Fréttir
25.10.16
ÉG GET MIKLU MEIRA
ÉG GET MIKLU MEIRA ...

ÉG GET MIKLU MEIRA  er fjögura vikna netnámskeið.
Daglegir póstar með fróðleik og að ferðum til að skapa það líf sem þú óskar þér.

Þú lærir öfluga leið til að losa þig við fordóma og þá tilfinningu að aðrir séu að dæma þig.
Þú vinnur úr neikvæðum áhrifum æskunnar og unglingsáranna á þitt líf.
Þú lærir og æfir þig í að meta sjálfa/n þig meira og alla  þá eiginleika sem þú hefur og hættir að hafa þörf fyrir að vera öðruvísi á einhvern hátt. Loksins gerir þú þér grein fyrir því hversu dásamleg mannvera þú ert og hvers þú ert megnug/ur í lífinu.
Þú færð nýja lífssýn sem auðveldar þér að takast á við þau mál og aðstæður sem koma upp í þínu lífi og lætur þér ekki bregða þó eitthvað fari á annan veg en þú bjóst við.
Þú verður fær um að treysta því að lífið er alltaf eins og það á að vera og finnur hvernig innsæi, sjálfstraust og öryggi þitt eykst og hjálpar þér að velja rétt hverju sinni.
Þú öðlast skilning á hvernig aðstæður sem voru þér erfiðar hafa kennt þér og þjálfað þig í að nýta einstaka eiginleika sem þú hefðir annars ekki kynnst í sjálfri/sjálfum þér.
Losnar við áhyggjur og kvíða yfir að geta ekki það sem þú óskar þér


Verð kr 49.000,-