun kr. 67.000,- er óendurkræft.

Óskir þú eftir nánari upplýsingum um námið hafðu samband við Ósk
osk@osk.is