Mešmęli
11.05.07
konur hafa oršiš

Íslenskar konur eiga orðið – allan ársins hring

Stúlkurnar á bókaforlaginu Salka eru að leita að konum og báðu okkur um að vera þeim innan handar enda dásamlegur hópur af konumsem eru með okkur í Rope yoga og tilvalið að fá þær til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.

 

Kæra kona

 

Við hjá Bókaútgáfunni SÖLKU erum nú að vinna að fallegri og hagnýtri dagatalsbók fyrir árið 2008 þar sem 365 íslenskar konur senda frá sér örstutta hugleiðingu fyrir hvern dag um flest það sem stendur okkur konum nærri.

 

Þú ert ein þeirra fjölmörgu sem við leitum til og okkur væri heiður að því að fá eina til tvær setningar frá þér um lífið og tilveruna sem kæmu til greina í þetta verkefni.

 

Ef þú hefur þegar fengið þetta bréf og sent okkur hugleiðingu þá biðjum við þig afsökunar á ónæðinu.

 

Staðfesting á þátttöku: Ef þú vilt vera með þá vinsamlegast sendu sem fyrst netfang þitt og staðfestingu um þátttöku á kristin@salkaforlag.is.  Í póstinum þarf að fylgja fullt nafn og starfsheiti.

 

Skilafrestur á hugleiðingu:   Vinsamlegast skilið fyrir 1. júní 2007.

 

Lengd: 1 – 2 setningar sem rúmast í tveimur til þremur línum.

 

Ef þú vilt ekki vera með biðjum við þig um að senda okkur línu á sama netfang kristin@salkaforlag.is og afþakka þátttöku.

 

 

Ykkur er algerlega í sjálfsvald sett hvað þið skrifið um; svo lengi sem það er frá eigin brjósti. Þið getið skrifað um hvað sem er ... um lífsmottó ykkar, eða njólann í garðinum ... umferðaniðinn fyrir utan gluggann ... þá sem þið metið mest og af hverju ... það sem gerir ykkur glaðar eða reiðar ... stjórnmál ... ástina, öryggi, óöryggi, vináttu eða lykt af uppáhalds blóminu ykkar, börn, skýjafar, málverk, vespur, hamingju, matarlyst, innilokunarkennd, stríð, draumalandið eða draumalífið: Þið eigið orðið í einn dag.

 

Við erum ekki að leita að löngum hugleiðingum, lærðum eða merkilegum heldur setningum sem vonandi varpa ljósi á lífssýn íslenskra kvenna í byrjun 21. aldar.

 

 

 

FRAMKVÆMD VERKEFNIS

 

  1. Við förum yfir allar innsendar hugleiðingar og veljum þær sem okkur finnst henta best í bókina.

 

  1. Sem þakklætisvott fær hver og ein sem verður birt efni eftir eina dagatalsbók að gjöf.

 

 

  1. Ef þú átt orðheppna vinkonu þá endilega áframsendu þetta bréf á hana því það er nauðsynlegt að hafa sem fjölbreyttastan hóp í svona bók þar sem eiga að mætast konur á öllum aldri, með mismunandi reynslu, starf og lífsstíl.

 

Bestu kveðjur með von um góða þátttöku,

Kristín Birgisdóttir

www.salkaforlag.is

Sími: 552-1122 / 696-3714

 

 

ATH.

 

*          Þú færð þetta bréf því konur í tengslum við okkur hjá SÖLKU hafa bent á þig.

*          Vegna þess að við tölum við fleiri en 365 konur þá áskiljum við okkur rétt til að velja úr innsendu efni en látum hverja og eina vita hvort efni hennar verði notað eða ekki.