Netnámskeið er fjarnám “Lærðu að elska þig”
Næsta netnámskeið hefst mánudaginn 13. október 2024
Námskeiðið er 24 vikur eða 6 mánuðir.
Verð kr. 149.000,-
Þú getur skráð þig núna hjá osk@osk.is
Þetta er öruggasta og áhrifaríkasta leiðin til að gera lífið stórkostlegt, öðlast vellíðan, innri frið og öryggi á öllum sviðum.
Þú færð póst á mánudögum með kennsluefni
myndband á fimmtudögum með nánari útskýringum á æfingum og samantekt.
Hver póstur inniheldur áhrifaríkan fróðleik um það hvernig þú getur skapað ánægjulegra líf og liðið betur, látið draumana þína rætast, verið í góðum samskiptum við sjálfa/n þig og alla í kringum þig, með sterka trú á sjálfa/n þig og bjartsýnni en nokkru sinni fyrr.
Hér er fróðleikur sem hjálpar þér að skilja atburði, aðstæður og uppákomur sem voru eða eru óþægilegar og truflandi, valda þér sársauka, reiði eða öðrum neikvæðum tilfinningum og líðan. Auk þess sem þú færð útskýringar á því af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru, hvaða lögmálum þeir lúta og hvernig þú getur breytt framtíð þinni og gert hana bjartari og meira spennandi.
Í þriðja hverjum pósti eða á þriggja vikna fresti færðu æfingu sem þú stundar daglega í þrjár vikur og munu þessar æfingar gjörbreyta því hvernig þú upplifir sjálfa/n þig, alla í kringum þig og lífið sjálft.
Þessar daglegu æfingar munu byrja á að breyta hugarfari þínu, viðhorfum og trú og gera þér kleift að skapa þægilegra og ánægjulegra líf.
Um leið og þú byrjar að stunda þessar æfingar breytist dagleg líðan þín og þú finnur að áhyggjur kvíði og neikvæðar hugsanir minnka.
Í staðin verður þú bjartsýnni, jákvæðari, spenntari og eiginlega óstöðvandi því þú færð hugrekki til að gera allt sem þig langar og verður orkuríkari, ánægðari og léttari.
Þú færð meira sjálfstraust, þér finnst þú hæfileikaríkari og klárari og þessi óþægilega tilfinning um að vera ekki nóg hverfur. Þér fer að finnast allir áhugaverðari þar sem fordómar þínir minnka og sú sýn sem þú hefur á aðra og lífið breytist til hins betra og verður jákvæðari og þægilegri.
Það fylgja hverjum pósti aukaverkefni sem hjálpa þér að vinna úr hlutum sem eru að trufla þig, eins og erfiðleikum, vandamálum og áföllum, veikindum eða óþægilegum aðstæðum. Verkefnin munu líka efla þig á marga vegu og losa þig við neikvætt hugarfar og þá líðan að finnast svo margt erfitt og ógerandi. Þú hættir að fresta og færð að upplifa hversu mögnuð manneskja þú ert og hvers þú ert megnug, sérð allt í einu að þú getur svo miklu meira en þú hélst.