Heilsa og Hamingja hefur fengið nýtt nafn Happy Yoga.

Hvaða áhrif hafa æfingarnar á þig ?   

Þetta eru magnaðar æfingar sem :
hafa hreinsandi áhrif,
losa þig við verki,
styrkja vöðva,
auka sveigjanleika / liðleika,
draga úr streitu,
auka vellíðan,
efla starfssemi líffæranna,
auka brennslu,
draga fram jákvæð persónueinkenni
þú verður einfaldlega meira HAPPY...

Fróðleikur um æfingakerfið
   
Heilsa og Hamingja eða Happy Yoga, er kröftugt æfingakerfi byggt á Hatha yoga stöðum en að auki með viðnám í teygjunum. Þú byrjar á að spenna vöðvann ferð svo inní yogastöðu ( asana ) sem gerir það að verkum að vöðvinn er lengdur á meðan hann er í fullri spennu.

Á byrjendanámskeiðunum kennum við 16 grunn æfingar og förum yfir allan þann fróðleik sem æfingarnar eru byggðar á eða Austurlenska læknisfræði. Við skoðum orkubrautirnar, starfsemi líffæranna og persónueinkenni sem hvert líffæri veitir okkur.

Æfingarnar byggja á Hatha yoga stöðum með viðnámi í teygjunum og hreyfingu í stað þess að vera kyrr í stöðunni. Þetta gerir æfingarnar töluvert þyngri og hefur þannig áhrif á úthald, styrkir vöðva og eykur sveigjanleika þeirra auk þess sem hver æfing eflir jákvæð persónueinkenni.

Happy Yoga tekur tillit til allra þátta sem þarf að huga að í heilsurækt. Gera hugann meðvitaðri um líkamann, hver æfing kallar á fullkomna athygli og þar með öðlast fólk skilning á stirk og stöðu líkamans, auka súrefnisinntöku, læra að slaka á í amstri dagsins


Með þessu sérstaka æfingakerfi styrkjum við líkamann og aukum orkuflæðið til að öðlast meiri lífskraft. Með auknu orkuflæði og jafnvægi í starfssemi líffæranna öðlumst við jákvæðara hugarfar á sama tíma og við öðlumst meira sjálfsöryggi. Með sameiningu á heilsu og hugarfari öðlumst við hamingju, skiptum um skoðun og losum okkur við neikvæðar hugasanir og niðurrif.

Æfingarnar sem kallast á frummáli  Resistant stretching eða viðnámsteygjur eru 16.

Grunn orkubrautirnar samkvæmt Kínverskri læknisfræði, TCM eru 12  eða ein orkubraut fyrir hvert líffæri. Orkubraut líffærisins gengur í gegnum vöðvahóp sem unnið er með í æfingunni til að efla orkuflæðið og virkni líffærisins. Hver og ein teygja á sér hliðstæðu í Hatha Yoga, að viðbættu því að spenna vöðvann í teygjunni og flestar æfingarnar eru framkvæmdar með hreyfingu en ekki bara stöðu/asana. Þannig erum við á sama tíma að auka sveigjanleika og styrk vöðvanna sem síðan eflir orkuflæðið og starfsemi líffærisins. Með því að auka orkuflæði og starfsemi líffæranna erum við að auka meðvitund okkar og upplifun á tilfinningum og hugarfari. Hvert líffæri endurspeglar síðan ákveðin þátt í persónuleikanum sem eflist með æfingunum.