Fréttir
06.02.13
Kyrršarstund ķ Gušrķšarkirkju
Kyrršarstund ķ...

Föstudagskvöldið 15. febrúar næstkomandi stöndum við i annað sinn fyrir kyrrðarstund í Guðríðarkirkju.
Húsið er opið á milli 20:00 og 23:00 fólki er frjálst að koma og fara að vild.
Á dagskránni er ekkert talað orð, aðeins fallegir hljómar  sem  Friðrik Karlsson mun framkalla.
Takið með ykkur hugleiðslustóla, kodda, púða, bangsa, teppi eða hvað annað sem fær ykkur til þess að líða vel.
Á þessari kyrrðarstund 15. febrúar mun Friðrik Karlsson sjá okkur fyrir hljómum, en hann hefur einmitt gefið út fjöldann allan af geisladiskum með hugleiðslu- og slökunartónlist á undanförnum árum og hafa þeir notið mikilla vinsælda hjá þjóðinni.
Aðgangur er ókeypis.