Hvað er Orkuheilun og Fjar-Orkuheilun

Orkuheilun og Fjar-Orkuheilun eða Divine Energy Healing er nýtt heilunarform hér á Íslandi. Heilunin tengir þig við þá Orku sem þú varst í þegar þú fæddist og gerir þig að þeirri guðdómlegu veru sem þér var ætlað að vera í þessu lífi. Orkuheilun minnir þig á alla þá mögnuðu hæfileika sem þú býrð yfir og dregur fram það besta í þér, ástríður þínar og krafta.

Nánari upplýsingar um heilunina hér fyrir neðan.

Hvað er í boði

Ég býð upp á einkatíma eða persónulega Orkuheilun. Þá geta einstaklingar og hópar bókað tíma og komið saman í Orkuheilun og heilunin snýst um það sem þú/þið vilt/viljið leggja áherslu á. Það er hægt að láta Orkuheilun laga/heila samskipti á milli einstaklinga, gera einstaklingum kleift að vera eða vinna saman og heila sameiginleg sjúkdómseinkenni.

Hvernig bókar þú og hvað kostar einka Orkuheilun..

Þú getur bókað með því að senda mér póst á osk@osk.is einnig er hægt að hafa
samband í síma 778-3731.

Hver heilun kostar kr. 12.000,- og tekur um 60 mín. Ef fleiri en einn aðili koma saman í einkaheilun þá getur tíminn lengst um 10-15 mín á hvern einstakling.
Einn einstaklingur greiðir fullt gjald en allir hinir greiða hálft gjald eða kr. 6000,- hver.
Ef bókað er og greitt fyrir  3 Orkuheilanir saman, býð ég afslátt og þá er greitt kr. 30.000,-
í staðin fyrir kr. 36.000,-

Hvernig fer Fjar-Orkuheilun fram..

Fjar-Orkuheilun eða Distance Energy Healing er framkvæmd þannig að Orkan er send eða tengd við þig, hvar sem þú ert í heiminum. Þú færð sendar upplýsingar til þín um það hvernig þú undirbýrð þig fyrir Orkuheilunina.

Þú getur pantað einka Fjar-Orkuheilun fyrir þig og fer hún þá fram á þeim tíma sem þér hentar. Í Fjar-Orkuheilun er hægt að Orkuheila fleiri en einn einstakling, þannig að fjölskylda, vinnuhópar eða vinir geta notið Orkuheilunar saman. Fjar-Orkuheilun er mikið notuð til að senda þessa mögnuðu Orku á einstaklinga sem eru veikir og eiga ekki heimangengt í heilun.

Það er mjög vinsælt víða erlendis að halda Heilunar-partý. Einstaklingar taka sig saman og velja stund og stað og fá "Heilara" til að koma og fara með stuttan fyrirlestur um heilun, breytingu, orku eða annað sem tengist heilun og fá svo langa góða Orkuheilun. Eftir heilunina er hægt að spyrja heilarann útí reynsluna og deila upplifunum til að fá meiri og dýpri skilning á því sem á sér stað.

Persónulega Fjar-Orkuheilun bókar þú með því að hafa samband við osk@osk.is eða hringja í síma  778-3731
Hver heilun kostar kr. 9000,-  ef fleiri en einn í sömu fjölskyldu vilja njóta heilunarinnar saman býð ég uppá 2 fyrir 1.

Langar þig að prófa  Fjar-Orkuheilun, FRÍTT ?

Til þess að gefa fólki tækifæri á að kynnast og átta sig á áhrifum Orkuheilunar þá býð ég Frítt í eina Fjar-Orkuheilun á 4-5 vikna fresti og í framhaldi af því fá þátttakendur Tilboð á tveimur fjar-Orkuheilunum þá er greitt fyrir eina Fjar-Orkuheilun kr. 6000,-


Ef þú ert skráður á póstlistann minn þá færð þú sendar upplýsingar um hvenar tilboðin og fríu Fjar-Orkuheilanirnar fara fram.

Þú getur tilkynnt þátttöku í næstu FRÍU Fjar-Orkuheilun með því að senda mér póst á osk@osk.is.

Hvað gerir Orkuheilun fyrir þig ?

Orkan gerir þig að þeirri einstöku veru sem þú varst þegar þú fæddist. Þér verða allir vegir færir og þú átt auðveldara með að standa með sjálfri/sjálfum þér og skilja hvað það er sem þú raunverulega vilt.

Þú munnt muna hvað það er sem hrífur þig í bliss og ástríður þínar verða mjög skírar.

Þú upplifir þig  friðsæla/n, glaða/n á áhyggjulausa/n án þess að það sé einhver skiljanleg ástæða fyrir þeirri líðan, en hún mun gera vart við sig mun oftar í þínu lífi eftir Orkuheilun en áður. Orka þín og kraftur verða því mun meiri þar sem þú verður oftar að finna jákvæðar tilfinningar  meira jafnvægi tilfinningalega og andlega og þess vegna verður auðveldara að koma hlutum í verk og takast á við þau verkefni sem eru fyrirliggjandi.

Þér fer að þykja mun vænna um sjálfa/n þig og alla í kringum þig og jafnvel finnur þú fyrir óstjórnelgri ást til þinna nánustu og þeir sem þú hefur átt í erfiðum samskiptum við munu annað hvort hverfa tímabundið úr þínu lífi eða þau samskipti lagast af sjálfu sér.

Áhrif Orkuheilunar geta verið í marga mánuði að gera vart við sig.
Engir tveir upplifa það sama við móttöku á Orkuheilun né
á eftir í heilunarkrísunni og flestir upplifa Orkuheilun á mjög
ólíkan hátt í hvert skipti sem Orkan er meðtekin.

Ekki láta upplifunina segja til um hvort og hversu mikið af
Orkunni þú hefur móttekið. Jafnvel þegar fólk verður ekkert
vart við Orkuna í heilun þá verða gífurleg áhrif á eftir og öfugt.


Til þess að átta þig á þeim stórkostlegu breytingum sem Orkuheilunin
hryndir af stað og veldur  er mjög mikilvægt fyrir þig
að vera meðvituð um allar þær breytingar sem verða í og á lífi þínu
næstu mánuðina. Ef þú átt erfitt með að skilja og skynja breytingar
mun ég  aðstoða þig við það einnig getur þú skrifað dagbók.


Dæmi um hreinsun eftir Orkuheilun eða heilunarkrísan:

Til þess að ný orka geti dafnað inní þér og gert þig
að þeirri einstöku mannveru sem þú ert og leyft þér
að upplifa ástríður, áhyggjuleysi, sjálfstraust og vellíðan
verður allt það sem truflar þig í að upplifa það að fara
úr líkamanum. Þess vegna getur hreinsunin/heilunarkrísan
verið mjög öflug og mun hún vara í um það bil 2-3 vikur
eftir hverja heilun hvort sem þú ert að taka við Fjar-Orkuheilun
eða einka Orkuheilun.


Líkamlega getur þú upplifað:
flensueinkenni,
höfuðverkir,
þrýstingur í höfði,
allir verkir sem þú hefur haft um æfina geta tekið sig upp,
harðsperrur jafnvel þó þú hafir ekkert verið að reyna á þig,
ógleði,
svimi,
hjartatruflanir,
taugatitringur í hryggjarsúlunni  þegar þú slakar á.

Óhætt að hugsa sér að allir verkir og óþægindi næstu 2-3
vikur séu af hreinunarvöldum.

Andlega getur þú upplifað ;
að vera gleymin,
eiga erfitt með einbeitingu,
hugarfarslegt rugl,
dreymir mjög skíra og raunverulega drauma,
martraðir,
vanlíðan,
pirring,
streita og ójafnvægi

sömuleiðis gæti andleg hreinsun  varað í allt að 2-3 vikur
eins og líkamelga hreinsunin.

En hver einkenni sem koma eru í mesta lagi í 24 klukkustundir að
ganga yfir flest einkennin eru í nokkrar mínútur eða fáeinar
klukkustundir.
Þér er næstum því óhætt að telja öll óþægindi
sem þú upplifir næstu 2-3 vikurnar sem hluta af hreinsuninni.
Ef einkenni fara að vara lengur en 24 tíma þá skaltu hafa samband við
viðkomandi lækni eða senda mér póst.

Verkjalyf stöðva hreinsunina svo gefðu þeim frí ef þér er það mögulegt.

Umsagnir um Orkuheilun :

Þetta er hreint ótrúlegt og getur varla verið tilviljun í hvert skipti sem ég tek þátt í heilun þá minnkar bjúgur sem ég hef verið með á fótunum í mörg ár.
Ég hef verið á sömu lyfjunum í all langan tíma en ekki fundið svona mikinn mun ekki einu sinni þegar ég byrjaði á þeim. Núna er ég nokkuð fín og spurning hvort ég þori að hætta á lyfjunum.
þakka þér innilega fyrir elsku Ósk
Herdís Einarsdóttir

Ég var í krabbameinsskoðun í gær, því ég hef verið i stress kasti undanfarið yfir vissum einkennum sem hafa líka gert mig rosa rosa þreytta og valdið miklu álagi líkamlega og andlega. Læknirinn lét mig hafa 5 kassa af alskonar töflum ég tók þær í gærkvöldi. En eftir heilunina þá vaknaði eg eins og splunku ný manneskja.. Kannski þarf ég ekkert þessar töflur, takk trilljón billjón sinnum, ég var ekki eins þreytt og eingar áhyggjur og er bara svo hamingjusöm
Kolla

Sæl, vá mikið rosalega var þetta notaleg
stund í Fjar-Orkuheilun í kvöld. Fannst eins og  ég væri umvafin eitthverju góðu og hlýju frá hvirfli niður að hnjám, lófarnir mínir voru svona hálf lokaðir, en alveg
ósjálfrátt opnuðust þeir og mér fannst að eitthvað væri sett í hendurnar á mér, hélt á því stund sagði svo í huga mér, takk ég skal gæta þess, þá var sem að úr þessi kæmi lítill fugl og settist á öxlina á mér.
Mér finnst þegar að ég er í þessar orku-heilun sem að eitthvað komi til mín fyrst voru það litir, næst amma mín og fleira úr bernsku minni, í kvöld var það
grænmálaður árabátur en málingin þó farin að flagna af.
Kærar kveðjur og þakkir Bjarghildur

Eftir fyrsta viðtalið í þerapíunni Lærðu að elska sjálfa þig þá sá ég sýn.

Svo þegar ég fór í fyrstu fjarorkuheilunina þá upplifði ég stórkostlegt samspil lita og sýna sem ég hef litið á sem leiðbeiningar og aðstoð við ákvarðanatökur.
Enda hefur líf mitt breyst til hins betra og hlakka ég til að taka þátt í hvert skipti sem fjarorkuheilun fer fram !
Bestu kveðjur Auður

Sæl og takk fyrir mig, þvílík dásemd, ég var í fjar-orkuheilunni í gær.

Um tíu leitið var allt komið í ró hér svo ég ákvað að prófa og vita hvort
að eitthvað skeði og þrátt fyrir allt undirbúningaleysið og óróa á heimilinu rétt fyrir heilun.
Þá var sem að allar dyr opnuðust uppá gátt, um stund leið mér bara vel og tók á
móti öllu sem að kom til mín, (ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessari
dásamlegu tilfinningu)svo fór ég til bernsku minnar og dvaldi þar lengi.
Dagurinn í dag hefur verið rólegur en líflegur gleðigjafi.

Takk fyrir B F G

Eftir yndislega daga með Ósk á Balí fyrr á þessu ári langaði mig að ganga lengra í þeirri umbreytingu á sjálfri mér sem sú dvöl kom í gang. Fjarorkuheilun Óskar var eitthvað sem mér fannst ég verða að upplifa og þegar maðurinn minn tók vel í að taka þátt í heiluninni með mér var það punkturinn yfir i-ið. Við erum bæði í krefjandi starfi, búum í framandi landi fjarri okkar nánustu og því mikið saman og þurfum að stóla mikið á hvort annað, við ákváðum að fara í Einka Fjarorkuheilun til að geta valið tíma sem hentaði okkur sem best.
Heilunin sjálf var sérstök, mikil ró og friður yfir okkur báðum og skrítið að finna orkuna flæða um líkamann og gíra allt niður einhvernveginn. Að fara í heilun er ekki allt tóm sæla að minnsta kosti ekki meðan heilunarkrísan gengur yfir, það sem hjálpaði okkur í gegnum krísu tímabilið var að við vorum meðvituð um hvað var í gangi og gátum minnt hvort annað á það ef okkur leið eitthvað undarlega líkamlega eða andlega. Það var ýmislegt sem við upplifðum, t.d. miklar skapsveiflur, svefnleysi, hausverkur, hlaupandi verkir hér og þar í líkamanum sem stóðu kanski yfir í allt að hálfan til einn sólarhring. Ég var t.d. handlama í tæpan sólahring með viðstöðulausan verk í þumalputta vöðvanum annan dag var ég með svo mikinn hálsríg að ég var frá vinnu. En allt hefur þetta tilgang og hjálpar það mikið að átta sig á því á meðan á krísunni stendur.
Við erum búin að fara í tvær orkuheilanir og breytingin sem við erum að upplifa er stórkostleg, samskiptin okkar á milli voru í lagi en nú síðustu vikurnar ríkir meiri skilningur á milli okkar og við tökum öðruvísi á málum ef eitthvað kemur upp í samskiptum okkar á milli eða í samskiptum við aðra, það er meiri kærleikur í okkar lífi í dag en áður og þökkum við heiluninni það. Ég er að upplifa stórkostlega breytingu á mér, mér líður stórkostlega, mín upplifun á aðstæðum hefur stórbreyst, mikil orka, gleði, ánægja, hamingja og sköpunargleði eru orðin partur af mínu daglega lífi. Ég hef skýrari lífssýn og lífið er yndislegt.
Elsku Ósk takk fyrir okkur T&V

Við dóttir mín höfum verið með í Orkuheilun þrisvar sinnum núna og okkur langar mest að hafa þetta sem fasta liði á þriðjudagskvöldum þetta er með því besta sem við höfum gert. Ég er mest þakklát fyrir að hafa opnað fyrir næmnina mina aftur það er ómetanlegt því núna veit ég alltaf hvað ég á að gera og skynja allt. Í framhaldi af því að endurheimta þennan eiginleika er ég farin að láta eldgamla drauma rætast.
Takk elsku Ósk.
Edda og Hulda

Þetta var svo óvenjulegur dagur ég var allan þriðjudaginn að hugsa um hvort bænin mín væri nógu góð. Þegar Heilunin byrjaði fékk svakalegan hjartslátt, bað bænina og hugsað ekki um neitt (en undirmeðvitundin beið eftir einhverju stórkostlegu , veit ekki afhverju)  svo eftir smá tíma var eins og stöðin yfir höfði mínu opnaðist með ljósi, í raun rifnaði upp, og ég var spurð hvað ég ætlaði að láta aðra stjórna mér mikið og hvort þetta væri rétt, ég er að meina fólk sem hefur verið neikvætt það sem ég hef gert, jú allir gera mistög, og ég svaraði nei í huganum svo róaðist allt og ég hálf dottaði og hugsaði hvort þetta væri búið...........þá var eins og fæturnir yrðu tengdir og komið við þá.........svo dottaði ég aftur. 

Daginn eftir voru tilfinningarnar allar á flakki, seinni partinn fékk ég grátkast var ein heima sem betur fer og flaug í gegnum hugann hvað fólk getur verið ósanngjrnt að dæma mig, ég varð svo reið að ég öskraði í koddann minn og grét.  Úff vissi ekki hvað var að ske en ákvað að leyfa öllum tilfinningum að koma, þetta væri bara hluti af orkuheiluninni.  
Takk elsku Ósk
Með allra bestu kveðju Aðalheiður Einars

Mér bauðst að taka þátt í fjar-orkuheilun Óskar og það er með því magnaðra sem ég hef gert. Yndisleg orkan sem streymir um líkamann hreinsar, endurnærirog  gefur manni himneska orku sem er engu lík. Að morgni vaknaði ég glæný og naut þess að sjá og heyra náttúruna að verki þar sem nokkrir mávar rifust við hrafn um æti, naut sólaruppkomunnar og fannst eins og ég svifi um á sælu skýi og með öll skilningarvitin vakandi. Þetta var mögnuð upplifun sem ég á eftir að búa lengi að. Takk elsku Ósk
María Auður

Það sem að ég upplifði í orkuheiluninni á þriðjudagskvöldið
síðast var að mér fannst mér vera róið í hringi (rólega) og
svo birtust mér litir. Fyrst fjólublár svo blár, síðan rauður
og svo sá ég skært hvítt ljós eins og hellast í gegn um mig.
Mig hefur ekki dreymt neitt síðan ég veit ekki hvenær eða öllu
heldur hef ég ekki fengið að sjá það sem að mig dreymir, en
núna tvær síðustu nætur hefur mig dreymt drauma sem að ég
man á morgnana og það finnst mér frábært.
Takk kærlega fyrir mig.

Knús Rúna

Þakka fyrir Orkuheilunina á fimmtudagskvöldið. Frá því ég vaknaði á föstudagsmorgun hef ég ekki fundið fyrir kvíða eða hræðslu við það sem er framundan. Ég hugsa að sjálfsögðu um það en gersamlega án andateppu. Ég er komin með íbúð! búin að skrifa undir samninginn og er ekki með magaverk yfir þessu öllu..
Anna

Sæl Ósk mín.
Eins og ég var búin að segja þér , þá var búið að segja mér upp vinnunni.
Eftir gærdaginn trúi ég á kraftaverk !
Þessi orkuheilun í gærkveldi gerði kraftaverk fyrir mig , um það velkist ég ekkert í vafa um !
Ástæðan : Uppsögn mín var dregin til baka í dag ( 18/4 )

Kærleikur og knúsar á þig mín kæra
Með kærleikskveðju,
Hallveig Sig. ( Halla )

Það var yndislegt og magnað að vera með í gærkvöldi í orkheilun. Takk kærlega.
Mér leið mjög vel og var nokkuð fljót að kyrra hugann. Fór einhvernveginn í gegnum líf mitt en
án alls sársauka sem var ótrúlegt. Þurfti samt mjög mikið að hreyfa höfuðið og eins og einhver væri að hreyfa það fyrir mig.
Var ísköld á eftir en fór svo bara að sofa. Sofnaði strax og vaknaði gjörsamlega úthvíld í morgun og dreymdi sleðaferð á grænum ís!!
Takk aftur.
Kærleikskveðja frá Guðbjörgu Ásdísi

takk kærlega fyrir mig. Ég var búin að vera með verk í hálsi í allan gær og þegar leið á daginn þá var vöðvabólgan farin að þrýsta á og ég var komin með verk í annað eyrað og augað og slátt í hnakkann við minnsta átak. Þegar nær dró heilunninni var ég komin með dúndrandi höfuðverk í allt höfuðið og þá datt mér í hug hvort að einhver undirbúningsvinna væri bara hafin. Ég settist svo niður þegar komið var að þessu og bað og það var eins og að líkaminn væri að minna mig á hvað ég ætti að biðja um með því að láta verki koma fram svo ég bað fyrir því. Flökurleikinn kom strax og orkan byrjaði að flæða og ég fann tenginuna vel við höfðustöðina. Ég fann svo bara fyrir kláða í andlitinu sem ég finn stundum þegar ég er í svona andlegri vinnu og verkurinn í hálsinum var orðin verulega slæmur að ég hélt varla haus, en ég þraukaði og svo fór ég bara að sofa og vissi ekki af mér fyrr en í morgun þegar vekjarinn var rétt við að klára að hringja út.
Oddfreyja

Fjarorkuheilun breytti miklu fyrir mig. Ég er orðin sú manneskja sem ég var, alltaf brosmild, glaðleg, jákvæð og ánægð með sjálfa mig eins og ég er. Ég get allt sem ég vil, sem sé ég get skal og vil. Ég sagði upp í vinnunni, var búin að þurfa lengi að gíra mig í gang, á hverjum morgni í nokkur ár, í pollyönnu leik, hafði aldrei haft kjark áður, hafði ekki trú á sjálfri mér, eins og við vitum flytur trúin fjöll.
Ég fékk krabbamein í skjaldkirtil og ég trúði allan tímann að það væri lítið og ég þyrfti bara að fara í aðgerð og ekkert meir. Ég er bara í eftirliti næstu 5 árin, því þetta var svo lítið að læknirinn þurfti bara að taka meinið ekki skjaldkirtilinn. Ég er heilbrigð í dag.
Pabbi minn hafði á orði að ég væri orðin eins og ég var, samkvæm sjálfri mér, sem sé komin til baka.
Ég flutti til Noregs í síðustu viku og er komin með vinnu sem vikar.
Lífið er yndislegt.

Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, þú ert æðisleg.

Knús og klemm
Bjarnfríður

Satt best að segja þá fannst mér þetta gríðarlega skrítið. Ég beið spennt eftir því að klukkan yrði 22.30, kom mér vel fyrir, með kertaljós og kyrrð. Átti smá erfitt með að einbeita mér vel en svo kom það. Ég þakkaði mínum Guði fyrir það sem ég er í dag og fór með yndislega bæn, fannst eins og ég væri að sofna en þá gerðist það... ég fékk doða tilfinningu í hendurnar, upp í bringuna og niður í fætur. Það fór um mig skrítin "fiðríngur" hitatilfinning um líkaman og mér leið allri eins og ég væri hrein, mjög erfitt að útskýra þetta. Ég var með augun lokuð og upplifði liti, mörg litbrigði og þá vissi ég að heilun væri í gangi. Ég leifði mér að fljóta með í ferðalag sem var ólýsanlega dásamlegt en svo á einu augabragði.. fúff...búið. Ég vissi ekki hvað tímanum leið og fór bara með bæn, þakkaði fyrir þessa heilun og fór inn í rúm. Ég leit á klukkuna og þá var hún rúmlega 23 :)

Í gær var ég algjörlega orkulaus, með gríðarlega verki í upphandlegg (líkt og miklar harðsperrur) og stingi í setbeinum. Tenging við þetta?? vonandi.

Mér finnst þetta gríðarlega spennandi og trúi því og treysti að þetta sé að gera eitthvað fyrir mig, undirbúa mig fyrir þá meðferðarvinnu sem ég er að fara að vinna næstu misseri sem mér finnst dásamlegt.
Sonja Ruiz.

Í byrjun fannst mér ég lyftast aðeins frá sófanum og vera vaggað fram og til baka svo fannst mér eins og mér væri
ýtt niður í sófann og haldið þannig allan tímann, eins fannst mér eins og ég væri með ennisband sem að héldi svona
aðeins um höfuðið, dofi í fótum og verkur í baki.
Kv. Rúna

er ekki frá því að hafa fundið fyrir opnun á hjartastöðinni...finn fyrir djúpum frið og sátt...hlakka til að finna fyrir auknum jákvæðum áhrifum á komandi vikum.
Bestu kveðjur
Inga Anna

Ég bíð eftir þriðjudagskvöldunum, því mér finnst þetta vera frábær lífsreynsla.
Ég finn að ég er miklu ákveðnari, öruggari með sjálfa mig, læt ekki traðka á mér lengur og mér líður bara svo vel í alla staði.
Takk fyrir mig Kv Bjarnfríður

Blessunin þann 4. október virkaði vel
Mér fannst eins og hjartastöðin opnaðist og
það væri gat á mér yfir allan brjóstkassann.
Fann fyrir bæði hlýju og kulda, þægilegum kulda,
og leið mjög vel. Þetta varði í nokkurn tíma
og eins og það væri hringlaga hreinsun í þessari
holu. Var mjög notarleg tilfinning sem fylgdi þessu.
Sveppasýkingin er alveg horfin, ótrúlegt.
Líður svo vel en ég var látin hafa þrefaldan skammt
áður en þetta var tekið frá mér.
Sandra.

Er laus við eyrnasuðið sem hefur hrjáð mig í rúmlega 10 ár. Var búin að reyna allt og telst því mjög sáttur.
Guðlaugur Einars

Verð að segja að ég er búin að upplifa svolítið skrítna daga, veit ekki hvort það sé
út af heiluninni?!
Hef upplifað verulega háan blóðþrýsting, sem er mjög óvanalegt hjá mér þar sem ég er alltaf frekar lág.
Höfuðverkur,þrýstingur upp í höfuð við minnsta átak, jafnvægistruflanir svo e-ð sé nefnt.
EEEEN sef eins og steinn og sofna um leið og höfuðið snertir koddann, er árrisul
(líka mjög óvanalegt þar sem ég er telst til að vera a.m.k. D manneskja :)) og alveg hreint ótrúlega berdreymin. Flest sem mig dreymir skeður svo næsta dag!!! He he það virðist fátt koma á óvart þessa dagana.
HannaLoksins er ég farin að finna þessa notalegu friðsæld sem mér var lofað ☺
Ég skil núna að það er ómetanleg tilfinning sem ég gerði mér enga grein fyrir að ég hefði ekki haft. ( hélt ég væri nokkuð sátt og ætti gott líf ) en nú finn ég að allt getur bestnað ! Börnin mín sem valda manni áhyggjum við og við eru orðin svo þægileg en þau hafa ekkert breyst ég er að fatta að það er ég sem er breytt. Það eru nokkrir aðilar á vinnustaðnum mínum sem ég hef LEYFT að eyðileggja heilu dagana fyrir mér (eins og þú kallar það Ósk) þeir hafa engin áhrif á mig lengur og einn þeirra er meira að segja hættur hversu fyndið er það nú. Elsku óskin mín er að rætast það er búið að taka tíma en ég er í skýjunum.
Halla

Fyrir viku síðan, nánar tiltekið fimmtudaginn 14. sept. kl. 15:30
þá var eins og gluggatöld væru dregin frá hjá mér.
Ég hef verið með móðu á sjóninni og á einu augnabliki þá hvarf þessi móðaog ég sá allt skýrt. Dásamlegt
Þetta hefur síðan aðeins dregist til baka á öðru auganu og er komið smá ský aftur þar
en hitt augað er fínt.
Kv Sandra

Ég er ekki viss um hvort það er þessari heilun að þakka eða ekki en ég finn enga aðra skíringu á því að mínir ömurlegu bakverkir eru horfnir og á hverjum degi vakna ég og byrja á því að hlusta eftir því hvort þeir seú ekki komnir aftur því ég á bara bágt með að trúa þessu. Nú verð ég að halda áfram að fá svona heilun og láta bænina snúast um eitthvað annað en verki vá.
G.M

Mér er búið að líða alveg stórfurðulega síðan á miðvikudaginn þegar ég kom í heilun, miklar
hjartsláttartruflanir, föstudag, laugardag og sunnudag þetta kemur í svona "köstum.
svo er alveg rosalega stutt á milli mikillar gleði og andlegri vellíðan, og svo
rosalegur blús og verkir í sálinni.
Maðurinn minn spurði mig meira að segja á laugardaginn og svo aftur í gær af hverju
ég væri svona döpur hvort eitthvað væri að?
Ég svaf rosalega illa aðfaranótt laugardagsins og þurfti að vera að fara með faðir vorið doldið oft um nóttina, geri það nefnilega oft þegar að ég verð
svona óörugg ( hrædd) Vona að þetta fari að lagast.
Alda

Jæja, allavega þá
átti ég svona þrjá til fimm daga eftir Orkuheilun alveg stórkostlega. 'Eg var svo
kraftmikil, fannst ég geta allt, með sjálfstraustið í botni en samt yfirveguð og mér fannst í fyrsta skipti á ævinni ég vera með allar heilasellurnar virkar.
HB

Ég hef fundið fyrir í og eftir orkufjarheilunina, eyrnaverk, höfuðverk í hnakka,verk
í móðurlífi, verk í herðum og niður í mjóbak og í meltingarfærum td risli. Fundið
fyrir viðkvæmni andlega, líka að ég geti bara allt og finnst ég vera ákveðnari.
þetta er svona það helsta. Fann minna fyrir heiluninni í gær en síðast eða mér
fannst það.
Bjarnfríður

Sæl vil deila því með þér kæra Ósk að ég er loksins farina ð sofa eins og ljós allar nætur í staðin fyrir að brölta í tvo tíma öll kvöld og reyna að sofna. Ég er búin að prófa allt hugleiðslur slökunartónlist ofl en ekkert hafði áhrif nema kannski í eitt skipti. Nú eru komnar tvær vikur og ég finn hvað orkan vex enda fæ ég tvo aukatíma í svefn á nóttu. Takk fyrir
G.Reynis

Mér finnst ég sjá hlutina í réttara ljósi en ekki annað hvort svarta eða hvíta og skil allt betur sem áður var kannski að pirra mig. Ég byrjaði í átaki og þrátt fyrir að ég viti að ég á að geta það þá finn ég núna hvað þa ðer miklu auðveldara en áður. Losnaði við neikvæða púkann í mér og á auðveldara með að segja við fólk það sem mér finnst og hvernig mér líður. Stend meira með sjálfri mér og á auðvelara með að einangra mig frá óþægilegri orku sem ég fann áður fyrir í vinnunni. Líður eins og ég sé blíðari og kærleiksríkari.
A. B. S.

Það er ólýsanleg tilfinning að vera pollróleg yfirveguð og hamingjusöm þrátt fyrir að það detti himinháir reikningar inn um bréfalúguna. Ég fékk mjög óvæntan reikning um daginn og gerði mér þá fyrst grein fyrir að ég hef verið svo róleg yfir öllu, var áður stressaðri og áhyggjufyllri. Sennilega vegna þess að ég er svo róleg og brosandi yfir þessu þá var tekið yfirnáttúrulega vel á móti mér þegar ég fór að semja um þennan reikning. Það hefði lýst mér vela ð gera ekkert og bíða þar til þetta hefði farið í eittthvað óefni því ég hefði ekki haft kjark til að fara að semja.
Ó F

Ufffff hvað ég er í mikilli krísu eftir heilun 2 , búin að vera með hausverk
og ógleði með öllum verkjunum.
Þarf að hafa mig allt til að taka ekki verkjatöflur.
En samt orkumikil bara get ekki eins mikið en djöfull hlakkar mig til þegar
þetta er búið.
Eg þarf stanslaust að henda óþarfa hugsunum í burtu í dag og fletta á aðra
blaðsíðu.
En tók ákvörðun í dag að fara í grunnmenntaskóla fram að áramótum svo að ég
fer ekki að vinna strax.
Heldur bara að vinna í því að finna mig
Mjög spennandi tímar framundan.
GLÓ


Ég fékk svakalega köldu um daginn, varð svo kalt allt kvöldin en var allt í fína
þegar ég vaknaði.
Var mjög einkennilegt samt, var bara kalt en ekki eins og ég væri veik eða neitt
þannig,
frekar eins og það væri kalt hylki utan um mig.
Greinilega einhver hreinsun í gangi.
Annars gengið mjög vel.
Sandra.

Mér fannst þetta ótrúlega merkileg upplifun,
bæði leitaði hugurinn langt aftur, aftur í þann tíma sem ég var barn og svo áfram til nútímans. Ég upplifði bæði sorg og óútskýralega líðan, Hlakka til að vera með og fæ sent frá þér nánari upplýsingar. Sjáumst á morgun takk fyrir allt þú ert yndisleg og svo gefandi kv
Hrefna

Langaði að deila því sem ég fann í heiluninni... ég fann mikinn hita allt í einu inní lófunum á mér og svona þrýsting eins og það væri verið að ýta mér aftur á bak. Það var svona í smástund...svo eins og venjulega svona þungt yfir höfðinu:)
Sonja

Mer fannst þetta mjög gott, eg fann fyrir þegar þú eða Orkan kom inn eftir að ég var búin með bænina, ég ætlaði svo að leggjast niður eftir um 5-8 min en fann þá að þú varst ennþá þarna svo ég helt afram að móttaka orkuna, ég sá mikið grænt ljós. Ég fæ alltaf miklar draumfarir eftir orkuheilun, drauma sem tákna andlega hreinsun.
takk yndislega Osk min.
Alla

Heilunarkrísan er frekar væg, ein hjúts bóla, brölt í þörmum og fjör, eða
þannig, hóstaði smá daginn eftir og ennþá minna þann næsta og smá
kverkaskítur en alveg farið á þriðja degi. Frjókornaofnæmið farið.
Svefn upp og ofan, svona sitt lítið af hverju.
En ég er með miklu tignarlegri líkamsstöðu en áður enda
búið að teygja nóg á mér og orkan nánast hætt að teygja mig út og suður. Á orðið mjög auðvelt með að tengjast inn á þessa orku.
Bakverkurinn farinn og líður betur.
Þurý

Krísan varði í nokkra daga og var tilfinningalega mjög óþægileg. Ég var skapvond og pirruð fannst allt ómögulegt. Svo kom þessi ofboðslega ró og friður eins og allt yrði í lagi og ég fann einhverja innri sátt. Verkurinn við hjartað sem ég hef haft í svo ótalmörg ár hvarf og ég á auðveldara með að elska sjálfa mig og aðra finn svona meiri kærleika og væntumþykju. Sé útgeislunina stundum og trúi því varla því ég hef alltaf verið frekar óánægð með mig.
S

Ég átti mjög magnaða stund sl þriðjudagskvöld og það fer ótrúlega margt af stað í
sál og líkama við upplifun sem þessa. H.H

það gekk bara vel, var ekki of þreytt. Fann ekkert sérstakt en líður bara svo vel núna, það er allt að gerast
Búin að fara í áheyrnarprufu í enska leikhúsinu og fékk eitt af aðalhlutverkunum (!! :))))) ), Datt niður á borganlega ferð til Tyrklands núna í haustfríinu, og fer, fékk atvinnutilboð, krakkarnir bara yndislegir (eða kannski er ég bara orðin svona róleg ) ... ég veit ekki hvar ég á að hætta! Life is just good
AnnaÞetta er ótrúlegt , mig grunaði ekki að eitthvað færi að gerast strax en ég er með verki hér og þar, og fyndnast af öllu með túrverki en engar blæðingar
hehehe.
Takk fyrir mig nú fer ég að halda dagbók um breytingar Kv
G Lilja Olafsdóttir

Langaði að segja þér aðeins frá fyrsta deginum mínum. Hef verið með stingi hér og
þar í allan dag, alltaf vinstra megin, mismikla. Slátturinn sem ég fékk í eyrun í
tímanum hjá þér var miklu meiri vinstra megin, spurning hvort það sé eitthvert
samhengi þar. Þetta hefur einnig verið mikill vatnslosunardagur. Annars hefur mér
liðið vel í dag og fyrsti dagurinn minn í langan tíma sem er upplifi ekki mikla
streytu í vinnunni. Langaði einnig að segja þér að dóttir mín las miðann frá mér
rétt fyrir kl. eitt í gær um svipað leiti og þú sást hana við hliðina á mér.
Jóhanna

Fjar Orkuheilun er allt önnur upplifun en að koma í einkaheilun. Ég fann samt um leið og þetta byrjaði svo fann ég mismikið fyrir þessu í ca10 mín og var rosa þreytt eftir þetta og fór bara að sofa og hef aldrei sofið svona vel. En mundi frekar vilja einkaheilun því ég upplifi svo fallega Orku flæða um mig mikla vellíðan og ró strax.
Edda

En ég er búin að vera bara góð í krísunni , minni verkir en samt verkir um allt , þráðurinn stuttur og náði að græta 11 ára prinsessuna mína bara með
því að hækka rómin hehehehe hún er ekki vön því að ég hækki rómin. En sýndi þessu skilning því að ég var búin að segja henni frá því að ég yrði kannski
meira pirruð en venjulega.
Er miklu orku meiri er búin að vera þrífa á fullu frá því á sunnud og ég hef ekki þrifið svona mikið á svona stuttum tíma síðan ég var heimavinnandi
fyrir 10 árum síðan ☺
Lilja

Ég finn mjög vel fyrir Orkunni í Fjarheilun en þoli bersýnilega ekki að fá þessa Orku á kvöldin því ég verð svo hress uppveðruð og orkurík að ég get ekki sofið á eftir, en líður samt ekki illa með það heldur er ég meðvituð um hvað ég er eins og ný. Kristín.
Mér hefur liðið eins og ég sé einhverstaðar annars staðar síðan ég fór í heilun og sonur minn upplifir ekkert ósvipað hugarrugl. Hef verið þreytt skrítin í höfðinu víbríngur inní mér í gærkvöldi mikill þungi vinstra megin í höfðinu í dag og þrenging í hálsinum svo var eins og það færðist yfir mig ró núna seinni partinn og mér líður eins og framtíðn verði guðdómleg.
SB

Núna meira en mánuði eftir að ég fékk tvær einkaheilanir svo þriðju heilunina í þessari FjarOrkuheilun þá er ég að átta mig á því vhersu dómhörð og pirruð ég hlýt að hafa verið því nú er ég allt í einu hætt að dæma sjálfa mig og er svo sátt og ánægð með mig og finn að ég geysla af hamingju, en vá það tók tíma að átta sig á þessu. Samskipti mín við alla í kringum mig hafa gjörbreyst og börnin segja mér að ég sé orðin svo góð mamma ;) HH

Í heiluninni fann ég svitatilfinningu á höfðinu og það small í hálslið á meðan svo einhver spenna hefur farið. Aukinn púls í hálsi, hjarta og höfði. Ég finn fyrir meiri orku og ég farin að skynja að ég er ekki eins neikvæður yfir því hvar ég er staddur í lífinu og hver ég er. Hef ákveðnarai sýn á framhaldið. Finn fyrir létti frið og eftirvæntingu. Mjög jákvætt
D E

Ég hef nú reyndar fengið einar 5 heilanir bæði Fjar-Orkuheilun og einka. Ég hef aldrei verið svona sátt og ánægð með mig finn svo mikið fyrir auknu sjálfstrausti og öryggi. Best er þó að þetta sjálfstraust skilaði sér með auknum tekjum í vinnunni….Mér finnst ég elska sjálfa mig og fólkið mitt meira en áður. Ég er spenntari fyfir hverjum degi hlakka til að fara í vinnuna sem var orðið hryllingur, ótrúlegt að það gæti breyst svona.
G

Krísa af verstu gerð mjög slæmir túrverkir, óglatt og verkur í hægri öxlinni. Soltið þung á mér og exemið mitt blossaði upp. Dreymir mikið óreglulegur svefn martraðir. Inná milli finn ég að ég er kærleiksríkari.
Auður