Höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð

Höfuðbeina og spjaldhryggs-meðferð er mjög öflug leið
til að öðlast almenna vellíðan, draga úr streitu minnka verki og takast á við áföll.

Fróðleikur

Höfuðbeina- og spjaldhryggskerfi líkamans samanstendur af  beinum-höfuðs-hryggs- spjaldhryggs og mjaðma, öllum himnum heila og mænu og þeim líffærum sem tengjast framleiðslu og frárennsli heila- og mænuvökvans. Þrýstingur innan þessa kerfis fellur taktfast 4-14 sinnum á mínútu. Þetta kerfi er sú líffræðilega umgjörð sem miðtaugakerfið þarf að geta starfað rétt. Um leið og miðtaugakerfi líkamans verður fyrir ójafnvægi raskast öll önnur starfssemi líffæra. Þess vegna er mikilvægt að halda miðtaugakerfinu friðsælu og heilbrigðu.

Hvað gerir meðferðin ?

Meðferðin er til þess ætluð að losa spennu úr vefjum og vöðvum sem geta verið að valda verkjum og og heilsufarslegum vandamálum. Um leið er miðtaugakefið róað þannig að það verði ekki þrálát skilaboð um andlega vanlíðan, streitu, þreytu, verki eða vanvirkni í líffærum og starfssemi líkamans.

Í meðferðinni rifjar líkaminn upp þá vitneskju, að hann er fær um að leiðrétta allar skekkjur sem orðið hafa til af völdum áverka, streitu, sjúkdóma eða meiðsla.
Sömuleiðis leitast líkaminn við að viðhalda jafnvægi og heilbrigði á skilvirkari hátt eftir hverja meðferð.

Þegar við fæðumst eru miklar líkur á að höfuðbeina og spjaldhryggskerfi líkamans raskist þar sem höfuðbeinin festast og mun það valda varanlegri truflun eða munstri sem getur tekið sig upp aftur og aftur og birst sem vandamál seinna á lífsleiðinni.

Meðferðin er mjög mjúk og mun móttakandi fara í djúpa slökun og losa um töluverða spennu.


Ef þú vilt að þú  sért ferskari og eigir auðveldara með að stunda áhugamálin þín og starf, vera til staðar fyrir sjálfa/n þig og fjölskyldu þína.   Öðlast betri svefn, losa þig við líkamlega og andlega vanlíðan eins og spennu, þreytu, bakverki, höfuðverki og áhyggjur og kvíða. Þá er meðferð í Höfuðbeina og spjaldhryggskerfinu notaleg leið.
Vilt þú að losna við þau óþægindi sem valda því að þú ert ekki fersk/ur, hress og heilbrigð/ur ?

Hver meðferð inniheldur  djúpa slökun, losun á spennu, álagi og verkjum og nærir líkama og sál.

Hvar og hvernig bókar þú meðferð ?

Þú getur haft samband með því að senda mér tölvupóst á oskosk.is
eða hringt í símum;  695-0089 & 7783731
Staðsetning :
Álfaskeið 44, 220 Hafnarfjörður,
sjá kort í linknum Um Ósk/staðsetning

Meðferð tekur um 90 mín og kostar 7000,-