"How 2 Feel Good" er  fjögura vikna Ævintýri-netleikur sem inniheldur fullt af hugmyndum sem eru til þess fallnar að gera hvern einasta dag skemmtilegan,
vera brosandi allan daginn og hafa gaman að lífinu allan ársins hring.
Ef þig langar að líða betur, brosa meira og finnast lífið þitt gott þá er þetta fullkomin leið til þess.

Í fyrsta skipti á Íslandi verður boðið upp á þessa nýstárlegu aðferð sem hefur fengið fólk út um allan heim til að svífa um á lífsferðalaginu.

Og þú ert númer eitt á Íslandi til að fá þetta tækifæri.

Þetta Ævintýri er ekkert annað en leikur, auðveld og  skemmtileg leið til að finnast hver dagur meira og meira spennandi.


Það besta við þetta allt saman er að þú færð allar upplýsingarnar sendar heim til þín, þú þarft ekkert að fara eða mæta útí bæ, það eina sem þarf er þú og þín löngun til að öðlast betri líðan...2 feel good :)

Í hverri viku færðu leiðbeiningar um Fjársjóð vikunnar sem eru aðferð sem þú beitir eins oft á dag og þig langar og mun það koma þér í gott skap í hvert skipti sem þú framkvæmir.

Aðferðirnar eru auðveldar-skemmtilegar og fljótlegar í framkvæmd og hefur þú alla vikuna til að æfa þig  og gera  að parti af þínum lífsstíl það sem eftir er.
Svo í næstu viku færðu nýjan Fjársjóð og endar með 4 mismundandi Fjársjóði sem þú átt allt lífið þitt. Þú getur átt Ævintýralega daga þegar þú vilt-aftur og aftur.

Leiktu þér allan daginn og alla daga, allan ársins hring.

Þú pantar Ævintýrið How 2 Feel Good hér hjá mér osk@osk.is

Síðan færðu pakka með nýju Ævintýri einu sinni í viku í 4 vikur !

Ævintýrið kostar kr. 6.900,-

Umsagnir :

How 2 Feel Good er búið að bjarga geðheilsunni minni, ég var aðfram komin og fannst bara allt svo erfitt og gat ekki einu sinni nýtt mér atferlismeðferð sem ég hef lært því það var of flókið og of nálægt veikleika mínum. þessi verkefni minna mig ekki á hvað ég er að díla við og voru svo miklu léttari og skemmtilegri.
Ein sem ætlar að byrja uppá nýtt núna
Ally Steina

Við erum sammála um það á deildinni að strax í fyrstu vikunni fór að bera á meiri afköstum og vinnugleði svo í næstu viku þá breyttist deildin í einn alsherjar gleðibanka. Við fórum eftir leiðbeiningunum og luku þessu námskeiði með stæl og mórallinn er þannig að það vilja allir fá að vinna í okkar deild í dag.
Stelpurnar

Að taka þátt í Ævintýrinu How 2 Feel Good var frábær upplifun sem allir ættu að prófa. Þessar æfingar sem eru gerðar fylltu mig af sjálfstrausti og gleði, ég fór að sjá sjálfan mig og aðra í nýju ljósi. Nú er að verða komið hálft ár síðan ég tók þátt í ævintýrinu og ætla ég að rifja æfingarnar upp því mér leið svo vel á meðan ég gerði þær. Þetta er ævintýri sem allir ættu að taka þátt í! :)

kv. Magnea

Þetta er spennandi leikur og frábært framtak hlakka til að finna árangurinn því ég er strax farin að taka eftir því hvað ég er miklu léttari..
Helga

Sæl Ósk

Ég tók þá ákvörðun að vera með í “Feel good” og svo sannarlega vikrar þetta. Ég vakna brosandi og er brosandi og ánægð allan daginn. Ég finn það líka að ég smita vinnufélagana með því að hrósa þeim og tala vel til þeirra og um aðra líka.

Bestu kveðjur
Valgerður

Það er gaman að þessu.
Ég byrjaði á að hugsa mér bara eitt orð í einu: dugleg, vandvirk...
en svo fór ég að hugsa: Þú ert góðhjörtuð... og það er miklu skemmtilegra og gefur mér meira.
Kærar kveðjur og takk fyrir
Þóra Fríður

þessa viku hef ég samviskusamlega 3svar á dag hrósað sjálfri mér fyrir að vera ég og mínar athafnir ....... og viti menn umhverfið er allt annað ... einhver spennandi orka og tilhlökkun hefur búið um sig og allt eitthvað svo miklu léttara ..... yndisleg tilfinning að vera ástfanginn af sjálfum sér og njóta þess,
kasta þessari gömlu klisju út að sjálfselskan sé neikvæð.
Okkur er svo tamt að hafa neikvæðar hugsanir um okkur sjálf sem síðan á endanum draga okkur niður .... það er þessi slungna undirmeðvitund sem fer á auto ..... ég ákvað að taka áskorun frá henni Guðbjörg Ósk, að þjálfa elskulegar hugsanir í minn garð .... ps svo miklu auðveldar að elska aðra og hugsa hlýlega til annarar persónu ekki satt ?  Ég finn gríðalegan mun hvað allt er bjartara og léttara í kring um mig .....
Sem sagt ekki gleyma að elska sjálfan þig !
Helga Olgeirsdóttir

Sæl Ósk
Þetta er búið að vera bara frábært, mér er búið að líða miklu betur, miklu jákvæðari um allt og alla og hlakka mikið til að halda áfram.
Þú er yndisleg manneskja.
Takk fyrir mig
Hildigunnur

Hæ Ósk
Ég verð að viðurkenna að ég var ekki nógu dugleg að hrósa mér sjálf allavega ekki á þessum tilteknum tímum(12,16 og 21)en ég samt finn að þegar ég gerði það leið mér vel í hjartanu og ég hlakka til með næsta skref að hrósa öðrum..
Takk kærlega fyrir gott innlegg í sálir manna og skemmtilega hugmynd og hvað þá að framkvæma hana:)..Þú ert frábær
Ævintýrakveðja....
Sigrún

Til að byrja með risaknús fyrir póstinn þinn, ævintýrið 2 feel good.....söguna um konfektkassann og ekki síst þennan líka dásamlega konfektmola í restina sem toppaði allt saman. Býð núna spennt eftir næsta fjársjóði...
Takk Anna Maria

Sem handboltaþjálfari hef ég getað nýtt mér þessar aðferðir á strákana mína sem oft missa trú á sjálfum sér og detta niður í vonleysi en þetta er það sem ég kenni þeim næst .. í liðinu hefur skapast meiri gleði og samkennd og verð ég að segja þér að það er ekki það sem 14 ára strákar eiga auðvelt með ! Þetta stórkostlegt
Ármann Einars

Mér gengur mjög vel að fara eftir þessu – ég er einstæð móðir með tvö börn og í öllu álaginu sem verið hefur hef ég fundið að það er styttri þráðurinn en vá hefur hann lengst og hugsunin um að láta hjartað ráða för í samskiptum við alla í kringum mig hefur hjálpað mér mikið og móttóið mitt að “hamingjusamur einstaklingur býr ekki við ákveðnar aðstæður heldur að ákveðinni afstöðu” er núna komið í öll skúmaskot hjá mér. Hlakkaði einmitt til í morgun vitandi að mín biði póstur
Magnea

Takk fyrir þessa frábæru pósta þína og þetta hefur gengið vel og virkað. Það gefur mikið að hrósa og ég tala nú ekki um að fá hrós. Ég tek líka frekar eftir því þegar ég fær hrós og einnig að þakka fyrir það, ekki afsaka sig á einhvern hátt. Að hrósa sjálfum sér og tala við sjálfan sig á jákvæðum nótum er líka ótrúlega gott og mikils virði.
Enn og aftur, takk fyrir.
Elísabet


Þetta er búið að vera bara frábært, mér er búið að líða miklu betur, miklu jákvæðari um allt og alla og hlakka mikið til að halda áfram.
Þú er yndisleg manneskja.
Takk fyrir mig
Hildigunnur

Mikið rosalega er gaman að vera ein af persónunum í þessu ævintýri.

Já ég er orðin mjög spennt þetta er eins og að lesa góða bók maður bíður óþreyjufullur eftir framhaldinu en í þetta skiptið er ég ein af sögupersónunum.

Mér líður betur og er orðin meðvitaðri um að hrósa mér einblína á það jákvæða maður er allt of fljótur að sjá það neikvæða og rífa sjálfan sig niður engum til góðs.

Takk fyrir að leggja út í þetta ævintýri með okkur.
Inga

Mikið rosalega er þetta skemmtilegur leikur hjá þér. Alveg frábær hugmynd og akkúrat það sem ég þurfti á að halda.

Ég var sko algjörlega búin að gleyma að hrósa mér, og gerði lítið annað en að gera lítið úr mér. Var með svo miklar áhyggjur að passa ekki lengur í fötin mín, 10 kg bara komin.....búmm. Búin að vera mikið lasin......= aumingji.............hehe, þú skilur.

Svo ég tók þessari áskorun sko fagnandi, auðvitað hef ég fullt fullt fullt af hlutum til að hrósa mér, oooog öðrum. Og ég finn það sko hvað mér líður betur, og þegar mér liður betur, þá virðist fólk koma betur fram við mig.
Guðrún E

Góðan dag og mikið eru þið frábær, ég hrósaði mér þrisvar á dag og það virkar, ég er orðin stærri inn í mér,fallegri að utan , betri við vini og vandamenn og ætla að senda öllum sem ég þekki “FEEL GOOD” þannig fæ ég hrós líka, er það eigingirni? Nei nei ég held ekki. Bíð spennt þar til 23.janúar

Kveðja
Kristjana Laufey Ásgeirsdóttir

Við erum búin að ganga í gegnum erfiða tíma hér á deildinni okkar þess vegna kom þetta námskeið eins og himnasending með aldeilis breytta tíma og satt að segja bjargaði okkur öllum. Það ríkir meiri kærleikur og samheldni og allir hafa meiri áhuga á að láta öllum líða vel.
Við þökkum innilega fyrir okkur
stelpurnar í Landsbankanum


Vil byrja á að þakka þér af helium hug fyrir alla þessa frábæru pósta, sem hafa veitt manni hvatningu og velllíðan.
Ég get ekki beðið eftir að heyra framhaldið.
Hlakka til að heyra frá þér.

I Feel good sooooooooo good
Kveðja
Hekla