Fréttir
21.03.13
Dreamhub föstudaginn 29. mars
Dreamhub...

Þó um sé að ræða föstudaginn langa þá takið endilega með ykkur dýnur, grjónastóla, hugleiðslustóla, kodda og bangsa og hvað sem ykkur langar að hafa til að njóta hugleiðslu og friðarstundar. Við njótum tóna frá okkar góða vini, Kim Pedersen - Dreamhub, sem spilar mjög reglulega á slíkum stundum í Vor Frue Kirke í Kaupmannahöfn. Hann var með okkur á Kyrrðarstundinni í janúar.

Vinsamlega veitið athygli öðrum tíma en verið hefur.

Kyrrðarstundin hefst kl. 22 og við reiknum með að ljúka henni kl. 01 eftir miðnætti, en við bendum á að
hefðbundin guðsþjónusta mun fara fram í kirkjunni kl. 20.  Bjóðið öllum vinum ykkar og kunningjum - njótum stundarinnar saman :-)
Á dagskrá Kyrrðarstundar er ekkert talað orð, einungis tónar og þó að stundin sé haldin í Guðríðarkirkju einskorðast hún ekki við trúarbrögð.
Allir eru hjartanlega velkomnir. Ekki er nauðsynlegt að vera alla 3 tímana hver og einn getur komið og farið að vild.