Rope Yoga

Um Rope Yoga

Rope Yoga heilsuræktarkerfið er einstakt sinnar tegundar því að það býður upp á nýja gerð æfinga með aðal áherslu á kviðarholsvöðvana. Æfingarnar ganga út á það að beita athygli, öndun, og átaki til þjálfunarinnar, með uppbyggingu og aðgangi að vöðvum og brennslu hitaeininga í huga. Æfingarnar fara fram í sérhönnuðum Rope Yoga-bekk, æfingarnar sem framkvæmdar eru liggjandi gera því fólki kleift að hvíla fætur, stoðkerfi og huga. Með því næst dýpri einbeiting og öflugri meðvitund. Æfingarnar eru með þeim bestu til að efla kviðvöðva, einnig eru æfingar fyrir fætur sem auka jafnvægi í stirk vöðva fótleggjanna.

Mikill áhersla er lögð á djúpöndun, slökun og meðvitund.

Það er sennilega ekki hægt að komast í notalegri teygjur en þær sem gerðar eru í böndunum. Flestir upplifa að þeir nái að slaka á í fyrsta skipti og finna virkilega aukningu á liðleika og þeirri tilfinningu að sleppa takinu á því sem haldið er í, í vöðvum líkamans.

Auk þess að fara betur í þau lífsviðhorf kærleiks og umhyggju sem Rope Yoga stuðlar að er unnið með 7-þrepa kerfið frá vitundarvakningu til þakklætis sem gerir fólki kleyft að breyta um lífsstíl og sjá lífið í nýju ljósi.